Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.12.1961, Blaðsíða 23
Laugardagur 9. des. 1961 1UORCUHBI 4 Ð I Ð 23 Sinfóníuhljómleikar ÞAÐ ER ekki hversdagslegur við 'buröur, að tónskáld. hlýði tvö kvöl-d í röð frumiflutningi verka sinna, eins og Jón Leifs hefir gert nú í vikunni. Áður hefir verið sagt frá verki hans, sem kom fram í fyrsta skipti á tónleikum „Musica nova“ á miðvikudags- ikvöld. Annað nýtt verk eftir hann var fyrst á efnisskrá Sin- fóníuhljómsveitar fslands á tón- leikum hennar í samkomuhúsi Há skólans í fyrrakvöld. Nefnist það „Þrjár myndir“, op. 44. í blaðaviðtali í tilefni af þess um tónleikum hefir verið haft eftir höfundinum, að þegar hann fór fyrst að skoða abstrakt mynd ir, hafi hann hugsað sem svo: Þetta getum við tónskáldin gert með nokkrum akkorðum! „En svo varð þetta nú heldur lengra hjá mér“, bætti hann við, að sögn blaðamannsins. Verkið er nú samt mjög stutt, og er það ekki sizti kostur þess. Þetta ber ekki að skilja sem hót- fyndni, heldur er það saigt aðeins til áréttingar þeirri staðreynd að hér er um að ræða skyndi- myndir, án allra málalenginga og útúrdúra, sem hver um sig ber sinn sérstaka svip, þótt margt minni á aðrar tónsmíðar höf undqjins. Hraður miðþáttur myndar hæfilega andstæðu við hægari upphafs- og lokaþátt, og formið allt er svo knappt, sem frekast má. verða. Þetta er ekki óáheyrilegt verk, og var vel flutt, að því er bezt varð heyrt, enda hlaut það ágætar móttökur áheyrenda. ! Önnur viðfangsefni á tónleilc- unum voru fimmti píanókonsert Beethovens og fimmta sinfónía Tschaikowskys, og eru. þetta efn ismestu tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitarinnar undir stjórn Jindr- — Þorvaldur Framh. af bls. 10. fólki á lífsleiðinni og ávalt góðu starfsfólki, sem hefir unnið af diugnaði og trú- mennsku og sem hefir af al- efli hjálpað mér að gera þau fyrirtæki, sem ég hefi stjórn- að og átt, að því, sem þau eru í dag. Svo eru sumir heppnir, aðrir ó'heppnir. — Fremur heppnir en hyggnir, telur þú? — Já. Það er ekki einasta mannlegur máttur eða hygg- indi, sem ráða hagsæld manna. Sá. sem er án handleiðslu æðri máttarvalda' verður aldrei lánsmaður. Það stendur held- ur enginn lengur en hann er studdur. — Þú er trúaður, Þorvald- ur? — Ég fer ekki oft í kirkju. En ég er alinn upp hjá móður minni i trúnni á heitar bænir. Fyrst og síðast það að „bæn- in má aldrei bresta þig“. — Þú segist a'ldrei hafa kynnst nema góðu fólki. Hefir enginn reynt að hrekkja þig eða snúa á þig? — Hafi menn reynt það, þá hef ég að minnsta kosti ekki orðið var við það, eða það hef ir snúizt mér til góðs. — Finnst þér þú vera orð- inn gamall? Þorvaldur lítur forviða og hálf hvumsa á mig: —- Nei, síður en svo. Ég vona að ég eigi eftir að gera margt ennþá. Næg eru verk- efnin. — Og þú setlar að vera heima á afmælinu þínu, en ekki sigla utan til tilbreyting- er? — Já! Ég ætla að vera heima. Það er næg tilbreyting hér. ★ t dag er Þorvaldur Guð- mundsson fimmtugur. Við Ijúkum þessu rabbi með því eð óska móður hans og fjöl- 6kyldu allri til hamingju með strákinn. vig. iohs Rohans til þessa. Ásgeir Beinteinsson lék einleikshlutverk ið í konsertinum með ágætri tækni og þeim tilþrifum, mýkt og innlifun, sem þetta mikla verk krefst. Það hafði verið boðað, að sin- fónía Tschaikowskys yrði að þessu sinni flutt með minni til- finmngasemi