Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 6
e IUORCVISBT 4Ð1Ð Miðvikudagur 13. des. 1961 Meira jafnvægi hefur náðst í efnahagsmálunum Frá umræðum um fjárlagafrumvarpið 'rir árid /962 fy, FjARLAGAFRUMVARPIÐ fyrir árið 1962 var tekið til 2. umræðu á fundi sameinaðs þings í gær og spunnust að venju allmiklar um ræður um það. Kjartan J. Jr’ nnsson (S) gerði grein fyrir þr'im breyting- um, sem meiri hluti fjárveitinga nefndar eða nefndin öll höfðu orðið ásátt um, að gera þyrfti. í upphafi máls síns vék hann að því, að sú sé skoðun reynd- ustu sérfræffinga okkar og raun ar erlendra einnig, að meira jafnvægi hafi náðzt í efnahags- málunum, en verið hafi alllengi undanfarið. Af þessu leiði, steðji engin stóróhöpp að, að vænta megi þess, að þjóðar- tekjurnar geti vaxið hægt eða um 3% á ári og þá tekjur ríkis- sjóðs jafnframt. Af þessu má þó ekki draga þá ályktun, að fjár- lagafrumvarpið megi ekki hækka meir, en þessum tekj- um nemur, þar eð ýmsar ríkis- stofnanir með sjálfstæðan fjár- hag og tekjur eru á fjárlögum. Þar má m. a. nefna póst og síma, en þar eru árlegar stór- framkvæmdir til að fylgjast með tímanum og fullnægja kröf um um aukna þjónustu. En notk un og tekjur stofnunarinnar vaxa svo ört. að nægir til að •tanda undir auknum kostnaði. # Svipuðu máli gegnir um Ríkis- útvarpið. ~ Þá gat ræðumaður þess, að nefndin hefði starfað í* sam- ræmi við þá yfirlýstu stefnu ríkisstjórnarinnar, að ekki væri fyrirhiigað að leggja á nýja skatta. Ennfremur megi ekki gleyma því, að sumir liðir fjár- laga eru beinljnis ákveðnir fyr irfram, svo sem þær breytingar, jfjgf sem leiða af * hækkun kaups og launa, og hækkun á hluta ríkissjóð til og vegna almanna- trygginga. Þeg- M ar þetta sé haft 3 í huga, er skilj •**iiÍlfy//;M anlegra, hve " ~' það, sem eftir verður til verklegra fram- kvæmda og annarra nauðsynja, er takmarkað. Þá ber fjárlaga frumvarpið það með sér, að stefnu hefur verið fylgt að gæta ýtrasta sparnaðar í rekstri ríkis og ríkisstofnana, enda vinna enn erlendir og innlendir sér- fræðingar að því að finna leið- ir til meiri hagsýni og sparn- aðar í rekstri ríkisins. í því sam bandi mætti geta þess, að for- stjóri Áfengis- og tóbaksverzl- unar ríkisins skýrði frá, að sam eining stofnananna hefði gengið vel, t. d. hefði starfsfólki fækk að um 14 manns og húsnæðis- kostnaður og ýmis kostnaður annar lækkað mjög verulega. Þá rakti ræðumaður breyt- ingartillögur á fjárlagafrum- varpinu þ. á. m. þessar: Út- gjöld til byggingar sjúkrahúsa o. fl. hækki um 1725 þús. kr., vegna brýnnar þarfar að dómi landlæknis. Nýr liður bætist við til samgöngubóta á landi, 400 þús .kr., sem ætlast er til að skiptist milli kjördæmanna utan Reykjavíkur, ennfremur hækki framlag til fjallvega um 165 þús. kr., og er þá sérstaklega hafður í huga vegur á Austur- landi yfir svokallaða Oxi. Þá er nýr liður, Ferjubryggjur, 80 kr„ í sambandi við þennan lið er einkum rætt um eyjarnar Æðey og Vigur, Gemlufall og Fjörð í Múlasveit. Þá er og ann ar nýr liður. 