Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. des. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 5 MFNN 06 1= MAŒFN!= NÝLEGA ER kömin út bókin „Skáldkonur fyrri alda“, eftir frú Guðrúnu P. Helgadóttur, skólastjóra. Kvöldrvökuútgáf- an á Akureyri gefur bókina út, og hún er prentuð í Hóla- prenti. Við reeddum fyrir skömmu nokkra stund við frú Guðrúnu um bókina. Hún sagðist vera mjög ánægð með útlit bókar innar og ytri frágang, sem Haf steinn Guðmundsson, prent- smiðjustjóri í Hólaprenti sá um. — Flestar dýrlingamyndirn ar í bókinni eru úr teppi Sol veigar Rafnsdóttur, abba- dísar á Reynistað, hélt frá Guðrún áfram. Teppi Solveigar er til á Þjóðminja- safninu. Solveig -var dóttir Rafns lögmanns Brandssonar hins eldra og gerðist nunna 1493. Á nýársdag 1508 var hún vígð abbadís á Hólum. Teppi hennar er einn merkasti kirkjugripur, sem geymst hef ur á íslandi og er_ tengdur nunnuklaustrunum. Á því eru sex helgra manna myndir. Efst er áletrunin: Abbadís Solveig Rafnsdóttir í Reyni- nesi. Ekki er vitað, hvort Sol- veig hefur saumað teppið sjálf, látið vinna það eða ein- hver hefur gefið það í hennar nafni. Ekkert mælir á móti því, að það sé frá hennar tím- um. — Hvað varð til þess, að þér tókust á hendur að semja þessa bók?, spyrjum við frú Guðrúnu. — Fyrir rúmum þremur ár- um sá ég á vegum Kvenstúd- entafélagsins um útvarpsþátt, sem nefndur var „Skáldkonur fyrri alda“ Og flutti þar stutt yfirlitserindi um þátt kvenna í fornum skáldskap og mennt um. Nokkru síðar fór Kristjón Jónsson, bæjarfógetafulltrúi á Akureyri, þess á leit við mig fyrir hönd Kvöldvökuútgáf- unnar, að ég tæki saman bók um þetta efni, og dróst ég að gera það. Þá vissi ég hvorki, hve fáar tómstundir ég hefði frá núverandi starfi mínu né hversu seinleg yrði leitin að ýmsu því, sem þyrfti að at- huga og vinna úr. — Hvað nær bókin yfir langt tímabil? — Frá upphafi fslandsbyggð ar til siðaskipta. Hugmyndin er, að síðar komi framhald, sem nær yfir síðari aldir, og hef ég þegar safnað allmikl- um drögum til þeirrar bókar. Þar eru heimildirnar mun fjöl breyttari og ítarlegri og úr miklu meira að velja. — Vilduð þér segja okkur frá skáldkonum til forna? — Mjög fáar íslenzkar skáld konur eru nafngreindar á fyrstu öldum Islandsbyggðar, og ekki hafa varðveitzt löng kvæði eignuð kónum. Ein eða tvær lausavísur fylgja nafni þeirra, þegar bezt gegnir, stundum aðeíns visnabrot eða AHEIT OC GJAFIR T.í' undirritaður hef að undanförnu veitt móttöku eftirtöldum peningagjöf um tii „lömuðu systranna á Sauðár- króki“: — Áheit frá Þ.S. kr. 100; J.B. 300; Gömul vinkona 200; NN 100; skipshöfnin Blíðfara 900; NN 100; afh. af Morgunblaðinu 30.405; Stefán Vil- inundarson 1000; Jón Hafsteinn 500; Ársæll Guðmundsson 500; Kristmann Þorkelius og böm 500; heimilisfólkið Brattahlíð 1000; ónefnd kona 100; skips höfnin Gnýfara 5000; Eyþór Hallsson ©g Ólöf Jónsd. 1000; Garðar Björnsson 3000; Guðbjörg Einarsdóttir og T>or- gils Baldvinsson 300; NN 200; Una 500; ýmsir á Akureyri 2900; Helga og Konráð 100; JJ 50; JSF 2000; GJ og BÞ 300; ÁS 200; Reimar 200; NN 26. júlí 100; NN 500; NN Kópav. 100; afh. »f Alþýðublaðinu 200; afh. af séra Pétri Sigurgeirssyni á Akureyri 2900; hldruð hjón 1000; G og E Bakka 700; Oskar Þorsteinsson Kjartansst. 