Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 1
24' slður 48. árgangur 282. tbl. — Þriðjudagur 12. desember 1961 Prentsmiðja Morgenhlaðsins Loftárasir í Katanga 50.000 Balubamenn í bardagahug Elisabethville, 11. des. — (AP — NTBJ — BÁÐIR hernaðaraðilar í Kat anga hafa haldið uppi loft- érásum á flugvelli og bæki- stöðvar andstæðinganna und- anfarið og eitthvað mann- fall hefur orðið. Frá þorpi við landamæri Katanga og Norður Rhodesíu berast fregnir um að ein af flug- vélum SÞ hafi hrapað þar í grennd, en ekki hefur feng- izt staðfesting á því. Indverskir hermenn SÞ í Elisabethville hafa í dag barizt við leyniskyttur Katangahers og var tilkynnt í dag að þeim hafi orðið vel ágengt. Þá réðust flug vélar SÞ á stöðvar Katangahérs í Elisabethville í dag eftir að flugvél frá Katanga hafði varp- að sprengjum á flugvöll SÞ í borginni. Símasambandslaust hefur ver ið í dag við mörg hverfi Elisa- bethville, meðal annars við að- alstöðvar indverska herflokks- ins og ræðismannsskrifstofur Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk lands og Italíu. WNGMAÐUR DREPINN 1 frétt frá Katangaher segir að honum hafi tekizt að hrekja lið SÞ úr járnbrautargöngum, sem var í þeirra höndum. Hins Fékk Krúsjeff slag? París, 11. des. (AP) — Franska dagblaðið Prance 'Soir hefur það í dag eftir áreiðanleg- um heimildum að Krúsjeff for Bætisrálðlierra munl nýlega hafa fengið aðkenningu að slagi. Michel Gorday, Rússlandssér- fræðinguT blaðsins, segir i dag að þetta hafi komið í ljós á laug ardag, er Krúsjeff var að flytja ræðu. Hafi Krúsjeff hvað eftir annað þurft að hætta í miðri ræðu, stamað, átt erfitt með að hugsa skýrt og bera sum orð rétt fram. Fylgir það sögunnl að eftlr að ræðunni var lokið, en hún tók 55 mín., hafi Krúsjeff verið i svitabaði og uppgefinn. Fréttamaður Associated Press f Moskvu símar hinsvegar að hann hafi verið viðstaddur er Krúsjeff flutti ræðu sína og ekk ert séð athugavert við forsætis- ráðherrann. Sér hafi virzt Krú- sjeff við beztu heilsu. vegar noti SÞ sér flugher sinn og hafi gert árásir á Jadotville, Kolwesi og Elisabethville. í árás sænskra flugvéla á Kolwesi eyðilögðust byggingar belgiska námufélagsins og eldur kvikn- aði víða í borginni. Þá segir í sömu frétt að fjöldi borgara hafi farizt í loftárásum SÞ á tvö þorp í nánd við Jadotville. Einn þeirra var Kabolowe þing maður frá Latanga, sem var drepinn ásamt konu sinni og barni þar sem hann sat í bif- reið þegar árásin var gerð. VOPNAHLÉSTILRAUNIR Það er haft eftir áreiðanleg- um fréttum frá London að brezka stjórnin hafi falið ræð- ismanni sínuín í Elisabethville að gera allt, sem hann getur til að koma á vopnahléi í Kat- anga. Einnig mun aðalfulltrúi Breta hjá SÞ, sir Patrick Dean, vinna að þessu máli í Allsherj- arþinginu. Þá hefur Paul Henri Spaak, utanrikisráðherra Belgíu, sent utanrikisráðherrum Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands, sem nú sitja ráðstefnu í París, áskorun um að beita áhrifum sínuni til þess að koma á vopna