Morgunblaðið - 09.12.1961, Side 12

Morgunblaðið - 09.12.1961, Side 12
12 MORGVNBLAÐÍÐ Laugardagur 9. des. 1961 JMmngtiitirifofrifr tJtgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Frainkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ARASIN A PEARL HARBOUR ¥ engi hefur það verið álit® ^ manna, að árásin á Pearl Harbour hafi verið eittmesta níðingsverk, sem um getur í stríðssögunni. Japanir komu Bandaríkjamönnum í opna skjöldu í þessari mikilvægu flotahöfn á Kyrrahafinu og ollu slíku tjóni á skipum og mannvirkjum Bandaríkja- manna, að með eindæmum hefur þótt. Árásin var gerð 7. desember 1941 og hefur hennar verið minnzt víða um heim. Hún kostaði líf um 2000 Bandaríkjamanna, en alls særðust og féllu 3800 Bandaríkjamenn í þessari árás. Margt er nú ljósara um þessa árás en var fyrir tutt- ugu árum. Nú vitum við, hversu fífldjörf hún var, því Japanir hafa sjálfir sagt söguna frá sínum sjónarhóli, og fullyrða að mikil átök hafi átt sér stað innan jap- anska hersins áður en Yama- moto, herráðsforingja, tókst að afla þeirri skoðun sinni fylgis að nauðsynlegt væri að gera þessa svívirðilegu árás. Þó var farið að öllu með mikilli leynd og vissu örfáir menn innan hersins og einungis forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann af stjórnmálamönnum, að hún væri í aðsigi, enda tókst Japönum að koma Banda- ríkjamönnum gjörsamlega að óvörum. / KAFALDSBYL hrotið af vörum Yamamotos: „Ef þessar fyrirætlanir mis- takast, töpum við styrjöld- inni.“ VERUM Á VERÐI etta er m.a. rifjað upp hér, til að sýna fram á fá- nýti styrjalda og .hættuna á því að láta hernaðarklíku ræðisvald í hendur og láta hana ráða örlögum þjóða. Fyrir 20 árum bárust Banda- ríkjamenn og Japanir á bana spjót. Nú er vinátta þessara þjóða djúp og einlæg. Allar þjóðir heims hafa innst í hjarta sínu löngun til að vinna saman og virða hver aðra. En stolt og hroki fá- mennrar va^daklíku getur oft komið í veg fyrir slíka sam- vinnu. Kommúnisminn er sú hætta sem nú steðjar að þjóðum heims. Fámennar hrokafullar valdaklíkur hafa hreiðrað um sig í kommún- istalöndunum. Þeim getur dottið í hug einn góðan veð- urdag að nota aðferð kín- verska hernaðarsérfræðings- ins, sem fyrr er nefndur, og gera nýja Pearl Harbour árás á lýðræðisþjóðirnar. Það sem helzt mundi koma í veg fyr- ir slíka árás, er vilji lýðræð- isþjóðanna til að verja sig, árvekni þeirra og styrkur. Ef Bandaríkjamenn hefðu sýnt árvekni fyrir 20 árum, hefði margt farið öðruvísi en fór. Tl/|erkur sagnfræðingur, sem unnið hefur að rann- sókn þessarar árásar, hefur sagt, að Japanir hafi farið eftir kenningu kínversks hernaðarsérfræðings, sem sagði: ,,Ef þið ætlið að gera árás á óvin yðar, Skuluð þið ráðast á hann klukkan þrjú að nóttu í kafaldsbyl.“ Bandaríkjamönnum datt ekki í hug, að Japanir mundu gera þessa árás. Þeim fannst hún fjarstæða, enda voru vegalengdirnar geysilegar og þeir erfiðleikar, sem Japanir þurftu að sigrast á, áður en árásin var framkvæmanleg, mjög miklir. „Þetta er of hættulegt fyr- irtæki,“ sögðu aðstoðarmenn Yamamotos, en hann kom fyrirætlunum sínum í fram- kvæmd. Þó vissi hann, hví- líkt ævintýri þarna var um að ræða. Einn af aðalaðstoð- armönnum hans, Fukudome flotaforingi, sem enn lifir í Japan, sjötugur að aldri, hef- ur nýlega sagt í samtali, að þessi orð hafi einhverju sinni Jafnvel er ósennilegt, að Japanir hefðu þá lagt út í þetta ævintýri. Þeir vissu, að Bandaríkjamenn voru ó- viðbúnir og sváfu á verðin- um. Þann dag sem lýðræðis- þjóðirnar sofna á verðinum, gæti svo farið, að þær köll- uðu yfir sig svívirðilega árás af óvinar hendi. Krúsjeffhef ur marglýst því yfir, að mark mið kommúnismans sé heims yfirráð. Auðvitað eru komm- únistar staðráðnir í að nota hvert tækifæri, sem gefst, til að ná þessu takmarki sínu. Þeir eru hættulegri en nokk- ur valdaklíka hefur áður verið. Japönsku hernaðar- sinnarnir, sem stóðu fyrir árásinni á Pearl Harbour, eru eins og ómálga börn, samanborið við leiðtoga kommúnismans í dag. Kannski að árásin á Pearl Harbour og minningin um hana hafi að einhverju leyti bjargað okkur undan þeírri útþensluárás, sem Krúsjeff, Mao Tse Tung og aðrir leið- togar kommúnismans hafa Vonin SEINT sl. sumar veittu