Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 1
24 síður X 48. árgangur 283. tbl. — Miðvikudagur 13. desember 1961 Prentsmiðja Moriunhlaðsin* Moke lofar lokasigri í Katanga Deilt um flugvélasprengjur í brezka þinginu Elisabethville, 12. des. E N N er barizt í Elisabeth- ville og hafa bardagar stað- ið þar í átta daga samfleytt. Sprengjuvörpur SÞ héldu uppi látlausri skothríð í borg inni í dag, en yfirmaður Katangahers, Norbert Moke, hefur lofað hermönnum sín- um lokasigri. í Bretlandi hefur styrjöld- iji valdið miklum deilum í þinginu og í Belgíu hefur Paul Henri Spaak ráðist á SÞ fyrir hernaðarrekstur þeirra í Katanga. Utanríkisráðherrar Banda- ríkjanna, Bretlands, Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands eru um þessar mundir á ráð- stefnu í París og er búizt við að henni ljúki í kvöld. Talið er að ráðherrarnir muni gefa út sameiginlega áskorun um vopnahlé í Katanga. Árás á sjúkrahús. Upplýsingamálaráðherra Kat- anga, Albert Nyembo, sagði í dag að flugvélar SÞ hafi gert árás á sjúkrahús í Chinolobwe, sem er skammt frá Jadotville. Hafi flug- vclarnar skotið eldflaugum og úr vélbyssum á sjúkrahúsið. Fjór ir menn létust í árásinni og all- marigir sserðust. Þá var Canberra þota tvívegis send yfir pósthús og járnbrautarstöð Elisabethville, en ekkert varð úr árás á bygg- ingarnar. Hermenn Katanga skutu á þotuna úr riflum og hríð- skotabyssum. Mun þotan hafa verið send til að draga athygli Katangamanna frá flutningaflug- vél_ sem var að lenda á flugvelli SÞ við borgina. Úr vörn í sókn. í dagskipan sinni til Katanga- hers sagði Moke hershöfðingi að herinn hefði hvergi hörfað und- an SÞ frá því bardágar hófust. „Við munum brátt snúast úr vörn í sókn,“ sagði Moke. Hann sagði að Katangaherinn væri nú síðasta vömin gegn sókn komm- únismans í Mið-Afríku, gegn nýrri nýlendukúgun. sem ekki væri unnt að bera saman við þá, sem nýlega væri létt af Afríkubú um. Stjórn sænska SÞ-hersins í Kat anga tilkynnti í dag að sænskum orustuþotum hafi tekizt að eyði- Framhald á bls. 2. Heimta Heusing- er framseldan Grófur og hlœgilegur áróður, segja Bandaríkjamenn Kínverjar og Albanír fjar- staddir Varsjá, 12. des. — (IÍTB) — í D A G hófst í Varsjá ráð- stefna efnahagsráðs komm- únistaríkjanna í Austur-Ev- rópu (Comecon) og voru þar mættir fulltrúar frá öllum ríkjunum nema Albaníu. — Kína hefur venjulega sent áheyrnarfulltrúa á ráðstefn- ur Comecon, en gerir það ekki að þessu sinni. Hins vegar eru mættir fulltrúar frá Norður Kóreu, Norður- Vietnam og Ytri Mongolíu. Ekki er búizt við að rætt verði á ráðstefnunni um sam- bandsslit Sovétríkjanna og Al- baníu. En ekki verður hjá því komizt að ræða viðskipti Var- ejárbandalagsrikjanna við Al- baníu. Heyrzt hefur að skip, eem Albanir hafa fest kaup á frá pólskum skipasmíðastöðv- um, hafi ekki verið afhent og að pólsk skip hafi átt í erfið- leikum i albönskum höfnum. Moskvu, 12. des. — (NTB-AP) I ORÐSENDINGU, sem Banda- ríkjastjórn var afhent í dag, fara Sovétríkin fram á að fá framseldan Adolf Heusinger hershöfðingja, sem er formaður fastanefndar Atlantshafsbanda- lagsins í Washington. Segir í orffsendingunni aff Heusinger eigi aff mæta fyrir rétti í Moskvu vegna striffsglæpa, sem hann á aff hafa framiff í Sovét- ríkjunum í siðustu heimsstyrj- öld. — Varnarmálaráðuneyti Vestur- Þýzkalands hefur gefið út yfir- lýsingu í sambandi við þessa orðsendingu Rússa. Segir þar að hér sé um að ræða enn eina tilraun Rússa til að eyðileggja samtök hins frjálsa heims með því að bera fram ásakanir á Vestur-Þjóðverja, sem ekki hafa við nein