Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. des. 1961 w n n n r> n a r 4 r> i ð 13 kilium 'Úr rœðu Sigurðar Bjarnasonar á tullveld- isfagnaði íslendinga í New York hins nýju tímú þróuTi á sér nú stað, í þessum ’ samstarf, meira eða i linna við- ÍSLENDIN G AFÉL AGIÐ í New York minntist fullveld- isins 1. des. sl. með fjöl- mennu hófi, sem haldið var að Hótel Edison. Formaður félagsins, frú Guðrún Mill- er, setti hófið og stjórnaði því en aðalræðuna flutti Sig- urður Bjarnason ritstjóri, einn af fulltrúum íslands á allsherjarþingi þjóðanna. af 20. öldinni hafa gerst stórfelld ari breytingar og framfarir en á nokkru öðru tímabili veraldar- sögunnar. Allt bendir þó til þess, að sjöundi og áttundi áratugur hennar muni verða ennþá örlaga- ríkari. t>ess vegna veltur fram- tíð alls mannkyns á því í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr, að ekki aðeins leiðtogar þjóðanna heldur fólkið sjálft, láti gerðir sínar stjórnast af djúpri ábyrgð- Sameinuðu [ artilfinningu, hugkvæmni og ein ! lægri viðleitni til þess að finna nýjar leiðir út úr ógöngunum og Hannes Kjartansson aðalræðis-' öngþveitinu, sem óneitanlega maður þakkaði fráfarandi stjórn blasir við. félagsins fyrir vel unnin störf en síðan fór fram stjórnarkosn- ing. Formaður var kjörinn Richarð ur Richarðsson en meðstjórnend ur þau Guðrún Miller, Halldóra Rútsdóttir, Edward Caulefield og Ólafur Stephensen. Happdrætti var um flugfar- rniða, sém Loftleiðir höfðu gef- ið og gilti fram og til baka milli New York og Reykjavíkur. Vinn ingin hlaut frú Kroner, ekkja Kroners læknis, sem dvaldi í mörg ár á fslandi. Samkvæmið hófst með borð- haldi kl. 8, en síðan var stiginn dans. Fór þessi fullveldisfagnað- ur íslendinga í New York hið bezta fram. Meðal gesta þar voru 1 margir úr skipshöfn Brúarfoss,! sem var þar í höfn um síðustu helgi. ERFIÐUSTU VANDAMÁLIN Áður en ég ræði lítillega um viðhorfin í alþjóðamálum og hvernig okkar litlu þjóð beri að snúast við þeim, iangar mig til þess að minnast stuttlega á ýmis varidamál okkar heima, sem eg veit að þið teljið ómaksins vert atvinnugreinum, ekki sízt flug- inu. I HRINGIÐU HEIMSVIÐBURÐA Ein af kröfum hins nýja tíma á hendur okkur Íslendingum er sú, að við skiljum, að einangran lands okkar er rofin og kemur aldrei aftur. Land okkar er að vísu „ægi girt“ sem fyrr, en það er ekki lengur „yzt á Ránar slóð- um“. Það er statt á veðramótum mikilla vinda milli austurs og vesturs, undir bæjarveggnum hjá Washington og Moskvu, ef svo mætti að orði komast. Þegar Rússar sprengja 50 megatonna sprengjur sínar yfir Norður-ís- hafi leggur reykinn af þeim rétt- um um hlaðið hjá okkur á ís- landi! Öll viðleitni íslenzku þjóðar innar og barátta fyrir sjálf- stæði sínu og öryggi hlýtur þess vegna að miðast við þá staðreynd, aS land okkar er í dag statt í miðri hringiðu heimsviðburðanna. Við getum ekki breytt þeirri staðreynd, Alþíóðlegt samstarl eína vonin Uppbygging biargræðisvega á grundvelli vísinda og tækni Kaflar úr ræðu Si^urðar Bjarnasonar „ í * . . ,. . _. K að velta fynr ykkur með mer. 1 ræðu sinm minntist Sigurður _ _ _ ^ O /\ h OlTlll' TTOT»1« nfl Ö/\ Bj arnason sjálfstæðisbaráttunn'ar