yfirvöldin í Sovétríkjun- um Gyðingum þar í landi heimild til að gefa út tímarit, að vísu aðeins á tveggja mánaða fresti og . fullt af áróðri. En þessi heimild vakti hjá Gyðing- um Sovétríkjanna veika von um að nú væri það af, sem áður var. —■ Á Stalínstímunum voru þeir sífellt ofsóttir og lítið hafði bólað á betri tímum eftir að Krúsjeff tók við. Nlú hafa (þesaar tvser til þrjár milljónir Gyðinga aftur misst vonina. Það er kald- hseðni örlaganna að á sania tíma sem flokksþingið í Moskvu og Krúsjeff herða baráttuna gegn fylgismönnum Stalíns heitins og fjarlægja minjar hans af Rauða torginu, taka þessir sömu menn upp að nýju Gyðingaofsóknir fallna goðsins. LEIBTOGAR DÆMDIR Ofsóknirnar hófust með því að þrír leiðtogar Gyðinga í Leningrad voru handteknir og dæmdir til fangelsisvistar fyr ir nokkru. Var þeim gefið að hafa starfað fyrir erlent ríki, þ. e. a. s. ísrael. Þessi mála- ferli vöktu mikla athygli víða um heim, en þau voru aðeins upphafið. Síðan hafa fleiri fangelsanir átt stað og dóm- ar kveðnir upp, þótt yfirvöld- in hafi nú varað sig á að láta berast af þeim of miklar frétt- ir. f Moskvu hafa einnig þrír helztu leiðtogar Gyðinga ver- ið handteknir. Þeir eru ákærð ir, eins og félagar þeirra frá Leningrad, fyrir „njósnir, sam bönd við kapítalista, sam- vinnu við njósnara frá ísrael." BÆNAHÚSUM LOKAÐ Trúarskóla Gyðinga í Moskvu, Vaad Yesihiva, og mörgum samkomuhúsum þeirra öðrum hefur verið lok- að. Þessar lokanir draga úr J sem brásti ■ * . Gyðingaleiðtogarnir þrír frá Leningrad. — Dæmdir til fangelsisvistar. gildi ákærunnar gegn leiðtog- unum, því ástæðulaust væri að loka bænahúsunum ef um væri að ræða aðeins sex sér- stök njósnatilfelli. Hér er öllu heldur um að ræða endur- vakta og eflda ofsóknarstefnu Rússa gegn Gyðingum, sem að vissu leyti á rót sína að rekja til gremju yfir því að eftir 44 ár skuli kommúnistum ekki hafa tekizt að leysa Gyðinga- vandamálið. f Bretlandi og Frakklandi ríkir uggur yfir því að nú sé verið að reyna að útrýma síð- ustu leiðtogunum, sem ein- hver ítök eiga meðal Gyð- %> inga. Byggja þeir þessa skoð- % un sína á því að allir eru ^ þessir menn sjálfstæðir og ótta <! lausir, sumir hafa áður setið % í fangelsum oftar en einu $ sinni, og allir hafa þeir með <•) óvenjulegri þrjózku barizt fyr % ir réttindum trúarbræðra ý sinna. <g> <•> HEFND? . , <♦> I Israel er einnig bent á það || að leiðtogarnir, sem dæmdir voru, hafi sennilega tekið ^ and-Stalínismann of bókstaf- j> Framhald á bls. 15. <t> talað um, bæði undir rós og beinum orðum. Minningin um Pearl Harbour á að hvetja öll lýðræðisríkin til að vera vel á verði, búast við hinu versta. Það getur eng- an sakað. Þessa ættum við ætíð að minnast, meðan hér er fólk, sem trúir á frelsi, sjálfstæði og framtíð ís- lands. VANDAÐAR BÆKUR TslenZk bókaútgáfa er nú í ■*■ algleymingi og hafa marg ar merkar bækur komið út fyrir jólin. Ekki verður þeirra allra getið í þessum fáu orðum, en hins vegar er ekki úr vegi að minnast á eina þeirra, bókina um Ás- mund Sveinsson, sem Helga- fell hefur gefið út. Bók þessi er stórvel úr garði gerð, prýdd fjölmörgum myndum eftir þýzkan ljósmyndara sem gefa góða hugmynd úm verk hins ágæta listamanns. Enn- fremur er formáli eftir Hall- dór Kiljan Laxness fyrir bók þessari og eykur það á gildi hennar. En ástæðan til þess, að minnzt er á þessa bók hér í forystugrein, er sú, hve mjög útgáfa hennar er til fyrir- myndar. Enginn vafi er á því, að mikla kunnáttu þarf til að prenta hana og ber að fagna því, að íslenzkir menn hafa þar lagt hönd að verki, myndamótin eru gerð hér á landi, bókin er prentuð hér og bundin. Frágangur henn- ar er til sóma, eins og fyrr getur, og er gott til þess að vita, að bókaútgáfu okkar hefur vaxið svo fiskur um hrygg, að við skulum geta leyst sjálfir af hendi jafn- vandasamt verkefni. Falleg- ur frágangur á bókum er menningarlegt atriði, sem aðrar þjóðir leggja mikið upp úr, ekki sízt frændþjóð- ir okkar á Norðurlöndum. Við höfum ekki staðizt sam- keppni að þessu leyti, en nú virðast útgefendur leggja áherzlu á að vanda bækur sínar meir en áður tíðkaðist. Eiga þeir heiður og þakkir skilið fyrir það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.