Morgunblaðið - 09.12.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 09.12.1961, Síða 20
20 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 9. des. 1961 c----------------^ Margaret Summerton HÚSiÐ VIÐ SJÖINN Skáldsaga \________!L Ég sagði nú ekki annað en, hvernig það kom mér fyrir sjón ir, sagði ég. Hann leit snöggt á mig. Það kann nú að vera ljótt að segja það, en sanrileikurinn er sá, að andlát bróður þíns var ósköp mikið honum sjálfum að kenna. Hann vildi fyrir hvern mun fara út á bátinum, þrátt fyrir storm- fregnir. Báturinn brotnaði í spón, o,g leifarnar af honum rak upp á ströndina fimm mílur héðan. Björgunarbáturinn frá Well- mouth fór út og við gerðum allt, sem hægt var að gera, en kom fyrir ekki. Að fara út í þvi veðri hefði verið sjálfsmorð. Aftur mættust augu okkar sem snöggvast. Þú mátt ekki dæma okkur rangt. Bróðir þinn var einlæglega syrgður. Og mér þykir það leitt og eins henni Lísu. að heimsóknin þín hingað skuli eiga sér stað undir svona sorglegum kringumstæðum. Þegar við komum aftur til Glissing, kom hann þar inn. í forstofunni hittum við frú West, sem var á leið upp í stigann með tebakka í holdugum höndunum. Hún stanzaði og gekk Svo til mín. Æ, ungfrú Elliot, henni ömmu yðar líður ekki sem bezt. Ég skyldi ekki í yðar sporum ó- náða hana neitt. Eigið þér við. að hún sé veik? Seisei nei það er ekkert alvar- legt. Hún fékk ofurlítið kast fyr- ir klukkutíma. Hún lagði einmitt áherzlu á, að þér skylduð ekki fara að verða óróleg. Þar eð kvakandi röddin í henni hélt áfram að endurtaka það, sem hún hafði þegar sagt, varð ég þess áskynja, að þau Tarrand ósk uðu mér burt og biðu aðeins eft- ir. að ég færi. Allt í lagi frú West. Ef þér er- uð alveg viss um, að ég geti ekk- er.t gert.. tautaði ég í hálfum hljóðum um leið og ég sneri frá þeim. Já, alveg viss, ungfrú Elliot. Majórinn, sem stóð að baki mér, fór eitthvað að hreyfa sig, en þá kallaði hún til hans með ákafa: Ég þarf að tala við yður. Þegar ég var komin upp stig- ann og upp á svalirnar, sneri ég mér við., Þau voru eins nærri hvort öðru og tebakkinn leyfði. Þau töluðu í hvíslingum, svo að ekkert orð náði til mín, en það var greinilegt, að hann var ön- ugur, jafnvel reiður og að hún virtist hrædd við einhvern eða eitthvað. Ég var að fálma eftir slökkvar anum inni í herberginu mínu, þegar ég sá opnar dyr með Ijósi í, hinumegin við ganginn. Ég sá lítið hvítt rúm, sem flett hafði verið ofan af en blá loðin kan- ína^sat á koddanum. Ég gekk þangað og stanzaði í dyrunum. Timmy sat þar á gólf inu fyrir framan rúmið og sneri að mér baki, í náttfötum, og var að leika sér að trékubbum. Halló, Timmy! sagði ég. Hann sneri sér við, skældi sig svo í framan og sneri aftur að kubbunum. Ég gekk inn í her- bergið og horfði á kolsvart hárið á honum, sem var enn gljáandi eftir baðið. Ég spurði hann, hvað hann væri að gera. Byggja gufuhús, svaraði hann án þess að líta upp frá kubbun- um. Ég lagðist á hné við hliðina á honum. Ég er hrædd um, að ég viti ekki, hvað gufuhús er. Sýndu mér það. Hann leit upp og andlitin á okkur voru í sömu hæð. Af því að það var hálf skrítið að sjá smækkaða útgáfu af móð- ur minni, brosti ég um leið og ég — Nú getur afi líka orðið sqlbrúnn á brjóstinu. hélt áfram: Segðu mér, hvað Ert þú frænka mín? Mamma gufuhús er. Hann settist á hækjur sínar. sagði, að þú ætlaðir að koma. Ætlarðu að verða hérna? Nei ég verð her ekki nema fáa daga. Hann sneri aftur að kubbun- um. Langar þig að sjá gufuhúsið mitt, eða hvað? Já, sýndu mér pað. Ég laut dýpra niður. Hvað er innan í því? Hann lyfti tveim kubbum með nokkurri tregðu og ég kom auga á lítinn ferðaketil úr blikki, sem hann flýtti sér þo að hylja aftur. Gufan blæs út! Hann sendi mér augnatillit, eitt af þessum undirfurðulegu, sem Tamara við- hafði. En kannske kemur engin gufa í kvöld. Það er nú orðið svo áliðið að ég verð að fara í rúm- ið, en þegar pabbi byggir það, kemur alltaf nóg af gufu. Kenndi hann pabbi þinn þér að byggja gufuhús? Já, og ég ætla líka að fá járn- brautarlest, á jólunum. Hann ætl ar að senda mér hana. Hún fer hart, miklu harðar en ég get far- ið.... Og svo þaut hann af stað á