Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. des. 1961 Ctgefandi: H.f Árvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÁfÖK ■HINNA KOMMÚNISKU HEIMSVALDASINNA í1 „fræðiritum" kommúnista frá fyrri árum er víða bent á nauðsyn þess, að kommúnistaríkin standi sam- einuð og ágreiningur þeirra á milli talinn meðal þess í- skyggilegastasta, sem hent geti þau. Þegar deilur Títós við Rússa á sínum tíma náðu hámarki með fullum vinslit- um, var sem flemtri slegið á kommúnista um heim allan. Þeim duldist þó ekki, hvorn aðilann þeim bæri að styðja, og myndir af Tító voru fjar- lægðar af flokksskrifstofum og úr híbýlum kommúnista. En sagan endurtekur sig. Nú hafa borizt fréttir af því, að Krúsjeff hafi slitið stjóm- málasambandi við Albaníu, vegna ágreinings við Hoxa og menn hans, en áður hafði frétzt, að Sovétstjórnin og stjórn Kadars í Ungverja- landi hefðu krafizt vega- bréfsáritana albanskra emb- ættismanna, sem yfir þessi lönd þurfa að fara á ferðum sínum til Kína. Út af fyrir sig má ef til vill segja, að það skipti heimsveldi kommúnismans ekki meginmáli, hvort Al- banía sé innan þess eða ekki. En á almanna vitorði er, að aðförin að Albönum hefur verið dulbúin árás á kínversku kommúnistastjórn ina. Margsinnis hefur það sannazt, að Kínverjar hafa tekið upp hanzkann fyrir Albani, þegar Rússar hafa að þeim ráðizt. Er því ekki ó- hklegt að Mao og kínversku kommúnistarnir muni svara fyrír Albani áður en langt um líður. Og þessir síðustu atburðir undirstrika hinn mikla ágreining, sem er á milli Rússa og Kínverja. HRYNUR HEIMSVELDIÐ ? I Tngverski U Tihor rithöfundurinn Tibor Meray, sem hér var fyrir skömmu á vegum Frjálsrar menningar, vakti athygli á því, að Lenin hefði í kenningum sínum haldið því fram, að heimsvaldasinn- ar mundu stöðugt berjast um yfirráð og áhrifasvæði. Heimsvaldasinnuð ríki gætu ekki náð samstöðu vegna bagsmunaárekstra. Þannig mundu þau berast á bana- spjót og ryðja kommúnism- anum braut. Nú hagar þannig til í tieiminum, að einkum tvö ríki eru heimsvaldasinnuð, Rúss- land og Kína. Hvort þeirra um sig hefur seilzt til yfir- ráða yfir nágrönnum sínum og beitt margháttuðum kúg- unum og þvingunum, sem kunnugt er. Að því hlaut þess vegna að koma, að hags munum þeirra lysti saman, ef kenningar Lenins voru réttar að þessu leyti. „Þetta, sem helzt nú varast vann, varð þó að koma yfir hann“, má með sanni segja um heimskommúnismann, því að vissulega hefur það sannazt í samskiptum Rússa og Kínverja, að Lenin hafði á réttu að standa. FRELSIÐ SIGRAR ¥¥inn djúpstæði ágreining- ur, sem er milli komm- únistaríkjanna, gerir þeim mjög erfitt fyrir, og einnig að því leyti virðast kenning- ar frumkvöðla kommúnism- ans ætla að rætast, að djúp- stæður ágreiningur milli kommúnistaríkja væri þeim hættulegastur af öllum. En það er fleira, sem bendir til þess, að kommún- isminn muni fyrr eða síðar gliðna innan frá. Það leikur ekki á tveim tungum, að yf- irgnæfandi meirihluti þeirra þjóða, sem við kúgun komm- únismans búa, eru andstæð- ingar kommúnismans. Enn er þess að gæta, að innan kommúnistaríkjanna er harð vítug valdabarátta, þar sem hver og einn situr á svikráð- um við