Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVWT1T 4Ð1Ð Miðvikudagur 13. des. 1961 Fimmtugur í dag: Páll Ó. Pálsson útgerðarmaður, Sandgerði EG HEF ekki átt því láni að fagna að eiga við Pál Pálsson samskipti nema örfá ár. Hins veg ar hafa kynnin verið góð. Eg hefi sannfrétt frá viðskiptavinum hans á sviði útgerðar norðan lands, að traustari mann eða ein- lægari hafi þeir ekki átt saman við að sælda. Framkoma Páls er einlæg og fáguð á öllum svið- um. Mér er kunnugt um að Páll lætur sér fátt óviðkomandi ef hann telur sig geta léð góðu máli lið. Um það ber vott hin óþrjótandi barátta hans í félags- málum Miðneshrepps og Sand- gerðis. Eg læt verk hans á þessu sviði óupptalin, enda óþarft þar sem svo margir þekkja störf Páls. Páll hefir ekki fremur en aðrir farið varhluta af aðkasti, en hann hefir ekki tekið það nærri sér. Maðurinn er svo heilsteyptur. Margir eiga honum mikið að þakka hér heima fyrir, og þá Jölakertin Altariskerti Ilmkerti Ævintýrakerti Skrautkerti Veizlukerti Kúlukerti Blómakerti Snjókerti Antikkerti Aðventukerti Gotikkerti Kubba o. fl. o. fl. fUU fí l/ZMl 3/o herb. ibúð óskast til leigu. Mikil fyrir- framgreiðsla. Upplýsingar í síma 1852. fyrst og fremst þeir, sem erfitt hafa átt í lífsbaráttunni. Ef fé- lagasamtök og byggðarlög ættu nokkra menn á borð við Pál, stæðum við betur að vígi á mörg um sviðum, sem búum í fámenn- inu. Eg færi með þessum orðum Páli einlægar kveðjur frá við- skiptavinum hans ög sameiginleg um kunningjum og árna honum heilla í framtíðinni. Björn Dúason. PÁT.T, Ó. PÁLSSON, útgerðar- maður í Sandgerði, er fimmtug- ur í dag. Frá blautu barnsbeini hefir hugur Páls verið bundinn við sjósókn og útgerð. Eftir að Páll hætti að stunda sjó fór hann að gera út. Hann var einn aðal- hvatamaður að stofnun útgerðar félagsins Hrönn h.f., sem verið hefur farsælt útgerðarfélag. Út- nes h.f. stofnaði Páll ásamt nokkr um mönnum og var hann fram- kvæmdastjóri þess félags frá byrjun. Þá hefir Páll látið félags- mál í Miðneshreppi mjög til sín taka. T.d. hefir Páll verið for- maður Sjálfstæðisfélags Miðnes- hrepps og íþróttafélagsins Reyn- is. Einnig var Páll lengi formað- ur Verkalýðsfélags Miðneshrepps. Pormaður skólanefndar og hafn- arnefndar var Páll um árabil, svo nokkuð sé nefnt. Páll er drengur góður, og traustur og vill hvers manns vanda leysa, enda eru þeir orðnir margir, sem Báll hefir liðsinnt. í dag munu vinir Páls hér og annars- staðar hugsa til hans, en þeir, sem því geta við komið þrýsta hönd, hans með þafeklæti fyrir óeigingjörn störf unnin í þeirra þágu og byggðarlagsins alls. Með beztu kveðju og árnaðar- óskum. Sig. ÆVINTYRABÆKIIE -£vúJ[ J) Lx^tow* ÆVINTÝRABÆKURNAR eru vinsælustu barna- og unglingabækur, sem út hafa komið á íslenzku um langt skeið, eftirsóttar jafnt af drengjum sem telpum á öllum aldri. Ævintýrabækurnar eru prýddar samtals á þriðja hundrað afbragðsmyndum, en bækurnar átta eru þessar: • Ævintýraeyjan • Ævintýrahöllin • Ævintýradalurinn • Ævintýrahafið • Ævintýrafjallið • Ævintýrasirkusinn • Ævintýraskipið • Ævintýrafljótið Óskadraumur allra barna og unglinga er að eign- ast allar Ævintýrabækurnar. Það er enn þá hægt en hversu lengi það verður veit enginn. I Ð U N N Skeggjagötu 1 — Sími 12923. Hólmfríður Júlíusdóttir Fædd 17. júlí 1882 Dáin 3. des. 1961 HINN 3. þ.m. lézt í Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar frú Hólm- fríður Júlíusdóttir eftir langvar- andi vanheilsu, 79 ára að aldri. Banamein hennar var hjartaslag. Hólmfríður var fædd að Tjarn- rík móðir og amma. Hinir fjöl- mörgu sveitungar hennar, frænd ar-Garðshorni (nú