Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. des. 1961 M O » C nv n r 4 n i ð 15 Sundlaug Vesturbæj- ar notar vatn sem svarar 20 húsum AÐ undanförnu hafa borizt kvartanir úr Vesturbænum um að hitaveitan værj þar allvíða léieg o>g kennir fólk um hinni nýju Sundlaug Vesturbæjar. BlaSið sneri sér í gær til hita- veitustjóra og spurðist fyrir um þetta mál. Hann sagði að það ihefði farið saman að sundlaugin ihefði verið tekin í notkun á sama tíma og kuldakastið gekk yfir. Vantar flutn- ingaskip Akranesi, 7. des. HER á Akranesi liggur óhemju mikið af sjávarafurðum tilbúið til útflutnings. Er þar um að ræða þúsunair tunna af saltsíld og freðsíld og mikið af síldarmjöli Og er búið að selja allar þessar vörur. Skip vantar til flutning- snna og hefir verið leitað eftir ieigu á erlendum skipum víðs- vegar um Evrópu en skip ekiú fengizt. Það myndi bæta úr skák ef Eimskipafélagsskipin 3, sem sigia reglulegp héðan frá fslandi tii Amerikii, írjands, Bretlands og Belgíu tækju meira af útflutn- ingsvörum heðan en þau hafa til þessa geit, en það hefir verið hverfandi lítið, þegar þess er gætt hve Akranes er mikill út- flutningsbær. — Oddur. Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 12. lega og beðið yfirvöldin að framkvæma hann einnig gagn vart Gyðingum. Hér má bæta því við að ofsóknirnar geta átt einhverja rót að rekja til margra njósnamála, sem dæmt hefur verið í ísrael, og hafa sennilega skert hagsmuni Rússa þar í landi. Eitt er víst. Þróunin í þess- um málum hefur gert að engu þá von að leyfi til að gefa út tímarit Gyðinga þýddi það að ráðamennirnir í Kreml vildu leyfa framgang menningarlegs sjálfstæðis Gyðinga í Sovét- ríkjunum. Laugin er tengd við svonefnda Hringbrautaræð, sem fly.tur vatn í húsin á Melunum og nokkuð upp á Sólvellina. Notar laugin, með upphitun húss 6g í böð, alls 4,8 lítra á sekúndu þegar allt er í fullri notkun, en til laugarinn- ar sjálfrar fara 3,1 á sekúndu. Hitaveitustjóri sagði að þetta gengi að sjálfsögðu út yfir vatns- þrýstinginn til allra húsa á svæði því sem Miklubrautaræð- in fóðrar með vatni og notkun laugarinnar svarar til vatns- magns í 20 meðalhús, en þetta dreifist yfir allt svæðið. Þessi notkun segir hitaveitustjóri að samsvari að þrýstingur lækki um 3 m. Það verður víst ekki í bráb að Kennedy gerist kommúnisti Moskva, 6. des. NTB-Reuter KRÚSJEFF, forsætisráðherra Sovétrikjanna var meðal gesta við Opinbera móttöku í finnska sendiráðinu í Moskvu, sem haldin var í tilefni þjóðhátíð- ardags Finna í dag. Lék for- sætisráðherra þar á als oddi. Meðal gesta var einnig fjöldi blaðamanna, sem létu spurn- ingar dynja á Krúsjeff, en hann svaraði þeim spaugsyrð- um þar sem hann mátti þeim við koma. Meðal annars, sem Krúsjeff var spurður um, var viðtal þeirra Kennedys Banda ríkjaforseta Og Adzjubeis, rit- stjóra Pravda. — Jú, sagði Krusjeff, — það var ágætt við- tal, en ég er hreint ekki sam- mála öllu, sem þar stendur. Þegar Kennedy er orðinn kommúnisti munum við skilja hvorn annan, — en það verð- ur nú Víst ekki í bráðina. Krúsjeff hló hressilega að bandaríska sendiherranum Lewelyn Thompson, sem kveðst lergi hafa ætlað að taka sér frí frá störfum um stundarsakir en fengi aldrei tækifæri til þess, því að Krúsjeff tæki jafnan upp á einhverjum óskunda, þegar verst hentaði. Krúsjeff sló hjartanlega á axlir Thompsons og sagði — en það eruð þið sem sífellt þyrlið upp rykinu. — Annars get ég heldur aldrei tekið mér frí, hélt hann áfram. Þegar ég var á Möitu héldu allir, að ég væri í fríi. en þá var ég að undirbúa flokksþingið og það var feiknleg vinna. En nú von ast ég til þess að kómast á veiðar í Hvíta-Rússlandi, ein- hvern tíma í janúar. Krúsjeff sagðist ætla halda áfram ferðum sínum um land- búnaðarhéruð Sovétríkjanna Síldveiðiskipin Akranesi, 7. des. ENGINN hefur kastað nót á mið- unum í dag því að þar er norð— austan stormur, 6—7 vindstig. — Um sextíu skip liggja í vari uppi undir Jökii, þar á meðal bátarn- ir héðan. — Oddur. Og færi hann til Ukrainu um miðjan desember. Hann kvaðst ekki myndu tala á þingi Æðsta ráðsins. — Hvers vegna ekki? spurði einn blaða mannanna, það er nú alltaf meira spennandi, þegar þér talið þar. Eru ekki sjötíu mill- jónir lesta af stáli nægilega spennandi? svaraði Krúsjeff. Gamanleikurinn „Allir komu l þeir aftur“ hefur nú verið sýndur 33 sinnu-m og hafa þá um 16 þúsund leikhúsgestir séð þessa vinsælu sýningu. — Sýningum á þessu leikriti lýk ur fýrir jól og verður leikur inn aðeins sýndur tvisvar enn þá. Þær sýningar verða í kvöld (laugardag) og n.k. þriðjudag. Æfingar eru nú í fullum gangi á Skugga-Sveini og verður frumsýning á annan í jólum. — Myndin er af Bessa Bjarnasyni, Róbert Arnfinns- syni, Ævari R. KVaran, Jó- hanni Pálssyni og Gesti Páls- syni. LOKSINS geta flestir eignast það bezta Kynnlð yður nýju verðin FAST HJÁ FLESTUM úrsmíðaverzatinum Keámslistæki: Kæliskápar Þvottavélar Frystikistur Op/ð til kl. 4 í dag Raftœkjaverzlun O.JOHNSON & KAABER Hafnarstrœti 7 JÓLASVEINAR í JÓLAPAKKANN Verð kr: 15.— Verð kr: 15.—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.