Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagúr 10. des. 1961 Réttur endi snéri ekki alltaf upp. — Sjá næstu síðu. AB hefur bökaflokk um lönd og bjóðir Bókin um Frakkland komin ut ALMENNA bókafélagið hefur hafið útgáfu á stórum bóka- flokki, er það nefnir Lönd og þjóðir. Er hér um að rseða, eins Og nafnið bendir til, landa- og þjóðalýsingar í myndum og máli. Er lesmál hverrar bókar sam- svarandi 10 venjulegum bókar- örkum (160 bls.), og auk þess eru í hverri bók hátt á annað hundrað myndir, baeði litmyndir og svarthvítar myndir. Fyrsta bók AB í þessum flokki er nýlega komin út sem nóvemberbók fé- brezka sagnfræðinginn D. W. Brogan prófessor, en þýðandi er Gísli Ólafsson ritstjóri. Lesmál bókarinnar Frakklands skiptist í tíu kafla, sem nefnást: Ævaforn þjóð og ung, Byrði glæstrar fortíðar og sögu, Jafn- vægisleysi í stjórnmálum, Endur reisnin — kraftaverkið mikla, Framtíð landbúnaðarins, Mark- aðstorg nýrra hugmynda, Brýnt verkefni fyrir kennara og presta, Höfundar smekks og tízku, lagsins. Er það Frakkland eftir Iþróttir og skemmtanir, Breytt 0‘Brien ítrekor ásnkonir sínar um hlutverk. Auk þess er ítarleg nafna og atriðaskrá. Bækur þessa flokks eru allar upphaflega unnar fyrir banda- ríska tímaritið Life, og kom fyrsta bókin út hjá því árið 1960. Síðastliðið vor hófu 14 útgáfu- fyrirtæki í Evrópu samvinnu sín á milli um útgáfu bókanna hér í álfu. Er þeirri samvinnu þannig háttað. að myndirnar eru pllar prentaðar inn á arkirnar á sama stað, og láta sum fyrirtækjanna vinna bækur sínar þar að fullu. Almenna bókafélagið hefur feng- ið myndaarkirnar hingað heim lesmálslausar, og hefur Prent- smiðjan Oddi annazt setningu textans á Frakklandi, en Borgar- prent prentað. Bókfell hf. hefur bundið bókina. AB skýrir svo frá, að næsta ár séu væntanlegar 3—4 bækur í þessum flokki — Rússland, Ítalía, Bretland og Japan. Vegna hinnar víðtæku Evrópu- samvinnu um útgáfu þessara bóka, verður verð þeirra miklum mun lægra en ella hefði orðið. DUBLIN, 9. des. (AP) — Dr. Conor Cruise O’Brien, fyrrum aðalfulltrúi Sameinuðu þjóð- anna í Katanga, kom heim til Dublin í dag og ítrekaði þá við fréttamenn, sem hittu hann á> flugvellinum, fyrri árásir sínar á Breta og Frakka, sem hann A LÞINGIS Efri deild Alþingis mánudaginn, 11. des. 1961, kl. 1:30 miðdegis. Ríkisreikningurinn 1960, frv. — 1. umr. — Ef leyft verður. Neðri deiid Alþingis mánudaginn 11. des. 1961, kl. 1:30 miðdegis. 1. Sveitarstjórnarkosningar, frv. — 3. umr. 2. Innflutningur á hvalveiði- skipum, frv. — 2. umr. — Ef leyft verður. 3. Alþjóðasamþykkt um ó- hreinkun sjávarins, frv. — 2. umr. — Ef leyft verður. — 4. Sjúkrahúsalög, frv. — Frh. 1. umr. — 5. Verðlagsráð sjávarútvegsins, frv. — 2. 'imr. — Ef leyft verður. hefir sakað um að reyna að eyði- leggja aðgerðir SÞ í Katanga — í eiginhagsmunaskyni. O’Brien sagði m. a. í dag, að Nehrú, forsætisráðherra Indlands hefði í rauninn staðfest ásakan- ir sínar og kvað Macmillan flhljóta að neyðast til að svara Nehrú með eiiuhverjum hætti. „>að verður mjög fróðlegt að heyra ,hvað hann hefir að segja,"‘ bætti 0‘Brien við. Mikill niannfjöldi var á flug- vellinum og fagnaði O’Brien með lófataki, er hann steig út úr flug vélinni. Hvorki var þó sjáanleg þar eiginkona O’Briens, né held- ur ungfrú Marie McEntee, írska stúlkan, sem O’Brien kveðst ætla að kvæn#st jafnskjótt og hann fái skilnað frá konu sinm. Tanganyika fagn ar sjálfstæði 29. sjálfstæða ríkið í Afríku DAR-ES-SALAM, Tanganyika, 9. des. — Mikið hefur verið um dýrðir hér í höfuðborginni og raunar gjörvöllu landinu í dag. Hafa menn fagnað fengnu sjálf- stæði af miklum innileik, én há- tíðahöldin hafa farið fram af mikilli friðsemd, enda var ekki við öðru búizt, þar sem sambúð kynþáttanna í Tanganyika er til fyrirmyndar öðrum Afríkuríkj - um. Hátíðahöldin hófust á mið- nætti s.l. nótt með því, að skot- ið var flugeldum af hátindi Kilimanjaro, hæsta fjalli Afríku, sem blasir við í norðri frá höf- uðborginni. Þar var þá einnig dreginn að húni fáni hins nýja lýðveldis, á geysilhárri stöng. ★ Fjöldi erlendra fulltrúa hefir komið til Dar Es Salam til þess að vera viðstaddur hátíðahöldin, og héfir hinum