Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNVLAÐIÐ Laugardagur 9. des. 1961 r minni á ég mest að segir Þorvaldur í Síld og fisk, fimmtugur >«. Og hvernig hefir þú svo ÉG veit ekki hvar við eigum helzt að bera niður til þess að finna Tolla í Síld og fisk, eða Þorvald Guðmundsson eins og hann heitir fullu nafni, til þess að ná af honum tali í til- efni fimmtugsafmælisins. Við getum reynt uppi í Síld og fisk, niðri í Leikhú.skjall- ara, uppi í Lídó, vestur í Bændahöll eða niðri í Verzl- unarbanka, jafnvel suður á Minni-Vatnsleysu á Vatns- leysuströnd. Einn staður er þó alveg öruggur, en það er eld- snemma að morgni inni í Sundlaugum. Heima er kann- ske hægt að ná honum þegar hann situr að hádegisverði. Á einum þessara staða fund um við þennan kappsfulla og eirðarlausa athafnamann og auðvitað var hann að tala í símnn á skrifstofu sinni í Síld og fisk. Þrátt fyrir stöðugar annir, símahringingar og heimsóknir tókst mér á tveim- ur og hálfum tíma að ná því samtali, sem hér fer á eftir. Meðan Þorvaldur glettinn og brosleitur, stiklar á stærstu þúfunum í erilsömu og at- hafnafreku lífi, skrifar hann sendibréf. Mér tókst sem sé alls ekki að hafa hann alveg frá verki sínu. Ég byrja á byrjuninni: — Ertu borinn og barnfædd ur Reykvíkingur? — Nei, ekki er það nú al- veg. Ég er fæddur í Holti undir Eyjafjöllum, en fluttist á fyrsta ári hingað til Reykja- víkur. Móðir min er Katrín Jónasdóttir og var hún vinnu- kona í Holti er ég kom í þennan heim. Faðir minn Guðmundur Sveinbjömsson var lengs.t af á æskuárum sín- um sjómaður, en var þá hjú í Holti, sigldi síðan mikið á er- lendum skipum og raunar ís- lenzkum einnig. Hann fór um öll heimsins höf. — Hvaðan var móðir þín? — Hún var Skaftfellingur, ættuð austan úr Meðallandi. — En móðir þín hélt ekki heim til ættfólks síns, þegar „slysið" skeði og og þú vai;ðst til? — Nei hún fór hingað suð- ur. Einasta takmarkið var að berjast fyrir þessum strák sínum, reyna að koma honum til manns og eignast eigið hús yfir höfuðið. __Og hvað varð henni helzt til fanga í því efni, þar sem hún leitaði ekki til sinna nán- ustu? — Við höfum bæði alltaf verið svo lánsöm í lífinu að kynnast aðeins góðu fólki. Mamma var víða ráðskona þegar ég var strákur. — Þaðan hefir þú fengið ráðsmennskunáttúruna, skýt ég inn í. Þorvaldur brosir. — Ef til 'vill. En það var stolt hennar að koma mér til manns. Þú veizt hvernig á það var litið á þessum árum þegar konur eignuðust krakka utan hjónabands. Þetta er allt breytt núna, eftir því sem þetta hendir fleiri. _ En þú sagðir að hún hefði viljað eignast hús. Tókst henni það? — Já, það tókst. 