Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 24
I 14 DAGAR TIL JÓLA 14 DAGAR TIL JÓLA 281. tbl. — Sunnudagur 10. desember 1961 1 ÞAÐ var bjargt yfir Reykja- vík I gærmorgun. Þessi skemmtilega mynd af bænum var þá tekin úr flugvél. Aramótaball í Háskólabíói? FLESTIR eldri stúdentar minn- ast áramótadansleikjanna í and- dyri Háskólans með eftirsjá og telja margir að síðan hætt var að halda stúdentadansleikina þar á gamlárskvöld, hafi aldrei náðst annar eins áramótablær á dansleikjum þeirra. Nú hyggja stúdentar gott til glóðarinnar er komið er á vegum Háskólans glæsilegt samkomuhús með rúm góðu anddyri. og er í bígerð. að halda þar nú stúdentadansleik á gamlárskvöld, með líku sniði Og áður var í Háskólaanddyrinu. Blaðið spurði formann stúd- entaráðs, Hörð Sigurgestsson, um þetta. Kvað han það rétt vera að málið væri í undirbúningi. Ef anddyrið fengist, mætti halda þar dansleik fyrir um 600 eldri og yngri stúdenta. Þá yrði tré- pallur smíðaður þar yfir gólfið og gluggarnir huldir. Vonuðu stúdentar að af þessu gæti orðið. Sundmeistaramót Keflavíkur SUNDMEISTARAMÓT Keflavik víkur hefst í sundhöll Keflavík- ur kl. 3 e.h. í dag. Kept er m.a. um afreksbikara karla og kvenna Gestir mótsins verða flestir bez,tu sundmenn landsins. Oskjuhraunið 9,2 ferkm. að stærð Oskjukvikmynd frumsýnd á Ferðafélagsfundi Kosning í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur f dag er kosið mílli kl. 2 og 9 síðdegis í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Kosningin fer fram í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Lýðræðissinnar! Mætum allir á kjörstað og kjósum A-listann! Á KVÖLDVÖKU hjé Ferðafélagi fslands, sem haldin var í gær- kvöldi, talaði dr. Sigurður Þór- arinsson um Öskjugosið og frum sýndur var hluti af kvikmynd, sem Árni Stefánsson hefur tekið þar. í erindi Sigurðar kom það m.a. fram að búið er að gera kort af nýja hrauninu eftir loftmynd- um og mæla það, og er það 9,2 ferkm., þar af náði það þegar á fyrsta kvöldi 7,5 ferkm. steerð, en hefur þykknað síðan. í samanburði við Hekluhraun ið, sem rann í síðasta gosi, er Öskjuhraunið nýja, aðeins tíundi hlutj þess, því Heklúhraunið er 40 ferkm. að flaðarmiáli. Hins- vegar er hraunið í Öskju lengra en nokkurt af Hekluihraununum eða 9,2 km á lengd, þar sem lengsta álman í Hekluhrauninu var ekki nemj 7,5 km. En þess ber að gætá í þessum saman- burði, sagði Sigurður, að Heklu gosið er eitt stoersta gos sem orð ið hefur á jörðinni á öldinni. Sagði Sigurður, að gosið hefði verið í stöðugri rénun frá upp hafi og ekki sé hægt að segja hve lengi það stendur, það gæti jafn vel nú verið hætt, því ekki er vit Heiðraðir Tveir sæmdir æðsta heiðurs- merki fálk^orðunnar. Forseti íslands hefur á þessu ári sæmt tvo íslendinga stór-- krossi hinnar íslenzku fálkaorðu: Dr. SigUrð Nordal prófessor, fyrrum ambassador, fyrir em- bættisstörf og ritstrf, og Thor Thors, ambas..ador, fyrir embættisstörf. Reykjavík, 28. nóvember 1961. að um það síðan 28. nóv. Ekki teldi hann líklegt að vikurgos kæmi í kjölfarið, aftur á móti gæti hraunið rifið sig upp á öðr j um stað í öskju innan ekki langs tíma og yrði að fylgjast með því. Aðeins sýnd einu sinni. Kvikmynd Árna Stefánssonar vakti mikla athygli og þótti mik ið til hennar koma. Hún er ófrá- gengin og aðeins hluti af kvik mynd sem er verið að gera um gosið. En Árni flaug yfir gosstöðv arnar morguninn eftir að það byrjaði og komst í Öskju með jarðfræðingunum nóttina eftir, Árni tók einnig góða mynd af Heklugosinu, sem víða hefur ver ið sýnd. Frumifilma þess verður nú send utan og teknar af henni kopíur, 9vo væntanlega verður hægt að sýna hana seinna í vetur. Frum filmunni verður ekki aftur rennt í gegnum sýningarvél. Sigurður Þórarinsson sagði í upphafi máls að til viðbótar þess ari kvikmynd Árna af fyrsta hluta gossins, hefðu fleiri kvik myndatökumenn verið þarna og