Morgunblaðið - 12.12.1961, Page 13

Morgunblaðið - 12.12.1961, Page 13
Þriðjudagur 12. des. 1961 13 MORGUNBLAÐIÐ --k---------- Hlutverk og staöa hins háskólamenntaða manns Ræða Hákonar Guðmundssonar, ritara Hæstaréttar 1. des Flutt 1. des. 1961 í Háskól- anum við hátíðahald stúd- enta. FYRIR rúmum 60 árum gekk Einar skáld Benediktsson á sjón arhól tímans og svipaðist um eftir stefnum og straumum í ár degi nýrrar aldar. Hann leit til 'liðinna tíða til þess að fá hæfi- lega dýpt í sviðið, því að fortíð skal hyggja, ef frum- legt skal byggja, án fræðslu þess liðna, sézt ei hvað er nýtt. / ■ En hugur hans beindist þó iyrst og fremst til framtímans ©g þeirra möguleika, sem hann ekynjaði að komandi öld fól í skauti sér. Hvert sem skáldið liorfði sá hann fyrir sér óþrjót- andi verkefni og ónotaðar auð- lindir til lands og sjávar. En hvernig átti þjóðin að verða þess umkomin, í fátækt sinni og úrræðaleysi, að ráða fram úr viðfangsefnunum og leysa vandann svo þekkingarlaus sem hún var í raunvísindum og verk legum efnum, oss vantar að sjá, hvað vísindin ynnu hér þjóðleg og há. Sjá náttúru lands vors náminu háða. Sjá not þeirrar menntar, sem oss væri hent. t' Þegar við nú í dag göngum á þenna sama vettvang og horf- um til átta, ættum við — eftir allar þær miklu breytingar, sem orðið hafa á högum þjóðarinn- ar, það sem af er þessari öld — að geta svarað ýmsum þeim atriðum, sem voru óleyst gáta um síðastliðin aldamót. Og við settum einnig að vera þess um- komin, að gera okkur nokkra ígrein fyrir því, hver hafi orðið not þeirrar æðri menntunar og eérþekkingar, sem synir og dætur þjóðarinnar hafa aflað sér .... séð hvaða sess þetta fólk skipar og hvaða kjör og lífsskilyrði því eru búin af þjóð félagsins hálfu. i Á þeim skamma tíma, sem hér er til umráða, er að sjálf- sögðu aðeins hægt að stikla á 6tóru — einungis unnt að bregða upp nokkrum höfuðdráttum af íþví, sem sagan og reynslan hafa iþegar kennt oss um gildi lær- dóms og þekkingar fyrir ís- lenzku þjóðina, allt frá þeim tíma, er Sæmundur prestur Í3ig- fússon í Odda, lærður frá París- arháskóla, ritaði hina fyrstu bók ©g studdi Gissur biskup ísleifs- son með þekkingu sinni og holl- um ráðum í því, að koma kirkju legri starfsemi hérlendis og þjóðfélagsháttum öðrum í skipu legra horf en áður var ........ Með sama hætti blasa við oss ú tjaldi sögunnar ótal margir lærdóms- og öndvegismenn, lög tnenn, biskupar og fræðimenn, 6em fengið höfðu menntun er- Jendis við æðri skóla þar, en gengu svo til þjónustu við þjóð eína, og settu svipmót sitt á menningu og aldarfar, í fá- breyttum og einföldum lifnað- arháttum þjóðarinnar. Og á síð- ari öldum, þegar fyrst bjarmar fyrir degi á sviði náttúru- og raunvísinda, koma þegar fram á sjónarsviðið lærdómsmenn eins og Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, sem leitast við að bera ljós þekkingar og fræðslu inn í svartnætti hjátrú- ar og hindurvitna. Nær oss og enn auðsærra er svo hið mikilvæga hlutverk ís- lenzkra háskólamanna, við nám og í starfi, í sjálfstæðisbaráttu íslendinga á síðastliðinni öld, og í hvers konar framfara- og menningarviðleitni þess tíma- bils. í margháttuðum embættum og störfum lögðu þessir nítj- ándu aldar menntamenn á ó- ruddar heiðar fátæktar og kyrr stöðu og bentu á nýjar leiðir inn á svið fjölbreyttari atvinnu- hátta. Þeir blésu lífi í sofanda- háttinn, vöktu félagsandann -og hvöttu til samstöðu. Má nefna sem dæmi um hlut hinna há- skólamenntuðu manna í félags- málastarfi aldarinnar, að