1932 byggð um við hús við Barónsstíginn og þar býr móðir mín enn. — Þá hefir þú verið farinn að geta hjálpað til? — Já, svolítið. En mamma vann mikið. Hún hefir alltaf unnið. Hefir ekki þekkt ann- að. Og hún hefir alltaf verið sjálfstæð, alltaf sjálfri sér næg. — Og þið fóruð víða, sagð- irðu, meðan þú varst enn stráklingur. — Já, mamma var ráðskona hjá ýmsum mönnum. Hún var t. d. ráðskona á Elliðavatni frostaveturinn 1918. Ég man vel eftir kuldanum þá. Húsið var hjallur. Við sváfum í sokkum og með vettlinga á höndum og húfu á höfði. Það var reynt að ylja mjólkina, en færi svo að dropi hélltist nið- ur á borðið var hann undir eins orðinn að svellbunka. Svo var mamma í fiskvinnu og í síld fyrir norðan og alltaf var ég með henni. Bjó hjá henni í bröggunum og breiddi fiskinn. Þegar við vorum í sveiti«Mi var ég léttastrákur, sat yfir ánum var mjólkur- póstur og þegar við komum í bæinn var ég blaðasölustrák- ur og síðan sendill. Þá börð- ust 20—30 strákar um hverja sendilsstöðu, sem losnaði. — Hvaða blöð seldirðú?- — Allt sem ég fékk að selja. Þá voru líka hasarblöð eins og núna og strákarnir voru jafnmargir við hverja blaðsölu og nú, þótt blöðin séu margfalt stærri og fari til margfalt fleiri kaupenda. Þá var barizt um hvern bita. Ég seldi „Kl. 5“ sem Ólafur Priðriksson gaf út, „Grallar- ann“, sem Gunnar Jóhannsson síðar þingmaður Siglfirðinga, gaf út og svo „Harðjaxlinn" hans Odds sterka á Skaganum. Þá seldi ég líka „Spegilinn“, fór með hann til Hafnarfjarð- ar, en þar þorðu strákar úr Reykjavík yfirleitt ekki að selja blöð. Reykvíkingar þóttu spraðilbassalegir þegar þeir komu í önnur pláss og hafa sjálfsagt verið það. Heimastrákarnir gerðu aðsúg að þeim, er þeir komu einir suður eftir. Ekki vegna þess a ð Hafnarfjarðarstrákarnir væru neitt verri. Þeir hurfu bara í fjöldann. þegar þeir komu hingað til Reykjavíkur. Það barðist hver fyrir sínu. Við vorum heimaríkir strák- arnir í þá daga. Það var held- ur ekkert spaug fyrir strák úr Vesturbænum að kóma austur fyrir Læk, eða fyrir Austurbæing að koma vestur fyrir. Aðskotadýr í plássunum þá voru engir aufúsugestir. 1 þá daga var heldur enginn ís- eða pulsubar, sem strákarnir sóttu. En rófugarðarnir voru þá stundum í hættu. Rófu- garðurinn hennar frú Gðrún- ar Pétursdóttur, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra, á Skólavörðustígnum var einkar vinsæll staður og oft í mikilli hættu, enda voru rófurnar hennar Guðrúnar al- þekktar um allan bæ fyrir gæði. Ég hef aldrei smakkað aðrar eins rófur. — Mundirðu selja þær hérna í Síld og fisk? — Já. Ég mundi aldrei hafa sett aðrar rófur ef ég bara gæti fengið þær. Það er eins og með eggin. Fyrstu eggin, sem ég fékk sem strákur, borð aði ég hjá Emil Rockstad á Bjarmalandi. Ég hef alltaf selt egg frá honum síðan ég byrj- aði að verzla. — En lögreglan? Skipti hún sér ekkert af ykkur strákun- um? — Jú. Páll pólití hafði mest afskipti af okkur strákunum í Þingholtunum, við mamma bjuggum lengst af á Spítala- stígnum. Og kæmist rófu- garður í hættu eða boltar gerð ust nærgöngulir við eigur ná- búans þá máttum við búast við Páli. Við tókum líka fljótt til fótanna ef eitthvað slíkt kom fyrir. Þá fengum við líka að slást í friði. Það var sleg- inn hringur um bardagamenn- ina og þeir fengu leyfi ,til að útkljá málið sín á milli. — Og svo hófst skólaganga? — Fyrsta skólagangan var í einkaskóla hjá Emil Rok- stad, þeim ágæta manni. Hann hafði heimiliskennara fyrir börnin sín. Mamma vann þá