en venja væri. Ekki virðist þó ráðlegt að ganga of] langt í þá átt. ef allt það á að koma fram í flutningnum, sem dr. HaHgnmur Helgason hefir samkvæmt efnisskránni lesið úr verkinu: „Þunglyndi, viðkvæmni og trylltar ástríður skiptast hér á, sorg og gleði, ást og hatur, til- hlökkun, brá og dreymni". Tulkun Jindrichs Rohans var vandvirknisleg en ekki stórbrot- in og vasti virðingu fyrir ná- kvæmni í vinnubrögðum fremur en sanna hrifningu. Jón Þórarinsson. • Madrid, 7. des. NTB-AFP Ákveðið er að bandaríski utan- ríkisráðherrann, Dean Rusk komi í heimsókn til Madrid á Spáni 16. des. að afioknum ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins. Mun Rusk þá ræða við Franco, hers- höfðingja. „Læstar dyr66 í síðasta sinn . LEIKKLÚBBURINN Gríma, sem hefur haft aðsetur í Tjarnarbíói um hríð, sýnir þar í dag sjón- leikinn „Læstar dyr“ í allra síð- asta sinn. Það hefur þótt nokkur nýjung hjá þessum nýstofnaða leik- flokki, að fluttur er formáli um höfundinn, Jean-Paul Sartre, á undan leiksýningunni og eru þar kynnt fyrir áhorfendum verk skáldsins og lífsviðhorf hans. Um það ritar Sigurður A. Magnússon leikgagnrýnandi Morgunblaðsins eftir frumsýningu: „Með þessu móti var leikritið, sem sýnt var eftir kynninguna, sett í samhengi við allt lífsverk Sartres og heim- spekilega viðleitni hans. — Það var vel ráðið hjá Grímu að fá Þorstein Ö. Stephensen og þrjá leikendanna til að fly.tja formál- ann um Sartre og vonandi verð- ur þessi sami háttur hafður á framvegis, þegar verk merki- — Katanga Frh. af bls. 1 Katanga-átökunum. Talsmaður í aðalstöðvum SÞ í Leopoldville kvaðst hins vegar ekki vita til þess, að slíkt tilboð hefði komið fram af hálfu miðstjórnarinnar. Sömu heimildir og fyrr getur héldu því þó einnig fram, að umrætt tilboð hefði verið rætt á funcji þeirra Sture Linners, hins borgaralega fulltrúat SÞ, og Adoula, forsætisráðherra Leo- poldvillestjórnarinnar. * BANDARÍKIN OG BRETLAND » „Flutningaloftbrú“ Banda- ríkjamanna frá Leopoldville til Elisabethville var aftur í gangi í dag, eftir 24 stunda hlé. — Flutningarnir voru stöðvaðir í gær samkvæmt skipun frá Was- hington, eftir að ein af Globe- mastervélunum bandarísku hafði orðið fyrir skothríð, er hún hugðist lenda í Elisabethville. Kröfðust Bandaríkjamenn vernd ar orrustuflugvéla fyrir flutn- ingaflugvélarnar — og hefur slík vernd nú verið látin í té. Skulu hinar bandarísku flugvél- ar nú flytja um 200 eþíópska hermenn frá Kindú til Elisa- bethville og svipaðan fjölda írskra hermanna hafa þær þeg- ar flutt frá Leopoldville. Bandaríkjastjórn hefur nú tekið af öll tvímæli um það, að hún styðji af heilum hug að- gerðir SÞ í Katanga. Kom þetta fram á blaðamannafundi Dean Rusks utanríkisráðherra í dag. Klúbbfundur verður haldinn á venjulegum stað og tíma í dag. UNGLINGAR óskast til aðstoðar við dreifingu í dag og á morgun. Hafið sam- band við skrifstofuna í Valhöll, Suðurgötu 39 (sími 17102). HEIMDELLINGAR: Áríðandi að sem flestir félags menn hafi samband við skrifstofu félagsips í Valhöll ef þeir geta í dag, eða næstu daga orðið að einhverju liði við dreifingu Aug lýsingablaðs Heimdallar. Félagsmenn hafði samband við skrfstofuna og kynnið ykkur hvað fer fram hverju sinni. Sími 17102. Þorsteinn Ö. Stephensen legra höfunda verða tekin til sýningar hjá leikklúbbnum“. Myndin er af Þorsteini Ö. Step- hensen, sem