200 þús. kr. til tilrauna um rykbindingu á þjóð vegum o. s. frv. Þá er lagt til að framlag til hafnarbótasjóðs hækki um 4 millj. kr., vegna skemmda, er nýlega urðu í ofviðri og talið er óhjákvæmilegt að lagfæra sem allra fyrst til að forða frek- ari skemmdum. Lagt er til, að framlag til byggingar barna- skóla hækki um rúmar 5 millj. kr., til byggingar Eiðaskóla hækki um 550 þús. kr., sömu- leiðis hækki framlag til Mennta skólans í Reykjavík, um 550 þús. kr. o. s. frv. Þá er lögð til 320 kr. hækkun til sandgræðsl- unnar vegna síaukinna verk- efna, til sauðfjárveikivarna 240 þús. kr„ til haf og fiskirann- sókna 250 þús. kr., til leita nýrra fiskimiða 1 millj. kr., nýr liður um almanna varnir verði 1 millj. kr., til flugvallagerðar og öryggistækja verði veitta r 2 millj. kr. til viðbótar o. s. frv. Næstur tók Halldór S. Sig- urðsson (F) til máls og talaði af hálfu 1. minnihluta fjárveitinga nefndar. Sagði hann m. a., að ríkisstjórnin fylgdi við af- greiðslu þessara fjárlaga sömu stefnu og hún hefði fylgt, frá því hún komst til valda. Megin atriði þeirrar stefnu séu: Sí- hækkandi fjárlög, gjaldabyrðirn ar færðar af þeim efnameiri á þá efnaminni, ýmis lögboðin út- gjöld ekki tekin með á fjárlaga frv., dregið úr framlagi til upp byggingar 1 landinu og út- þensla ríkisbáknsins ráðandi, sparnaðar nær enginn. Þá rakti hann breytingartillög- ur 1. minnihlutans, m. a. þessar: Efnahagsráðuneytið verði lagt niður, sparnaður 371683 kr., Og annar sparnaður við ráðuneytin hálf milljón kr. Þá verði stofnað eitt sendíráð á Norðurlöndum og annað sendiráðjð í París lagt niður. Framlag til nýbygginga Og endurbygginga þjóðvega hækki um 9 millj., til hafna un\ 3 millj., lii styrktar ísl. náms- mönnum um 764 þús., til kaupa á jarðræktarvélum um 1 millj., framlag til atvinnuleysistrygging arsjóðs verði tekið á fjárlög, sömuleiðis verði 73,8 millj. tekn ar til niðurgieiðslna og útflutn- ingsbóta, svo hægt verði að inna þær af hendi o. s.* frv. Þá tók Karl Guðjónsson (K) til máls óg talaði af hálfu 2. minni- hluta fjárveitingarnefndar. Sagði hann m. a., að nú, þegar komið væri að setningu þriðja viðreisn- arfjárlaganna, öriaði hvergi á sparnaðinum, sem ráðherrar og fylgilið þeirra hefðu boðað í ræðu og riti. Fjárlög hefðu hækkað mjög mikið og sýnilegt væri, að þau kæmu að þessu sinni til með að verða 70% hærri en fyrir þrem árum. Um. breytingartillögur 2. minnihlutans, var m. a. getið, að óhætt sé að hækka tekjuáætlun Áfengis- og tóbaksverzlunarinnar nokkuð og gert ráð fyrir 10 millj. kr. hækkun. Þá var lagt til, að sendiráðunum á Norðurlönd- um yrði fækkað í eitt, sparnaður um 3 millj. kr. Byggingarkostn- aður til sjúkrahúsa hækki um 2225 þús. króna, heildarhækkun á fjárveitingu til nýrra akvega, endurbyggingar gamalla þjóð- vega, brúargerða o. fl. verði 5420 þús. kr. Og framlagið til hafnar- mannvirkja Og lendingarbóta er lagt til að hækki um 6,5 millj. kr. o.s. frv. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra gat þess m. a. að hann hefði í fjárlagaræðu sinni talið, að ein's og þá horfði, mundi jafn vægi haldast milli tekna og gjalda ríkissjóðs, jafnvel verða nokkur tekjuafgangur, og taldi ráðherrann, að þessar horfur hefðu ekki breytzt. Þá gat hann þess, að tekjur ríkissjóðs á árinu, þótt gengishagnaður rikissjóðk af útflutningsbirgðum yrði ekki tekinn með, myndu fara fram úr fjárlögum um a. m. k. 60 millj. kr. Stafaði þetta af þvi, að tekjur af verðtolli hefðu verið meiri, en ráð var fyrir gert, sömuleiðis tekjur af tekju og eignaskatti, sem af dómi kunnugra stafar m. a. af því, að skattaframtöl voru réttari en áður. Þá hefðu gjöld af innflutningi bíla verið hærri, sem m. a. stafaði af því, að innfl. þeirra var gefinn frjáls. Rekstrar gjöld ríkissjóðs sagði ráðherrann, að myndu sömuleið is fara um 60 millj. kr., fram yfir það, sem áætlað hafði ver ið í fjárlögum. Stafaði það m. a. af launabreyting um, eða um 30 millj. kr., af gengisbreytingunni, hækkuðu verði á erl. vörum og hækkun á vöxtum Og afborgunum erl. lána, og af hækkun á bótum almennra trygginga. Einnig hefðu niður- greiðslur orðið meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Hins vegar gat ráðherrann þess, að greiðslur ríkissjóðs vegna ríkisábyrgða færu langt fram úr áætlun, eða um 40 millj. kr., og stafaði það fyrst og fremst af hinum miklu og óvenjulegu erfiðleikum tog- araútgerðarinnar. Þá hrakti fjármálaráðherra þá fullyrðingu, að gert sé ráð fyrir hækkun skatta eða aðflutnings- gjalda á næsta ári. Benti hann á, að ekki hefði hingað til verið talað um skattahækkun, ef % tala skattsins er óbreytt, menn ættu að vara sig á að vera með slík hugtakabrengl. Tók hann til * dæmis, að meðalaðflutningsgjöld séu 30%, en verðlag hækki á er- lendum markaði. Eðlilega hljóti tekjur ríkissjóðs af aðflutnings- gjöldunum þá sömuleiðis að hækka að óbreyttum innflutningi, án þess að breyta þurfi % tölu. Sama máli gegnir um tekjuskatt. Tekjur ríkissjóðs af honum auk- ast, aukist almennar tekjur I landinu, án þess að hækka þurfi sjálfan skattinn eða % tölu hans. Ekki gefst rúm til að rekja allar breytingartillögur, sem fram komu við fjárlagafrumvarp ið né umræður frekar. En þess er þó að geta, að umræðum um fjárlagafrumvarpið var ekki lok- ið, þegar blaðið fór íprentun, en þá höfðu þeir Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra, Gísli Jóns son (S) og Einiar Olgeirsson (K) tekið til máls, svo Og þeir Kjartan J. Jóhannsson og Halldór E. Sig- urðsson. • Óþörf freisting Fyrir skömmu voru frétta- menn beðnir um að skýra frá því að tryggingafélag hefði veitt bifreiðastjórum viður- kenningu fyrir að hafa ekki valdið neinum slysum á fólki eða farartækjum um ákveð- inn tíma. Umræðurnar um það hver ætti að fara í þetta viðtal, snerust brátt upp í álit manna á réttmæti slíkra viðurkenninga. Það kom þá á daginn, að hver einasti fréttamaður hér, sem hefur bíl eða hefur haft bíl, hefur orðið fyrir því að fá farartæki sitt skemmt af einhverjum bílstjóra, sem síðán hefur horfið út í busk- ann — með hreinan skjöld, að því er tryggingarfélag hans slær föstu. Einn einasti af þeim bílstjórum, sem ekið hafa á mannlausa bíla frétta- mannanna, var það heiðar- legur að koma upp á skrif- stofuna