Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 9. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Ú tgerðarmenn Skip óskast til að ílytja 150 tonn af fiskmjöli til íslands. * Uppl. í sjávarafurðadeild SÍS Samtaandshúsinu. Qoo lolagiof er spegill frá oss. Mikið úival — Lítið í gluggann. einka sér hina bjartsýnu lífsskoð- un Hávamála: „Glaður og reifur skyldi gumna hver unz sinn bíður bana“. Og enn þá sveiflar hann sér í dunandi dansi“ þegar þess er kostur. Að loknu færi ég afmælisbarnmu mínar beztu þakkir fyrir ágætt samstarf og alla velvild. Megi Elli kerlingu illa takast að „bíta úr þér bak- fiskinn", en að þú fáir haldið þinni sjálfstæðis reisn næsta ald- arfjórðunginn. Heill þér hálfáttræði ungi maður! Bjarni ívarsson. 75 ára Ólafur Hákonarson í DAG er Ólafur Hákönarson Efstasundi 88 Rvík 75 ára. Ólafur er Dýrfirðingur að ætt og upp runa, fæddur 9. des. 1886. Sonur Kristínar Ólafsdóttur og Hákon- ar Jónssonar búenda að Hauka- dal í Dýrafirði. Eftir komu sína til Reykjavík- ui réðist Ólafur starfsmaður hjá Rafmagnsveitu Rvíkur við Elliða árstöðina og hefur starfað þar síðan. Ólafur er traustur atorkumað- ur, með heilsteypta skapgerð, „þéttur á velli Og þéttur í lund“. Og fáir munu fremur hónum til- Móðir hans var systir hinna al- kunnu bræðra: Jóhannesar og Matthíasar alþingismanna V-fs- firðinga, en faðir hans sonur Jóns bónda og hreppstjóra að Sveins- eyri í Dýrafirði. Hákonarsonar prófasts að Eyri við Skutulsfjörð' Jónssonar dbrm. og hreppstjóra að Deildartungu í Borgarfirði. Ungur að árum hóf hann bú- fræðinám að Hvanneyri undir for ystu Hjartar Snorrasonar skóla- stjóra. Að því loknu dvaldi hann við jarðræktarnám að Brautar- holti á Kjalarnesi hjá Jóni Jóna- tanssyni fyrrv. alþingism. Flutti hann síðan heim til átthaganna Og vann hjá „Búnaðarfélagi Þing- eyrarhrepps" Og tók að sér for- ystu ýmsra verklegra fram- kvæmda sveitarfélagsins. Var hann form. Búnaðarfélags sveit- arinnar í 30 ár, form. Nautgripa ræktarfélagsins, forðagæzlufé- lagsins og forðagæzlumaður sveit ar sinnar, auk annarra starfa er é hann hlóðust o ghér verða ekki talin. Árið 1919 kvæntist hann Berg- iþóru Ágústu Kristjánsdóttur Andréssonar bónda og útgerðar- inanns að Meðaldal í Dýrafirði hinni ágætustu myndarkonu. Bjuggu þau að Haukadal frá 1920 ttl 1945 að þau fluttu til Reykja- víkur, enda hafði kona Ólafs þurft að dvelja hér syðra til lækn inga áður en þau fluttu alfarin. Konu sína missti Ólafur 1956. Dóttir þeirra hjóna er Þorbjörg gift Val trésmíðameistara Bene- tíiktssyni. Ólafur á eina systur á lífi: Ingibjörgu, er var fyrrverandi forstöðukona við sjúkraskýlið að Þingeyri í Dýrafirði. SPEGLABÚÐIN Laugavegi 15. Einstakt tækifæri Kínverskir skartgripir úr silfri og e'ðalsteinum, kín- verskir listmunir útskornir í jade og aðra fágæta steina, eru til sölu á listmunasýningunni í Snorra- sal Laugavegi 18 3. hæð. Sýningin er opin frá kl. 2—10 e,h. alla daga og lýkur á sunnudagskvöld. MÁL OG MENNING. T ilkynning Á vormisseri mun Arvid Lonseth prófessor í stærð- fræði við ríkisháskólann í Oregon í Bandaríkjunum starfa við Háskóla Islands. Mun hann væntanlega taka að sér námskeið um stærðfræðileg efni m. a. á sviði tæknivísinda. Stjórn Verkfræðingafélags íslands og Verkfræði- deild Háskóla Islands halda fund að þessu tilefni n.k. sunnudag 10. des. kl. 17 í 1. kennslustofu Háskólans. Eru verkfræðingar og aðrir, sem vilja kynna sér málið, beðmr að sækja fundinn. Stjórn Verkfræðingafélags íslands. Þórhallur Daníelsson Hófn í Hornafirli — minning ÞAÐ var vorið 1893 að ungur gagnfræðingur kom fyrst á heimili foreldra minna á Mæli- felli í Skagafirði. Ég'var þá að- eins tæplega átta ára að aldri, en man þó vel eftir honum og konu hans enn þá, svo mjög fannst mér hann bera af öðrum ungum mönnum er ég hafði séð. Maður þessi var Þórhallur Daníelsson og var hann þá nær því tvítugur að aldri, fæddur 21. ágúst 1873 á Hafursá á Völl- um, sonur Daníels Sigurðssonar, sem lengi var póstur og konu hans (fyrri), Sigríðar Þorbergs- dóttur. Daníel bjó síðar lengi á Steinsstöðum í Mælifellspresta- kalli, var merkur