þá fyrst og fremst Osvaldur Knudsen, svo ætla mætti að náðst hefði heildarmynd af gosinu. Stefnisfundur í dag HAFNARFIRÐI — Stefnir, félag ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, heldur fund í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 3,30 e. h. Þar talar Eyjólfur K. Jónsso», ritstjóri, um kommúnisma. Þá verður kos- ið í fulltrúaráð og kjördæma- ráð. Stefnisfélagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. og skaf- renningur í GÆR hafði blaðið samband við loftskeytastöðina á Brú í Hrúta- firði, en þar er hæ'gast að fylgjast með ferðum bíla á norðurleið- inni, enda margir, sem vetrar- ferðir stunda komnir með íal- stöðvar í bíla sína og hafa því mikil viðskipti við Brú-radíó. Við fréttum að bifreið Norður- leiðar væri teppt í Bólstaðahlíð, hefði brotið öxul og var væntan- legur bíll á móti frá Sauðárkróki. í gær var þyngslafæri gegnum Húnavatnssýslurnar og með á- ætlunarbílnum var bæði hefill og trukkur en illa gekk þessum tækjum að moka, þar sem snjór- inn er orðinn samanbarinn og harður. Trukkurinn braut fram- öxul. Vegagerðin hefir nú fengið ýtu til að hreinsa veginn. Yfir Holtavörðuheiði hefir gengið sæmilega en ier við áttum tal við Brú kl. 4.30 í gær var verkstjórinn nýfarinn yfir heið- ina og sagði sæmilegt færi þar uppi, en farið væri að skafa sunnan til á henni, enda komið rok. Það mun því heppilegast fyrir þá sem eru á suðurleið fyrir norðan heiði að flýta sér. Jólafundur H v a t a r Sjálfstæðiskvennafélagiff Hvöt heldur jólafund í Sjálfstæffishús- inu n.k. þriðjudag kl. 8,30. Þar talar Bragi Friffriksson, fram- kvæmdastjóri Æskulýffsráffs, um jólin. Frú Guffrún Aradóttir les upp jólaljóff og fleira. Ei.inig verffur hæði spilað og sungiff. Félagskonum og öðrum Sjálf- stæðiskonum er heimilt aff taka meff sér börnin sín. Mætiff stund víslega. Brezkur togari strand aði í Seyðisfirði Sami togari strandaði þai einnig í okt. Síðasta skipsferð SÍÐASTA skipsferð til Norður- landa og meginlands Evrópu fyr ir jól verður n. k. þriðjudag. Er það Drottningin, sem kemuf á mánudag, en fer aftur síðdegis á þriðjudag. Póstihúsið í Reykjavik tekur við bögglum og öðrum pósti til mánudagskvöids. Seyðisfirði, 9. des. —• Um fimm leytiff í morgun strand affi brezki togarinn Kingston Agate frá Hull á innanverðum Hánefstaffaeyrum og stóff þar á grunni. ÉI var og dimmt yfir, er þetta gerffist, og segir skipstjór- inn, Lionel Frank Dunning, aff radar togarans hafi veriff bilaffur. Umboðsmaður brezka togarans á staðnum hafði samiband við varðskipið Óðin, sem lá í Seyð isfjarðarhöfn, kl. 8 í morgun og bað skipherrann að losa togarann. Varðskipið náði togaranum á flöt um hádegi, og lagðist hann hér að bryggju. Froskmaður, Krist- ján Sveinsson, annar stýrimaður á Óðni, kafaði undir botn togar- ans og telur hann, að botninn sé alveg óskemmdur. Sjóferðarpróf um björgunina fóru fram um borð í Qðni síðdeg is í dag. Sikpstjórinn viður- kenndi, að hann hefði ekki getað náð togaranum á flot af eigin rammleik. Ekki tókst þó að fá 1 upplýst í gaer, hvort niðurstaða sjóprófsins hefði orðið sú, að hér væri um björgun að ræða — eða aðstoð. Þess má að lokum geta, a8 Kingston Agate strandaði 24. okt. s.l. á Leirunum hér, en þá kom híym inn vegna ketilbilunar. — Sveinn, Raketta á lofti UM KL. hálf þrjú í gærdag sá maður, sem var staddur á Vita- stíg, rakettu á lofti. Hún virtist komia í átt frá Bessastöðum og stefndi á Esju. Glitti í bana milli skýja, en rákin sást greinilega. — Blaðið hafði í gær samband við flugturninn út af þessári rak- ettu. Starfsmenn i f lu'gturnsina höfðu ekki orðið varir við neina rakettu, en töldu sennilegt, að rakettu'smiður, sem býr á Álfta* nesi eða einhvers staðar í Garða hreppi, hefði verið að reyna einhverja rakettutegund. Nán» ari upplýsingar fékk blaðið ekki í gær um þetta. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.