og leita eigandann uppi, til að skýra honum frá óhappinu. En jafnframt spurði sá hinn sami, hvort ekki væri hægt að jafna þetta þeirra á milli, svo hann gæti haldið áfram að hafa hreinan skjöld og fá sinn af- slátt. Það er sem sagt beinlínis búið að ala ökumenn upp í því að reyna að leyna því ef þeir skemma bíl náungans. — Þá þarf tryggingarfélag þeirra ekki að borga og þeir fá afslátt fyrir að hafa spar- að því skildinginn. Það má kannski segja að tryggingar- félögunum komi það ekki við hvort menn gerast óheiðar- legir til að koma sér í mjúk- inn hjá þeim. Margt fólk er nú einu sinni þannig gert, að ekki þarf að freista þess mikið, þó ekki sé með pen- ingagreiðslum, til að það láti leiðast til að fela Þaff sem því verður á, ef enginn sér til. — • Gott leikrit Kona í úthverfi bæjarins skrifar mér bréf og segir, að í hennar hverfi sjáist varla Gaf tæki til leðurvinnu HAFNARFIRÐI — Á laugardag- inn var afheníi Lionsklúbbur Haf nar f j arðar h j úkrunarheimil- inu Sólvangi tæki að gjöf, sera nota á við leðurvinnu, en þar hefir vistfólk nú á annað ár unn- ið að ýmiss konar föndurvinnu. Er hér um tvö sett að ræða, sem korna að hinum beztu notum, að því er Jóhann Þorsteinsson for- stjóri tjáði blaðinu. Bað hann fyr ir hinar alúðarfyllstu þakkir til gefenda. Föndurvinnu á Sólvangi stýrir Jóhanna Guðmundsdóttir. en þar hafa einkum verið gerðir lamp- ar, unnið að bast- og tágavinnu. Hefir verið framleiddur fjöldi á- gætra muna, sem eru nær allir seldir. Er vissulega vel til fallið að fól-k, sem hefir heilsu og krafta til, hafí tækifæri til að vinna að ýmiss konar föndri, eins og hér á sér stað. Gjafir sem þessar koma því að miklum notum og eru sjúklingunum til mikillar upp- örfunar í starfi þeirra. — G.E;' nokkur maður á ferli eftir kl. 8.15 á þriðjudagskvöldum, þegar framhaldsleikritið „Hul in augu“ er í útvarpinu. — Framhaldsleikrit eru vinsæll dagskrárliður, enda yfirleitt valin þannig að fólk bíði með eftirvæntingu næsta þáttar. „Hulin augu“ finnst mér standa nokkuð að baki ýms- um þeim leikritum, sem ver- ið hafa í útvarpinu, eins og t.d. Önnu Kareninu og Um- hverfis jörðina á 80 dögum, en það er mjög skemmtilega flutt og liðlega samsett fyrir útvarp. Mér finnst mikill fengur að leikritinu „Mennirnir mín ir þrír“, eftir Jiugene O’Neil, sem flutt hefur verið undan- farna tvo laugardaga og verður enn næsta laugar- dag, og heyrist mér það vera almenn skoðun. Þetta er magnað stykki um mannfólk- ið og hvernig því er áskapað að skapa sér sjálf örlög. • Slæmur tími c ° o \w7 - —— * r\ En tíminn til flutninga þessa leikrits er afleitur. — Næstkomandi laugardag em búðir opnar til kl. 10, og það kvöld neyðast fjölmargir til að nota í jólainnkaupin, fyr- ir utan alla þá, sém þá verða að vinna. Þeir missa þannig af síðasta kafla leikritsins. Jólamánuðurinn allur er mán uður óróa og umstangs á heimilunum og fjölmargir gefa sér þá hvað minnstan tíma til að hlusta á útvarp. Vonandi verður a.m.k. síð- asti kafli þessa merkilega leikrits fluttur aftur. «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.