Morgunblaðið - 12.12.1961, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.12.1961, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. des. 1961 Svefnsófar Getum afgreitt fyrir jólin svefnsófa. Vandaðir, smekklegir. — Vmsamlegast skoðið sýnishorn í verzlun okkar Greiðsluskilmálar: Jafnar afborganir. Kristlán Siggeirsson h.f. Laugavegi 13 — Sími !3879 LOKSIIMS geta flestir eignast það bezta Kynnið yður nýju verðin FAST HJÁ FLESTUM ursmíðaverzlunum BUSSE garnið Husmæður! Spyrjið um góða garnið mað hagstæða verðinu OG ÞAÐ FÁIÐ ÞÉR í EFTIRTÖLDUM VERZLUNUM : Skemmunni Hafnarfirði Sigríði Skúladóttur, Keflavík S. Ó. Ólafsson & Co. Selfossi Kaupf. N-Þingeyinga Kópaskeri Hafnarbraut 1 Norðfirði Sigurbjörgu Ólafsd., Vestmannaeyjum Sigurði Ágústssyni, Stykkishólmi Þórði Ásmundssyni Akranesi E. Guðfinnssyni, Bolungarvík Böðvari Sveinbjarnars. ísafirði Dverg Blönduósi Vöruhúsinu, Sauðárkrók Aðal umboð BUSSE-verksmiðjanna í Þýzkalandi t TH. MATHIESEN H.F. Laugavegi 178 — Sími 36570 Fiskimenn fái fulla abild oð ákvörðun um fiskverð Frá umrædum á Alþingi Á FUNDI neðri deildar í gær var frumvarp um sveitastjórnarkosn- ingar samþykkt við 3. umræðu og sent efri deild til afgreiðslu. Þá . var og tekið til 2. umræðu frumvarp um Verðlagsráð sjáv- arútvegsins. Pétur Sigurðsson (S) gerði grein fyrir breytingartillögum, sem meirihliuiti sjávarútvegsnefnd ar lagði til, og sagði m.a., að í nefnd þeirri, sem samið hefði frumvarpið og skipuð var full- trúum verkalýðssamtakaima, út- gerðarmanna og fiskkaupenda, hefði orðið samkomulag um öll atriði nema tvö: skipun verðlags- ráðs og hlutverk yfimefndar og starfssvið henjnar, og þó hefði þar aðeins verið um einn fulltrúa að ræða, sem ekki gait myndað sam stöðu um þau atriði. Þessu sam komiulagi bæri að fagna svo og því, að nú fá fiskimenn fulla aðild að ákvörð- un um fiskverð, sem þeir hafa lengi keppt að. Með tilliti til þessa hefðu nefndarmenn ekki talið rétt að gera verulegar breyt ingar á frumvarpinu. Við 9. gr. hefði þó verið talið rétt að gera þær breytingar, að skýrt komi fram í greininni, annars vegar, að um neitunarvald sé að ræða fajá einstökum aðilum í verðlags- ráði, og einnig, að nefndarmað- ur sá, er tilnefndur er af hálfu LÍÚ, hafi engra hagsmuna að gæta í samtökum fiskkaupenda. Kvað hann breytingar þessar settar í því skyni að koma í veg fyrir hugsanlega tortryggni, enda tryggt, eftir breytingarnar, að þannig sé um hnútana búið, að hlutur sjómanna verði tryggður. I>á kvaðst hann heldur hafa kos- ið, að fækkað hefði verið í nefnd ARINiOLD keðjur og hjól Flestar stærðir fyrirliggjandi. Landssmiðjan j inni þannig, að jafn margir hefðu verið frá útgerðarmönnum og sjómönnum, þrír frá hvorum, en hefði ekki viljað setja málið í hættu með því að koma með breytingartillögu þess efnis, sér- staklega ekki eftir að 9. gr. leið- réttist, vegna þess, að þetta mál hefir svo mikla þýðingu fyrir fiskimenn, að það verður fram að ganga. Gisli Guðmundsson (F), fram- sögumaður 1. minnihluta sjávar- útvegsnefndar, tók næstur til máls. Sagði hann m.a., að breyt- ingartillögur sínar miðuðust að verulegu leyti við að taka tiilit til minnihlutans í undirbúnings- nefndinni \ því skyni að auka lík- ur fyrir allsherjarstuðningi við löggjöfina í framkvæmd. Efni breytingartillagnanna væri; að fulltrúum fisksöluaðila verði fjölgað um einn, þannig að ASÍ fái tvo fulltrúa og yrðu þá full- trúar sjómanna jafn margir full- trúum útvegsmanna; að fulltrú- um fiskkaupenda verði fjölgað 'Um einn, þarnnig að félög fisk- vinnslustöðva á Norður- og Aust urlandi og á Vestfjörðum fái einn fulltrúa hvort, en fulltrúum Sölu miðstöðv. Hraðfrystihúsanna fækki um einn; að sett verði ákvæði, er tryggi, að fulltrúar í verðlagsráði eigi ekki hagsmuna að gæta, sem brjóti í bága við hagsmuni 'þeirra aðila, sem þeir eru fulltrúar