þegar efnt er til fyrstu búnaðarsam- takanna órið 1837, en landbún- aður var þá höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar, þá standa að þeirri félagsstofnun lærðustu embætt- ismenn þjóðarinnar, hver á sínu sviði, svo sem dómstjórinn í landsyfirréttinum, landlæknir- inn og biskupinn. Hér var þannig að þessu leyti á gömlum grunni að byggja, og góðum menningararfi, sem bar því glöggt vitni, hve hagkvæm þjóðinni hafði reynzt þekking þeirra sona hennar, sem þrátt fyrir misjöfn efni og margs kon ar erfiðleika, höfðu brotizt til þeirrar menntunar erlendis, sem þá var að fá, þótt eigi skiluðu þeir allir þá, frekar en nú, jafn góðu pundi, og ýmsir færust eða liðu skipbrot í þekkingarleit sinni. En með komu tuttugustu ald- arinnar, þessarar aldar, sem gert hefur tækni og vélvæðingu að kjörorðum sínum, og þekk- ingu á lögmálum náttúrunnar að leiðarstjörnu, hasla íslenzkir háskólamenn sér vöíl á nýjum sviðum þjóðlífsins og ganga til starfa í heimi náttúruvísinda og verklegra framkvæmda. Við ald arhvörfin er Þorvaldur Thor- oddsen — vísindamaður á al- þjóðamælikvarða — þegar önn- um kafinn við rannsóknir á nátt úru landsins, — en Sigurður Thoroddsen hefur þá nýlega — fyrstur íslendinga — lokið prófi í verkfræði, en annar mennta- maður, Jón Þorláksson, síðar landsverkfræðingur og forsætis- ráðherra, er í þann veginn að ljúka verkfræðinámi sínu. Eigi var þó skilningur manna á hag- nýtu gildi sérfræðináms í raun- vísindum meiri en svo, að nærri liggur að segja megi, að skilningsleysi yfirvalda og al- mennings hafi valdið því, að fyrsti verkfræðingurinn hvarf frá verkfræðistörfum yfir í kennslu. Hefur fálæti gagnvart sérfræðiþekkingu reyndar orðið furðu lífseigt hér á landi, og jaðraði við um skeið, að mörg- um væri það eins konar trúar- atriði. Mun sú afstaða meðal annars hafa átt rætur sínar að rekja til þess, að menn gerðu sér ekki nógu ljósa grein fyrir þeim mun, sem á vísindalegum útreikningum og sérfræðilegum áætlunum annars vegar og verk legri hagsýni eða verklægni hins vegar, en hún er að sjálf- sögðu mjög mikilsverð í öllum störfum, þótt hún geti engan veginn staðið ein sér og þurfi að styðjast við vísindalegar stoð ir, þegar um meiri háttar fram- kvæmdir er að ræða. Hefur mis- skilningur þessi ef til vill að einhverju leyti tafið hérlenda tækniþróun, enda þótt vantrú á vísindi og langskólagengna menn hamlaði því ekki, að æ fleiri af æskumönnum landsins legðu inn á brautir háskólanáms og vísindalegrar þjálfunar, og hösl- uðu sér að loknu námi völl á vettvangi atvinnulífs og náttúru vísinda. Smám saman hefur svo straumur tímans, með aukinni Hákon Guðmundsson. bjartsýni og trú á það, að þetta land ætti ærinn auð, ef menn kynnu að nota hann, skapað þessum menntamönnum nýja tímans starfsmöguleika og víkk að það svið, þar sem þekking háskólamenntaðra manna gat komið þjóðinni að notum. Og nú hittum við þá hvarvetna við þýðingarrrþkil og ómissandi störf, enda verður verksvið þeirra víðfeðmara og þörfin fyr ir þá brýnni með hverju ári sem líður. Það yrði of langt mál að rekja til hlítar öll þau störf, sem þannig eru komin á hendur manna með háskólamenntun. Við skulum rétt til yfirlits rekja stærstu drætti starfssviðs þeirra. Ef við byrjum á orkuverun- um mætum við þeim þegar í upphafi við nákvæmar og fjöl- þættar athuganir og mælinga- ar, við jarðfræðilegar rannsókn- ir og hávísindalega útreikninga, þar sem rafmagnsfræðingar og vélaverkfræðingar og arkitektar leggja grunn að orkuverum