Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 2
V 2 UORCVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 13. des. 1961 Formenn þingflokka komma og Fram- sóknar gera sér títt um útgerðarmenn Skorað á útgerðarmenn að hefja róðra Framhaldsaðalfundur Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna hófst í gær kl. 2 síðdegis í Tjarn- arcafé og stóð hann enn er blað- ið fór í prentun. Eysteinn Jóns- son formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins heiðraði fundinn með nærveru sinni og hafði hann útvegað sér fulltrúaumboð, en hann hefir nú skyndilega fengið nr.ikinn áhuga fyrir útgerð þó ekki sé vitað til að hann hafi feng ist við slíkt áður, né heiðrað út- vegsmenn með setu á fundum þeirra. Lúðvík Jósefsson formað ur þingflokks kommúnista var einnig á fundinum. Þeir félagar létu sig meira varða afgreiðslu mála á þessum fundi en umræð- ur um fjárlögin á Alþingi sem yfir stóðu í gær. Reyndu þeir meðal útgerðarmanna að gera þann usla sem þeir máttu. Ekki var á miðnætti vitað um stjórnarkosningu sem fram átti að fara á fundinum, en samiþykkt var að skora á útgerðarmenn að hefja róðra um næstkomandi ára- mót með tiiliti til afgreiðslu á vátryggingariðgjöldum fiskiskipa flotans fyrir árin 1960—1—2 og í trausti þess að vaxta- og láns- kjör útvegsins verði lagfærð í samræði við ályktanir fundarins Lúðvik hafði meiri áhuga fyr- ir útgerðarmannafundinum en f járlagaumræðum á Alþingi. Atvinna venju tremur jóð á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 12. des. — Sæmi- legt atvinnuástand hefir verið hér í bæ í haust og vetur og betra en Siglfirðingar hafa átt að venj- ast á þessum árstíma. Héðan eru nú gerðir út tveir 50 tonna bátar auk fjöl<ia smá- báta, sem lagt hafa upp afla sinn hjá hraðfrystihúsi S. R. og ísafold. Afli bátanna hefir verið góður en gæftir stirðar að undan fömu. Hraðfrystihús S. R. tók á leigu vélbátinn Hring og hóf hann róðra 11. október s.l. Afli hefir verið 7 tonn að meðaltali í róðri. Hinn báturinn er Hrefna og hef- ir ísafold hann á leigu. Hann hóf róðra 15. sept. Auk þessa eru gerðir héðan út tveir togarar og hefur útgerð þeirra ekki stöðvast nema yfir síldarvertíðina og þá vegna mann eklu. Siglufjörður hefir nú engar samgöngur á landi eða í lofti og strjálar á sjó. Ibúum Siglufjarðar hefir farið Fær ekki fur- nrleyfi Stokkhólmi, 12. des. - (NTB) — |ALBERT LUTHULI, Zulu- j |höfðinginn, sem tók á móti < Ifriðarverðlaunum Nóbels í J ÍOsló s.l. sunnudag, fær ekki < >leyfi ríkisstjórnar S-Afríku til< cað koma við í Stokkhólmi áðj ^ur en hann heldur heimleiðis. < Þegar Luthuli sótti um leyfi < |til að heimsækja Svíþjóð, fórj |sendifulltrúi Svía í S-Afríku < ík fund utanríkisráðherrans í< |Pretoria til að fylgja umsókn' <finni eftir. Nú hefur sendiherra< |S-Afríku í Stokkhólmi til- ‘ |kynnt sænska utanríkisráðu- < tneytinu að Luthuli hafi verið< |synjað um fararleyfi. Segir ‘ Þsendiherrann að vegabréf < |Luthuli gildi aðeins til < |fararinnar til Osló og heim aft J |ur, en ekki fyrir heimsóknir< gtil annarra landa. Zb*rLá ALÞINGIS Sameinað Alþingi miðvikudaginn 13. des. 1961, kl. 1:30 miðdegis: 1. Fjárlög 1962, frv. — Frh. 2. umr. (Atkvgr.). — 2. Átta stunda vinnudag ur verkafólks, þáltilL — Frh. fyrri j umr. fækkandi síðan 1941 en þá voru þeir 3100. en eru nú 2800. Ein- angrun byggðarlagsins á ríkast- an þáttinn í fólksfækkuninni, Á undanfömum árum hefir Siglfirðingum verið gefið undir fótinn með byggingu flugvallar austan fjarðarins og sömuleiðis með lagningu vegar fyrir Sráka. Efndir hafa þó orðið litlar enn sem komið er. Bót á þessu er tví- mælalaust langstærsta hagsmuna mál kaupstaðarins í dag. Hér er nú blíðskaparveður og snjór lítill og minni en víða mun vera í nágrenninu. Stefán — Heusinger Frh. af bls. 1 ing