Morgunblaðið - 12.12.1961, Side 5

Morgunblaðið - 12.12.1961, Side 5
Þriðjudagur 12. des. 1961 MORGVISBLAÐIÐ 5 tm m m m m + m f 11 m ! il ; I ii ííiffi 1 ÁúÍÉ í gærmorgun kom Thelma Ingvarsdóttir, sem verið hefur sýningarstúlka og ljósmynda- fyrirsæta í Danmönku um nokkurt skeið, heim í jóla- leyfi. Við hittum Thelmu að máli í gær og spurðum hana hvern ig hún hyggðist eyða jólaleyf- inu: — Eg er ekki bara komin til að hvíla mig heldur ætla ég að vinna í skartgripaverzlun Halldórs Sigurðssonar, Skóla vörðustíg 2, sagði hún. -— Verðurðu við afgreiðslu? — Ja, ég verð aðallega við að sýna skartgripina og gefa ráðleggingar. — Hefurðu eitthvað f-engizt við það í Danmörku? — Eg vinn mest hjá fyrir- tækinu Come og Goldsmith á Strikinu og sýni fyrir þá kjóla og skartgripi á tízkusýningum, en þeir verzla með hvoru tveggja ásamt mörgu fleiru. — Hvort finnst þér íslenzkir skartgripir eða danskir skemmtilegri? — Þeir íslenzku tvímæla- laust, þeir eru miklu frum- legri. Til dæmis finnst mér silfurskartgripir með íslenzk- um steinum mjög fallegir. f dönskum skartgwpum og yfir leitt skartgripum, sem fást þar í landi finnst mér tiltolulega lítil tilbreyting, en hérna heima er meira gert af því að reyna eitthvað nýtt. — Eru það dönsk föt, sem þú sýnir? — Já, líka, en mest þó af frönskum fötum t.d. frá Ohannel og Dior. Annars vinn ég meira sem ljósmyndafyrir sæta fyrir auglýsingamyndir í blöð og auglýsingakvikmýnd ir. — Hvenær fórstu utan? — Fyrir fjórum mánuðum. Eg ætlaði upphaflega í sumar frí, en hafði þó ákveðið að Thelma Ingvarsdóttir í skartgripaverzluninni, Skólavörðust. 2 leita fyrir mér um vinnu sem ljósmyndafyrirsæta eða sýn- ingarstúlka. — Og það hefur gengið vel? — Já, já, ég fékk strax vinnu og ákvað að dveljast í Kaupmannahöfn nokkra mán uði. — Er þetta skemmtilegt starf? — Já, mijög skemmtilegt, lif andi og tilbreytingaríkt. — Þú hafði fenigizt við þetta hérna heima? ■— Já, síðan ég var fimmtán ára með skólanum og annarri vinnu. Það er ekki nægilegt verkefni hér heima til að það sé hægt að vinna við þetta eingöngu. ■— Þú ætlar út aftur? — Já, um áramótin fer ég aftur til Kaupmannahafnar og verð þar fyrst um sinn. Ann ars langar mig mikið til að ferðast og læra tungumál. Von andi geri ég það seinna. — Hefurðu fengið tilboð frá öðrum löndum en Danmiörku? — Já, t.d. frá Sviss og Sví- þjóð, en mér líkar vel í Kaup mannahöfn Og hef ekki hug á að skipta starx. Að lokum sagði Thelma að^ sér þætti gaman að vera komin heim og vonaði að hún gæti orðið við skiptavinum Halldórs Sigurðs sonar að liði við val á skart gripum. En Halldór selur mest módelskartgripi úr silfri og margir þeirra eru með íslenzk um steinum og falla því vel í smekk Thelmu. «£♦ *** *** **• *** ****** •*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ *J« ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ »*« *♦* *♦» JÓLASVEIIMARNIR 'rr Loftleiðir h.f.r — Þriðjudaginn 12. desember er Þorfinnur karlsefni vænt anlegur frá N.Y. kl. 08:00. Fer til Ósló, Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 09:30. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.r — Katla fór sl. laugardagskvöld frá Len- ingrad áleiðis til íslands. — Askja fór sl. laugardagskvöld frá Valencia áleið- is til London. H.f. Jöklar: — Drangjökull fór vænt- anlega í gær frá Rotterdam áleiðis til Hamborgar og Reykjavíkur. — Lang- jökull kemur væntanlega til Cuxhav- en í dag. — Vatnajökull fór frá ísa firði í gær til Vestmannaeyja. Skipadcild SÍS: — Hvassafell er í Reykjavík. — Arnarfell er í Kristian sands. — Jökulfell er á leið til Rvíkur. — Dísarfell er á leið til Hamborgar. — Litlafell fór frá Rvík í gær til Aust fjarðahafna. — Helgafell er á leið til Reyðarfjarðar frá Stettin. — Hamrafell er á leið til Batumi. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar- foss er á leið til Rvíkur frá N.Y. Dettifoss er 1 Hamborg. — Fjallfoss fór frá Odense í gær til Kalmar. — Goðafoss er í N.Y. — Gullfoss er í Rvík. — Lagarfoss er í Gdynia. — Reykjafoss er í Lysekil. — Selfoss er Siglufirði í dag til Patreksfjarðar. — Tungufoss er í Reykjavík. Keflvíkingar Reglusöm kona óskar eftir 1—2 herb. og eldunarplássi, sem allra fyrst. Tilboð send ist afgr. Mbl., merkt: — „1580“. SMÍÐUM HANDRIÐ Vélsmiðja Eysteins Leifssonar Laugavegi 171. Sími 18662. Kenwood-hrærivélin tr allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél fáenwoad hrærlvélin fyrit yður... Nú býður RENWOOD CHEF brærívélin alla þá hjálparhluti, sem hugsanlegir eru, til hagræðis fyrir yður, og það er ekktrt erfiöi að koma þeim í samband, engar skrúfur, aðeins smellt úr og í með einu handtaki. Hrærararnir eru þannig að það má segja að þeir þoli alit — jafnvel þykkasta deig. — I»eir hræra, blanda, þeyta og hnoða, en þér horfið aðeins undrandi á hve skemmtilega þeir vinna. Konan fær , . J .../ L ýOlClC^fOf Sendiun gegn póstkröfu. Afborgunarskilmálar Viðgerðir og varahlutaþjónusta að Lauga- vegi 170. — Sírni 17295. Lítið á Kenwood — Lausnin er Kenwood Verð kr. 4.890 Jfekh Austurstræti 14 Sími 11687. Stór sending af Hollenzkum kápum tekin upp í dag. Verð frá kr. 1800,00 Bernhard Laxdal Kjörgarði Róðu -meira, kæri minn karl, kenndu’ ekki í brjósti’ um sjóinn. Harðara taktu herðafall, hann er á morgun gróinn. (Gömul vísa, ýmsum eignuð). Spói vellur, spjallar gott, spakur í sínu landi. Kjói gellur, kallar vott, kjaftinn uppsperrandi. (Gömul lausavísa). & Falleg nátfföt er bezta jólagjöfin Höfum sérlega fallegt úrval af náttfötum barna. m kDOöfnt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.