nú- tíðarinnar. Þessar virkjanir veita svo orku sinni til iðjuvera, sem byggja starfsemi sína á háþró- aðri tækni og vísindalegri ná- kvæmni, og mætum við þannig efnaverkfræðingunum víðs veg- ar í hinu fjölbreytilega völund- arhúsi iðnaðarins. Við sjávarsíð- una og á hafinu umhverfis land ið vísar haffræðingurinn og fiskifræðingurinn leið að leynd- ardómum sævarins og auði hans, meðan starfsbróðir þeirra í landi teiknar og stendur fyrir smíði þeirra skipa, sem flytja aflann á land, en þar tekur fiskiðnfræðingurinn við honum og sér um, að hann fái þá með- ferð og nýtingu, sem þjónar því hvöru tveggja, að auka arð þeirra, sem þenna atvinnuveg stunda og stuðlar að því, að hin bezta vara komist á borð neytandans. Þá má ekki gleyma hinum viðskiptafróða háskóla- borgara, sem með hverju ári lætur meira til sín taka á sviði verzlunar og viðskipta og fær ásamt hagfræðingnum aukið verksvið, þegar farið verður inn á þá sjálfsögðu braut, sem reyndar er þegar byrjað, að gera áætlanir fram í tímann um búskap þjóðarinnar. Eigi er það síður mikilvægt, að háskólagengnir menn hafa þegar gengið í lið með bændum landsins og eiga þar þó enn stærra hlutskipti fyrir höndum. Nútímabóndinn hefur ekki leng ur ráð á því, að reka búskap sinn eftir hinni gömlu happa og glappa-aðferð. Hann kemst ekki hjá því, góðbóndinn, hins nýja tíma, að byggja starf sitt og fram leiðsluhætti á rannsóknum bú- vísindamannsins, jarðvegsfræð- ingsins, kynbótafræðingsins og vísindalegum tilraunum jurta- fræðingsins í grasrækt og rækt- un annarra nytjajurta, og hann verður einnig, að fela hinum hæfustu sérfræðingum meðferð og vinnslu afurða sinna. Þá má ekki gleyma þeim lærðu mönn- um, veðurfræðingunum. Að vísu ráða þeír ekki enn veðri og vindum, en eru þó orðnir svo snar þáttur í daglegu lífi voru, að það er að kalla gleymd saga, að bændur og sjómenn urðu að láta sér nægja blikur og bólstra sem spásögn um veð- ur komandi dags, ef þeir voru ekki svo heppnir að eiga sér draumkonu, sem hvíslaði að þeim veðurspánni. Auðvelt væri, að halda þann- ig áfram að rekja dæmi því til sönnunar, hversu not náttúru lands vors eru orðin háð námi manna, sem aflað hafa sér þekk ingar í svokölluðum hagnýtum fræðum og raunvísindum, með háskólagöngu hérlendis eða er- lendis. Er þjónusta þessara menntamanna þegar orðin snar- ari þáttur í framleiðsluháttum og rekstri þjóðarbúsins en menn gera sér grein fyrir að óathug- uðu máli. Og eigi þarf mikla spásagnargáfu til þess að sjá, að hluttaka hins háskólamennt- aða manns í þjóðlífinu mun fara sívaxandi á komandi árum, ef íslenzka þjóðin ætlar að halda atvinnuvegum sínum í horfi á þessari öld tækni og hraða, og verða þess umkomin að brauð- fæða og ala önn fyrir mjög auknum fólksfjölda. Sé nú auk þessa litið til þeirra fjölmörgu háskólamanna, sem skipa þær stéttir, er eiga sér lengri og rótgrónari sögu í lífi þjóðarinnar, en náttúrufræðing- ar og raunvísindamenn, svo sem lögfræðingar, læknar, prestar, fræðimenn og fjölmenn kennara stétt, má það vera lýðum ljóst, hve fjölþættu og mikilvægu hlut verki háskólagengnir menn gegna í önn og starfi líðandi stundar. Og það gefur nokkra hugmynd um þátttöku þeirra í félagsmálum og opinberu lífi, að af kjörnum fulltrúum þjóð- arinnar til setu á Alþingi ís- lendinga hefur hartnær helming urinn, eða 27 alþingismenn af 60, háskólanám að baki. Hins vegar mun láta nærri að 1300 félagar, konur og karlar, séu innan samtaka háskólagenginna manna. Þegar þessa alls er gætt, sem nú hefur verið