þessi er afhent degi áður en ráðherrafundur Atlantshafs- bandalagsins hefst í París. í sama streng tekur talsmað- ur Bandaríkjastjórnar. Lincoln White blaðafulltrúi bandariska utanríkisráðuneytisins sagði í dag á fundi með fréttamönnum að ásökun Rússa á hendur Heus inger væri „grqfur og hlægileg- ur áróður", sem ætlaður væri til að koma á misklíð á fundi ráðherra Atlantshafsbandalags- ríkjanna í París. White skýrði frá því fyrir hönd Bandaríkja- stjórnar að ásakanir Rússa væru með öllu tilhæfulausar. EFTIR 16 ÁR Heusinger átti um skeið sæti í herforingjaráði Hitlers og var handtekinn í stríðslok. Sat hann í fangabúðum Vesturveldanna þar til árið 1948, en var aldrei sakaður um stríðsglæpi. Áð- ur en Heusinger var skip- aður formaður fastanefndar NATO, lét vestur-þýzka þingið fara fram rannsókn á ferli hans og reyndist Heusinger saklaus. Þýzka stjórnin bendir á það nú að undarlegt sé að krafa Rússa um framsal Heusingers komi fyrst fram 16 árum eftir að hann á að hafa drýgt glæpi þá, sem þeir saka hann um. AKRANESI, 12. des. — í kvöld kl. 10:20 voru bátarnir eitthvað byrjaðir að kasta, því að hann fór lygnandi. Þeir eru 18—30 sjómíl ur undan öndverðarnesi, en fram eftir kvöldi var þarna á miðunum vestan strekkingur. 60—70 skip eru nú á miðunum undan Jökli. — Oddur. og í trausti þess að komið verði á stofo verðlagsráði sjávarútvegs ins sem ákveði fiskverð fyrir 20. jan. n.k. sem viðunandi verði talið, í ályktuninmi segir að það séu eindregin tilmæli fundarins að útvegsmenn hefji róðra um land allt um áramót enda hafi samn- ingar tekist við sjómenn fyrir þann tíma. Eysteinn hefir nú allt í einu fengið áhuga fyrir útgerð og sat í fyrsta sinn aðalfund LÍÚ í gær. / fótspor Prag, 12. des. (NTB) —§ fTékkneska fréttastofan Cetel tskýrði frá því í kvöld aðj estjórn Tékkóslóvakíu hafi á-S fkveðið að kalla heim sendi-f Pherra sinn í Albaníu fyrirj |fullt og allt. Er Tékkóslóvakía fyrsta^ Mandið, sem fylgir fordæmi; í Sovétríkjanna, en þau slituj |stjómmállasambandi við Albj |aníu s.l. sunnudag. — Katanga Framh. af bls. 1. leggja eina af flugvélum Kat- amgahers. Var þetta flugvél af gerðinni de Havilland Dove. Sáu Svíar vélina á flugvelli við Kolwezi og hófu skothríð á hana. Kom upp eldur í vélinni og ó- nýttist hún með öllu. Dellur. Paul Henri Spaak utanríkisráð herra flutti í dag ræðu í belg- íska þinginu og réðist á SÞ vegna hernaðarins í Katanga. Sagði hann aðgerðir SÞ í Katanga óaf- sakanlegar og ómannúðlegar. Að gerðirnar væru ekki lengur lög- regluaðgerðir heldur raunveru- legur hernaður. 1 Bretlandi hefur Katangahern aðurinn valdið miklum deilum bæði milli flokka og innan íhalds flokksins. Aðal ágreiningurinn er varðandi beiðni SÞ um sprengjur til að nota í Canberra- þotur SÞ í Kongó. Brezka stjórn- in gaf vilyrði fyrir sprengjunum, en hægri armur íhaldsflokksins er eindregið andvígur því að þær verði látnar af hendi. Hafa 40 þingmenn neðri deildarinnar lagt fram frumvarp um vítur á að- gerðir stjómarinnar. Verðlauna öruggan akstur AKRANESI, 1. des. — Tveir menn komu hingað til bæjarins í dag á vegum Samvinnutrygg- inga til þess að verðlauna bíl- stjóra á Akranesi og í Borgar fjarðarsýslu utan Skarðsheiðar fyrir 5 og 10 ára öruggan akstur. Tíu bílstjórar hlutu 5 ára heið ursmerkið, en 12 bílstjórar fengu verðlaunapening fyrir 10 ára ör uggan akstur, og að auki fría tryggingu í eitt ár. — Oddur. * h*"" v Stori, y/Afrtoa*. KuUvM HiHm* 1 l V sv50hnúfor » ÚSi 'W* R Þrumur VrA'.tvaH HiUski! L&LaoS 1 ... .. B ®§l|f A fjórða fug nýrra bóka hjá ísafold Margar þeirra hinar athyglisverðustu BÆKUR ísafoldar í ár eru á milli 30 og 40 talsins — alls 300 arkir eða um 5000 blaðsíður að stærð. Meðal þessara bóka eru öll leikrit Matthíasar Jochumssonar, ný útgáfa af íslenzkum þjóðhátt um