fjórum fótum, undir rúmið og svo krig um allt herbergið með miklum ákafa. Lísa stóð í dýrunum og fór að kveina: Þú lofaðir mér, Timmy, að vera kyrr í rúfninu. Æ, ,guð minn, komdu nú ekki aftur með þennan ketilskratta! Hún setti frá sér mjólkurglas og kex, sem hún hafði haft í höndunum og tók síðan að safna saman kubbunum, en Timmy reis UPP grimmilega til varnar katl- inum. Ég á hann og þú mátt ekki fara burt með hann. Mamma, þý mátt það ekki, mátt það ekki! æpti hann. - 1 Gott og vel væni minn. Vertu rólegur. Þú getur fengið hann ef þú ferð strax upp í rúm. Hana nú! Hann getur staðið þarna á borðinu hjá þér. Hún kyssti hann og lagaði rúmfötin um hann, og það var ekki um að villast, að henni þótti vænt um drenginn. Það er minn ketill, sagði Timmy þvermóðskulega ofan í mjólkina sína. Elsku blessaði gufuketillinn minn! Kvöldverðurinn, að Edvinu fjarverandi, var eðlilegur og við- kunnanlegur. Á eftir hellti Lísa í kaffibolla handa okkur Mark. Þú ert viss um, að það gangi ekker.t að Edvinu? sagði ég. Blessuð vertu! Hún þarf ekki annað en halda kyrru fyrir einn dag, þá er hún jafngóð aftur. Og hvað sem öðru líður þá kemur læknirinn hingað á morgun. Fimmtudagurinn er heimsóknar- dagurinn hans hingað. Hún gekk yfir að arninum. í kvöld var hún í svörtum kjól, sem var mjög óbrotinn og lítt á- berandi. Mark! Hún var enn brosandi. Hvað ætlarðu að verða hérna lengi enn? Ég veit ekki. Það er Edvina, sem ræður því. Ég var nú að vona að komast héðan á sunnu- daginn, til þess að geta farið að vinna á mánudag. Hún sneri sér að eldinum. Ég held þú ættir að athuga, hvort þú kehist ekki fyrr. Hversvegna það? Vegna þess, að þessi vera þín hér gerir . Edvinu óróiega. sagði hún mjúkri röddu, og í rauninni þarftu heldur alls ekki að vera hérna lengur, eða er það? Ég á við, það er eins gott að segja henni það strax, að þessi vitleys- islega hugdetta hennar að fara að setja myndirnar hans Danny á sýningu, er fyrirfram dauða- dæmd. Enginn sýningarsalu,r með virðingu fyrir sjálfum sér myndi taka þær; það vitum við öll. Hversvegna hefurðu ekki sagt henni sannleikann um það? Mark sat letilega í endanum á legubekknum og teygði frá sér fæturna. Nú svaraði hann dræmt: Allir listamenn, jafnvel þeir lélegustu, fá myndirnar sín- ar sýndgr almenningi. Kannske ekki í West End, en þá bara ann- arsstaðar, ef einhver fæst til að gefa með þeim. Og það gerir Ed- 'vina. Það getur vel orðið, að ég komi þessu í kring. Það vona ég, hennar vegna Það held ég þú gerir aldrei. Og þú heldur það ekki sjálfur. Og þegar svo er, er það illa gert að vekja hjá henni vonir. Hún. gekk að litla borðinu, tók vindl- ing úr öskju, sem þar var og settist svo hjá mér. Og annars er það jafn hlægilegt að ætla sér að fara að gefa út þessar dag- bækur Dannys. Það kemur nú bara ekki til nokkurra mála. Hún saug vindlinginn fas,t og með óþolinmæði. Ef ég hefði haft minnstu hug- mynd um, hélt hún áfram, að Danny hefði haldið dagbók, og nokkur fnaður væri svo vitlaus að fara að glugga í hana eftir dauða hans hefði ég.... . .brennt allt ruslið, lauk Mark setningunni fyrir hana. Já, sannarlega. En dagbækurnar eru eign Ed- vinu, benti hann á. Það er gott, að þér skuli vera það ljóst. Ég er nú að lesa þær í umboði hennar, svaraði Mark rólega. Hún leit upp og horfði framan í hann. Þú hefur lesið þær frá upphafi, er ekki svo, sagði hún. Hvenær byjja þær? Eftir 1930. , Og hvað ertu kominn langt? Hérumbil út í þær miðjar. Mér finnst ég verða að benda þér á, að Edvina hefur komizt á þá skoðun, að Danny hafi alls ekki viljað láta dagbækurnar sín ar koma fyrir augu almennings. Hún sagði mér það sjálf í dag. Hún vill fá þær aftur í bítið í fyrramáfið. Ég skil, sagði hann vingjarn- lega. Þegar ég talaði síðast við hana, nefndi hún þetta ekki á nafn. Hefur henni kannske snú- izt hugur síðan? Einmitt. Hann kinkaði kolli. Vafalaust hefur þú orðið henni eitthvað hjálpleg við þessa hugarfarsbreyt ingu. Nei, svaraði Lísa. Ég benti henni aðeins á, að fæstir kæra sig um að láta sínar einkahugs- anir koma fyrir almennings augu. Og lenti ykku/ ekki eitthvað saman út af þessu? Þú ættir að fara hægar að þessu, Lísa, sagði