fyrir; að stofnun yfirnefndar með oddamanni til- nefndum af hæstarétti komi ekki til framkvæmda, nema fyrir liggi 'samþykki meirihluta fulltrúa fisksöluaðila og fulltrúa fiskkaup enda; að verðlagsákvörðun Verð lagsráðs eða yfimefndar gildi ekki lengur en fyrir eina vertíð eða veðiitímabil í senn; að kosn- aður samkvæmt lögunum greið- ist úr ríkissjóði en ekki úr fiski- málasjóði. Geir Gunnarsson (K), fram- sögumaður 2. minnihluta sjávar- útvegsnefndar, sagði m.a., að í tilhögun veigamestu atriða frum- varpsins væri stuðst við meiri- hlutasamþykki undirbúnings- nefndarinnar gegn atkvæði fuíl- trúa ASÍ, en skilyrði þess, að lög- in nái til'gangi sínum séu þau, að þau njóti trausts þeirra, sem laun sín eiga undir niðurstöðum verð- lagsráðs. Taldi hann því óviðun- andi, að lögin séu ekki í samræmi við tiliögur fulltrúa ASÍ, og lagði til, að fulltrúum sjómanna yrði fjölgað um einn og að gerðar- dómi yrði hafnað, en í stað þess héfji ríkissáttasemjari störf með nefndinni og hafi umboð til að láta greiða atkvæði um tillögur sínar innan þeirra samtaka. sem hlut eiga að máli. Gerðardómur- inn verði ekki til að leysa deil- urnar, faeldur muni þær koma fram í deilum útvegsmanna og sjómanna um hlutfall aflahlutar. En verði ákvæðið um gerðadóm samþyk'kt, lagði hann til, að ótví- rætt verði, að fulltrúi frá ASÍ eigi sæti \ yfi.mefndinni. Þá taldi hann og eðlilegt, að verðlagsráði sé skylt að birta opinberar skýrsl ur og reikninga, er liggja tii grundvallar ákvörðun fiskverðs hverjoi sinni. Enn fremur skuli aflaverð breytast jafnhliða og i réttd hlutfalli við breytingar, sem verða kunna á sbráningu gengisins. Ekki tókst að ljúka umræðum um frumvarpið á venjulegum fundartíma deildarinnar og var honum því fram haldið kl. 9 í gærkvöldi. Hionum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun, en þá höfðu Lúðvík Jósefsson (K), Eðvarð Sigurðsson (K), Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráð- herra, Björn Pálsson (F) og Karl Guðjónsson (K) talað og enn fremur höfðu þeir Pétur Sig urðsson og Gísli Guðmundsson tekið aftur til máls. Nýtt bílstöðvarhús AKRANESI, 11. des. — Nýtt bíl- stöðvarhús er risið af grunni hér í bænum,,á Kirkjubraut 39. Það er úr timbri og orðið fokhelt, ein hæð 160 fermetrar að víðáttu. Það eru bílstjórarnir, sem sögðu skilið við gömlu fólksbílastöðina, sem byggja húsið. Yfirsmiður er Guðmundur Magnússon, tré- smíðameistari. — Oddur. Ríkisreikningurinn 1960 lagður fram Á FUNDI efri deildar í gær yar 1.' umræða frumvarp um stáð- festingu á ríkisreikningnum 1960 og var samþykkt að vísa þvi til Z. umræðu og fjárhagsnefndar. Gunnar Thoroddsen f jármála- ráðherra gat þess m. a., að hann hefði gert allitarlega grein fyrir Lækkað verð Höfum ávallt fyrirliggjandi, í öllum stærðum: Lífstykki Corselet Slankbelti Brjósthöld Lækkað verð Saumum einnig eftir máli. Sendum gegn póstkröfu. IÍFSTYKKJM Frakkastíg 7. — Sími 22779. Hverfisgötu 82. — Sími 11788 afkomu ríkisins 1960 í fjárlaga- ræðu sinni og sæi því ekki ástæðu til að endurtaka þá grein argerð. Þó gat hann þess, að tvenns konar breytingar væru á reikningnum frá því, sem verið hefði. Ann ars vegar væri nú efnisyfirlit ítarlegra en áður, en það hefði þótt full stuttaralegt, og hins vegar væri nú í fyrsta skipti yfirlit um greiðslujöfnuðinn 1960. í því sam bandi gat hann þess, að nú væru uppi mismunandi skoðanir um, hvernig reikna skuli út greiðslu- jöfnuðinn. Eftir ríkisbókhaldinu væri þannig afkoma ríkissjóðs 1960 hagstæð um 10,7 millj. kr. en eftir útreikningum á greiðslu- jöfnuði hjá Seðlabankanum hag- stæð um 35, 4 millj. kr. Rétt hefði þótt að fylgja reglum ríkisbók- haldsins, hins vegar séu lög þar að lútandi í endurskoðun og gert ráð fyrir, að koma á fastari reglu um greiðslujöfnuðina m. a.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.