Morgunblaðið - 09.12.1961, Side 24

Morgunblaðið - 09.12.1961, Side 24
DACAR TIL JÓLA 15 DACAR TIL JÓLA Hálkan og umferðin Ofhraður akstur háskalegur ALLMIKIL hálka var á götun- um á föstudag, og víða erfitt að átta sig á henni, f>ar sem snjó- ruðningur lá laus ofan á svell- bunkum. Ekki urðu samt fleiri óhöpp í umferðinni en venjulegt er. Lögregluþjónn, #em Morgun- blaðið átti tal við, sagði, að sér virtist árekstrar og önnur óhöpp vera lítil framan af vetri, þótt sleipt væri á götum, og slysa- hætta jafnvel minni en venjulega. Versti slysatíminn væri í rign- ingum og dimmviðri á haustin. Snjórinn gerði skyggnið aftur á móti oft betra, og bílstjórar væru aðgætnir og ækju varlega í fyrstu snjóum. Hins vegar yrðu þeir oft of öruggir um sig, er líða tæki á vetur. Væri það reynslan, a3 slysum fjölgaði síðari hluta vet- urs, þegar vond snjóalög kæmu. Munaði hársbreidd Nærri lá, að hroðalegt slys yrði í gær á Laugarássvegi við Laug-aholt. Strætisvagn hafði numið þar staðar, og út úr hon- AKR4NES FUNDUR verður í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi að Hótel Akraness kl. 4 í dag. Páll Gíslason, yfirlæknir, ræðir um stækkun Sjúkrahúss Akra- ness og Jón Árnason, alþingis- maður, ræðir um þingmál. Meðlimir fulltrúaráðsins eru hvattir til að fjölmenna. 1 1 Verðlags- eftirltt óþarft segja kommúnistai í KRON f LEIÐARA í Félagsriti KRON, nóvemberhefti, er þeirri skoðun kommúnista- stjórnarinnar í KRON lýst, að afskipti ríkisvaldsins af verð- lagsmálum leiði til ills eins, verðlagsákvæði tryggi ekki lægsta verð og stuðli að lakari vörugæðum. Þessari athyglis- verðu afstöðu korr.múnista til ríkisafskipta á verzlunarsvið- inu eru gerð nánari skil í Staksteinum í dag. um fóru tvö börn og fullorðinn maður. Þegar strætisvagninn ók af stað og hafði ekið svo sem tvær lengdir síraar, sitökk annað barnið út á veginm, en í sama mund bar að bíl á ofsaferð á móti strætisvagninum. Bílstjór- inn reyndi að snarhemla, en tókst það ekki á hálkunni, heldur rann bíllinn stjórnlaust áfram. Áhorf- endur töldu víst, að bamið lenti undir bílnum, en á seinustu stundu steig bílstjórinn af heml- unum, svo að billimn sveigði til hliðar, og barnið slapp með skelkinn. — Brýna verður fyrir bifreiðarstjórum að fara hægt og varlega á þessum stað, enda hafa þar þegar orðið tvö dauðaslys. Framræsla í Leir- ár- og Melasveit AKRANESI, 8. des. — Óvana- lega mikið var grafið af fram- ræsluskurðum í Leirár- og Melasveit á þessu ári. Svo fast hafa þeir sótt ræslustörfin, að skurðgröfumennirnir eru alveg nýhættir störfum. Það er ekki smálítið, sem búið er að grafa þarna, því að alls eru það 143.000 rúmmetrar. Verkið unnu bræðumir Guðjón og Valdimar Guðmundssynir Björnssonar, bónda á Arkarlæk. — Oddur. Æskulýðsmessa Á MORGUN, sunnudaginn 10. desember verður æskulýðsmessa í Dómkirkjunni í Reykjavík. Munu nemendur Gagnfræðaskól- ans við Lindargötu og Kennara- skólans aðstoða við messuflutn- inginn, en sira Bragi Friðriksson mun prédika. Verður þessi messa með líku sniði og æskulýðsguðsþjónustan sl. sunnudag, sem var mjög fjöl- sótt. Fær hver kirkjugestur messuskrá með öllum safnaðar- svörum. sem