maður og víð- förull, ötull ferðamaður og góð- ur drengur. Þórhallur starfaði tvo þrjá vetur í prestakalli föður síns sem barnakennari. Hann dvaldi á helztu bæjunum og gengu börnin til hans þangað. Okkur bræðrunum, Magnúsi og mér, kenndi hann að spila á hljóð- færi, veturinn 1895—1896, annað námum við ekki af honum, því faðir okkar, sr. Jón Ó. Magnús- son, var kennari okkar. En Þór- hallur var talinn góður kenn- ari og öllum börnum þótti vænt um hann. — Vorið 1897 flutti Þórhallur svo alfarinn úr Skaga firði og liðu þá meira en tutt- ugu ár þar til ég sá hann næst. Það má segja að kynning okk- ar var aðeins þrjú ár og ég var á tólfta ári er hann fór úr sveit minni. Svo fundumst við aftur í Reykjavík, við og við en þó alltof sjaldan nú á síðustu ár- unum eftir að hahn fluttist hingað. Aldrei kom ég á heim- ili hans, einu sinni átti ég leið um Höfn í Homafirði, þar sem hann vann sitt aðal-ævistarf, en þá var hann ekki heima. Konu hans, Ingibjörgu Friðgeirsdótt- ur, sá ég aðeins einu sinni, urð- um við samferða á skipi frá Reykjavík til Stykkishólms. Fáir eða engir menn urðu mér kærari en Þórhallur Daní- elsson í æsku. Og aldrei sló fölskva á vináttu okkar, þrátt fyrir það að fundum okkar bar svo sjaldan saman. Ég hygg að það hafi verið mér að kenna að við hittumst ekki oftar og skröfuðum saman. Ég er hvorki mannblendinn né félagslyndur og angrar það mig oft, einkum eftir að góðvinir mínir eru farnir úr þessum heimi og ég fer að hugsa um það, hversu illa ég hef rækt vináttu til þeirra. Það var satt sem séra Jakob Jónsson sagði í ágætri kveðju- ræðu er hann flutti í Dómkirkj- unni 4. þ. m. er Þórhallur Daní- elsson var Jrvaddur af fjölda vina, en jarðneskar leifar Þór- halls verða lagðar til hvíldar við hlið konu han ; í Bjarnar- nesskirkjugarði hinn 9. þ. m. Sr. Jakob sagði m. a. að „hress- andi vorblær“ hefði jafnan fylgt Þórhalli Daníelssyni. Það var einmitt þessi vorblær, ásamt birtu og prúðmannlegri gleði og góðvild sem allsstaðar og ávallt fylgdu Þórhalli Daníelssyni. —. Þessir dásamlegu mannkostir gerðu manninn alveg ógleyman- legan öllum sem hann þekktu. Ég er alveg viss um, að ekkert þeirra barna í* Lýtingsstaða- hreppi, sem hann veitti tilsögn 1893—1897 hafa nokkurntíma gleymt honum, þau hafa jafnan hugsað til hans með þakklæti og virðingu. Honum fylgdi ætíð þægileg glaðværð, öllum hlaut að líða vel í návist hans. Ég ætla ekki að rekja ævi- sögu Þórhalls Daníelssonar, hins sístarfandi áthafnamanns, þrekmennisins, sem aldrei gafst upp og bauð öllum erfiðleikum birginn fram á síðustu stundu. Það var skaði að enginn af hin- um snjöllu ævisöguhöfundum skyldi verða til þess að rita hina viðburðaríku sögu Þórhalls eftir hans eigin fyrirsögn. — Hann dó 28. nóvember 1961. Ég saknaði Þórhalls Daníels- sonar mjög er hann fór úr Skagafirði fyrir nær því 64 ár- um. Það varð svo að vera, eins og burtför hans nú. Ég sendi börnum hans samúðarkveðju en samgleðst þeim að hafa átt slík- an föður. Þorsteinn Jónsson. Vil taka á leigu bilskúr eða annað húsnæði, helzt í Austurbænum. Þarf að rúma 2—3 fóilksbíla, má vera stærra Upphitun æskileg. Uppl. í símum 11909 og 36574. ' i NINON h.f. auglýsír Vörurnar við lága verðinu Stíf skjört 8 gerðir frá Greiðslusloppar vatteraðir Greiðslusloppar tvöfalt nælon Brjóstahöld 3 gerðir Golftreyjur ýmsar gerðir Peysur margir litir og gerðir Terylenepils slétt og felld Pils slétt. felld og rykkt Húfur Treflar Loðhúfur í gjafakössum Loðkjusur í gjafakössum Skinnhanzkar 5 litir kr. í stíl frá 262, 520, 390, 70, 341. 265, 580, 250, 65, 110, 199, 130, 235, Poplinkápur m. loðfóðri, (með eða án loðkraga) -(- lausri hettu kr. 1150.— Poplinhettukápur m. loðfóðri ýmsar gerðir lausri hettu — 1518.— Paplinhettukápur m. loðtóðri ýmsar gerðir kr. 1000.00—1475.— Poplinúlpurnar vinsælu m vattfóðri — 940.—■ Nælon regnkápur 4 gerðir 8 litir 798,00—998.— Slæður í gjafakössum margar gerðir — 27.— Blússur ýmsar gerðir og litir 199.— Mohairtreflar fallegt úrval. Einnig ýmsar eldri vörur á gjafverði. NINON h.f. INGÓLFSSTRÆTI 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.