Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. des. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 3 KLUKKAN fimm mínútur yf- ir fjögur í gærdag varð ein- hver Reykvíkingur milljón krónum ríkari er miði hans valt út úr happdrættLshjóli Happdrættis Háskóla íslands. ,,Milljónin“, sem allir hafa tal að um undanfarna daga, og allir hafa verið stað'ráðnir í að fá, kom á heilmiða, nr. 26832, seldan hjá umboði Jóns Arnórssonar í Bankastræti 11. Klukkan eitt í gær var byrjað að draga út númerin í skrifstofu Iiappdrættis Há- skóla íslands, en auk milljón króna vinningsins var dregið um einn 200 þúsund króna vinning, einn 100 þúsund króna 117 vinninga á 10 þús- und krónur og þaðan af smærri vinninga, samtals 7,800,000 krónur. Mikil leynd hvílir yfir hver hlaut „þann stóra“, en um- boðsmenn happdrættisins eru bundnir þagnarheiti varðandi Hér sést starfsfólk happdrætt isins úthluta „jólagjöfunum" á skrifstofu happdrættisins í gær. Miðanúmerin eru í stærra happdrættishjólinu en vinningsupphæðir í því minna. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) íngar greinar er fjalli um ýmis áhugamál unga fólksins frekar en til þessa. Álítur þingið að heilbrigt félagslíf sé líklegasta leiðin til útrýmingar á áfengisneyzlu unga fólksins. (Fréttatilkynning frá SBS) i kom i heilmiða í Reykiavík nöfn þeirra, sem vinninga hljóta. En einhver hefur efni á því að vera stór.tækur, þeg- ar hann fer að kaupa inn til jólanna. 200.000 krónur komu á fjórð ungsmiða númer 17.083. Tveir fjórðungar voru í umboði Frímanns Frímannssonar, Hafnarhúsinu, en hinir tveir í umboðinu á Djúpavögi. 100.000 krónur komu á heil- miða númer 32.745 sem er í umiboði Jóns St. ArnórssOnar, Bankastræti 11. 50.000 krónur klomu á heil- miðana 26.831 og 26.833, sem eru í umboði Jóns St. Arnórs- sonar, Bankastræti 11. Þessir vinningar eru aukavinningar sitt hvoru megin við milljón króna vinninginn. (Birt án ábyrgðar). SBS vill meiri styrk- veitingu til heilbrigðr- ar æskulýðsstarfsemi ÁRLEGT þing sambands bind- indisfélaga í skólum, hið 30. í röðinni, var haldið helgina 2.— 3. desember. 40 fulltrúar frá skólum í Reykjavík, Laugar- Litabók og landairæði LlTIL litabók lætur ekki mikið yfir sér í bókaflóði jólanna. En meðal jólabókanna er ein slík Og það dálítið sérstæð og spor í rétta átt á þeim vettvangi. — Bókin heitir Rikki fer til Norð- urlanda. Og hið nýstárlega við bókina er að höfuðpersónan, Rikki, heimsækir Norðurlöndin íimm og á hverri siðu fylgja nokkrir fróðleiksmolar um hvert land, atvinnuvegi og ný- etárlega hluti. Allt á að litast, m. a. þjóðfánar landanna og fer vart hjá því að börn sem vilja læra, nemi sitthvað við litun bókarinnar. Aftast er svo eins konar próf — 10 spurningar sem börnin eiga að spreyta sig á eft- ir lesturinn. Haraldur Einarsson teiknaði bókina en útgefandi er Teikni- stofan Tígull. Dreifingu í verzl- enir annast Islenzk-erlenda verzlunarfélagið. vatni, Skógaskóla og Akranesi sátu þingið. Ragnar Tómasson, fráfarandi formaður, flutti skýrslu stjórn- ar og bar hún vott um mikið og gott starf í þúgu skóla lands- ins. Sambandsstjórn sá m. a. um útgáfu „skólablaðs", en blaðaútgáfa hefur verið stór þáttur í starfsemi SBS. — Að þessu sinni voru kynnt skóla- blöð Verzlunar- og Kennara- skólans. Fulltrúar hvers skóla um sig fluttu að venju þinginu skýrsl- ur um störf félaganna og báru þær yfirleitt með sér að starf- semi þeirra mótaðist af eflingu á heilbrigðu félagslífi. Við stjórnarkjör var formað- ur kosinn Róbert Jónsson, Verzlunarskólanum, með hon- um í stjórn eru varaformaður Ólafur Hallgrímsson, Kennara- skólanum; meðstjórnendur: Gerður Ólafsdóttir, Kennara- skólanum, Jóhanna Guðnadótt- ir, Kvennaskólanum, og Sveinn Skúlason, Verzlunarskólanum. Eftirlitsmaður var kosinn Hörð- ur Gunnarsson. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á þinginu: Þrítugasta þing SBS beinir þeirri á skorun til hins opin- bera að það margfaldi styrk- veitingar sínar til heilbrigðrar æskulýðsstarfsemi í landinu. — Þingið vill benda á að fæst hinna mörgu æskulýðsfélaga eru það vel efnum búin að þau geti haft starfsmann á launum en nauðsyn þess er auðsæ. Það er álit þingsins að fjárveitingar til æskulýðsstarfsemi sé arð- bær fjárfesting, sem sinna beri meir en gert hefur verið. * Aukin bindindisfræðsla 30. þing SBS telur mikla þörf á að ríkisvaldið auki stuðning sinn við bindindis- hreyfinguna, meðal annars með því að láta hefja fasta fræðslu í bindindismálum í skólum landsins með skipan sérstaks námstjóra til þess að sjá um þessi mál. Þingið ítrekar fyrri samþykktir þessu að lútandi. 30. þing SBS, haldið 2.-3. des. 1961, fagnar útkomu og vexti hins nýja málgagns bind- indismanna — Nútímans. Heitir þingið á alla meðlimi SBS að veita því allan þann stuðning sem mögulegt er. Þingið beinir þeim tilmælum til ritstjórnar Nútímans að hún taki til birt- arlög. Jóhann Sigurðsson form. Islendinga- félagsins í London AÐALFUNDUR Félags fslend inga í Londom var haldinn laug- ardaginn 2. desember í The Danish Club, 62, Knightsbridge, W. 1. Formaður félagsins, Jóhann Sigurðsson, setti fundinn. Fund- arstjóri var kjörinn Hjalti Ein- arsson og fundarritari Ragnar B. Guðmundsson. Formaður las skýrslu sína um starfsemi félags ins á árinu. Alls voru haldar fjórar samkomur og sóttu þær um 350 gestir. Skýrslan var bor. in undir atkvæði og samþykkt. Gjaldkeri, Karl Strand, las upp reikninga félagsins, og voru þeir samþykktir. Þá fór fram kosning stjórnar fyrir næsta starfsár. Ka-rl Strand, sem gegnt hafði gjaldkerastörfum um ánalbil, baðst undan ©ndurkosningu, og var Hjalti Einarsson kjörinn gjaldkeri í hans stað. Aðrir með- limir stjórnarinnar eru: Jóhann Sigurðsson, formaður, Björn Björnsson, ritari, Elínborg Ferrier og Ragnar B. Guðmunds- son, meðstjórnendur. Eiríkur Benedikz og Karl Strand voru kjörnir endurskoðendur. Fundur þessi var með þeim fjölmennari, sem félagið hefur 'haldið. Alls voru mættir um 100 félagar og gestir. Að aðalfundarstörfum loknum STAKSTEIRIAR Enn með kommúnistum t Timanum sl. t jnnudag má lesa það milli línanna, a9 Framsóknarmenn hugsi sér aö styðja kommúnista áfram i verkalýðsfélögunum. — Orðrétt segir blaðið: „Þegar það er athugað, að ríkisstjórnin hefur af hreinum hefndar- og ógnunarástæðum gert að engu þá kjarabót, sem kauphækkanirnar í sumar hefðu getað fært mönnum, er það ekkert furðulegt þó stjóm- arblöðin snúi sér uú til verka- manna og biðji þá um að gleyma álveg þessum misgerð- um, þegar kosið verði í verka- lýðsfélögunum. Þeir eiga bara að muna eftir MoskVu“. Að undanförnu hefar mál- gagn Framsóknarflokksins nokkr um sinnum nefnt kommúnista réttum