Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBL4Ð1Ð Þriðjudagur 12. des. 1961 Bréf úr myrkri Skúli Guðjónsson: Bréf úr myrkri. Heimskringla. 1961. USfundur þessarar bókar, Skúli Guðjónsson, er bóndi norður í Strandarsýslu, nánar til tekið á Ljótunnarstöðum í Hrútafirði. Hann hefur verið blindur síðan 1946. Bókin „Bréf úr myrkri" er rituð veturinn 1955, hún hefur því legið sex ár í 'handriti, enda hafði höfundurinn upphaflega ekki ætlað að gefa hana út, hann gerði það loks fyrir áeggjan vina sinna. Eg hef lesið fáeinar blaðagrein ar og stuttar ritgerðir eftir Skúla, en aðeins einu sinni séð hann og 'heyrt. Mér er hann minnisstæður SÍðan. Það var veturinn 1933— 1934, minnir mig, við vorum báð- ir staddir á samkomu í Félagi róttækra rithöfunda, í einhverju húsi í Reykjavík. Ekki man ég lengur með vissu eftir öðrum fundarmönnum, auk Skúla, en þeim Steini Steinarri og Kristni E. Andréssyni, sem var bók- menntalegur leiðtogi margra á þeim árum. Nú var Skúli gestur í bænum, þangað kominn norðan af Ströndum, þeirra erinda að brýna andleg vopn sín og leita sálufélags við unga rithöfunda höfuðstaðarins. Þetta var lágvax- inn maður, um tvítugt, virtist mér, og gekk með afar þykk og kúpt gleraugu. A þessum fundi flutti hann erindi sem hann nefndi Jósafat og Jukki. Voru þetta persónur úr leikriti eftir Einar H. Kvaran, en erindið var ekki bókmenntaskýring, heldur gagnrýni á- þjóðfélagið, í anda sósíalismans. Málflutningur fyr- irlesarans var mjög hiklaus og einarður, raddblær hans sérkenni pegur, og ytra útlit mannsins stakk með einhverjum hætti í stúf við borgina. Hann hlýtur að hafa vakið athygli mína svo um munar, fyrst ég man þetta svona greinilega, eftir nærfellt þrjátíu ár. Eg var að lesa bók hans í gær, ,,Bréf úr myrkri“ — þetta er sérstætt verk og athyglisvert. Að orðfæri og stíl sver það sig mjög í ætt við fyrri ritsmíðar höfund- arins, og þó allt mjúklátara og gamansamara. Það ber þess eng- ar menjar í búningi að það sé ritað af blindum manni, en efni þess verður bezt lýst með orðum höfundarins sjálfs, þar sem hann gerir grein fyrir því í formála bókarinnar: r „Þetta eru reikningsskil manns, sem orðið hefur fyrir því óhappi að missa sjónina á miðjum aldri frásögn af því, hvernig hann hef ur reynt að læra á lífið að nýju og að finna veg, þar sem enginn vegur virtist vera. Og með því að gera þessa reikn inga upp í eitt skipti fyrir öll, voru þeir um leið 'úr sögunni, og líf höfundarins var komið í fast- ar og hefðbundnar skorður, eins og líf annarra manna.“ Ekki kveðst Skúli þó mundu hafa lagt út í það ævintýri að semja þessa bók ef hann hefði ekki vitað um Helen Keller, Karl Bjarnhof og fleiri slíka. Fyrsti kafli bókarinnar, eftir formálann, nefnist „Forspjall“. Þar skýrir höfundurinn frá því hvernig hann fékk fyrst þá hug- mynd að skrifa bók. Hann ségir svo frá: „Það var haustið 1954, að ég heyrði lesið upp í útvarpi sögu- korn, sem bar titilinn — Bréf úr myrkri. Þetta var mjög hversdagsleg saga um hversdagslegt efni, ein- hvers konar ótímabærar ástir, að því er mig minnir. Sjálf sagan gleymdist því fljótt, en titill henn ar sat eftir í sálinni, og mér fannst einhvernveginn að ég ætti meiri rétt á honum en höfundur sögunnar — — Línur þessar bera það með sér, að Skúli Guðjónsson hefur annan bókmenntasmekk en ég, því að „Bréf úr myrkri“ eftir Stefan Zweig er að mínu viti framúr- skarandi vel rituð og sterk saga. En ekki skiptir sá skoðanamun- ur okkar Skúla miklu máli, og þó þykir mér talsvert