Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. des. 1961 MORGUNBLAÐID 9 INIMRl ELDUR Hrífandi saga um tvær ungar manmeskjur af tveim litarháttum og ást þeirra, sem brúaði bii haturs og lifði af ógnir heillar styrjaldar. ★ Mira var fögur indversk stúlka en Richard emhæítismaður hinnar brezku stjórnar Indlands. Heill heimur skildi þau að en þó auðnasti þeim að kynnast og elskast. ★ Govind og Kitsamy voru bræður Miru. Govind var einn af sterkustu fylgismönn- um sjálfstæðisbaráttunnar, Kitsamy sem var aienntaður í Englandi, heillaður af vestrænni menningu og starfsmaður brezku stjórnarinnar. Tveir bræður með ólíkar skoðanir á framtíðarstefnu þjóðar sinnar. og endalokum deildu þeir . . . INNRIELDUR er án efa bókin sem íslenzkar stúlkur og konur munu lesa um jólin. INNRIELDUR verður vafalaust uppseld fyrir jól, eins og fyrri austurlanda- sögur frá LOGA. INNRI ELDUR fæst hjá næsta bóksala og kost- ar aðeins 159,65 m. sölusk. Sérstaklega kraftmiklar HELCI MAGNÚSSON & CO. Otto Jofiansson fyrrv. sendiherra látinn OTTO Johansson, sem var sendi- herra Svía hér á landi um 10 ára skeið, er ný látinn. Þótt Otto Johansson væri orð- inn 75 ára, kom andlátsfregn hans mér mjög á óvart, svo hraustur og hress sem hann var síðast er ég hitti hann, á heim- ili - hans í Stokkhólmi, á síðast- liðnu sumri. Hann var þá hress og glaður og talaði um að koma í heimsókn til fslands næsta sum- ar. — Otto Johansson kom til íslands 1937, sem aðalræðismaður Svía og var hér fulltrúi sinnar þjóð- ar, til 1947, að hann varð sendi- herra þjóðar sinnar í Finnlandi. Johansson var hér á landi öll stríðsárin. Á þeim tímá rofnaði diplomatiskt samband milli margra þjóða og varð það til þess að Otto Johansson tók að sér að gæta hagsmuna ýmissa ann- arra þjóða en Svía, mig minnir 11, hér á landi á stríðsárunum. Það sýnir hvert traust var til hans borið, enda óvenju gáfaður maður og réttsýnn. Eftir að hann lét af störfum sem sendiherra í Helsingfors, voru honum falin ýms konar diplomatisk störf. Meðal annars var hann sendur til Englan&s sem fulltrúi Persíu 1953, til Ástralíu til þess að gæta hagsmuna Sovét- ríkjanna 1954, þegar slitið var stjórnmálasambandi Ástralíu og Sovét-Rússlands og í Bonn var hann síðast sem fulltrúi Júgó- slavíu 1957. Þetta sýnir, ef til vill bezt, hvers trausts Johans- son naut í hinu alþjóðlega diplo- matíi. Á þeim 10 árum, sem Otto Johansson dvaldi hér á landi, eignaðist hann og kona hans, Göta Britta, sem lifir mann sinn, fjölmarga góða vini, sem minn- ast með mikilli ánsegju samvist- anna við þessi.gáfuðu og skemmti legu hjón. Guðl. Rósinkranz. CELLUX CELLOFAN límbönd fyrir verzlanir y2“ breidd x 11 yards, 36 yards og 72 yards fyrirliggjandi í heildsölu hjá Þ. Þorgríuisson & Co. Borgartúni 7 — Sími 22235 Hafnarstræti 19 — Sími 13184, 17227 ' Heildsölubirgðir: G. Helgason & Melsted h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.