nú flytur forspjallið að „Læstum dyrum“ í síðasta sinni í Tjarnarbíói í dag kl. 4. Manna- munur í nýxri útgáfu MANNAMUNUR, skáldsaga Jóns Mýrdals, er nú komin út í 4. útgáfu, en hún kom fyrst út á Akureyri 1872, og var þá og á næstu áratugum „lesin upp til agna“. Munu þau fá íslenzku heimilin, sem komust ekki í kynni við hana á þeim tíma. — Næst var sagan gefin út 1912 og loks 1950. Eru allar þær út- gáfur uppseldar. Halldór Pétursson hefur teiknað fjölmargar myndir, sem prýða bókina og gefa söguhetj- unura nýtt líf. — Bókaútgáfan Fjölnir gefur bókina út, en — Subur-Vietnam Frh. af bls. 1 afleiðingum þess, ekki aðeins fyrir valdahlutföllin í Asíu, heldur og í rauninni fyrir allan hinn frjálsa heim, ef kommúnistum tækist að Ieiða Suður-Vietnam inn í herbúðir sínar. Rakin er sú margháttaða aðstoð, sem ríkisstjórn lands- ins hefur verið veitt — af Bandaríkjunum og fleiri lönd- um — í baráttunni gegn komm- únistahættunni, en bætt við, að vegna æ 1 víðtækari aðgerða hinna kommúnísku uppreisnar- manna kunni nú að gerast „þörf meiri aðstoðar“. Vandinn sé fyrst og fremst sá, að gera sér þess grein, hvers konar að- stoð „sé líklegust til að reynast áhrifamest gagnvart þeirri hættu, sem að steðjar“. Skýrsla þessi er í tveim hlut- um. 1 fyrrihlutanum er að finna yfirlit um skipulag Viet Cong hersveitanna (en talið er, að vel skipulagðir flokkar 16.- 000 uppreisnarmanna berjist nú gegn stjórnarsinnum í S-Viet- nam), ásamt vitnaframburði og öðrum sönnunum um leiðsögn og beina aðstoð frá Hanoi. í síðari hlutanun* eru svo einkum birt eftirrit af skýrslum, sem teknar hafa verið af föngum úr hópi uppreisnarmanna, svo og ljósmyndir af skýrslum og þrjár aðrar bækur eftir Jón Mýrdal hafa komið út hjá for- laginu á síðustu árum. skjölum, sem fallið hafa í hend- ur stjórnarvalda S-Vietnam — og loks myndir, sem sýna stuðning Norður-Vietnama við Viet Cong hersveitirnar. í skýrslu bandaríska utan- ríkisráðuneytisins er fjallað mjög um njósnir stjórnar N- Vietnam í nágrannaríkinu — og segir, að þegar allt sé talið, muni njósnastarfsemin í þágu Viet Cong uppreisnarmanna vera „einhver hin yfirgrips- mesta, sem þekkist í heiminum. Vakin er athygli á því, að frá Laos berist Viet Cong einnig stöðugt liðsauki — og að undan förnu hafi sovézkar flutninga- flugvélar flutt vopn og vistir til Tchepone, sem er einungis rúma 30 km frá landamærum S-Vietnam og Laos. í fréttapistli, sem utanríkis- ráðuneytið lét fylgja skýrslunni, segir m.a., að hið kommúniska Norður-Vietnam hafi undanfar- ið lagt mjög aukna áherzlu á hernaðinn gegn Suður-Vietnam — og nú sé „augljós og yfir- vofandi hætta á sigri kommún- ista“. Þá segir og svo í lokin: „Suður-Vietnam er ekkert ein- angrað vandamál. Þær aðferðir, sem þar er beitt, hafa verið not aðar fyrr — og þær verða enn notaðar, a.m.k. ef þær reynast árangursríkar þarna. Þeir, sem nú reyna að hugga sig við, að Vietnam sé „svo langt í burtu“, kunna að reka sig hastarlega á það, að þeir standi í sporum Suður-Vietnama á morgun". — Þá tilkynhti brezka utanríkis ráðuneytið í dag, að ríkisstjórn- in ætlaði að verða við tilmælum framkvæmdastjóra SÞ um að Spa ak áhy gg juíuilur Brússel, 8. des. — f Paul Henri-Spaak, utanríkis- ráðherra Belgíu, sendi í dag skeyti til U Thants, fram- kvæmdastjóra SÞ, þar sem hann skorar á framkvæmda- stjórann að gefa liðsveitum