Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 24
DAGAR TiL JÓLA DAGAR TIL JÓLA 282. tbl. — Þriðjudagur 12. de^ember 1961 Vegir skána nyðra en IHér er Reykjavíkurmeistarar^ Fram í handknattleik karla.# Þeir sigruðu í úrslitaleiknuni með yfirburðum og unnu bik-j| arinn verðskuldað. Ljósm. Sv. Þormóðsson. % <s> Stúdentar í vinnu AKUREYRI, 11. des. Enn er vega samband heldur erfitt út frá Ak ureyri. Austur um Vaðlaheiði og um Dalsmynni eru vegimir ófær- ir en Vegagerðin hefir í athugun að Iáta ýta Dalsmynni. Til Greni víkur er fært öflugum bilurn og Enn fnríð tíl Ieitnr n Mý- vctnsöræíum Grímsstöðum, Mývatns- sveit, 11. des. — Slæmar heimtur eru á fénu, sem var á Austurfjöllum. f gærmorgun fóm 8 menn aust' ur til a ðleita. Hafa þeir meði sér þrjá hunda, sem leita aðl fé í fönn og snjóbíl hafa þeir, til aðstoðar. Eftir var að, smala útjaðra leitarsvæðisinsj vegna ófærðar, sem þar var. Nú fer snjóbíllinn á þau1 svæði. Hann treður ágætarj slóðir fyrir féð. -— Jóhannes. þar er unnið að lagfæringu .Til Dalvíkur er einnig fært kraft- miklum bilum og sá vegur mun eitthvað lagfærður á næstunni. Um öxnadal og öxnadalsheiði er ófært en menn frá Vegagerð inni voru þar í dag að athuga um móguleika á að opna veginn. Þeir voru ekki komnir hingað til bæj arins í kvöld og er því ekiki hægt að segja um árangur af rannsókn þeirra. Tíu hjó'la truklcur kom yf ir öxnadalsheiði í nótt og mun hann hafa verið um 12 klst. frá Kotum í Norðurárdal og inn á Moldhaugnaháls. Fram Eyjafjörð inn er sæmileg færð einkum að vestanverðu. Við hlákuna síðustu daga hefir snjórinn nokkuð sigið, en mun fastari fyrir og því erfiðara að ryðja vegina. Akureyrarflugvöll ur var lokaður í gær vegna bleytu og hálku, en vél kom hing að í dag. — St. E. Sig. F ræðslunámskeið Gdð síld undan Jökli í Valhöll NÆSTI fundur á fræðslunám- skeiði Verkalýðs ráðs og Óðins um atvinnu- og verkalýðsmál verður haldinn í Valhöll í kvöld kl. 8:30. Birgir Kjaran, alþm., flytur fyrirlest- ur um kommún- ismann og fram- kvæmd hans. — Æð erindinu loknu verður málfundur. Fram- sögumenn: Helgi Hallvarðsson og Erlingur Gíslason. Tvö innbrot AÐFARANÓTT sunnudagsins voru tvö innbrot framin í Rvík. Stór rúða var brotin í Radíó- búðinni að Klapparstíg 26 og þaðan stolið litlu „transistor" ferðaútvarpi. Þá var einnig brotin rúða í sýningarglugga Úra- og skart- gripaverzlunarinnar að Vestur- götu 16, en styggð virðist hafa komið að innbrotsþjófnum, og var engu stolið úr glugganum þótt af nógu væri að taka. smásíld úr Miðnessjö ALLGÓÐ síldveiði var í fyrrinótt og komu bátar margir með mikinn afla til hafnanna hér við Faxafló- ann. Síldin var góð, sem veiddist undir Jökli, en úr Miðnessjónum var hún frem ur smá og fór öll í bræðslu. Til Reykjavikiur komu: Stein- unn með 650 tunnur, Dofri með 500, Helga með 500, Jökiull 500 og Stapafell með 800 tunniur. Öll ‘þessi skip voru með góða síld og fór hún til vinnslu í frystihús- um og til söltunar. Björn Jóns- son var með 700 tunur, Leifur Eiríksson með 350 og Hafþór með 250 tunnur. Fór þessi síld í bræðslu. Til Hafnarfjarðar kom Helgi Helgason frá Vestmannaeyjum með 800 tunnur af stórri og fal- legri síld og var hún unnin hjá fshúsi Hafnarfjarðar og fleírum. Ennfremur komu Fagriklettur og Varð að skjóta hrossin í ánni Bæ Höfðaströnd SÍÐASTLIÐINN laugardag var Símon Hartmannsson bóndi í Kolkuósi að sækja hross sín fram á Kolbeinsdal. Vegalengdin þangað er sem svarar klukkustundar ferð þegar færi er sæmilegt. Alger lega haglaust var þar frammi í dalnum, en Símon er hrossa ríkur maður. Færðin fram dalinn er nú svo slæm að það tók hann 2 daga að koma hrossum sinum heim. Á leiðinni henti það slys að tvö hross hröpuðu á snjófyllu ofan í Kolkuá. Svo hagar þarna til að fennt hafði yfir ána þar sem hún fellur í gili og átti að reka hrossin þar yf- ir. Snjófyllan féll þá niður og hröpuðu tvö hrossanna í ána. Varð Símon að skjóta þau bæði þar sem þau voru komin, þvi ógemingur var að ná þehn. Sjálfur lenti Símon í ánni en telur sér ekki hafa orð ið meint af þó var þarna 12 stiga frost. Nú er komin hláka hér nyrðra og sígur snjór fljótt svo hagi er að koma upp. Tveir bátar róa frá Ilofsósi og afla