hléi í Katanga. FRANSKIR MÁLALIBAR í frétt frá aðalstöðvum SÞ í New York er frá því sagt að Katangaher undir stjórn franskra málaliða hafi nú und- ir höndum nægilegt sprengiefni til að grípa til þess neyðarúr- ræðis að sprengja í loft upp öll mannvirki belgíska námufélags- ins í Katanga. Kom þetta fram í yfirlýsingu sem I. J. Rikhye hershöfðingi gaf á fundi með fréttamönnum í dag. En Rikhye er ráðunautur U Thants aðal- framkvæmdastjóra SÞ í þeim málum er varða hernaðinn í Kongó. Rikhye segir að aðalvanda- málið sé fyrir SÞ að hafa hem- il á um 50 þús. Balubamönnum, sem eru í vörzlu SÞ í Elisa- Framh. á b) s. 2. Mynd þessi er tekin af hermönnum Katangastjómarinnar, sem tekið hafa sér stöðu við flugvöll SÞ í Elisabethville. Svæðið umhverfis flugvöllinn er kjarri vaxið og hafa hermenn SÞ átt erfitt með að hafa hemil á leyniskyttum Katanga þar. Stjdrnmálasambandið rofið Krúsjeff verður re/soð segja Albanir Ráðstefna l PARÍS, 11. des. (NTB)_____Utan- rikisráðherrar Bandaríkjanna, Frakklamds og Vestur Þýzkalands komu saman til fundar í París síðdegis í dag og ræddu Berlínar málið. Fyrr í dag höfðu þrír fyrstnefndu ráðherrarnir átt fund um ástandið í Katanga og orðið sammála um að eina lausnin væri sameining allra héraða Konigó á friðsamlegan hátt. Utanríkisráðherrarnir fjórir, Dean Rusk frá Bandaríkjunum, Home lávarður frá Bretlandi, Couve de Murville frá Frakk- landi Og Gerhard Schröder frá Vestur Þýzkalandi, ræddu skýrslu, sem sérfræðingar frá löndunum fjórum höfðu gert um Berlín. Tirana, Albaníu, 11. des. — (AP-NTB) — Á SUNNUDAG létu Rússar verða af því að slíta stjóm- málasambandi við Albaníu. Hafa þeir nú kallað heim allt starfs- fólk sendiráðs sins í Tirana og i dag hélt . starfsfólk albanska sendiráðsins í Moskvu heim- leiðis. Albanska útvarpið sagði i dag að sá dagur kæmi, að Rúss- ar og rússneski kommúnista- flokkurinn refsaði Krúsjeff fyr- ir and-Marxista-aðgerðir hans. Sagði útvarpið í Tirana að Moskvuvaldið hafi af ráðnum hug unnið að sambandsslitum landanna í þeim tilgangi að kúga Alþani. Fluttar vom harð- orðar árásir á Krúsjeff og fylgi- fiska hans fyrir þessa „djöful- legu fyrirætlun hans“. FLEIRI KOMA Á EFTIR Sambandsslitin eiga sér nokk- urn aðdraganda. 1 orðsendingu, sem Sovétríkin sendu stjóm Albaníu 26. póv. sl. tilkynntu þau að ætlunin væri að kalla rússneska sendiherrann í Tir- ana heim og fóru þess á leit að Albanir gerðu slíkt hið sama. Hinn 3. des. tilkynntu svo Sovét ríkin að þau hefðu ákveðið að Dregur til tíðinda í Goa Nýju Delhi, Indlandi, 11. des. (AP-NTB). INDVERSKA stjórnin skýrði frá því í dag að um 12 portúgalskir hermenn frá Goa hafi í dag ráðizt á indverska þorpið Maingimi og hafið skothríð á þorpsbúa. Hefur Indlandsstjórn sent Portúgölum mótmæli vegna árásarinnar og fleiri árekstra, sem hún segir að orðið hafi í síðustu viku. í fregnum frá New York er hinsvegar skýrt frá því að aðal- fulltrúi Portúgala hjá SÞ hafi tilkynnt öryggisráðinu að búast mætti við innrás Indverja í portú gölsku