300; Jóu Jóhannssou og Sigríður Árna- kviðllngar. Stundum bendir nafnið skáld eða skáldkona eitt til þess, að konan hafi ort. Elzta lausavísan, sem til er í þeirri mynd, er við þekkj- um nú, erstaka Þórunnar hús- freyju á Grund, dóttur Jóns Arasonar biskups. Þær konur, sem ég tel lík- legast, að beri skáldheiti sitt með réttu, eru Jóreiður í Miðjumdal, Steinunn Refsdótt ir og Steinvör á Keldum. Erf- itt er að vefengja, að þær hafi verið skáld. T.d. er heimildin fyrir skéldnafni Steinvarar mjög góð. í Skáldatali er hún talin með skáldum Gauts á Mel, návinar Hákonar gamla, en Skáldatalið hefur varð- veitzt í samlbahdi við Snorra- Eddu og geymst í Uppsalabók. Sennilegt er, að Egill Sölmund arson hafi haldið Skáldatali áfram eftir daga Snorra, en Frú Guðrún Helgadóttir skólastjóri, móðir Egils, Helga og Snorri voru alsystkin. Þarna er um heimild að ræða, sem ekki verður vefengd með neinum rökum, og ekki er ástæða til að ætla annað en skáldanafn Steinunnar Sighvatsdóttur á Keldum, bróðurdóttur Snorra fari saman við veruleikann. Ekkert er til af skáldskap Steinunnar nema hálf draum vísa, sem varðveizt hefur í Sturlungu. Flestar vísur, sem varð- veitzt hafa eftir konu frá forn um tímum eru draumvísur Jór eiðar í Miðjumdal, 16 ára stúlku. Vísurnar eru í íslend- ingasögu Sturlu Þórðarsonar, og er Jóreiður hvergi annars staðar getið. Yfir frásögninni hvílir sennileikablær. Við heyrum þarna bergmál Eddu- kvæða' sem fólkið hefur skemrnt sér ,við á síðkvöldum í dalnum, pg Flugmýrarbrenna er þar enn aðalumræðuefnið. Þarna er litið á atburðina með hita og tilfinningu æskunna., blandað sama fortíð og nútíð, draum og veruleika og síðast en ekKi sízt litið á lífið spurul um augum, sem er eitt af ein- kennum ungmenna allra tíma. Steinunnar Refsdóttur er getið í Landnámu, Fornmanna sögum og Kristni sögu, og í þessum sögum eru vísur henn ar tilfærðar. Þar sem hennar er getið í svo mörgum heim- ildum, er sennilegt, að hún hafi borið skáldheiti sitt með réttu. Hún yrkir vísur til að storka Þangbrandi kristniboða og hlakkar yfir því, að Þór hafi brotið skip hans í spón, en Kristur ekki megnað að hlífa. Tvær vísur eru til eftir Steinunni, ög eru þær mjög vel gerðar. Þær eru í ofan- greinum sögum, en aðeins í Njálu er skýrt frá orðaskipt- um hennar og Þangbrands. — Bókin fjallár um fleira en fornar skáldkonur? — Já. í bókinni skýri ég frá þætti konunnar í fornum skáld skap, menntun kvenna á þess um tímum og hvaða þátt þær áttu í sköpunarsöigu bókmennt anna. Ekki er vitað^um neitt sagnfræðirit, sem kona hefur unnið að, en konur hafa senni lega oft verið heimildamenn í sagnritun. Tveir mestu sagn ritarar vorir fara viðurkenn- ingarorðum um heimilda- konu. í upphafi Íslendingabók ar telur Ari fróði heimilda- menn sína þau Teit fóstra sinn, Þorkel föðurbróður sinn og Þuríði Snorradóttur goða, „er bæði var margspök ok ólj úgfróð“. Og 1 formála Heimiskringlu getur Snorri þess, að Ari hafi numið marga fræði að Þuríði og hún hafi verið spök að viti. Mörg merk sagnfræðihand- rit hafa konur eignazt og má nefna tvö dæmi. Árni Magnús son fékk eitt aðaihandrit ís- lendingabókar hjá séra Þórði Jónssyni á Staðarstað, en að sögn Árna „skar hann það út framan úr bók Þorbjargar Vig fúsdóttur, föðursystur sinnar". Oddný Guðnadóttir frá Kol- beinsá eignaðist Arnarbælis- bók í sína heimafylgju. I tveim köflum bókarinnar er rakin saga nunnuklaustr- anna, á Kirkjubæ ó Síðu og Stað í Reyninesi og sagt fró því, hvað nunnurnar höfðu fyr ir stafnj. Er þess t.d. getið, að nunnur hafi eitt sinn tekið svein í læri til prests. Mennt un þeirra hefur því verið mjög góð. Eitt sinn voru 8 nunnur vígðar til systralags á Staðárstað, og var eiður einn ar þeirra stílaður upp á latínu. Tvær þessara systra höfðu ver ið 18 ár í klaustrinu áður en þær voru vígðar. Elzta sendibréf frá konu, sem varðveitzt hefur, er frá því um miðja 15. öld. Er það bréf Kristínar Guðnadóttur, Oddssonar lepps til manns hennar, Jóns Ásgeirssonar í Ögri. Er hún í bréfinu að biðja hann um að annast ýmis legt á heimili þeirra í fjar- veru sinni. í loik bréfsins seg