eru lesin en ekki sungin. Eykur þetta hina al- mennu safnaðarþátttöku að mun. Hlé mun nú verða á æsku- lýðsguðsþjónustunum fram yfir áramót, en þá hefjast þær að nýju, og verða þær haldnar í fleiri kirkjum. HAFNARFIRÐI — Málfunda félagið Þór heldur fund í Sjálfstæðishúsinu á morgun kl. 3. Verður þar m.a. kosið í nefndir og eru félagar beðnir að fjölmenna. Skerjafjörður er nú í klaka böndum. Þótt hann sé ísi lagð ur, er engum samt ráðlagt að hætta sér út á hann, því að í gær a.m.k. var hann ekki tal- inn mannheldur og vakir á honum sums staðar. Ærið vetr arlegt er nú um að litast í sjó- og sólbaðsveri borgar- búa, Nauthólsvíkinni, en þar tók ljósm. Mbl., Ól. K. Mag., þesa mynd í gærdag. Viðbótarsala á síld SAMKVÆMT frétt frá Síld- arútvegsnefnd voru undirrit- aðir í gær viðbótarsamningar um sölu á 40 þúsund tunn- um af saltaðri Suðurlands- síld til Sovétríkjanna. Reynt að ná Böðvari út REYNT var í gær að bjarga úr Böðvari, þar sem hann var strandaður vestur undan Beru- vík á Snæfellsnesi. Flokkur manna úr Leykjavík var þar all- an daginn, en tókst ekki að ná neinu. Talsverð ylgja. var þar vestra og braut á bátnum. Þá var Þór til taks fyrir utan, ef hægt yrði að ná bátnum út, eða bjarga einhverju úr honum yfir í Þór. Aliar tilraunir reyndust árangurslausar. Með birtingu í dag á að reyna að ná honum út. Takist það ekki er hætt við, að báturinn glatist, en reynt verður áfram að bjarga hinum dýrmætu tækjum og veiðarfærum. 160 tunnur teknar úr MÝVATNSSVEIT, 30. nóv. — Fyrrihluta þessa mánaðar var unnið að því að taka upp kísilleir úr botni Mývatns. Leirinn á að notast til tilraunavinnslu. Tekinn var leir í 160 tunnur. Va. helm- Búðir opnar í DAG verða verzlanir opnar til kl. 6 síðdegis. Næsta laug ardag, 16. des., verða þær opnar til kl. 10 síðdegis, en laugardaginn 23. des., á Þor- iáksmessu, verða þær opnar til kl. 12 á miðnætti. i m~ r *- r- r~m~ r- — i~ I Lögreglan veitir leyfi fyrir áramótabrennum Sækja verður um leyíi til skrauteldasölu NÚ er komið að því að dreng- irnir í bænum eru orðnir ólmir í að útbúa bálkestina sína fyrir gamlárskvöld. En þess ber að gæta að þeir sem hafa í hyggju að halda áramótabrennur verða að sækja um leyfi til þess hjá lögreglunni, svo sem áður hefur tíðkazt. Af öryggisástæðum geta drengir ekki tekið til við að hlaða bálkesti hvar sem er í bæn- um. Umsækjendur verða að snúa sér með beiðnir sínar í síma 14819 og verður beiðnum þar svarað allt til 30. des. nk. Um- sækjendur verða að lýsa staðn- um, skýra frá hvar hann er og hvort þar hafi verið haldin brenna áður. Einnig þurfa þeir að tilnefna einhvern ábyrgan mann fyrir brennunni. Tilnefnd- ir hafa verið af lögreglunnar hendi, Stefán Jóhannsson, varð- stjóri og frá slökkviliðinu Leo Sveinsson, brunavörður til að meta hvort hægt sé að halda brennur á hinum umbeðnu svæð um og líta eftir bálköstunum. Hafa þeir úrskurðarvald í því efni. Lögreglan beinir þeirri beiðni til foreldra að minna börn sín á að hafa ekki við hönd nein eld- fim efni í sambandi við hleðslu bálkastanna og kveikja ekki í þeim fyrr en lögreglan veitir leyfið. Það hefur legið nærri að slys yrðu, þegar