Morgunblaðið - 12.12.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.12.1961, Qupperneq 10
 10 MORGVNLLAÐIÐ Þriðjudagur 12. des. 1961 >f, A fimmtudaginn fór hann frá Leopoldville, á sunnudags- kvöldið var hann kominn til Reykjavíkur — ákveðinn. í að segja skilið við Kongó til þess að forða lífi og limum. „Ég vildi ekki hætta á hetta leng- ur. Við vorum búnir að sofa með vélbyssu við rúmstokkinn í þrjár vikur og mér fannst komið nóg af svo góðu“. sagði Siggeir Sverrisson, flugvél- stjóri, sem verið hefur í Kongó nær óslitið síðan í maí sl. „Astandið var orðið svart. Maður getur átt von á öllu, röðin getur alveg eins komið að mér á morgun. Svertingj- amir skjóta á allt kvikt, þeg- ... ar þeim dettur í hug. Það skipt Siggeir tók þessa mynd fyrir nokkru a flugvellinum í Elisabethville. Nottina- aður hofðu flugvelar Xshombes gert aras a flug- ir ekki máli hvort það er mað stöðina, sem er í höndum S.þ. og ætlað að eyðileggja flugturninn. Sprengjurnar hæfðu ekki markið, en ein lenti hins vegar á ur eða hundur — eða mann- skymastervél frá Air Katanga — og brann þar allt, sem brunnið gat. — Flugturninn sést í baksýn. Svafu meö vélbyssu viö rúmstokkinn Islendingur kemur heim frá Kongó Fyrir framan skrifstofu Interocean í Leopoldville. Siggeir, innfæddur lögregluþjónn og þýzkur flugvirki hjá Interocean. hundur. Manndráp er bara eitt af þessum hversdagslegu hlutum í lífi fólksins í Kongó“ — ★ — Siggeir cr ekki.nema 21 árs. Hann lærði flugvélavirkjun í Kaliforníu, starfaði svo hjá Flugfélagi íslands í rúmt ár — en réðst síðan til banda- riska flugfélagsins Seven Seas, sem annaðist mikla flutn inga fyrir S.Þ. í Kongó. Það stundaði líka leiguflug suður um Evrópu og til nálægari Austurlanda. Fyrst í stað var Siggeir í flugvélum félagsins í förum milli Evrópu og Asíu, en í maí-mánuði var hann sendur til Elisabethville í Kat anga og var þar næstu þrjá mánuðina, ýmist við eftirlit og viðgerðir eða á flugi. „Þegar Seven Seas fór að flytja frönsku þoturnar til Tshombe riftaði herstjórn S. Þ. samningum sínum við fé- lagið. Það var búið að setja allt sitt í Kongó-flutningana og vinslit herstjórnarinnar og félagsins settu það þess vegna á hausinn." „Ég réðist"næst~til félagsins Interocean og hafa stöðvar okkar verið í Leopoldville. Við höfum flogið víða flutt vistir, skotfæri og hermenn fyrir herstjórn S.Þ. og höfum æði oft komizt í snertingu við óhugnanlega atburði. Samt hefur aðeins einu sinni verið skotið á flugvél okkar — og vissum við ekki af því fyrr en við vorum lentir, sáum þá kúlugötin á öðrum vængnum." — ★ — „Ég var síðast í Elisabet- villi í Katanga á sunnudaginn fyrir rúmri viku. Við komum þangað tl þess að sækja sænska hermenn sem höfðu lokið þjónustutíma sínum í Kongó. En ástandið var þá orð ið svo ískyggilegt í Elisabeth- ville, að herstjórnin ákvað að halda hermönnunum eftir, og við flugum með tóma vél til Leopoldville. Þennan dag fóru sex eða sjö vélar fullskipaðar sænskum hermönnum til Elisabethville, sem áttu að leysa hina Svíana af hólmi. En vélarnar komu allar tómar til baka — og það kom á daginn, að þeirra var full þörf.“ „Andrúmsloftið á flugvell- inum var þrungið spænnu og eftirvæntingu —• og menn bjuggust við því versta. Ann- ars er það svo hvarvetna í Kongó. Þessi óvissa liggur í loftinu — og enginn er óhult- ur.“ — ★ — „Þegar við vorum að hefja aðflugið að flugvellinum í El- isabethville á sunnudaginn kallaði flugturninn í okkur og sagði okkur að lenda undan vindinum, þ.e.a.s. að koma inn yfir andstæðan fcrautarenda miðað við það, sem eðlilegt var ef allt hefði verið með felldu. Sagði flugturninn, að við hinn brautarendann væru leyniskýttur Tshombe og skytu á allar vélar, sem kæmu þar yfir til lendingar. — Þetta gefur e.t.v. hugmynd um öryggisleysið“. „Ég kom til Kindu, þar sem ítalirnir 13 voru myrtir, tveim ur dögum eftir atburðinn. — Flugvélarnar þeirra stóðu enn við flugstöðvarbygginguna þar sem þeir höfðu skilið þær eftir. Á flugvellinum var al- talað, að ítalarnir heffu verið étnir.“ „Okkur var sagt, að þeir hefðu farið í hóp út úr flug- stöðinni, ætlað inn í bæinn. Allir útlendingar eru varaðir við að fara út af flugstöðvun- um sem flestar eða allar eru í höndum hermanna S.Þ. Á- hafnir flutningavélanna halda alltaf hópinn af öryggisástæð um, víkjum aldrei hver frá öðrum.