Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 23
Sunnuc!agur 10. des. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 23 %%%%%%%%%%%% ÞÆR fréttir hafa borizt frá Bridgesambandi íslands, að í byrj un maí-mánaðar 1962 muni fara fram hér í Reykjavík landskeppni við England. Ekki hefur enn ver- ið ákveðið hvernig enska sveitin verður skipuö, en þar sem hér verður um landsleik að ræða, þá má reikna með a‘ð enska bridge- sambandið sendi ekki nema mjög sterka sveit. Fréttir þessar eru mjög ánægju legar og án efa verður heimsókn þessi íslenzkum bridgeunnendum kærkomin, því Englendingar eru meðal beztu bridgeþjóða. Ensku sveitirnar unnu t. d. bæði í opna flokknum og kvennaflökknum á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Torquay. Að landsleiknum lokn um munu ensku spilararnir taka (þátt í ýmsum bridgekeppnum hér 1 Reykjavik. >; Ákveðið hefur verið að heims meistarakeppnin fari fram í New York dagana 10. til 18. febrúar 1962. Þátttakendur í heimsmeist- arakeppninni eru fjórir, þ. e.: Ítalía, núverandi heimsmeistarar; England, núverandi Evrópumeist arar; Bandaríkin Og sveit frá S-Ameríu. Bandaríska sveitin, sem valin var eftir mjög stóra undirbúnings keppni, þar sem 34 spilarar kepptu, er þannig skipuð: Charle CoOn; Eric R. Murray; Robert Nail; Mervin Key; Lewis Mathe og Ron von de Porten. Aðeins einn af þessum spilurum hefur áður spilað fyrir Bandaríkin, þ. e. Mathe, en Murray spilaði fyrir Kanada í Olympíukeppn- inni á ftalíu. í undirbúnings- keppninni kepptu margir frægir spilarar eins og t. d. John Craw- ford, George Rapee, Alvin Roth, Tobias Stone, Norman Kay, Sidn- ey Silodör og Oswald Jacoby. Bridgesamband ísiand hefur ákveðið að senda eitt par á Heims meistaramótið í tvímennings- keppni, sem fram fer í Frakk- landi dagana 26. apríl til 6. maí 1962. Mun brigdesambandið í toyrjun næsta árs velja 16 pör til keppni og það par, er sigrar, verður sent á heimsmeistara- keppnina. Bikarkeppni Bridgesamhands íslands lauk s.l. sunnudag og sigr aði sveit Agnar Jörgensen. Auk Aagnars eru í sveitinni Þorgeir Sigurðsson, Símon Símonarson, Róbert Sigmundsson, Hallur Sí- monarsön og Guðjón Tómassön. í úrslitaleiknum spilaði sveit Agnars við sveit Mikaels Jóns- sonar frá Akureyri. Voru spiluð 96 spil Og urðu lokatölurnar 272— 169. f undanúrslit komu einnig sveitir Einars Þorfinnssonar og Laufeyjar Þorgeirsdóttur en sveit Agnars sigraði sveit Einars og sveit Mikaels sveit Laufeyjar. Alls tóku 12 sveitir þátt í Bikar- keppninni og er það lítil þátttaka og þó sérlega utan af landi. Ein skýringarmyndanna, sem fylgja kaflanum um umferðar- löggjöfina, og sýnir hversu leggja skal bifreið. Bók um ukstur og umferð Jólafundur Hús mæðrafélagsins JÓLAFUNDUR Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 13. þ. m. kl. 8.30, en húsið verð- ur opnað kl. 8. Jólafundur Húsmæðrafélagsins orðinn árviss skemmti- og fræðslufundur reykvískra hús- mæðra fyrir jólin, þar sem þær fá tækifæri til að sjá og heyra ýmislegt nýtt í mat.argerð og bakstri, borð- og heimilisskreyt- ingum og margt fleira. Á þessum jólafundi mæta tveir húsmæðra- kennarar, Vilborg