rök að styðjast. ENGIN TILVILJUN Brezka stjórnin hefur ekki látið uppi álit sitt varðandi orð- sendinguna, en bent er á það I London að tæpast sé um til- viljun að ræða þegar orðsend- Framh. á b)s. 2. Saka hvorir um árásir Lissabon, 12. des. (NTB). YFIRVÖLDIN í Portúgal mót- mæltu í dag eindregiff ásökunum Indverja um að portúgalskir her- menn í Goa hefffi í frammi ögran ir og yfirgang gagnvart Indlandi. í tilkynningu stjórnarinnar segir hinsvegar að hún hafi sann- anir fyrir því aff indverskir skæruliffar hafi veriff sendir til Goa og séu þeir búnir indversk- um vopnum. Þá segist stjórnin hafa fengiff skýrslur um árásir Indverja við iandamærin, skerff- Rússar senda Dönum mótmæli vegna sameiginlegrar herstjórnar á Eystrasalti Kaupmannahöfn, 12. des. (NTB). í DAG var sendiherra Dana í Moskvu afhenit orffsending stjórn- ar Sovétríkjanna til stjórnar Danmerkur. Ekki hefur efni orff- sendingarinnar veriff birt en þó veriff skýrt frá því aff í henni mótmæli Rússar aðild Dana að sameiginjegri dansk-þýzkri her- stjórn á Eystrasalti. Talið er að í orðsendingunni komi fram sömu mótmæli og birt voru í Izvestia, málgagni stjórn- ar Sovétríkjanna, hinn 4. þ.m. Sagði blaðið þá að sameiginleg herstjórn Dana og Vestur Þjóð- verja yrði til þess að gera ástand ið á þessu svæði enn erfiðara en áður. Sovétstjörnin geti ekki látið sér á sama standa um þá stað- reynd að stjórn nágrannaríkis tekur ekkert tillit til glæpaað- gerða vestur þýzku stjórnarinn- ar. Þá sagði blaðið ennfremur að nú geti þýzku stríðsæsingamenn- irnir aftur hertekið Danmörku vegna undanlátssemi yfirvald- anna þar. AÐEINS TIL VARNAR Rússar hafa áður mótmælt sam eiginlegri herstjórn Dana og Þjóð verja. í ágúst s.l. sendi stjórn Sovétríkjanna Dönum orðsend- ingu þar sem hún lét 1 ljós áhyggjur sínar vegna væntan- legra samninga um sameiginlega herstjórn. Kampmann forsætis- ráðherra Danmerkur svaraði þeirri orðsendingu í október og benti á að hér væri ekki um ein- hliða dansk-þýzka samninga, heldur væri þetta ráðstöfun á vegum Atlantshafsbandalagsins. Sagði Kampmann að allar líkur bentu til þess að yfirmaður her- stjórnarinnar yrði Dani og hefur það nú komið á daginn með skip- un Hage Andersen hershöfðingja úr danska flughernum í embætt- ið. Lagði Kampmann þá áherzlu á það að þessi sameiginlega her- stjórn tæki aðeins við völdum ef ráðizt yrði á NATO. í frétt frá Osló er skýrt frá því að sendiherrum Noregs og Sví- þjóðar í Moskvu hafi verið afhent afrit af orðsendingunni til Dan- merkur. ingu á loíthclgi Goa og affrar ögranir. Fulltrúi Goa í portúgalskrá þinginu, Prinsoino Futtato, flutti í dag ræðu þar sem hann gerði deilu Indverja og Portúgala að umtalsefni. Deildi hann harðlega á Indverja fyrir árásir þeirra á Goa og sagði að undir engum kringumstæðum mætti innlima Goa í Indland. „Enginn í Goa óskar eftir öðru en portúgölskum yfirráðum“, sagði hann. Dagblöðin í Lissabon birtu f dag fréttir um áleitni Indverja i Goa og hefur eitt blaðið það eftir fréttaritara sínum að íbúarn ir hafi verið fluttir úr öllum ind- Frh. á bls. 23 V W' Areksfur í lofti BRÍÍSSEL, 12. des. — (NTB) — Tvær flugvélar belgíska flug- hersins rákust saman í lofti i dag skammt frá Mons í Suður Belgíu og fórust áhafnir beggja vélanna, alls sex menn. Slysið varð þegar stór flutn- ingavél af gerðinni C-119 var 1 aðflugi til lendingar á sama tíma og orustuþota var í flug- taki frá flugvellinum Chievres. Rákust vélarnar saman skammt frá flugvellinum og dreifðist brakið úr þeim yfir stórt svæði. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.