samstarfsmenn sína. Allt er þetta kerfi með þeim hætti, að furðulegt verður að teljast, ef það fær staðizt til langframa. Fyrir lýðræðisþjóðirnar er meginatriðið að treysta svo varnir sínar, að kommúnistar vogi sér ekki að leggja til atlögu. Ef á þann hátt tekst að tryggja friðinn áfram, er sannarlega ástæða til að ætla að heimskommúnism- inn verði sjálfdauður. Hann muni í samræmi við kenn- ingar Lenins um átök heims- valdasinnanna sjálfur ráða niðurlögum sínum. Lenin sagði, að kommún- isminn gæti beðið þess, að hin heimsvaldasinnuðu ríki réðu niðurlögum hvers ann- ars, og þá yrði braut hans greið. Við getum' nú sagt, að ef okkur auðnast að hindra heimsstyrjöld, þá getum við líka beðið, því átökin innan kommúnistaríkjanna muni ryðja lýðræðinu braut. — Á því byggjast vonir mann- kynsins um farsæla framtíð. Kærleikur og gðfuglyndi i sfcrð haturs og vopnaglamurs, sagbi Ivo Andric Nobelshöfundur Stökkhólmi, 11. des. (NTB). NÓBELSVERÐLAUN í bók- menntum, eðlisfræði, efnafræði og lækndsfræði voru afhent í Stokkhólmi á sunnudag. Við há- tíðahöld þá um kvöldið flutti Júgóslavinn Ivo Andric, sem hlaut bókmenntaverðlaunán að þessu sinni, avarp. Ræddi hann Framkvæmda- áætlunin NORSKU sérfræðingarnir, sem hér hafa verið við undirbúning fimm ára áætlunarinnar munu nú hafa lokið við að gera frum drög að áætluninni, sem lögð verður fyrir ríkisstjórnina, en hún mun síðar ganga frá áætlun inni og mun líða alllangur tími þar til hún verður fullgerð. sérstaklega frásagnarlistina og rithöfunda almennt. — Sérhver rithöfundur byggir upp frásögn sína eftir eigin' leið- um, sagði Andric. Hann verður að segja frá eins og hann sjálfur vill. En ég vii samt láta þá ósk í Ijós um þann skáldskap, sem mað urinn í dag gefur samtíðarmönn- um sínum - hvernig sem efni hans eða form eru að öðru leyti — þá verði hann ekki látinn byggjast á hatri né kafna í hávaðanum frá eyðileggingarvopnunum. Byggið hann þess í stað á kærleika og göfuglyndi. Andric sagði ennfremur að höf uðtilgangur rithöfundar Og verka hans væri að þjóna á einn eða annan hátt manninum og mann- kyninu. Arne Tiseius, formaður sænsku Nóbelsnefndarinnar setti hátíð- ina á sunnudag í viðurvist Gustavs Adolfs Svíakonungs, Dr. Ivo Andric. sænskra ráðherra og þingmanna, fulltrúa erlendra ríkja og margra þeirra, er áður hafa hlötið Nóbels veðlaunin. Flutti prófessorinn ávarp, en síðan afhenti konungur heiðursskj öl og gullpeninga þeim fimm mönnum, er verðlaunin hlutu nú. SÞ í fjóihogs- vandræðum Friöarverölaunin afhent Luthuli OsZó, 10. des. — (NTB) — FRIÐARVERÐLAUN Nóbels fyrir árin 1960 og 1961 voru afhent í hátíðasal Oslóarhá- skóla á sunnudag. Verðlaun- in fyrir árið 1960 hlaut Zulu- höfðinginn Albert Luthuli frá Suður Afríku, en verð- launin fyrir 1961 voru veitt Dag Hammarskjöld fyrrver- andi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að hon um látnum. Gunnar Jahn, formaður Nóbels nefndar norska þingsins, flutti ávarpsorð og afhenti verðlaun- in, en að því loknu töluðu Lut- huli og Edberg sendiherra Svía, sem veitti viðtöku verðlaunum Hammarskjölds. í ræðu sinni minntist Luthuli Hammarskjölds, sem hann sagði hafa stýrt Sameinuðu þjóðun- um