Björnsdóttir og Bryndís Steinþórsdóttir, og sýna þær ýmsar skemmtilegar nýjungar og gefa' góð ráð. Til dæmis sýnir Bryndís uppljómað brauðhús, og margs konar föndur. Á fundinum verður húsmæðr- um kennt að búa til jólagjafir, bæði fyrir fullorðna og börn, ódýr leikföng o. fl. Þá verður isýnd borðskreyting og blóma- [skreytingar. Ungar skátastúlkur skemmta gestum með söng og sr. Sveinn Víkingur talar um jólin. Eins og undanfarin ár verða til sölu nýjar uppskriftir, bæði matar- og kökuuppskriftir. Að- gangseyrir að jólafundinum er enginn, og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. STJÓRN ökukennarafélags Reykjavíkur boðaði fréttamenn á fund sinn í gær í tilefni út- komu bókarinnar „Akstur og um ferð“, sem kemur í bókaverzlan ir næstu daga. Bókin er fyrst og fremst ætluð sem kennslubók til handa nemendum, sem læra til minnaprófs, en er jafnhliða hin ágætasta handbók handa öllum þorra almennings. Aðdragandi útgáfunnar var sá að hugmiyndin kom fyrst fram á fundi í öku'kennarafélagimu 1959, og átti Guðjón Hansson hugmyndina. Leitaði Guðjón síð an til lögreglustjórans í Reyíkja- Slys um borð Aski MAÐUR slasaðist um borð í b.v. Aski, þar sem hann lá við Togara bryggjuna, um kl. 10 á laugar- dagsmorgun. Maðurinn, Sigurður Kristinsson, féll úr stiga í skipinu og skarst á höfðu. Hann var flutt ur í Slysavarðstofuna. Eldur í íbúðarliúsi SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt inn að Sigtúni 20 á fimrnta tímanum aðfaranótt laugardags. Þar hafði eldur orðið laus í eld'húsi lítils íbúðarhúss, þar sem kona var fyr ir með 3 börn. Var eldurinn tölu vert magnaður í eldhúsinu otg komst fram í gang. Slökkviliðið vann bug á eldinum, en miklar skemmdir urðu í þessum her- bergjum af eldi, svo og í öðrum herbergjum af reyk og vatni. <• Enska khattspyrnan ■:■ 21. UMFERÐ ensku deildarkeppninnar fór fram í gær og urðu úrslit þessi: j 1. deild: Aston Villa — Ipswich 3:0 Blackburn — Manohester City 4:1 Blackpool — W. B. A, 2:2 Cardiff — Everton 0:0 Chelsea — Burnley 1:2 Manchester U. — Fulham 3:0 N. Forest — Leicester 0:0 Sheffield U. — Arsenal 2:1 Tottenham — Birmingham 3:1 West Ham — Bolton 1:0 Wolverhamton — Sheffield W. 3:0 2. deild: Brighton — Derby i :2 Bristol Rovers — Luton 1:0 Bury — Leyton Orient frestað Charlton — Preston 4:o Leeds — Newcastle frestað Liverpool — Plymouth 3;i Norwich — Middlesbrough 5:4 Stoke — Sauthampton 3:2 Sunderland — Swansea 7:2 S.l. föstudag fór einn leikur fram: Botherham — Huddersfield 3;3 Staðan er nú þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin) Burnley 20 14-2-4 61:39 30 st. Everton 21 11-3-7 41:25 25 —. Ipswich 21 11-3-7 52:40 25 — Tottenham .... 20 10-3-7 35:29 25 — N. Forest 21 6-6-9 30:38 18 st. Brimingham . 21 T-4-10 34:46 18 — Manch. U 20 7-4-9 31:43 18 — Manch. C 21 7-2-12 38:50 16 — Chelsea 21 5-5-11 39.46 15 — 2. deild (efstu og neðstu liðin) Liverpool 21 15-3-3 54:18 33 st. L. Orient .... 20 10-5-5 38:21 25 — Sunderland . 21 10-5-6 44:33 25 — Derby 21 10-5-6 45:40 25 — Preston 22 5-6-11 24:35 16 st. B. Rovers .... 