virta og vinsæla forsætisráðherra, Júlíusi Nyerere borizt mikil mergð heillaóska- skeyta frá þjóðhöfðingjum víða •um heim, í tilefni sjálfstæðisins. — Filippus, ‘hertogi af Edinborg og maður Elísabetar drottning- ar, var fulltrúi brzku krúnunn- ar við hátíðahöldin og færði Nyerere yfirlýsingu drottningar. innar um lok verndargæzlu Éreta í Tanganyika og sjálfstæði landsins. Filippus hertogi flutti og ræðu frá eigin brjósti, þar sem hann hyllti Nyerere sem einn traustasta stjórnmálamann Afríku — og „byggingarmeistara sjálfstæðisins11. (Tanganyika hef ir verið brezkt verndargæzlu- svæði, á vegum Sameinuðu þjóð anna, síðan 1946). í svarræðu þakkaði Nyerére Bretum góða stjórn á málefnum landsins og frjálslyndi' í sjálfstæðismálinu. ★ Tanganyika er 29. ríkið í Afríku, sem hlýtur sjálfstæði. (i Á Sækir um aðild að SÞ Júlíus Nyerere, forsætisráff- herra, sendi í dag skeyti til U Thants, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, þar sem hann sækir um inngöngu Tanganyika í sair.tökin — og óskar eftir að umsóknin verði tekin til með- ferðar í Öryggisráðinu ,,á næsta fundi þess“. Ef umsóknin verð- ur samþykkt, sem allar Iíkur benda til, verður Tanganyika 104. aðildarríki SÞ. Hundar Árneshrepps boðaðir ■ læknisbústaðinn GJÖGRI, 22. nóv. — Allir hund- ar Ámeshrepps voru boðaðir kl. 1 í dag til hreinsunar í læknis- bústaðinn í Trékyllisvík. Senni- lega er læknisbústaðurinn í Tré- kyllisvík eitt fínasta hundahreins unarhús í heimi. En þess má Menzies sigraði SYDNEY, 9. des. — Ekki er lokið talningu atkvæða í þing kosningunum í Ástralíu, en ljóst er þó, að Menzies for- sætisráðherra og flokkur hans hafa sigrað í kosningunum — og halda að líkindum. meiri- _ hluta sínum í neðri deildinni, en naumlega þó. Foringi Verkamannaflokks- ins, hinn 65 ára gamli Arthur A. Calwell, játaði í dag, að engar líkur væru til sigurs fyr 1 ir flokkinn. Robert Menzies hefir verið forsætisráðherra Ástralíu í 12 ár samfleytt, eða miklu lengur en nokkur annar maður. NA /5 hnúhr ¥ Snjókomo 7 Skúrir KuUatkit ^ SV50hnútar t Oi K Prumur W//,<rmV ^ Hitaskit H.Hmi L Latt geta að Ámeshreppshundar hafa verið hreinsaðir í læknisbústaðn- um í Trékyllisvík á hverju ári síðan Hermann Jónasson, þing- maður Str£mdamanna, varð 55 ára. Að undanförnu hefur verið vestan átt og hlýindi, en oft rok og þar af leiðandi ekki gefið á sjó. En fiskveiðar hafa verið góð-' ar hjá Flugöldunni á Djúpuvík í haust. En Flugaldan er 9 lesta bátur, sem Veiðileysumenn keyptu í fyrnahaust frá Skaga. strönd. Er Flugaldan gerð út frá Djúpuvík og skapar þeim fáu fjölskyldum, sem þar búa, at- vinnu. Skrifað á léreft Eins og ég sagði ykkur í frétt- um fyrir 2—3 árum, þá var ekki hægt að fá skrifpappír hjá Kaup félagi Straudamanna í 3 mánuði í röð (og _ engin önnur verzlun, er hér í Ámesihreppi). Sköpuð- ust af þessu skrifpappírsleysi mikil vandræði. í haust skrifaði mér kona, sem fann upp á því að skrifa á hvítt léreft. (Sendi Regína Mbl. þetta merka lérefts- bréf til sannindamerkis). Svo nú ættu engin vandkvæði að vera þó það gleymist að panta sKrifpappír, bara ef tryggt er að fáist hvítt léreft og umslög. Allar breytingar eru góðar, ef þær eru til batnaðar, en því er ekki að heilsa hjá útvarpinu. Hér er mikil óánægja yfir því að skipafréttir koma ekki fyrr en kl. 31 6 daginn í staðinn fyrir með hádegisfréttum. >að líkaði okk- ur Strandamönnum vel. — Regína. I gærmorgun var austan átt um xana aut. Hiti um eða að- eins oían við frostmark á svæðinu írá Vestmannaeyjum tli JJaiatanga. Annars var alls staðar frost. Loftvog var held- ur fallandi, en á austurströnd Grænlands norður af Tobin- höfða er hún nokkuð ört síg- andi. Mun þetta herða á norð austan áttinni, fyrst út af Vest fjörðum, en síðan suðaustur eftir landinu. Eiehmann fluttur til Jerúsalem HAIFA, ÍSRAEL, 9. des. — Adolf Eichmann hefir verið'flutt ur úr fangelsinu, í grennd við Haifa, til Jerúsalem, en þar hefst lestur dómsins yfir honum á mánudaginn. Búizt er við, að það taki nokkra daga að lesa upp dóminn, en að því búnu munu sækjandi og verjandi flytja ræð- ur og gera athugasemdir sinar. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.