Laugahlíð) í Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu hinn 17. júlí 1882. Hún var elzt margra systkina, dóttir Júlíusar Daníelssonar, óðalsbónda Jóns- sonar frá Miðkoti í Svarfaðardal og konu hans Jóhönnu Maríu Björnsdóttur Jónssonar frá Botni í Þorgeirsfirði, síðar bónda að Syðra-Garðshorni. Hólmfríður var af góðu og traustu bænda- fóliki brotin í báðar ættir. Hún ólst upp í foreldrahúsum til tví- tugsaldurs. Engan skóla gekk hún í, nema lífsins skóla, þó mun hún hafa fengið þá kennslu, sem þá var veitt börnum undir ferm- ingu hjá fræðimanninum Bene- dikt Þorkelssyni, kennara. sem taldi hana einhvern sinn gáfað- asta nemanda. Árið 1902 giftist Hólmfríður úr föðurhúsum Jóhannesi Björns- Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 80., 81. og 82. tbl. Lögbirtingablaðsins þ. á á eignarhluta Sig- urðar Sigurbjörnssonar í húsinu nr. 27 við Smára- tún hér í bæ, að kröfu Páls S. Pálssonar hrl. fer fram föstudaginn 15. þ.m og hefst á skriistofu embættis- ins Mánagötu 5 kl. 3 e.h. Bæjarfógetinn í Keflavík 12. des. 1961 Eggert Jónsson syni, hinum ágætasta manni, frá Hóli í Urðasókn í Svarfaðardal. Fyrstu hjúskaparárin áttu þau heima ýmist þar í sveit eða á Dalvík. Árið 1919 fluttu þau bú- ferlum til Akureyrar og áttu þar heima til æviloka, og nú mörg hin síðari árin að Oddagötu 5. Þungur harmur var kveðin að Hólmfríði árið 1944, er hennar ágæti eiginmaður íézt eftir margra ára hamingjuríkt hjóna- band. Þau hjón eignuðust fjög- ur börn, tvíbura dreng og stúlku, sem létust skömmu eftir fæð- ingu, en hin tvö eru á lífi. Jó- hanna verzlunarstjóri hjá Bern- harð Laxdal á Akureyri, ógift, og Júlíus siglingarfræðingur hjá Flugfélagi fslands, kvæntur Ingi- björgu Agnars, Og eru þau bú- sett í Reykjavík. Frú Hólmfríður var kona fríð sýnam, gjörvileg og glæsileg í allri framkomu, glöð og skemmti leg í vinahóp. Þeir sem þekktu hana minnast þess einnig hve blíð og mild hún var og hve ást- ur og vinir víðs vegar á landinu, minnast og sakna gestrisni henn- ar og gjafmildi, því að hún mátti ekkert aumt sjá, án þess að rétta hjálparhönd og bæta úr, eftir efn um og ástæðum. Hólmfríður var frábær starfsbona, sama að hvaða verki hún gebk, allt lék í hennar dverghögu höndum. Hannyrðir hennar og allt handbragð bar vott um gott fe'gurðarskyn og ó- venjulega fjölhæfni. Hún var bók hneigð kona og las mikið einkum hin síðari æviár. Eg tel þessa frændkonu mína eina af fjöl- hæfustu konum, sem ég hefi kynnzt á lífsleiðinni. Að endingu votta ég og fjöl- skylda mín, börnum, barnabörn- um, systkinum, tengdadóttur og öðrum ættingjum hinnar látnu dýpstu samúð. Frú Hólmfríður heitin verður flutt til hinztu hvíldar heim til æskustöðvanna að Tjörn í Svarf- aðardal, að eigin beiðni, og fær hún leg við hlið mannsins síns sáluga. Útförin fer fram í dag 13. des. að Tjarnarkirkju. Blessuð sé minning hennar. Valgerður Björnsdóttir. Keflavík — Suðurnes Jélatré og grenigreinar — tollalækkun. Jólaskraut SÖluskálirm Smáratúni 28. — Sími 1826. Hvitabandið heldur fund að Fornhaga 8 fimmtudag 14/12 kl. 8,30 Dregið í happdrættinu. — Spiluð vist. Kaffidrykkja. Stjórnin. LÚÐVlK GIZURARSON héraðsdómslögmaður Tjar/iargötu 4. — Sími 14855 SPEGLAR — SPEGLAR Speglarnir í TEAK-römmunum eru komnir. Margar gerðir. — Einnig fjölbreytt úrval af BAÐ- speglum, HAND-spegium og allskonar smærri speglum. SPEGLABÚÐIN — Laugavegi 15 Efnalaug Hef kaupanda að góðri efnalaug eða þvottahúsf. FASTEIGNASALA Áka Jakobssonar og Kristjóns Eiríkssonar Sölumaður: Ólafur Ásgeirsson Laugavegi 27 — Sími 14226

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.