Jónasar Jónssonar frá Hrafnagili og skáldsaga Guð- mundar Daníelssonar „Son- ur minn Sinfjötli“ — önd- vegisbækur, sem telja verð- ur mikinn feng að. Enn er um tugur bóka óútkominn. Þeir Pétur Ólafsson forstjóri og Sigurpáll Jónsson ræddu við fréttamenn í gær og greindu þeim frá útgáfustarfseminni Var þá einnig viðstaddur Árni Krist- jánsson, tónlistarstjóri, sem séð hefur um útgáfuna á leikritum Matthíasar, en þau birtast nú i fyrsta skipti í heildarútgáfu Hef ur dr. Steingrímur J. Þorsteins- son prófessor ritað ítarlegan for- mála um leikritagerð skáldsins. Leikritin eru 8 íalsins og hefur eitt þeirra, leikritið .Taldir af“, aldrei birzt á prenti áður — Hiti nýja skáldsaga Guðmundar Daníelssonar hefur þpgar vakið mikla athygli og umtal; og er sama að segja um Þjóðhætti Jón- asar frá Hrafnagili, sem til þurfa að vera á hverju heimili og hafa þegar komið út í tveim útgáfum. Meðal útgáfubóka ísafoldar kennir annars margra grasa, eins og oftast áður. Eru bækurnar ýmist þjóðlegar, fróðlegar eða skemmtilegar — jafnvel allt i senn. Þar er að finna lesefni fyrir fólk á öllum aldri. Það er athygl- isvért, að naumas* er hægt að segja, að nokkur bókanna sé sér- staklega bundin við jólamarkað- inn — þótt flestar ef ekki allar séu þær mjög góðar og gagnlegar jólagjafir, eins og þeir munu kom ast að raun um, sem kynna sér rnálið nánar. „Antigona" Sófóklesar er þýdd úr frummálinu af dr. Jóni Gísla syni skólastjóra, sem jafnframt ritar fróðlegan inngang um þró- un leiklistar; „Tístransrímur“ og fleiri rímur Sigurðar Breið- fjörð birtast hér í útgáfu Svein- bjöms Beinteinsisonar; nýr höf- undur, Gísli Kolbeinsson, ritar bókiná „Rauði kötturinn“ sem fengið hefur góðar viðtökur, það 1 sem af er; tvær bækur „í suður- höfum" og „Gullæðið“, bætast nú í safn bóka Jaek London, en þær hafa komið út hjá Isafold hver af annarri siðustu árin og eignast mikinn fjölda aðdáenda; „Ástir Dostojevskys" eftir Slonim, „Ein- búinn í Himalaja" eftir Brunton og bók Anitru „Silkislæðan" eru hinar skemmtilegustu aflestrar. — Síðast en- ekki sízt skal svo getið hér nýjustu þátta Árna Óla úr sögu höfuðstaðarins, en þeir nefnast sem kunnugt er „Skugg- sjá Reykjavíkur", og frásagna Einars Ásmundssonar „Frá Græn landi til Rómar", sem víst má telja að verði víðiesnar. Ekki verður bókaútgáfa fsa- foldar sökuð um að gera ekki sitt, til þess að afstýra því, að yngsta kynsloðin fan í jolakött- inn. Af barna- og unglingabók- um' forlagsins, sem út eru að koma um þessar mundir, má m a. nefna nýjustu bók Stefáns Jóns- sonar kennara, „Börn eru bezta fólk“ tvær bækur eftir barna- bókahöfundinn Kára Tryggvason, „Sisí, Túku og apakettirnir" og „Dísa og Skoppa“ sem báðar eru ætlaða* yngstu lesendunum, og loks norsk unglingabók, „Litli vesturfarinn", sem fengið hefur mjög góða dóma og kemur nú út í islenzkri þýðingu ísaks Jóns- sonar skólastjóra. fleira í deiglunni Eins og getið var í upphafi, er enn í deiglanni hjá ísafold tugur nýrra bóka, sem koma munu út nú fyrir jólin eða upp ur nyari. Ein þeirra, „Orustan um Atlants- hafið", ef'tir Donald Macintyre kemur' út á laugardaginn, þýdd af Hersteini Pálssyni. Segir þar m.a frá þeim átökum í síðarl heimsstyrjöldinni, sem ísland kom hvað mest við sögu Enginn vafi leikur á að .nörgum mun bykja iorvitnilegt að lesa frásagn ír þessar, sem varpa nýju ljósi á liðna atburði. — Ennfremur er þess nú skammt að bíða, að út komi rit til minningar um Bene- dikt kaupmann Þórarinsson eil það mun hafa að geyma mjög fróðlegar ritgerðiir 13 kunnra fræðimanna. Ekki er kostur að rekja hér frekar að sinni bókaútgáfu Isa- foldar um þessar mundir — en þeim, sem leita vilja ítarlegri upplýsiniga, er óhætt að visa í bókaþúð útgáfunnax í Austux- stræti 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.