hjá honum. Þar var ég einn vetur. En eftir að við fluttúm alfarin til Reykjavíkur gekk ég í skóla hér. Þegar ég var orðinn tólf ára vorum við flutt hingað og ávallt síðan Þorvaldur Guðmundsson. bjó ég hjá mömmu þar til ég kvæntist 1938. Ég gekk í Mið- bæjarskólann og var fermdur í Dómkirkjunni hjá séra Frið- riki Hallgrímssyni. Síðar, þeg- ar ég var sendill hjá Tómasi Jónssyni, var ég í kvölddeild Verzlunarskólans og síðan gekk ég í hann. — Og hvað gerðirðu helzt á unglingsárunum? — Það var ýmislegt. Auk þess að vera sendill vann ég af og til á Eyrinni og svo var ég hjálparkokkur á sjó stuttan tíma. — Varstu sjóveikur? — Já og hef verið síðan. Annars reynir ekkert á það. Ég fer aldrei á sjó. — Hvenær hófust svo verzl unaístörfin fyrir alvöru? — Það var 1929. Þá var ég 18 ára. Fór þá til Sláturfélags Suðurlands. — Og hvað vannstu helzt þar? — Ég vann allt, sem til féll. Við afgreiðslu, kjötvinnslu, niðursuðu, var deildarstjóri og síðast á skrifstofunni. Ánnars byrjaði ég á því að hreinsa eistu og binda upp dindla á skrokkum til útflutnings. Dindlarnir máttu ekki rífa gazepokana sem voru utan um skrokkana. Hjá Sláturfélaginu vann ég undir handleiðslu eins bezta manns, sem ég hef átt fyrir húsbónda, Helga_ heitins Bergs. Með mér unnu úrvalsmenn og er gott fyrir ungling að njóta handleiðslu þeirra. Ég vil sérstaklega geta þeirra Skúla Ágústssonar frá Birtingaholti, Guðna Árna- sonar, Jens heitins Bjarnason- ar og Jónasar Thorstensen. Ég vann þarna nærfelt 7 ár og hafði síðasta árið verið lán aður til kjötverðlagsnefndar , . , . * , „ rekið þetta fyrirtæki? i nokkra manuðx meðan það _ F t var hér wrzla8 fyrirtæki var að komast a fot. ldar_ fiskvörur — En þu varst við nam í . , Þýzkalandi’ smurt brauð, en siðan breytt- — Já. Þangað fór ég 1935, ist, ,þetta 1 kjötverzlun og þegar ég hætti hjá Sláturfé- Pakkavorur henni tilheyrandi laginu. Ég hafði farið í svo °'S Pylsugerð. Fljótt fór- sumarfrí 1931 sem 2. þjónn um vn* svo að framleiða heit- á 2. plássi á gamla Goða- an ma,t fyrlr veizlur víðsvegar fossi. Við. stóðum þá viku í bænum. Þá rákum við hér við í Hamborg og þá matbar á Bergstaðastrætinu komst ég af tilviljun í kynni °g Þá fór áhugi minn að vakna við framleiðslu Þjóðverja á fyrir almennum veitingahúsa- sjólaxi og fékk áhuga á því rekstri. Hann byrja ég svo verki. Síðan fór ég til Ham- með Leikhúskjallaranum 1951 borgar og lærði að ganga frá og síðar Lídó 1959. Áður og sjólaxi og auk þess niðursuðu samhliða hafði ég annast rekst ur ýmissa matstaða og sjálfs- afgreiðslna þar sem menn gátu fengið sér ýmislegan fljóttilbúinn mat. — Þú hefir oft viliað láta ' kalla þig bónda. og það er _ <■ .<.