Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 13. des. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 Sara Þorsteinsdóttir í D A G verður jarðsungin frá Dómkirkjunni frú Ragnheiður Sara Þorsteinsdóttir, kaup- kona, Mímisvegi 4. Hún var fædd hér í R*ykjavík 4. júní 1888, dóttir hjónanna Þorsteins Jónssonar bakara og konu hans, Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Sara . var ein eftirlifandi systkina sinna; áður eru látin fyrir nokkrum árum, Jón, skó- smiður hér í bæ, og Ágústa, fyrri kona Ólafs Gíslasonar stór kaupmanns. Með frú Söru er gengin ein þekktasta kaupkona þessa bæj- ar. Kona, sem í meira en hálfa öld var búin að standa í búð og afgreiða, fylgjast með og taka þátt í af eigin raun þeim stór- kostlegu breytingum, sem orðið hafa frá því um sl. aldamót í verzlunarrekstri. Kona, sem hefur m.a. reynt þann mismun að mæta til starfa í verzlun að morgni í niðamyrkri og kulda, þar sem fyrsta verkið var að leggja í ofna, hreinsa olíulampa og sækja eldivið, — og svo að mæta til afgreiðslustarfa í upp- lýstri notalegri nútíma verzlun. Sara Þorsteinsdóttir hóf verzlunarstörf 1907 í Thomsens Magasin. Síðan vann hún í verzluninni Edinborg og eftir það í Vöruhúsinu, þar sem hún vann samfleytt í 10 ár, eða þar til hún stofnsetti sína eigin verzlun 1924, Sokkabúðina að Laugavegi 42. Fimm árum eftir að hún hóf eigin verzlunar- rekstur tók maður hennar, Sig- urður Z. Guðmundsson, einnig til starfa við verzlunina, en hann hafði áður unnið um 12 ára skeið í Vöruhúsinu. Ráku þau hjónin Sokkabúðina við góðan orðstír og vinsældir við- skiptavina í 35 ár, eða þar til Sigurður lézt fyrir u.þ.b. 2 ár- um, en skömmu eftir það tók yngri sonur þeirra hjóna, Reynir, við rekstrinum. Sokkabúðin var frá fyrstu tíð þátttakandi í samtökum kaup- manna og var meðal þeirra fyr- irtækja er stofnuðu Félag vefn- aðarvörukaupmanna 1932. Á sínum langa starfsferli við afgreiðslu naut frú Sara ávallt mikilla vinsælda og álits sökum góðra starfshæfileika. Segja mér eldri menn, að hér áður fyrr, um það leyti sem hún vann í Vöruhúsinu, hafi naum- ast verið sá Reykvíkingur, er ekki kannaðist við „Söru í Vöruhúsinu". Byggðist það á sérstökum afgreiðsluhæfileikum hennar, lipurð og óþreytandi við leitni að gera ávallt sitt bezta í þágu viðskiptavina og hús- bænda. Sara kunni frá mörgu skemmtilegu að segja úr lífi og starfi verzlunarfólks á fyrri ár- um. Var það bæði fróðlegt og gagnlegt fyrir okkur hina yngri, 6em rekum verzlanir með nú- tíma sniði, að heyra þær frá- sagnir. Og enda þótt margt hafi breytzt til betri vegar, verður manni óneitanlega á að hugsa til þess, hve allt of margt af- greiðslufólk nú til dags skortir þann eiginleika sem felst í því að „selja vöru“ og að veita við- skiptavinum viðeigandi og sjólf- sagt þjónustuviðmót. Sara var mikill unnandi íþrótta og á yngri árum virkur þátttakandi í þeim. Var hún m.a. um margra ára skeið í úr- valsflokki fimleikastúlkna ÍR og tók þátt í fjölda sýninga. Einnig átti hún sæti í stjóm félagsins og mun sennilega fyrsta ís- lenzka konan í stjórn íþróttafé- lags. í þakklætis- og virðingar- skyni fyrir störf hennar þar, var hún fyrir skömmu sæmd gullmerki ÍR. Árið 1924 giftist hún Sigurði Z. Guðmundssyni og eignuðust þau tvo syni, Hafstein héraðs- dómslögmann, frkvstj. Fél. ísl. stórkaupmanna, og Reyni, nú- verandi framkvstj. Sokkabúðar- innar. Mann sinn missti Sara fyrir tveim árum. Heimilið að Mímisvegi 4 var rómað fyrir glaðværð og vináttu í garð kunningja þeirra. Ég átti þess kost að kynnast þeim hjónum náið sl. 15—20 ár og eiga með þeim ótal ánægjustundir innan heimilis og utan. Þykist ég þá mæla fyrir munn kunningja þeirra og vina, er ég þekki til, að lengi munum við minnast þeirra samverustunda. Frú Sara átti því lóni að fagna að njóta góðrar heilsu allt þar til fyrir u.