á liðnum tíma, talaði um ýmis vandamál þjóðarinnar í dag, kall hins nýja tíma, ástandið í al- þjóðalmálum og hvernig íslenzku þjóðinni bæri að snúast við því. Fara hér á eftir kaflar úr ræðu hans: „Góðir áheyrendur, við göng- um ekki upp á tinda sögunnar til þess eins að horfa til baka, þakka forfeðrum okkar þraut- 6eiga baráttu við frumstæðar að- stæður og þröngan kost, Við klíf- um þá ekki síður til hins, að etrengja þess heit að standa sjálf ir trúan vörð um meriningarverð mæti liðins tíma, tungu okkar, bókmenntir og menningarlegt og pólitískt sjálfstæði. Og þegar eg fala um menningarlegt og póli- fiskt sjálfstæði á eg ekki aðeins við sjálfstæði þjóðarheildarinnar í þessum skilningi heldur hvers einasta einstaklings. f örfámennu þjóðfélagi eins og okkar er það fyrst og fremst andlegt atgerfi og sjálfstæði einstaklingsins, sem meginmáli skiptir. En það tíðkast inú, og er af sumum talin góð latína að tala um menningarlegt og pólitískt sjálfstæði þjóða þðtt einstaklingar þeirra séu reyrðir í kúgunarfjötra og megi sig hvergi hræra, hvorki segja skoðun sína í heyranda hljóði, á prenti eða túlka list sína að persónulegum geðþótta sínum og innblæstri. Það þjóðfélag, sem þannig býr að einstaklingum sínum er hvorki amenningarlega né stjórnarfars- lega sjálfstætt, hv'að sem það er kallað út á við. Það er hjálenda, andlegur niðursetningur, þræla- kista. KALL HINS NÝJÁ TÍMA Það sem mestu máli skiptir fyrir þjóð okkar í dag, þegar við litumst um, af einum stærsta minningardegl sögu okkar, er að skilja kall hins nýja tima, gera okkur ljóst gjörbreytt viðhorf og nauðsyn þess að snúast við þeim á réttan hátt. 'Á þeim 60 árum, sem liðin eru Það hefur verið sagt að verð- bólgan sé erfiðasta viðfangsefnið á íslandi. Víst er það rétt. Hún hefur höggvið sífellt stærri skörð í hinn íslenzka gjaldmiðil, og er nú svo komið, að dollarinn, sem jafn'gilti fyrir 15 árum 6.50 ísl. krónium, jafngildir nú 43 ísl. kr. Þetta er vissulega mikið geng- ishrun. En hver er ástæða þess? Almennt er hún í stuttu máli sagt, talin sú, að þjóðin hafi gert of miklar kröfur á hendur út- flutningsframleiðslu sinni og lif- að um efni fram. RTF.TTJRNAR LIGGJA DÝPRA En ræturnar liggja þó enn dýpra. Að mínu viti er það fá- menni þjóðarinnar, sem er ein meginástæða efn'ah'agserfiðleika hennar. Okkar fámerina þjóðfé- lag hefur ekki getað tryggt fólki sínu á raunhæfan hátt sambæri- leg eða betri lífskjör og fólk stór- þjóða nýtur í gömlum og ríkum þjóðfélögum. Við höfum verið að reyna þetta, en grundvöHurinn hefur verið of veikur. Þess vegna hefur orðið að grípa til alls kon- ar hrossalækninga, uppbótakerf- is og síendurtekinna gengisfell inga til þess að halda bjargræðis vegunum í gangi. Eg skal ekki fjölvrða um þetta. En þetta er því miður staðreynd, sem ekki verður sniðgengin. Þarfirnar eru flestar hinar sömu í Iitlu þjóðfélagi og stóru. En það er margfalt dýrara að reka hið lit'la. Um það þarf ekki að fara i neinar grafgötur, að við íslend- ingar höfum farið að ýmsu leyti gálauslega að ráði okkar. Við höfum yfirbyggt okkar litla þjóð félag, lofað of miklu á of skömm um tíma, þanið stjómkerfi okkar út langt fram yfir