nýlenduna Goa. Sagði fulltrúinn að Indverjar hefðu dregið saman mikið lið við landa mærin og gjörsamlega umkringt nýlenduna. Allar fréttir um ágengni Portúgala á þessum slóð um væri hreinn tilbúningur frá Indverja hálfu. Á fundi með fréttamönnum sagði portúgalski fulltrúinn: Ef Indverjar ráðast á Goa, munum við verjast til síðasta manns. loka sendiráðinu í Tirana. Talið er að þessi sambandsslit hafi það í för með sér að önn- ur aðildarríki að Varsjárbanda- laginu slíti stjórnmálasambandi við Albaníu. Hafa mörg þessara ríkja þegar fækkað starfsfólki við sendiráð sín í Tirana. 1 frétt frá Varsjá er á það bent að þar hefjist á morgun fundur samtaka Austur-Evrópu- ríkjanna um efnahagssamvinnu, Comecon. Allmargir fulltrúar eru mættir og blakta fánar að- ildarríkjanna við bústað fulltrú anna. Þar hefur ekki verið gert ráð fyrir að fulltrúi Albaníu mæti, þótt rikið sé aðili að sam- tökunum, og fáni Albaníu sést hvergi. HLU STUNARTÆKI Á það var bent í Tiranaút- varpinu í dag að Rússar hafi komið mjög ruddalega fram við Albani, jafnvel meðan svo átti að heita að mikil vinátta ríkti milli þjóðanna. Þegar verið var að byggja nýtt sendiráð Albaníu Eichmann sekur Jerúsalem, 11. des. (NTB) Adolf Eichmann var í dag sek ur fundinn um glæpi gegn Gyðingum, stríðsglæpi, glæpi* gegn mannkyni og að hafa ver ið meðlimur í glæpsamlegum samtökum. Samikvæmt lögum ísraels fylgir dauðarefsing öll um þrem fyrstu liðunum. Dómararnir þrír neituðu að taka gilda staðhæfingu verj-' andans um að Eichmann hafi aðeins hlýtt fyrirskipunum. Taka mun nokkra daga að' kveða endanlega upp dóm í máli Eichmanns, en búizt er við að því verði lokið á föstu dag. í Moskvu, sagði i útvarpsfrétt- inni, komu Rússar þar fyrir miklum fjölda af hlustunartækj- um. Ekki fylgdi það fréttixmi hvenær Albanir fundu tækin. Þá sagði útvarpið að starfsmenn albanska sendiráðsins hafi verið undir stöðugu eftirliti og sendi- ráðinu bannað að gefa út upp- lýsingabæklinga sína, en það hafi jafnvel sendiráðum Vest- urveldanna verið leyft. Það var lóðið Maður nokkur kom í bóika < safn í New York, lagði sund< ur tætta bók á borðið og< sagði við safnvörðinn: Þessa< fékk ég lánaða, en hundur-^ inn minn reif hana í sundur. Hve mikið á óg að borga? Safnvörðurinn leit á bókina, J brosti, og sagði: Einn og hálf < an dollar. Og hvaða bók var þetta?' Myndskreytt kennslubók í< ýmsum listum, sem hundar < geta leikið. Njósnari landrœkur Ottawa, 11. des. (AP). KANADASTJÓRN fór nýlega fram á það við sendiráð Sovét- ríkjanna í Ottawa að hermála- ráðunautur sendiráðsins yrði sendur heim vegna njósna. Var tilkynnt í dag að sendiráðið hafi orðið við beiðni stjórnarinnar Og að ráðunauturinn væri farinn úr landi. Hermálaráðunauturinn, Ana- toly A. F. Loginov, var handtek- inn nýlega er hann var að taka við leyniskjölum frá einum af starfsmönnum ríkisstjórnarinnar í Kanada. En starfsmaður þessi hafði tilkynnt lögreglunni fyrir fram um væntanleg viðskipti þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.