ir svo: ,,Hér með bifala ég yð ur guði í vald og hans móður Marie og sankte Peter“. Eina íslenzka konan, sem hélt skáld fyrir siðaskipti, var Ólöf Loftsdóttir ríka. Var það Svartur á Hofstöðum, eitt mesta rímnaskáld þeirra tíma. — Hverjar eru helztu heim- ildir, sem þér hafið stuðzt við við samningu bókarinnar? — Það eru fornritin, forn- bréfasafnið, forn skjöl og mál dagar, bréf og annálar. dóttir 500; NN 200. — Um leið og ég þakka innilega þessar gjalir og þann góða hug, sem á bak við þær býr, vil ég geta þess hér, að söfnunin er nú orðin rúmlega 91 þúsund krónur. Að sjálfsögðu mun henni haldið á- fram, því þörfin er brýn, og ég er viss um, að margir munu minnast lömuðu systranna nú um jólin. Slikt mun tendra fögur jólaljós og ekki síður meðal gefenda en þiggjenda. Þórir Stephensen, sóknarprestur, Sauðárkróki. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: — GJ Selfossi kr. 150; ÞÍ 200; ÞMG afh. af Sigr. Guðm. Hafnarf. 100; ónefnt 15; Fanný Benónýs 500. Til aðstandenda þeirra er fórust mcð v.b. Helga: — AT Hf. 500 kr.; Stefán 1000; BA 500; GS 100; Eldri sjó- mannsekkja Ytri-Njarðvík 300; AG 500 gömul kona 200; LÓ 125; GG 50; Ú. Sv. 100; spilasjóður GMLN 600. Fjölakyldan Sauðárkrókic — GJJ 1000 kr.; MN 100; SA 100. Gamla konan: — GG 200 kr. Hallgrímskirkja í Saurbæ: — Ekkja kr. 70. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar: Timburverzlun Árpa Jónsson og starfs fólk kr. 2000; Sælgætisgerðin Opal og starfsf. 2000; Kristján Siggeirsson h.f. og starfsf. 885: Áfengisverzlun ríkis- ins 1000; Margrét Jónsdóttir 100; Prent smiðjan Edda h.f. starfsf. 725; RÞ 100; NN 250; frá Siddý 1000; frá M 200; AL föt og 100; ónefndur 200; S 100; GS 100; Útvegsbankinn starfsf. 2255; Jón J. Fannberg 300; NN 100; ÁS 100; Sveinn Björnsson & Co. 300; ST 100; GS 200; Hampiðjan h.f. 500; Verðandi h.f. 500; Sjúkrasamlag Reykjavíkur starfsf. 340; Hvannbergsbræður skó- verzlun 1000. — Kærar þakkir. Indisleg kona hlýtur sæmd og ofrik ismenn hljóta auöæfi. „Takið eftir“ Vegna flutnings er til sölu sem ný „Rafha eldavél þriggja hellna og Pfaff automatic saumavél sem- sagt ónotuð. Uppl. í síma 23039 milli kl. 19—21. ÍIHDGIÐ að borið saman að útbreiðslu ír langtum ódýrara að auglýsa Morgunblaöinu, en ðöruœ blöðum. — Kvenúr tapaðist á le.iðinni frá Eskihlíð 31 um Lönguhlíð niður að Timburverzlun Árna Jóns- sonar. Finnandi vinsaml. skili því í Eskihlíð 31 gegn fundarlaunum. Pússivél Af sérstökum ástæðum er til sölu sandpússivél, 6”. Ludvig Storr & Co. Sími 13333. UIMGLINGA vantar til að bera blaðið í eftirtalið hverfi FJÓLIGÖTU LYNGHAGA Utgeroðrmenn og skipstjórar Erum kaupendur að fiski á komandi vetrarvertíð. Seljum ís, beitu og önnumst aðra fyrirgreiðslu. Þeir, sem hug hafa á viðskiptum og leggja vilja upp fisk hjá Fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Reykja- víkur, eru vinsamJegast beðnir um að hafa sam- band við framkvæmdarstjóra Bæjarútgerðarinnar hið fyrsta. Bæjarútgerð Reykjavíkur Jólaskreytingar Kransar og krossar Seljum einnig allt til skreytinga Skreytið sjálf Gróðrastöðin Sólvangur Sími 2-36-32 Tilboð óskast Garðyrkjubændur i Biskupstungum óska eftir til- boði í flutninga á grænmeti frá Biskupstungum til Reykjavíkur á næsta sumri. — Tilboðum sé skilað fyrir 10. jan. 1962' til undirritaðra, sem gefa allar nánari upplýsingar. Jón V. Guðmundsson, Sólveigarstöðum Ingvar Ingvarsson, Birkilundi. Stefán Árnason, Syðri-Reykjum BAÐKER Nýkomin 3JA-LJÓSA PERUR í ameríska standlampa HARÐPLAST á borð í miklu úrvali. — Nýjar vörur teknar upp daglega He’gi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Sími 13184 — 17227. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.