21 7-2-12 29:40 16 — Charlton 20 4-3-13 25:42 11 — vík, Sigurjón* Sigurjónssonar, sem ritar aðalkafla bókarinnar, Bjarna Kristjánssonar, vélaverk fræðings og Henry Háldánarson ar, skrifstofusógóra, en þessir þrír rita bókina. Sigurjón Sigurðssón ritar meg inkafla bókarinnar um umferðar 2 riýjar Dodda- bœkur ÚT ERU komn'ar Tvecpgja ára fangelsi fyrir dansinn DURBAN, S.-Afríku, 9. des. Átján ára gömul blökkustúlka Barbara Gilberts, hefir verið ilæmd í tveggja ára fangelsi „fyrir tilraun til kynferðis- sambands“ við 17 ára sænsk- an sjómann. Eftir því sem fyrstu fregnir hermdu, virtist hér ekki vera um annað að ræða en það, að unga fólkið dansaði saman á dansleik " Durban um sl. helgi. Hinum sænska sjómanni var refsað með átta vandarhögg- um. Hringurmn þakkar SUNNUDAGINN 3. desember hélt Kvenfélagið Hringurinn sinn árlega jóla-bazar og kaffisölu i Sjálfstæðishúsinu til ágóða fyrii Barnaspítalasjóðinn, og einnig var haldin kvöldskemmtun i Glaumhæ sunnudaginn 26. nóv. Safnaðist alls um kr. 170.000,00. öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum, sem styrktu okk- ur með gjöfum og margvíslegri fyrirgreiðslu, þökkum við hjart anlega, og síðast en ekki sízt al- menningi, sem nú eins og endra- nær sýndi einstaka velvild og skilning á þessu nauðsynjamáli, sem Hringurinn berst fyrir. Kærar þakkir. Kvenfélagið Hringurinn tvær nýjar löggjöfina, Bjarni Kristjánsson | „Dodda-bækur“ en Dodda-sög- um vélina og vagninn og Henry urnar hafa orðið mjög vinsælar Hálfdánarson um skyndihjölp umferðinni í slysatilfellum. í meðal yngstu lesendanna. Bæk- I urnar eru vand-aðar að frágangi, Akstur og umferð er 82 síður stíf spjöld hlífa þeim, en auk að stærð, prentuð hjá Hilmi h.f. þess eru þær skemmtilega skreytt Fjöldi skýringamynda prýðir bók | ar með f jölmörgum litmyndum til skýringiar á efninu fyrir hina ungu lesendur. Bækurnar sem nú eru komn- ar heita „Húrra fyrir Dodda“ og „Doddi verður bílstjóri". Sögur þessar gerast 1 eða á leiðinni til Leikfangalands. Dpdda sögumar eru þekktar víðá um lönd, Þær eru eftir Enid Blyton en myndskreyttar af Hol- lendingnum Beek. Doddasögumar hafa áður orð- ið vinsælar hér og nú eru þær í enn skemmtilegri búningi og betri að frágangi. I III. deild eru Bournemouth og Portsmouth efst og jöfn með 31 stig. í IV. deild er Wrexham efst með 32 stig, en Colchester er í öðru sæti með 30 stig. ina. Hiún kostar 65 krónur. Bræla á miðumim E R blaðið hafði samband við Jón Einarsson, skipstjóri á síld- arleitarskipinu Fanney, í gær- kvöldi, sagði hann, að allir bát- ar hefðu snúið við af miðunum, vegna brælu. Ekkert útlit væri fyrir veiðiveður í nótt. Gott veiðiveður var í fyrri- nótt, en síldin var stygg og stóð illa uppi. Þó fengu 26 bát- ar nær 7000 tunnur síldar. Veðrið hélzt gott fram undir hádegi í gær, en þá fór að bræla. — Akranesi, 9. des. — Tveir bát ar héðan fengu síld í nótt. Ann- ar fékk 600 tunnur og landar í Reykjavík, en hinn, Höfrungur I., fékk 300 tunnur. ANA-stinn- ingsbræla er nú á miðunum við Jökul og 5 vinstig. — Þrír bát- ar lögðu af stað á miðin héðan í dag, en sneru aftur. — Oddur. Tvö ævintýri Ingólfs fró Prestbnkkn MEÐAL harnabóka þessara jóla eru