SÞ í Katanga þegar í stað skip un um að „virða Genfarsam- komulagið", eins og Spaak kemst að orði. Kvað hann belgísku stjórnina hafa fylgzt með hinum „sorglegu atburð um í Kongó“ undanfarna tvo sólarhringa með vaxandi á- hyggjum. „Fréttirnar um það, f að margir belgískir útflytj- endur hafi verið drepnir af hermönnum SÞ“ hafa vakið mikla gremju, segir í skeyt- inu. Biður Spaak fram- kvæmdastjórann að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að verja líf og eignir ó- breyttra borgara. i leggja til sprengjur fyrir hinar indversku Canberra-sprengju- flugvélar samtakanna, sem beitt er í bardögunum í Katanga. — Talsmaður stjórnarinnar tók það skýrt fram, að hún gerði þetta með því skilyrði, að sprengjunum (24 500 kílóa sprengjum) verði einungis beitt í varnarskyni — og ábyrgzt yrði, að þær yrðu engum ó- breyttum borgurum að fjör- tjóni. Nánar tiltekið: að sprengj unum verði eingungis beitt gegn þeim flugvélum Katangamanna „á jörðu niðri“, sem sannazt hafi, að gert hafi árásir á lið SÞ, og til þess að eyðileggja flugbrautir, sem slíkar „árásar- flugvélar hafi sannanlega not- að“. Tók talsmaðurinn fram, að ríkisstjórn sín teldi, að her- stjórn SÞ í Kongó hefði ekkert umboð til þess að þröngva Tsjombe-stjórninni í Katanga til samkomúlags við mið-ríkis- stjórnina í Leopoldville — og stjórnin harmaði mjög þá „slæmu nauðsyn", sem lægi að baki hernaðaraðgerðum SÞ í Katanga nú. Vonaði brezka stjórnin enn, að Kongómenn mættu sjálfir leysa deilur sín- ar með friðsamlegum samning- um. — Hópur þingmanna úr í- haldsflokknum hefur skorað á stjórnina að beita öllum tiltæk- um ráðum til þess að fá endi bundinn á hernaðaraðgerðir SÞ í Katanga — og jafnframt fóru þeir þess á leit, að stjórnin neit aði tilmælunum um að leggja til sprengjur fyrir Canberra- flugvélarnar. ★ BARÁTTUHUGURINN AÐ DOFNA? Eins og fyrr segir, er vígstaff an í Katanga mjög óljós, og frétta mönnum virðist ganga mjög illa að átta sig á gangí mála. Tals- maffur SÞ í Elisabetvjlle lét svo um mælt í dag, aff baráttuhugur Katangahermanna virtist vera aff dofna — en hins vegar vildi hann ekkert um þaff segja, hver áhrif heimkoma Tsjombes kynni aff hafa á herinn. Flestir fréttamenn virffast hallast aff því, aff liffssveit ir SÞ hafi heldur betur í átök- unum — og sagffi t. d. fréttamaff- ur brezka útvarpsins í dag, aff þess yrffi varla langt aff bíffa, aff útvarpsstöðin í Elisabethville félli í hendur SÞ. ★ GAGNRÝNI FRAKKA París — (AP). — Franska utanríkisráðuneytið gagnrýndi mjög aðgerðir Sameinuðu þjóð- anna í Katanga í dag. Formæl- andi stjórnarinnair lét svo um mælt, að þessar hemaðaraðgerðir væru óviðurkvæmlegar með til- liti til tilgangs samtaka hinna Sameinuðu þjóða —. og „færu í bága við stofnskrá samtakanna“. ítrekaði talsmaðurinn þá skoðun frönsku stjórnarinnar, að aðgerð ir SÞ í Kongó skyldu „takmark- ast við verndun lífs og eigna og tæknilega aðstoð við ríkisstjórn landsins“. Sagði hann, að stjórn sín legði áherzlu á nauðsyn þess, að Kongómenn leystu sjálfir deilumál sín, án íhlutunar. „Franska stjórnin fordæmir of- beldið", sem nú er beitt í Katanga, sagði formælandi utan- ríkisráðuneytisins — og kvað stjórnina reiðubúna að gera allt, sem í hennar valdi stæði, til þess að Kongómenn mættu koma sér saman um eigin framtíðarhags- muni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.