raunverulegu getu. En hvað er þá til ráða? HAGNYTING VÍSINDA og TÆKNI Fyrst og frem.st eitt, raunar aðeins eitt: Stórfelld aukning útflutningsfram- leiðslu okkar, hagnýting vís- inda og tækni í þágu hennar, fjölbreyttari atvinnurekstur, og alhliða hagnýting auðlinda landsins í ríkara mæli en áður. í þessu sambandi má geta þess, að núverandi ríkisstjórn fslands hefur hafið undirbúninig að fram kvæmdaáætlun til uppbyggingar nýrra atvinnugreina og eflingar hinna eldri, og nýtur við það merkilega starf aðstoðar erlendra sérfræðinga. Einmitt vegna þess, sem eg hefi nú sagt ríður íslandi aldrei meira á því en nú, að hinir ungu synir þess og dætur, sem stunda nám og vísindastörí erlendis komi heim að loknu námi. Við verðum, eins og að.rar þjóðir, að byggja bjargræðisvegi okkar, sjávarút- veg, iðnað, og landbúnað í vax- andj mæli á vísindalegri vinnu og rannsóknarstarfi. En því miður höfum við þegar misst fjölda ungra menntamanna úr landi, einfaldlega af þeirri ástæðu að við höfum ekki talið okkur hafa efni á að borga þeim laun neitt svipuð þeim, sem þeir eiga kost á, bæði hér í Bandaríkjumum og í mörgum löndum Evrópu og víð ar. Með sköpun sameiginlegs vinnumarkaðar í meginhluta Vestur-Evrópu verður aðstaða okkar ennþá hættulegri í þessum efnum, nema að við séum sjálfir þátttakendur hinnar víðtæku nýju efnahagssamvinmu. Er þeg- ar hafinn undirbúningur að at- hugun þess heima á íslandi. Eg hefi minnst á þetta hér vegna þess, að þetta atriði hefur stórfellda þýðingu fyrir efnahags ástandið og alla framtíð þjóðar- innar. í sambandi við nauðsyn auk- innar útflutningsframleiðslu má svo bæta því við, að auðvitað geta mjög auknar siglingar og flugþjónusta íslendinga í þágu annarra þjóða haft veruleg áhrif til sköpunar aukinna gjaldeyris- tekna og traustari efnahags. Er tækt, felur í ser einu von mann- kynsins um frið og framþróun í veröldinni, í stað hyldjúprar ógæfu og niðurlægingar. Einhverntíma £ sumar voru fréttir á kreiki um það, að vis- indunum væri að takast að sanna það, að tíminn liði miklu hægar úti í geimnum en í gufuhvelfi jarðar. Mætti því hugsa sér að menn myndu í framliðinni fara skemmtiferðir út í geiminn sér til uppbyggingar og hress- ingar. Gæti þetta gengið svo langt, að fólk færi í gullbrúð- akups ferðalag þangað út, en ætti silfurbrúðkaup þegar það kæmi aftur til jarðarinnar! Enda þótt við getum varla byggt miklar vonir á þessu, er hitt þó víst, að framtíðin, e. t. v. næstu áratugir, bera í skauti sér stórfel'lda möguleika til sköp unar betra og fegurra lifs á jörð unni, aukna þekkingu og opin- berun ævintýralegra leyndar- dóma. Sú kynslóð, sem nú er í vöggu eða er að slíta bamsiskóm sínum, er þess vegna borin’ til mikillar framtíðar, ef leiðtogar heimsins bera aðeins gæfu til þess að beizla kjarnorkuna í þágu framfara og uppbyggingar, í stað þess að nóta hana til að eitra og brenna hvers konar verð- mæti, og jafnvel sjálfa sál mann- kynsins. AÐ EIGA SÉR MARK OG MIÐ Einn af vitrustu og framsýn- ustu núlifandi stjórnmálamönn- um heimsins, Sir Winston Chur- chill, fyrrverandi forsætisráð- herra Breta, hélt einu sinni ræðu um borð í skipi á leið yfir