nýkomnar út tvær ævin- týrabækur, sem Ingólfur Jóns- son frá Prestbakka hefur skrif- að. Bækurnar heita „Álfabörn- in“ og „Fóstursonur tröllanna". Bæði þessi ævintýr eru ram íslenzk að efni og anda. Bæk- urnar eru smekklega frágengn- ar. Á hverri síðu bókapna eru myndir sem skýra efnið en þær hefur Þóxir Sigurðsson gert. Bókaútgáfan Feykishólar gef- ur ævintýri þessi út. Höfundur er áður vel kunnur fyrir fjöl- mörg ljóð sem birzt hafa opin- berlega. ^ Falleg [ólakort PRENTSMIÐJAN Litmyndir Hafnarfirði sendir á markaðinn nú fyrir jólin á annað hundrað tegundir af jólakortum og hefur úrvalið sjálfsagt aldrei verið jafn mikið. Þetta eru allt litprentuð kort, mjög vönduð, og er ánægjulegt að sjá hve íslenzkri prentun hef ur fleygt fram á síðustu árum, Ætti enginn að vera í vand- ræðum með að finna kort handa vinum sínum í þessu mikla úr- vali, en í bortum Litmynda er m.a. að finna kort með teikni- mynduim, bæði fyrir börn og full orðna — helgimyndir og annars konar jólamyndir, íslenzkar landslagsmyndir, fallega litprent aðar myndir af ýmsum bygging- um og fallegum stöðum til þess að senda til útlanda — svo og ein nýjung: íslenzk blóm. Er nafn blómanna letrað á koi'tið bæði á íslenzku og latínu — og gagnar því bæði erlendu fólki sem inii' lendu. Auk þess prenta Litmyndir fal leg jólaspjöld. Kortin eru nú komin í margar verzlanir, en söluum/bo* hefur Íslenzk-Erlenda. — Krúsjeff Frh. af bls. 1 manna, að_ Sovétríkin hefðu ýmis Evrópuríki að „gislum“ til þess að halda Bandaríkjun- um j klemmu. „Við óskum ekki að hræða einn eða neinn“, sagði hann, gaut augunum yfir stálspangargleraugun og skók fingur að áheyrendum. „Við kærum okkur ekki um neina gisla“, Krúsjeff lét í ljós von- brigði vegna þess, að allar þjóð- ir heims virtust ekki skilja stefnu Sovétríkjanna eða meta friðarvilja þeirra. Hann kvað hin miklu kjarnorkuvopn þeirra öruggustu trygginguna fyrir friði í heiminum og kvað það undarlegt, að sovétstjórninni skyldi legið á hálsi fyrir að hefja kjarnavopnatilraunir í haust. Kommúnistaríkin yrðu fyrst og fremst að tryggja það, að óvinirnir steyptu ekki sprengjum sínum yfir þau. Þó fólk væri að vonum áhyggju- fullt vegna geislunarhættu frá sprengjutilraunum, væri þó sú hætta þolanlegri en hin — að eiga það yfir sér að fá kjarna- sprengjur óvinanna í höfuðið einn góðan veðurdag. — Þing- heimur klappaði mjög, þegar Krúsjeff sagði, að enda þótt Bandaríkin hefðu hafið vígbún- aðarkapphlaupið, væru Sovét- ríkin þeim nú „alger ofjarl að hernaðarmætti“. A „Við erum vaxnir úr grasi" Forsætisráðherrann vék laus lega að Berlínarmálinu — hæddi þá tillögu Kennedys Bandaríkjaforseta, að samgöngu leiðirnar til Vestur-Berlínar verði gerðar að alþjóðlegum flutningaleiðum. Kvað hann því líkast sem forsetinn héldi, að sovétmenn hefðu ekki annað þarfara að gera en stunda störf umferðarlögreglu í Þýzkalandi. — „Undarlegt fólk þetta“, sagði Krúsjeff. „Þessir menn virðast enn ímynda sér Sovétríkin sem eitthvert smáríki. Þeir gera sér ekki grein fyrir, að við erum vaxnir úr grasi — göngum ekki lengur í stuttbuxum!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.