þessa hefur ekki verið gætt. Þá vekur lögreglan athygli á tilkynningu slökkviliðsstjóra um að sækja þurfi um leyfi til sölu skotelda skv. 152. gr. brunamála- samþykktar fyrir Reykjavík. En þeir kaupmenn, sem fá leyfi til að selja skotelda (flugelda og skrautelda), verða að geyma þá í öruggum geymslum. Orðið hafa slys, ef þessa hefur ekki verið gætt, eins og t. d. þegar neisti úr sígarettu féll í flugeldahrúgu Nýi Draugajökull afhentur ROTTERDAM, 8. des. — Hið nýja skip Jökla hf, ms. Dranga- jökull, var í dag afhent fram- kvæmdastjóra Jökla. — Seeu- wen. —■ % af kísilieir Mývatni ingurinn sendur til Hollands, en hitt verður notað innanlands. Við uppgröft leirsins var not- aður timburfleki 8x9 metrar að flatarmáli. Hann var borinn uppi af 50 járntunnum. Á flekanum var dráttarvél með spili, sem lyfti stórum ,,krabba“ sem sökkt var niður í leirinn. Þegar vel gekk kom „krabbinn" upp með 2% tunnu af leir í einu hali, en oft gekk þó lakar. einkum þegar gryfjan í leirinn fór að dýpka. Grafið var allt að 7 metra niður í leirinn. Töluvert hefur sézt af rjúpum í haust, erf lítið af þeim verið skotið því þær hafa verið dreifð ar víðsvegar um fjöll og því mjög langt og erfitt að sækja þær. Póstgöngur hafa verið litlar undanfarið. Nýjustu blöð frá I 17. nóvember. — Jóhann. á búðarborði í vefnaðarvörubúð fyrir fáum árum. Af þeim sökum verður að fylgjast stranglega með að þessum reglum sé fylgt. Vantar 10-1 20 kindur af. hverjum bæ MBL. ÁTTI í gærkvöldi tal við Reynihlíð í Mývatnssveit. Hafa bændur nú kannað" safn ið, sem komið var með á fimmtudagskvöld. Telja þeir heimtur sæmilegar, þegar miðað er við aðstæður, en þó mun enn vanta 10—20 kind ur af hverjum bæ, mest um 30. Snjóbíll kemur e.t.v. í dag, laugardag, oig verður þá farið á ný í leitir með fjárglögga hunda. Gera menn sér góðar vonir um að finna meira fé lifandi. T.d. er vitað um 40 kindur á einum stað, sem ekki var hægt að reka niður um daginn. Bílalestin að norð- an kom í gærkvöldi VÖRUBÍLALESTIN, sem fór áleiðis til Reykjavikur frá Akur eyri kl. 2 á miðvikudag, ©g skýrt var frá í blaðinu í gær, kom til Reykjavíkur á ellefta tímanum í gærkvöldi. Bílstjór- arnir gistu í Hreðavatnsskála í nótt. Ferðin mun hafa gengið allsæmilega síðasta áfangann í gær, nema hvað einn bíllinn valt hjá Þyrli. Mun hann hafa spólað í brekkunni þar og oltið síðan. Tafði þetta nokkuð fyrir, en upp náðist bíllinn og komst suður með hinum. Hann n .un ekki hafa skemmzt að ráði. Landlega á Skipaskaga AKRANESI, 8. des. — Um tvð- leytið í dag stóð til, að á sum- um bátunum yrði kallað, en veðurspáin var slæm. Engir fóru, og flestir bátanna, sem úti voru, eru komnir heim. —- Bergvík kastaði í nótt sunnar- lega og fékk 200 tunnur. Víðir II. kastaði tvisvar og fékk sam- tals 150 tunnur. Sildin stóð á grunnu í nótt, allt að því á fimm faðma dýpi. Höfrungur II. kastaði, en reif nótina illa vegna norðaustan- og austan- storms. Kastblökkin í honum bilaði. I kvöld eru úti 3 bátar héðan. Sunna hefur fengið 3— 400 tunnur. — Oddur. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 síðd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.