rakið, vona eg að það verði eigi talið ofmat, þótt þjóðfélagslegt mikilvægi hinna háskólamenntuðu manna sé metið að jöfnu við undirstöð- ur og stálgrind stórbyggingar, enda er það ekki ætlun mín með þeirri samlíkingu, að stíga skóinn niður af öðrum þegnum þjóðfélagsins. Má og í því sam- bandi hafa það hugfast, að svo nauðsynleg sem grindin er bygg ingunni, þá veitir húsið þó eigi það skjól, sem því er ætlað, nema veggir séu klæddir og gler í gluggum, enda er því að sjálf- sögðu svo farið um hinar mörgu starfsgreinar þjóðfélagsins, að hver og ein gegnir sínu hlut- verki, litlu eða stóru, sem nauð synlegur þáttur hinnar sam- virku heildar. Og þá fyrst er samfélag manna komið í rétt horf, þegar hver og einn leggur rétt mat á starf og stöðu hins. Enn er þess að minnast, þeg- ar rætt er um gildi æðri mennt unar, að vísindamennska , og sérfræðiþekking á að verða til þess, að lyfta þjóðfélaginu í heild til meiri menningar. Er þar hvort tveggja, að dregur hver dám af sessunaut sínum og svo hitt, að þegar atvinnuveg- imir eru komnir á það stig, að hafa í þjónustu sinni margt manna með vísindalega þjálfun og þekkingu, þá þarfnast þeir aftur í ríkum mæli starfsfróðra aðstoðarmanna, sem fengið hafa þjálfun til þess að fara með þau tæki og beita þeim aðferð- um, sem sérfræðiþekkingin vís- ar leiðina til. Mun nokkuð hafa á skort, að þessu hafi verið gefinn nægur gaumur hér á landi, þótt nú sé sýnilega að verða breyting í þeim efnum. En hvað bera nú þessir hlut- gengu háskólamenn úr býtum? Hver er hlutur þeirra við afla- skipti þjóðfélagsins? Hvað er það sem til skipta á að koma? Er það ekki sú fúlga, sem þjóðarheildin dregur í bú sitt á ári hverju? Og þeim feng eiga svo stéttir og starfs- greinar að skipta í réttu hlut- falli við aflahæfi sitt og starfs- framlag, enda sé lagt til grund- vallar tiltekið lágmark, sem endist til mannsæmandi lifnað- arhátta. Sé nú litið til kjara háskóla- genginna manna á íslandi, þá eru störf þeirra, eins og rakið hefur verið, mjög margvísleg og launakjör þeirra að sama skapi ólík. Er því nokkur vandi á höndum, ef gera skal nákvæm- an samanburð á launum þeirra og annara þegna þjóðfélagsins, þar sem alhliða línurit eða töfl- ur eru ekki tiltæk. Eigi að síð- ur eru þó fyrir hendi nægileg gögn til þess að draga af ýms- ar ályktanir og athugun á þeim leiðir í Ijós það mikilvæga atr- iði, að kjör háskólamenntaðra manna hér á landi eru hlutfalls lega mun lakari en hliðstæðra manna í öðrum löndum, sem heimilt er að jafna til, ^svo sem á Norðurlöndum, en þar mun vera komið á nokkuð fast hlut- fall milli launakjara verka- og iðnaðarmanna annars vegar og manna með háskólamenntun hins vegar, þótt það hlutfall sé reyndar dálítið mismunandi í hverju landi fyrir sig. Þannig mun háskólakennari í Svíþjóð, svo dæmi sé nefnt, fá eigi minna en fjórföld verkamannslaun; norskur stéttarbróðir hans hálf þriðju verkamannslaun, en íslenzki háskólakennarinn fær, eftir 5, 6 eða 7 ára háskólanám Iiðlega hálf önnur verkmanns- laun, og skal því þó engan veg- inn haldið fram, að hlutur verka mannsins sé of stór. Séu önnur störf hérlend athuguð, kemur i ljós, að fjölmargir launþegar með 4—5 ára háskólanám að baki jafnast í kaupi hvorki á við matreiðslumenn né vélstjóra, að maður tali nú ekki um þjóna á veitingahúsum eða pilta, sem skreppa á síld, þegar vel geng- ur. Hins vegar geta þeir ef til vill farið fram úr stýrimanni á fyrsta starfsári og tekst máski Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.