þ.b. tveimur ár- um, enda ætti hún naumast að baki þann starfsferil sém raun ber vitni, hefði svo ekki verið. Hún var tíguleg í fasi, ákveðin í slcoðunum, og vakti ósjálfrátt athygli þar sem hún fór. Verzl- unarstéttinni er sómi af slíkum meðlimum. Eftirlifandi sonum hennar, tengdadætrum og öðru venzla- fólki flyt ég alúðarfyllstu sam- úðarkveðjur. Sig Magnússon. FRÚ SARA Þorsteinsdóttir and- aðist að heimili sínu hér í bæ hinn 6. þ. m. Frú Sara var ein af hinum gömlu og góðu Reykvíkingum, vel þekkt og vinamörg. — Hún stundaði verzlunarstörf mestan hluta ævinnar, fyrst hjá ýms- um fyrirtækjum þar til hún, ásamt manni sínum, Sigurði Z. Guðmundssyni, setti á stofn eigin verzlun, „Sokkabúðina", er þau ráku hér í bæ um langt skeið. Þótti hún afburða dugleg verzlunarkona, lipur og alúð- leg. Þau hjón áttu hið glæsi- legasta heimili og tóku þar á móti gestum sínum opnum örm- um. Við áttum þvi láni að fagna að eiga Söru fyrir vinkonu um langan aldur og bar aldrei skugga á þá vináttu. Sara var jafnan létt í lund, hreinlynd og hið mesta tryggðatröll; með henni áttum við vinkonur henn- ar margar gleðistundir, sem við minnumst með þakklátum huga. Ástvinum hennar sendum við okkar innilegustu samúð um léið og við þökkum frú Söru langa vináttu og órjúfandi tryggð. Vinkonur. EASY-ON L í N STERKJAN sparar yður tíma og fyrirhöfn, er einföld i notkun. Nauðsynlegt sérhverju heimili. Reynið „Easy On“ og kostirnir koma í ljós. Umboðsmenn: 4gnar Norðf jörð & Co. h.f. NYBOK ETT/R MTTSOLUHOTUNDINN f/liýkír ÍTIac/faiv höfund bókarinnar BYSSURNAR í NAVARONE Nóttin tanga Þetta er æsispennandi bók, ekki siður en BYSSURNAR f NAVARONE. Hún gerist á óvenjulegum slóðum og segir frá öllu í senn: Baráttu við ægivald náttúr- unnar kapphlaupi um björgun mannslífa og viðureign við slynga og harðsvíraða afbrotamenn, sem villa á sér heimildir af mikilii leikni. f þessari bók njóta sín ágætlega hinir fágætu kostir MacEean sem sögumanns. Og það á við um hana í ríkum ^inæli, sem sagt hefur verið um bækur þessa höf- undar: ÞA® ÞARF STERKAR TAUGAR TIL AÐ LESA BÆKUR MAC LEANS OG ÓVENJULEGT VILJAÞREK TIL AÐ LEGGJA ÞÆR FRÁ SÉR HÁLFLESNAR“. BYSSHRNAR t NAVARONE Eftir þessari bók hefur verið gerð stórbrotin kvikmynd með úrvals leikurum. Hafnar eru sýningar á myndinni erlendis við óhemjuaðsókn og mikla hrifningu. t VYÍ S K E G G J A G'O'T U *■ M.* t* l S'l M I I 23 23 ÁSMUNDUR SVEINSSON Nútíma landkynning Sendið vinum yðar og viðskiptamönnum erlendis ÁSMUNDARBÓK, listaverkið um snilliniginn Ásmund Sveinsson og verk hans. 200 myndir af verkum hanis, 40 litmyndasíður. Ritgerð á íslenzku, ensku, dönsku og frönsku eftir Laxness. ICEI.AND IN WORDS AND PÍCTURES. Frábærar ritgerðir um landið sitt, fsland, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Einar Ól. Sveinsson, prófessor, Harald Böðvarsson, útgerðarmann, Akranesi, Jóhann Briem, listmálara, Jón Eyþórsson, veðurfræðing, Kristján Karlsson, bókmenntafræðing, Pál ísólfsson, tónskáld, Sig- urð Þórarinsson, jarðfræðing, Sverri Kristjansson, sagnfræðing, Tómas Guð- mundsson, skáld og Þórarinn Guðnason, Iækni. 50 litmyndasíður, þar á meðal stórfenglegar myndir frá Öskjugosi eftir Sigurð Þórarinsson og Þórarinn Guðnason. Greinarnar eru þýddar á fallega eriisku af Kristjáni Karlssyni og Jóhanni Hannessyná, rektor. EYVINDUR OF THE MOUNTAINS (Fjalla-Eyvindur), ensk þýðing eftir prófessor Franeis P. Magoun jr. IN SEARCH OF MY BELOVED (fslenzkur aðall) eftir Þórberg Þórðarson, þýð- in? á ensku prófessor Chapman. 50 málverkaprenitanir eftir frægustu listaverkum íslenzkra listamanna. UNUHÚS, HELGAFELLI — Veghúsastíg 7 — Sími 16837 ÍCELAND IN WORDS AND PICTURES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.