athyglis- vert, að það skyldi einmitt vera Z w e i g , hinn hárviðkvæmi húmanisti, sálkönnuður og rit- snillingur, sem leiddi Skúla Guð- jónsson blindan að ritvélinni, þar sem honum auðnaðist síðan að vinna þann eftirminnilega sigur á myrkrinu, sem þessi bók reynd ist honum. Og vafalaust á hún einnig eftir að blása nýrri von og A 3V333 iVAUT TIL L€IGU1 3{\TU)9r UTL Vclskóflu V Xtanabt lar Dt'at'tarbílat* VlutnLn.gada5nar þuNGflVINNUl/ÉLAn símí 34333 kjarki í brjóst fleiri blindra Is- lendinga, sem enn hafa ekki gert upp sína reikninga við örlögin. „Bréf úr myrkri“ er karlmann- legt verk, hreinskilið og æðru- laust, meira að segja fullt af glettni og gama*semi. Skopskyn höfundarins er svo ríkt, að það er jafnvel rauði þráðurinn í bók- inni. Hann lætur það bitna á sjálfum sér engu síður en sam- ferðafólkinu norður í Hrútafirði, en allt er það góðkynjað og hlýj að upp með umburðarlyndi, aldrei ergi blandið né illkvittið. Það er aðeins á einu sviði sem mér virðist að höfundurinn sé blindur í þessari bók: á stjórn- málasviðinu — í heimspólitíkinni, þar er hann svona hérumbil jafn- blindur og aðrir kommúnistar. Ekki svo að skilja að stjórnmála- skætingur vaði uppi á síðum bók- arinnar, en í tveimur eða þremur köflum hennar, þar sem höfund- urinn lýsir viðhorfi sínu til heims málanna og afstöðu meiri hluta Islendinga til þeirra, þar harm- ar ’hann samstöðu okkar með vest rænu þjóðunum, þátttöku { Atl- antshafsbandalaginu og þess hátt ar, virðist halda að frelsi jafn- rétti og bræðralag blómgist nú aðallega austantjalds. Sleppum þessu, ég sný mér aftur að því sem aðdáun vekur og gefur bókinni gildi. Það er þá til dæmis óður höfundarins til daglegrar iðju á bújörð sinni, í kaflanum sem nefnist „Vinna“, lofsöngur hans til húsdýra sinna, einkum kúnna, fegurð og inni- leiki kaflans sem ber titilinn „Frelsi", undirfurðuleg kímni og hreinskilni kaflanna um Sveita- símann og hreppsfundina. En beztur finnst naér síðasti kaflinn „Tveir á báti“, þar sem Skúli Guðjónsson lýsir í snjallri dæmi- sögu trúarskoðun si»ni og afstöð unni til guðs. Betur var tæplega hægt að botna þetta verk. „Bréf úr myrkri" er 142 síður. Pappír, prentun og band er óað- finnanlegt. Guðmundur Daníelsson. Lovísa Ólafsdóttis' Hveragerði sjötug f DAG er Lovisa Ólafsdóttiir í Hveragerði 70 ára. Hún er dóttir þeirra merku hjóna Lydiu Ange- liku Knútsen, og séra Ólafs Magnússonar frá Arnarbæli í Ölfusi. Lovísa er fædd að Sand- felli í Öræfum 12. des. 1891, en þar þjónaði séra Ólafur í 15 ár eða frá 1888 til 1903 er hann fluttist að Amarbæli í Ölfusi og þjónaði séra Ólafur hér þar til 1940 að hanll lét af störfum. Séra Ólafur var mikill söng- unnandi og hefir það og gengið 5 erfðir til bama þeirra, sem eru mjög músíkelsk, enda hef- ir það komið sér vel í strjálbýl- inu hér áður fyrr að prestsfjöl- skyldan gat aimast söng og hljóð færaleik. Séra Ólafur var fyrsti Engin rjúpa ÞÚFUM, 5. des. — Veðráttan er hér köld, en snjókoma ekki mik- il. Lítið hefur verið um rjúpu undanfarna vetur, en nú sést alls engin. Yfirleitt eru orðnar góð- ar heimtur á sauðfé, sem nú er komið í hús, en útlit er fyrir að mikið sé um refi þrátt fyrir að mikið hefur verið skotið af þeim á þessu ári. — P.P. stjórnandi kirkjukórsins, er hann var stofnaður, en Lovísa dóttir hans kirkjuorganisti og hefir hún haft þetta starf í hartnær 50 ár að undanskyldum 2 árum, er hún dvaldist í Reykjavík. Eg veit að oft væri bynnra í röðum kirkjukórsins, ef persónu leika Lovísu hefði ekki notið við. Lovísa er