Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 22
22 MORCVHBLAÐIÐ Laugardagur 9. des. 1961 Handboltaspil um HANDKNATTLEIKUR er vinsæl íþrótt og fleiri iðka þá íþrótt hér en nokkra aðra. Og vegna vinsælda þessarar íþróttar hefur Handknatt- leikssambandið ráðizt í það fyrirtæki að gefa út hand- knattleiksspil. Er það hin bezta dægradvöl og á án efa eftir að hljóta vinsældir hjá almenningi. Handknattleiksspilið er byggt á gangi drottningar á skákborði. Spilið býður upp á ótal möguleika til skorunar marka og sá er beztur í þessu spili sem hefur þekkingu á skák — og han.lknattleik. Handknattleikssambandið fer með þessu inn á nýja braut til fjáröflunar, en fjár- skortur háir starfsemi sam- bandsins. Er það von stjórn- arinnar að spilið geti nokkuð bætt um þröngan f járhag um leið og það er vissa sam- bandsins að fólk almennt hafi gaman af spilinu. Á myndinni sést ein kunn- asta handknattleikskona lands ins, Gerða Jónsdóttir, KR, vera að leika spilið og mót- herjinn er ekki minna þekkt- ur — það er stórmeistarinn Friðrik Ólafsson. Við vitum ekki hver vann leikinn, en þeim leizt mjög vel á spilið og höfðu gaman af því. HÉR er Gísli Halldórsson for- maður ÍBR að afhenda fyrirliða KR í 3. flokki félagsins í körfu- knattleik sigurlaunin á Reykja- víkurmótinu í þeirri grein. Kol- beinn Pálsson heitir hinn ungi piltur og vakti sérstaka athygli fyrir lagni sína og kunnáttu í leiknum. Hann hefir einnig sýnt nijö'g góðan handknattleik. Er þarna mikið og gott efni á ferð- inni. Svíar unnu DANIR og Svíar léku landsleik í handknattleik á þriðjudags- kvöldið og fór leikurinn fram í Gautaborg. Svíar sigruðu með eins marks mun. Leikurinn var æsispennandi. í hálfleik höfðu Svíar náð for- ystu, 10:9. í síðari hálfleik tókst þeim að auka bilið og ná 5 marka forskoti. En Danimir sóttu sig og áttu glæsilegan leik kaflau ndir lokin, breyttu þeir stöðunni á örfáum mínútum úr 15:19 í 18:19. Einar Sæmundsson endur- kjörinn formaður KR AÐALFUNDUR KR var hald- inn miðvikudaginn 29. nóvem- ber í Félagsheimili KR. Form. félagsins, Einar Sæmundsson, setti fundinn og tilnefndi sem fundarstjóra Gísla Halldórfeson, og fundarritara Sigurgeir Guð- mannsson. Ritari félagsins, Gunnar Sig- urðsson, flutti skýrslu aðal- stjórnar og útdrátt úr skýrslum íþróttadeildanna. Stjórnin hefur yfirstjórn sameiginlegra mála félagsins og skipar árlega rekstr arnefndir íþróttamannvirkja fé- lagsins, íþróttaheimilisins, skíða skálans og skiðalyftunnar, og stjórn Minningarsjóðs Erlendar Ó. Péturssonar. Einnig skipaði stjórnin sérstaka fjáröflunar- nefnd til þess að afla fjár hins sífellt vaxandi og fjárfreka reksturs félagsins. Fimleikadeild: — Á vegum deildarinnar æfði aðeins einn flokkur, úrvalsflokur karla. Sýndi hann 4 sinnum á árinu, m. a. á Þjóðhátíðardaginn og lokadegi Reykjavíkursýningar- innar. Kennarar voru Benedikt Jakobsson og Jónas Jónsson. í haust hóf deildin æfingar í 3 nýjum flokkum, frúarflokki, öld ungaflokki og drengjaflokki. Sunddeild: Starfsemi deildar- innar var svipuð og undanfar- andi ár og tók KR þátt í öllum sundmótum, sem haldin voru á á árinu. Þjálfari deildarinnar var Kristján Þórisson. Körfuknattleiksdeild: Starf- semi deildarinnar hefur verið ört vaxandi á árinu og með umönnun yngri flokkanna und- anfarið, er deildin nú að koma sér upp góðum meistaraflokk- um. Á árinu vann KR 3. fl. karla og meistaraflokk kvenna á íslandsmótinu. Aðalþjálfari deildarinnar var Þórir Arin- bjarnarson. Handknattleiksdeild: Starf- semi deildarinnar var með