nöfnum og skýrt frá bardagaaðferðum þeirra er- lendis og innanlands. Gerðu menn sér þess vegna vonir um að Framsóknarmenn mundu bera gæfu til að sýna þann þroska að hætta að styðja kommúnista. Sú von virðist hinsvegar ætla að bregðast. Líka stjórnarsamstarf Tíminn heldur áfram: „Fyrir launþega og bændur skiptir nú höfuðmáli að snúast einbeittlega gegn gengislækkún- ar- og kjaraskerðingarstefn- unni. Annars eiga þeir vissu- lega á verra von. Þeir þurfa þó ekki aðeins að vera á verði í samtökum sínum. Engu minna máli skiptir, að þeir séu vel á verði, þegar næst verður gengið að kjörborðinu, því að sýnt er nú að þingvaldið má nota til að eyðileggja allar kjarabætur. Því er það mesta hagsmunamál þessara stétta, að stjórnarflokk- arnir missi þann þingmeiri- hluta, sem þeir nú hafa“. Eins og kunnugt er hafa kommúnistar að undanförnu mikið rætt um samstöðu verka- manna og bænda og jafnvel gert um hana sérstakar flokks- samþykktir. Fer ekki á miUi mála, að með þessu eru komm- únistar að stíga í vænginn við Framsóknarmaddömuna, og hún brosir til þeirra, dálítið undir- leit að visu, en viðbrögðin skiljast þó. Tíminn segir það mestu máli skipta, að stjórnar- flokkarnir missi meirihluta sinn á þingi. Með öðrum orðum að meirihluti Framsóknarflokksins og kommúnista myndist þar, svo að efna megi til hjónavígslunn- ar. — Verum á verði Bæði kommúnistar og Fram- sóknarmenn tala nú svo skýru máli, að engum ætti að dyljast hverjar fyrirætlanimar eru. — Það á að efna til nýrrar vinstri stjórnar, og nú á ekki að gera þau mistök að hafa Alþýðu- flokksmenn með i þeirri fylk- ingu, það á að vera stjóm „ein- var sezt að snæðingi stiginn dans til kl. nætti. Samkomunni lauk með þvi að viðstaddir sungu ættjarð- Fyrsta kjörbúðin í Ólnfsflrði ÓLAFSFIRÐI, 7. des. — í dag ták til starfa hér á Ólafsfirði á vegum Verzlunar Brynjólfs Sveinssonar ný verzlun, sem ber nafnið Valberg. Er húsið allt hið vandaðasta að frágangi, tæpir 227 ferm. að flatarmáli, fcvær hæðir og kjallari. Húsið er teiknað af þeim Jóni Ágústssyni og Konráð Árnasyni frá Akureyri. Yfirsmið ir við bygginguna voru Gísli Magnússon og Gunnlaugur Magnússon, en um múrhúðun ut an og innan sá Guðmundur Þeng i ilsson. Raflagnir annaðist Magnús Stefánsson og hitalagnir annaðist Hiti h.f. á Akureyri. Innréttingar voru smíðaðar hjá Ágústi Jónssyni á Akureyri. Á fyrstu hæð er kjörbúð fyrir matvöru, járn- og glervöru. Á annarri hæð er vefnaðarvara, skó vörur og rafmagnsvörur. Geta má þess að þetta er fyrsta kjör búðin, er tekur til starfa í Ólafs- firði. — Jakob. og síðan; lægra vinstri sinna“, stjóra, 1 eftir mið- sem rekur varnarliðið úr landi, leggur einkaframtak í rúst, og framkvæmir yfirleitt allt það, sem Þjóðlegi bændaflokkurinn í Ungverjalandi lét kommúnista hafa sig til, og leiddi kúgun og ófrelsi yfir þá þjóð. Framsókn- armenn hafa að undanförnu sjálfir sagt, að þeir skildu eðli og tilgang kommúnismans. — Meðan þeir boða væntanlega samvinnu við þessa manngerð, þá hljóta þeir líka að gera sér grein fyrir því að þeir eru að tefla í tvísýnu sjálfu sjálfstæði landsins og frelsi borgaranna. Þess vegna er nauðsynlegt að almenningur geri sér í tíma grein fyrir þessum fyrirætlun- um, svo að það hendi aldrei að slíkri samsteypu verði falin ör- lög Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.