gegnum ýmis mestu erfið- leikatímabil samtakanna. I NAFNI AFRÍKU Luthuli sagði að innanríkis- ráðherra Suður Afríku hafi veitt sér. heimild til að ferðast til Osló til að taka á móti verð- laununum þrátt fyrir það að ráðherrann áleit ekki Luthuli verðskulda heiðurinn. Sagði Luthuli það gott dæmi um töfra mátt friðarverðlaunanna að þama væri komin fram skoðun, sem hann væri sammála stjórn Suður Afríku um. Hann sagði að ástandið í kynþáttamálum Suður Afríku hafi lengi verið eitt af þeim vandamálum, sem mesta athygli hafa vakið í heim inum. Þess vegna liti hann á friðarverðlaunin sem viðurkenn ingu til allra þeirra manna af ýmsum þjóðflokkum, sem hafi þurft að fórna svo miklu svo lengi. Hann gæti aðeins tekið við verðlaununum 1 nafni íbúa Suður Afríku, og sérstaklega þeirra, sem unna frelsinu. Hann kvaðst einnig taka á móti verð- laununum í nafni allra þjóða meginlands Afríku, án tillits til kynþátta, litarháttar eða trúar- bragða. TVEIR MENN Edberg sendiherra kvaðst vera mjög hrærður er hann tæki við friðarverðlaunum fyrir hönd látins vinar og landa. Hann sagði að Hammarskjöld hefði sjálfsagt talið það táknrænt að vera kvaddur á þennan stað þar sem svo mikið hefur verið gert til að heiðra manngæzkuna. — Kvaddur hingað ásamt hinum vopnlausa boðbera frelsisins frá Suður-Afríku. Tveir menn af ólíkum uppruna og fortíð, sem börðust saman að sama marki. Sendiherrann sagði að verð- launin yrðu lögð í sjóð, sem bæri nafn Hammarskjölds og væri sjóðnum ætlað að styrkja málefni, sem honum var annt um. — SÞ, New York, 11. des. (AP). U THANT aðalframkvæmdastjórl Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í dag að samtökin væru í fjárhagsvandræðum og á börm- um gjaldþrots. Sagði hann að greiðsluhallinn yrði um áramótin 107,5 milljónár dollara og yrði kominn upp í 170 milljónir doll- ara um mitt næsta ár. En ekki væri von á nema 40 milljón doll- ara tekjum á fyrstu sex mánuð- um ársins 1962. U Thant sagði að nauðsynlegt væri að Allsherj arþinigið gerði nú þegar ráðstaf- anir til að afla samtökunum tekna. Hann sagði að nokkur að- ildarríki hefðu ekki greitt fram- lög sin til SÞ og næmu þessi ógreiddu framlög nú 86 millj. dollara. Kommúnistarikin, sem eiga að greiða 20% af kostnaði SÞ i Kongó og Austurlömdum, hafa neitað að leggja fram sinn skerf. Krefjast þau þess að greiðslur þessar verði samþykktar í Örygg isráðinu, þar sem Sovétríkin hafa neitunarvald, en ekki í Allsherj- arþinginu, þar sem meirihlutinn ræður. Kommúnistaríkin, sem eiga að greiða 20% af kostnaði SÞ I Kongó og Austurlöndum, hafa netað að leggja fram sinn skerf. Krefjast þau þessar að greiðslur þessar verði samþykktar í ör- yggisráðinu, þar sem Sovétríkin hafa neitunarvald, en ekki í Alls herjarþinginu, þar sem meiri- hluti ræður. • London, 7. des. NTB-AFP Harold Macmillan, forsætisráð- herra Bretlands sagði á fundi f Neðri málstofu brezka þingsins I dag, að hann hefði verið þess fýsandi, að þeir.kæmu saman til fundar, hann, Kennedy Banda- ríkjaforseti, de Gaulle Frakk- landsforseti Og Adenauer, kanzl- ari Vestur-Þýzkalands en til þess gæfist ekki tími fyrst um sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.