vel. — Björn. Héðinn með 300 tunnur hvor og Eldborgi nmeð fullfermi, sem fór 1 bræðslu. Til Keflavíkuir komu 14 skip með samtals 10.200 tunrtur síldar sem fékkst á nýjum slóðum vest- ur af Garðskaga. Var hún öll smá og fór í bræðslu Mest höfðu Pálina og Bergvík 1200 tunnur hivor og Ingiber 1000 tunmur. AKRANESI 11. des. — Fréttir af sildartbátunum kl. 8:30 á sumnudagskvöldið voru þessar: Fáir einir bátar sunnan að voru 'komnir á miðin tveggja klukku- stunda keyrslu NV af Sandgerði. Aðeins einn þeirra hafði fengið síld, Víðir II 500 tunnur. Bátam- ir, sem þarna voru færðu sig utar og fengu þá allir síld, millisild og smásíld, sumir fuillfermi. Þrír bát ar voru á síldanmiðumum vestur af Jökli, og átti að heita svo að hægt væxi að kasta þar. Eitthvað af bátum, þ. á m. frá Hafnarfirði, voru á leið vestur á miðin. 10 bátar vesturfrá fengu síld. Skátar í Hafnar- firði safna í kvöld og annað kvöld HAFNARFIRÐI — f kvöld og annað kvöld fara skátar um bæinn á vegum Vetrarhjálpar innar til að safna gjöfum til bágstaddra nú fyrir jólin. Er ekki að efa að bæjarbúar munu taka þeim vel eins og undanfarin ár. Þá vilja nefnd armenn Vetrarhjálparinnar benda góðfúslega á, að þeir taka við gjöfum, en meðal nefndarmanna em báðir sókn arprestarnir, Gestur Gamalíels son, Guðjón Magnússon og Þórður Þórðarson. Umsóknir og ábendingar um aðstoð þurfa að hafa bor izt nefndinni fyrir næstkom andi sunnudag. Landlega var hjá bátunum hérna á sunnudaginn, en allir hringnótabatarnir fóru út á mið- in í morgun. í dag voru 4 trillubátar á sjó og auk þeirra þilfarsbátarnir Ingvi og Jódís. Hæsta trillan fiskaði 1350 kiló, Ingvi 1500 kg. og Jódís 1300 kg. á 15 bjóð. Allt var það ýsa. — Oddur. SANDGERÐI, 11. des. — Á laug- ardag komu inn 5 síldarbátar með 732 tunnur. Aflahæstur þeirra var Jón Gunnlaugs með 247 tunnur, Jón Garðar með 222 Og Guðbjörg 141. í dag, mánudag, komu tveir bátar inn með 619 tunnur, Jón Garðar með 309 og Guðbjörg 310. — P. VINNUMIÐLUN stúdenta starf- ar nú sem að venju fyrir jól, en eitt af veigamestu verkefnum hennar undanfarin ár hefur ein mitt verið að hafa milligöngu um vinnu stúdenta fyrir jólin og fram yfir áramót. Gott sam- starf hefur jafnan verið milli nefndarinnar og atvinnurek- enda, sem í vaxandi mæli hafa snúið sér til hennar í leit að starfskröftum. Stúdentar eru margir hverjir á lausum kili i jólaleyfinu og kemur sér þá vel fyrir þá að geta unnið sér inn nokkurn aukaskilding. Það var til þess að greiða fyrir slíku, sem vinnumiðluninni var upp- haflega komið á fót, en reynsl- an hefur sýnt, að starfsemi henn ar hefur oft og tíðum ekki ver- ið síður atvinnurekendum í hag. Þeir sem æskja þess að ráða stúdenta til starfa fyrir þessi jól geta haft samband við skrif stofu stúdentaráðs í Háskólan- um, sími 15959 daglega milli kl. 11—12 og auk þess mánudaga ■kl. 3—5, og þriðjud. til fimmtu- dags kl. 2—3. Arekstursþvaga á Míklubraut Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ um kl. 20.00 lentu fimm bíl- ar saman í bendu á nýjasta hluta Miklubrautarinnar. — Skömmu síðar lenti bifreið á lögreglubílnum er flutti lögreglumenn á staðinn til þess að rannsaka fyrri árekstrana. Þessi árekstursþvaga hófst á því að bifreið dró aðra eftir Miklu- brautinni, en nam staðar skammt vestan við gamla Kringlumýrar- veginn. Skömmu síðar kom að lítil bifreið og tókst henni eftir erfiðleika að stöðva án þess að lenda á hinum en var þá komin út af akreininni. Þarna var gler hált en leit út til að sjá eins og væri aðeins bleyta á veginum, en reyndist launhált undir. Þar næst kom leigubifreið og gat ekki stöðvað í tíma heldur lenti á hliðarskriði á hinum þremur, sem fyrir voru. Skömmu síðar kom fimmta bifreiðin og hafnaði hún í kösinni nákvæmlega eins og leigubifreiðin. Lögreglan var til kvödd til að rannsaka áreksturinn og lagði hún bifreið sinni skammt austar. Skömmu síðar kom svo ein bif- reið enn og brunaði aftan á lög- reglubifreiðina. Engin slys urðu á mönnum. , Sjálfstæðisfélagið f»orsteinn<; Ingólfsson heldur fund< fimmtudagskivöldið 14. des. n. < J k. að Klébergi á Kjalarnesi. Fundarefni: Kjörnir fulltrúar í kjör- < dæmaráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.