&& víst ekki hægt að hafa þá nafn z^ gift af þér, því þú munt reka stærsta svínabú á landinu. Hvenær hófstu búskapinn? — Það var 1954 að ég byrj- aði búskap á Minni-Vatns- leysu á Vatnsleysuströnd. Þar er nú auk svínaræktar- innar Pickingandarækt, sem rekin hefir verið undanfar- in fjögur ár og verið er að koma upp húsi fyrir kjöt- hænsnarækt. Við höfum nokk- urs fconar samstarf um það við Jón G'uðmundsson á Reykj um, þótt við eigum sitt búið hvor og hver éti þar sitt eins og þar stendur. Ég vona að þetta bú geti tekið til starfa á næsta sumri. — Hvert er svo uppáhalds tómstundastarf þitt? — Það er flj ótsagt. Fjalla- ferðir og skíðagöngur. Að vísu fékkst ég við fleira hér fyrr meir, t. d. var ég með í hnefa- leikum og maður hefir gutlað við margt. En það hafa aldrei og niðurlagningu ýmissa sjáv- liðið svo Páskar að ég hafi arafurða svo og reykingu og ekki íarið til fjalla. þá fyrst og fremst á ál. Ég _ Og þú kvæntist 1938? stundaði síðar» í eitt ár hér — Já, þá kvæntist ég Insi- heima álveiðar og reykti björgu Guðmundsdóttur cand hann og seldi. Frá Hamborg pharm. Við sitjum eins í því fór ég svo til Danmerkur og við Jón á Reykjum. Við eigum lagði þar aðaláherzluna á báðir apótekara fyrir konur. niðursuðu og meðferð á rækj- Svo. ef við förum á hausinn um. A báðum stöðunum vann með fuglaræktina getum við ég bæði á rannsóknarstofum aUtaf sett upp apótek og látið og í mðursuðuverksmiðjum. konurnar vinna fyrir okkur. — Hvað varstu lengi í þess- _ Q þið In„ib1ör„ hafið ari för og kostaðirðu þig eignast börn? ® SJa . , , , ... . — Já 3, Geirlaugu, sem er , , ,x. , nu i Haskolanum, Skuh er í Og kosbaði hana sja fur. Það 6 bekk Verzlunarskólans og * °kki mikill kostnaður Katrín ^ 12 ára nuna, 3ð00 kr. En það þott. _ Varstu búinn að Maupa 'hatt arskaup fyrir goðan verzl af þér hornin þ , p unarmann í þa daga. þig? 6 * 6 — Og hvað tók svo við þeg Á , , . ar heim kom? ’ þaJ' Ætil megl ekkl segJa — Þá fór ég til fiskimála- _ Q lentir aldrei ; >fSly8Í..? nefndar og hafin vár mður- _ N j b * virtis!t en„!n suða fisks. Síðan fór ég til ct'iu •, p, , , , , g „ i , • stulka sja ser hag í þvi að Isafjarðar og kom upp rækju- lenda með mér 1 „slysi“ verksmiðj unm þar. Þar var Hverj,u þakkar þú svo vel. með mer Tryggvi Jonsson, gengi þín9; Þorvaldur? sem nu rekur mðursuðuverk- _ Velgengni! Þú átt senni- smiðjuna Ora, en hann hafði iega við hina veraldlegu vel- kynnt ser niðursuðu og með- ferð f; því efni vil ég gjarna ferð síldar í Svíþjóð. taka undir með þeim vísa Árið 1937 er ég svo ráðinn manni er sagði: „Þetta er altt til að koma upp byggir «u nið- hjóm og hismi og kapphlaup ursuðuverksmiðju S.f.F. og eftir vindi“. Lán mitt í lífinu síðan til að veita henni þakka ég fyrst og síð- forstöðu. Á þessum ár- ast bænheitri og góðri móð- um hafði ég umsjón með ur, og eftir að ég fór byggingu niðursuðuverk- úr móðurhúsum, konu minni, smiðju í Bíldudal, einnig sem reynzt hefur mér á Akranesi og í Vestmanna- góður förunautur því það er eyjum. Hjá S.Í.F. er ég svo ekkert sældarbrauð fyrir kon- til 1944 að ég fer að reka ur að vera giftar mönnum, eigið fyrirtseki þ.e. Síld og sem vinna við veitingastörf og fisk og reisti ég það með að- eru fjarri heimili sínu, oft stoð Steingríms í Fiskhöllinni langt fram á nætur. Næst það, og rákum við það saman þar að hafa eingöngu kynnst góðu til ég eignaðist það að fullu Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.