“ „Nóttina eftir morðin á ítöl unum í Kindu var ein áhöfn frá Interocean þar — og töldu flugmennirnir öruggast að fá að sofa í skotgröfunum við völlinn hjá hermönnum S.Þ., sem þarna voru Malajar. Á- höfnin vildi ekki hætta á að vera í flugvallarhótelinu — og ekki þorði hún heldur að sofa í flugvélinni. Það gerðum við einu sinni — okkur fannst einhvernveginn, að við vær- um bezt settir um borð.“ — ★ — „Fyrir u.þ.b. þremur vikum áður en ég fór frá Kongó vor um við í Albertville í Katanga næturlangt — og ástandið þar var þá þannig, að enginn vissi hvenær upp úr kynni að sjóða. Aðeins um 50 hvítir menn voru þá eftir í borginni og komu þeir um kvöldið út á flugvöll til þess að njóta verndar S.Þ. yfir nóttina. Ætl uðu þeir að reyna að fá flug- far til Leopoldville strax dag- inn eftir. Þegar við ætluðum að taka á okkur náðir þarna um kvöld ið kom til okkar óeinkennis- klæddur maður, sem við þekktum ekkert, afhenti hann okkur vélbyssu og sagði, að öruggara væri að flugstjórinn hefði hana við rúmstokkinn. Annars höfðu einn eða fleiri áhafnarmeðlima alltaf vopn á sér, en síðan héldum við vél- byssunni.“ „Sem betur fer þurfti aldrei að beita vopnum okkar og ég varð aldrei áhorfandi átaka. Aðeins einu sinni ók ég í gegn um blóðvöll, það var á vegin- um milli flugvallarins við Elisabethville og borgarinnar. Þar voru lík á víð og dreif meðfram veginum." „Þegar ég var í Elisabeth- ville á vegum Seven Seas sá ég Tshombe oft. Sérstaklega er mér minnisstæð heimkoma hans eftir að hann slapp úr haldi í Leopoldville. Tugir, ef ekki hundruð þúsunda, landa hans, fögnuðu honum með- fram veginum frá flugvellin- um — og gekk hann alla leið úr flögstöðinni heim til sín, sennilega yfir 10 km. — Þar hitti ég líka bróður hans flaug m.a.s. með hann í lítilli eins- hreyfils vél, en ég hef rétt- indi einkaflugmanns. Hann var viðkunnanlegasti náungi — og þótti gaman að fljúga.“ „Ég sá líka þotur Tshombe- hersins oft. en sem betur fer veittust þær aldrei að okkur. Það eru hvítir menn, sem fljúga þessum þotum, hverrar þjóðar veit ég ekki.“ „Fyrir utan þessa stöðugu yfirvofandi lífshættu þarna syðra íannst mér líka slæmt að geta aldrei fylgzt neitt með því, sem var að gerast í út- löndum. Ég tala ekki frönsku, skil því hvorki útvarp né les blöðin þarna — og svo var um fleiri. Maður er alveg einangr aður frá umheiminum. — Og innanlands fréttaflutningur var mjög af skornum skammti.“ „Tvo íslendinga hitti ég í Kongó, Skúla Axelsson flug- stjóra í Albertville fyrir um þremur vikum. Hann er flug- stjóri á Skymaster hjá Cont- inentale — og lét vel af sínum högum, miðað við allar að- stæður. Hinn íslendinginn hitti ég oft en það er Saga gamla, ein af Skymaster-vél- unum, sem Loftleiðir áttu. Hún er í eigu Interocean og ég flaug oft með henni. Saga hef ur verið þarna niðri frá í heilt ár og hangir ennþá sam an. Það eru mestmegnis Sky- n.aster-vélar, sem leiguflugfé- lögin eru með þarna, líka eitt hvað af DC-6 og C-46.“ „Minn ráðningartími var til 15. janúar, en í síðustu viku var ég búinn að fá mig full- saddan og gat losnað. Eins og nærri má geta er geysimikill fjöldi flutningavéla í þjónustu herstjórnar S.Þ. í Kongó. Þetta eru vélar frá ýmissa landa félögum, en Bandaríkja menn eru tiltölulega flestir. - Mikill meirihluti flugliðanna eru ungir menn, sem leggja út í þetta ævintýri vegna laun- anna. Þau eru geysihá.“ „Á leiðinni heim kom ég við í Luxemburg og hitti þá einn af fyrrverandi forráðamönn- um Seven Seas. Hann vildi fá mig í vinnu, því nokkrir af framámönnum gamla félags- ins eru að stofna nýtt. Ég sló til og fer til Luxemburgar á föstudaginn. Ég á að fara til Saigon í Vietnam. en í ráði er að fyrst fari ég með áhöfn til Kaliforníu til þess að ná í eina af flugvélum nýja flug- félagsins, gamla tveggja hreyfla C-46. Við eigum að fljúga henni til Saigon — og þar verðum við svo í innan- landsflugi. Hve lengi ég verð þar — er ekki gott að segja. Þó ástandið sé víst ekki gott þar, þá get ég ekki ímyndað mér að það sé neitt á borð við Kongó“ sagði Siggeir að lok- um. Myndin er tekin á flugvellinum í Elisabethville eftir að Sig- geir hafði flogið með bróður Tshombe í nýrri Heliovél. Frá vinstri: Larry Montgommery, sölunraður Helio, David Tshombe, ónafngreindur aðstoðarmaður hans, Paul Baka Diteude, leið- togi Lunda-ættflokksins og mágur Tshombe, og Siggeir er lengst til vinstrL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.