Mark hæðnislega. Það var ekkert okkar í milli' heldur var hún bara eitthvað ó- róleg út af símahringingu.... Og hver var að hringja? Hún gerði sér hroll. Enginn, >f >f >f •— Rafeindaheilar 25. aldarinnar eru dásamlegir ungfrú Fox, en eng- inn þeirra, þar með talinn Mystik- us, getur hugsað! Eg hef áhyggjur af áhrifunum, sem Gar læknir hefur á vinkonu þína, hana Bertu Colby! Og ef Geisli gæti séð gegnum vegginn inn í íbúð Gar læknis .... — Látið Mystikus hugsa fyrir vður frú Colby! sem þú þekkir. En svo sendi hún honum ofurlítið glaðlegra augna- tillit og dálítið stríðnislegt. Nei, Mark, þú mátt trúa því, að þetta þyðir ekki neitt. Edvina hefur ákvarðað sig. Og ef þú vilt heyra það, þá benti ég henni líka ái, að þetta væri heimskulegt og óráðlegt. Og það bezta. sem þú gætir gert, er að segja henni skellt og fellt, að þú getir ekki fengið myndirnar sýndar, og — fyrirgefðu ókurteisina — svo ætt irðu að hypja þig sem alira fyrst til London. Líklega er það rétt hjá þér. Tónninn var glettnislegur. En það er bara eitt ennþá, sem.. Hvað er það? Það, að mér finnst það liggja beinast við, að hún segi mér sjálf frá þessari ákvörðun sinni að gefa ekki dagbækurnar út. Hún segir þér það áreiðanlega Og svo sendi hún Mark vingjarn- ■legta kveðjubros. Síðan sneri hún sér að mér. Við erum víst að þreyta þig, Charlotte, fyrirgefðtr. Og nú ætla ég líka að biðja þig að fyrirgefa mér ef ég fer snemma í háttinn. Ég er orðin svo þreytt af að passa Timmy allan daginn, að mig lang ar til einskis annars en fara að sofa. En ég vona bara, að Gretel verði komin á fætur á morgun. Þegar Mark kom aftur frá þvi að loka dyrunum á eftir henni, beið ég eftir því. að hann settist niður aftur. Já ég játa það hrein skilnislega, að ég vildi hafa hann einan fyrir mig. Svona óskiljan- lega saklaus er nýkviknuð ástin. En hann settist ekki niður. í heila mínútu stóð hann upp á endann á miðju gólfi, þegjandi og eins og niðursokkinn í eigin hugsanir, Svo sagði hann: Geturðu verið ein, Charlotte. Það er dálítið, sem ég þarf að gera. Áður en ég fengi nökkru svar- að var hann farinn út. 1 þessari þögn, sem nú varð, fór ég að reika fram og aftur í stofunni. En þá hrökk ég við snöggan hávaða. Það var bíll, se:n fór af stað og herti síðan á sér og hvarf loks í fjarska. Úr glugg anum þarna gat ég ekki séð fram fyrir húsið, en ég gat mér þess til. að bíllinn hefði lagt af stað frá útihúsunum og horfið niður brautina. Var það Lísa? En hún hafði sjálf sagt. að hún ætlaði í rúmið. Frú West? Eða einhver, sem hefði komið í heimsókn til henn ar og svo ekið burt. Það var ó- mögulegt að segja. Ég reyndi að róa mig með þvi að lesa í bók, en varð strax yfir komin af einmanaleik. Ég reyndi að hrista hann af mér. Loks fór ég áleiðis til herbergis míns. ailltvarpiö Laugardagur 9. desember. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón-* leikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Síg- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin — (15:00 Frétt ir og tilkynningar). 15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristin'u m>, 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Hallur Símonarson). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son). 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Sverrir Sigurðsson kaupmaður velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynntng, á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Bakka- Knútur" eftir séra Jón Kr. Is- feld; IV. (Höf. les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. — 19:10 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Skógar og veiðimenn: Þýrkir listamenn syngja og leika iaga- syrpu. 20:20 Leikrit: „Mennirnir mínlr þrir** (Strange Interlude) eftir Eug- ene O’NeiI; annar hluti. Þýðandií Árni Guðnason magister. — Leilc stjóri: Gísli Halldórsson. Leik- endur: Herdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn Ó. Stephensen, Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haralds- son. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög, þ.á.m. leikur dans- hljómsveit Renalds Brauner. -» 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.