líku fyrirkomulagi og undanfarin ár. KR sendi lið í öll handknatt- leiksmótin, sem haldin voru, og varð Reykjavíkurmeistari í Meistara- og 1. fl. kvenna, og einnig sigraði félagið í Haust- móti 4. fl. Á árinu tók KR á danska handknattleiksliðinu Eft erslægten. Náði meistaraflokkur karla jafntefli gegn Dönunum og einnig gegn Tékkunum, sem komu hingað sl. haust. Þjálfar- ar deildarinnar voru Heinz Steinmann, Bára Guðmannsdótt ir, María Guðmundsdóttir, Reyn ir Ólafsson, Karl Jóhannsson, Pétur Stefánsson og Sigurður Óskarsson. Skíðadeild: — Eins og undan- farin ár var töluvert unnið að ER ODYRAST ER STERKT OG ENDINGARGOTT ER AUÐVELT AÐ ÞVO HEFUR FAGRA ÁFERÐ framkvæmdum við skíðaskálann og skíðalyftuna og var lyftan vígð 12. marz sl. Árangur skíða- fólks KR var hinn bezti sem náðst hefur um árabil. Af 66 einstaklingsverðlaunum í mótum hér stmnanlands unnu KR-ingar 38, og af 17 sveita- keppnum vann KR 8. Frjálsíþróttadeild: — Fyrir- komulag var svipað og verið hefur undanfarin ár. Teknar voru upp séræfingar fyrir stúlk ur. Deildin náði góðum árangri á mótum sumarsins,. fékk 10 meistara af 17 á MMÍ og á MMR fékk KR 13 meistara af 18. Af yngri félögum deildar- innar, er þess helzt að geta, að KR vann 12 meistarastig af 14 talsins. KR-ingar kepptu víða á ár- inu: Akureyri, Akranesi, Hel- sinki, Rostock, Turku, Osló, Malmö, Dresden og víðar. Þjálfari deildarinnar var Bene dikt Jakobsson. Knattspyrnudéild: — Deildin starfaði af miklum þrótti sem fyrr. Vann KR íslandsmótið í 17. sinn og vann hinn sö^ulega grip, sem um hefur verið keppt síðan 1912, en nú var um keppt í 50. og síðasta sinn. Alls vann KR sigur í 12 knattspyrnumót- um af 31, sem haldin voru á vegum KRR og KSÍ. Beztum árangri af flokkum deildarinn- ar náðu meistaraflokkur og 4. flokkur, sem vann 4 mót af 6 í A og B liðum. Þjálfarar knattspyrnumanna voru Óli B. Jónsson (Mfl., 1. fl. og 2. fl.), Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Haraldsson (3. fl.), Guðbjörn Jónsson (4. fl.), Gunnar Jónsson (5. fl.) og Gunnar Felixson (Knattþraut- ir). Á árinu tók deildin á móti tveim unglingaliðum, Bagsværd frá Danmörku og Blau Weiss frá Vestur-Berlín. Á árinu fóru tveir þjálfarar deildarinnar, Öli B. Jónsson og Guðbjörn Jónsson á námskeið fyrir þjálfara, sem haldið var í Vejle á Jótlandi. Eins og aðrar deildir félags- ins á knattspyrnudeildin við mikla fjárhagsörðugleika að að stríða. Til þess að yfirstíga þá örðugleika var innheimta fé- lagsgjalda deildarinnar endur- skipulögð og innheimtust kr. 36.700,00, sem er 50% meira en hæst hefur verið innheimt áð- ur. Alls innheimtust hjá öllu félaginu í árstillögum og styrkt argjöldum kr. 128.000,00 frá fé- lagsmönnum. Gjaldkeri félagsins, Þórgeir Sigurðsson, lagði fram reikn- inga félagsins. Alls nam rekst- urskostnaður félagsins kr. 627. 000,00. Á fundinum voru samþykkt- ar breytingar á lögum félags- ins varðandi veitingu heiðurs- merkja. í stjórn voru kosnir: Form.: Einar Sæmundsson. Varaform.: Sveinn Björnsson. Gjaldkeri: Þorgeir Sigurðsson. Ritari: Gunnar Sigurðsson. Fundarritari: Birgir Þorvalds- son. Spjaldskrárritari: Ágúst Haf- berg. Form. hússtjórnar: Gísli Hall- dórsson. Formenn deildarstjórna eru: Fimleikadeild: Árni Magnús- son. Handknattleiksdeild: Sigur- geir Guðmannsson. Handknattleiksdeild: Sigurð- ur Halldórsson. Frjlásíþróttadeild: Óskar Guð mundsson. Körfuknattleiksdeild: Helgi Sigurðsson. Skíðadeild: Þórir Jónsson. Sunddeild: Józi Otti Jónsson. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.