Atlantshaf. Komst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „í gær var ég staddur á stjórn- pallinum og horfði á fjallháar hversu fegnir sem við vildum. Okkur er heldur ekkert gagn að því að neita að sjá hætturn- ar, sem steðja að okkur og öllum þjóðum heims. Slíkt væri öiduxnar æða gegn skipinu, sem heimskra manna háttur. Við viljum að sjálfsögðu frið við allar þjóðir og viðskipti við alla, sem við okkur vilja kaupa. En við getum ekki hikað við að taka afstöðu í þeirri hugsjóna- legu baráttu, sem yfir stendur. Við aðhyllumst frelsis- og .mann- gildishugsj ón hins vestræna heims og viljum leggja okkar litla skerf fram til varnar henni, ekki með vopnum, því þau eig- um við engin, heldur með sam- starfi við þær þjóðir, sem okk- ur eru skyldastar að menningu, uppruna og hugsunarhætti. EINA VON MANNKYNSINS Þjóðir og einstaklingar eru oft þreyttir og leiðir á endalausum þingum og alþjóðlegum ráð- stefnum, þar sem hundrað ræð- ur eru fluttar á dag en ekkert gerist. Engu að síður verða wienn að viðurkenna, að alþjóðlegt klauf þær og hæddist að reiði þeirra. Eg spurði þá sjálfan mig: Hvernig getur skipið, sem er aðeins eitt sigrast á öldunum, sem eru svona margar? Ástæð- an er sú. að skipið hefur mark- mið og tilgang — en öldumar hafa hann engan. Þær æða um, óteljandi og tilgangslausar. Bn skipið, sem hefur markmið, flytur okkur þangað, sem við viljum komast. Við skulum iþessvegna eiga okkur mark og mið, bæði í þjóðlífi okkar og einkalífi. Þá mun framtiðin verða okkur gjöful og gæfurík.“ Kæru Iandar. Eg leyfi mér að gera niður- lagsorð hins mikla stjórnmála- manns að mínum: Við skulum eiga okkur mark og mið, bæði í þjóðlífi okkar og einkalífi, og berjast að því af manndómi og ábyrgðartilfinn- ingu. Þá mun framtíðin verða okkur gjöfui og gæfurík. Lifili vesfiurlarlnn og ný Dísu-bók KOMNAR ERU út tvær nýjar barnabækur hjá ísafold, „Oísa og Skoppa" eftir Kára Tryggvason og „Litli vesturfarinn“ eftir Björn Rongen. „Dísa og Skoppa“ er þriðja Dísu-bók Kára Tryggvasonar, en hinar fyrri, Dísa á Grænalæk og Dísa og Svartskeggur hafa eign ast fjölmarga vini meðal yngstu lesendanna. Oddur Björnsson hef ur myndskreytt bókina. Hún er í flokkinum Barnabækur ísa- foldar. Isak Jónsson skólastjóri hefur þýtt bókina Litla vesturfarann eftir Norðmanninn Björn Rong- en. ,jBók þess, sem nú birtist í íslenzkri þýðingu, er talin skáld- saga“, segir þýðandi í formála og það vissulega gleðilegt, að ör j „En hún styðst samt við sögu- legar staðreyndir. Aðalpersóna sögunnar hefur t.d. verið til. í alfræðibók segir svo: Knútúr (Knute) Nelson norsk-amerískur stjórnmálamaður, fæddur í Voss 1843, fór til Ameríku 1849, tók þátt í Þrælastríðinu, varð þar á eftir málafærslumaður, var kos- inn á fylkisþingið 1882 og kjör- inn öldungardeildarþingmaður 1895“. Þýðandi segir ennfremur: „Eftir að ég hafði lesið þessa bók lét hún mig aldrei í friði. Það var engu líkara en hún heimtaði, að hún yrði þýdd á íslenzku. Og valið var ekki vandasamt. Bókin er í heild góð. Og aðalpersóna sögunnar, Knútur Nelson, óvenju leg manngerð, mikill mannkosta- maður og wskileg fyrirmynd ung um mönnum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.