enn létt á fæti, glöð og hress. Ekki þarf maður að Vera hræddur um að fá drunga- leg tilsvör, ef maður mætir henni á förnum vegi. Það má segja um Lovísu eins og sungið var einu sinni: Sói í hjarta, sól í sinni, sól bara sól. í tilefni af afmælimu verður henni haldið samsæti í Hótel Hveragerði, og veit ég að marg- ir murnu líta þar inn til þess að gleðjast þar með henni og þakka það óeigingjarna starf, sem hún hefir innt af. hendi. Eg veit, að ég mæli fyrir munn allra Hvergerðinga, þegar ég óska henni hjartanlega til ham- ingju með afmælið. Svo að lok- ! um, Lovísa, viljum við sóknar- | nefndarmenn óska þér til ham- j ingjum með afmælið og að þú j megir sem lengst sitja á orgel- stólnum, Georg B. Michelsen. sjónvarpið Enn ræða menn sjónvarps- málið, og skrifa Velvakanda um það .En nú hefur það þeg- ar tekið svo mikið rúm í þess- um dálkum, að mál er að fella það tal niður að sinni, svo fleira komist að. Þó ætla ég að taka hér að endingu glefsur af minnisblöðum og úr bréfi, sem enn liggur hjá mér. Maður nokkur kom hér í fyrri viku. Kona hans er löm- uð og hennar heimur er því bundinn við íbúðina hennar. Fyrir nokkrum árum keyptu þau hjónin sjónvarpstæki og ilið. Nú finnst manni æði hart, að eitthvert fólk úti í bæ skuli heimta að þessi ánægja sé frá konu hans tekin og öðrum, sem ekki geta sótt skemmtan- ir sínar út fyrir heimilið. Þó að þeir kæri sig ekki um slíkt fyrir sjálfa sig eða sitt heimafólk. Þá gekk hér við maður, sem var að koma beint úr bóka- búð hér í húsinu. Hann fór þangað til að skoða jólabæk- urnar ,en ofan á þeim á borð- inu lá þá ritið „Playboy", með myndum af nöktu kven- fólki og ýmiskonar ómerki- legu efni. Fannst honum að halda fram að líði umsvifa- laust undir lok, ef nokkur heimili horfi á dagskrá í amerísku sjónvarpi. Ætli það yrði ekki sama fólkið sem kaupir Playboy, sem mundi nenna að borfa á lélegustu þættina, en aðrir velja sér eitthvað betra, eins og sumir kaupa bækur, aðrir lesa blöð. Og svo veltir einn bréfritar- inn því fyrir sér, hvort ekki yrði möguleiki á því að ís- lenzka útvarpið eða aðrir að- ilar fengju til afnota stöðina á flugvellinum einhverja stund í viku hverri, til að æfa sig í að koma saman sjón- varpsefni og sýna það, áður en sá tími kemur að hægt verð ur að ráðast í að koma upp íslenzku sjónvarpi. • „Hin aldraða sveit“ Í^^Q^Cr^Q^C^Cb^Cr^Cb^íT^Ql , Sn. J. skrifar: Það mun ýmsum hafa þótt orð í tíma talað er Páll ]ækn- ir Kolka sagði í Morgunblað- inu 1. þ. m. u-m þrásetu aldr- aðra manna í leiðtogastöðum. Hún er, almennt talað, harla varhugaverð, og fyrir hana hefir margan góðan félags- skap dagað uppi. Undantekn- ingarlaust ætti hvert félag að hafa það ákvæði í Iögum sín- um að engan mann megi end- urkjósa í stjórn eftir að hann hefir setið í henni tiltekinn tíma fyrr en hann hefir verið eitt kjörtímabil, eða a. m. k. eitt ár, utan stjórnar. Ríimna. félagið hefir farið mjög skyn- samlega leið j þessu efni. Þriðjungur stjórnarinnar gengur út ár hvert, eftir em- bættisaldri, og endurnýjast stjórnin þannig sífellt. En þeg ar á næsta ári má kjósa á ný mann er þannig hafði rýmt sæti. Ekki veit ég betur en að þetta hafi gefist vel, og allir kunnað því vel. Og eins og vænta mátti hefir sami maður oftar en einu sinni verið kosinn í stjórnina. En það mundi því aðeins gert að hann hefði þótt reynast þar vel. Eg hefi orðið þess var að orð læknisins hafa vakið at- hygli, og er rétt að opinber- lega sé undir þau tekið. Sn. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.