Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBL4ÐIÐ Miðvikudagur 13. des. 1961 JHíorgittiM&Mfo Otgeíandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VERÐLAGSRÁÐ SJAVARUTVEGSINS k þingi í fyrra fluttu þeir **■ Lúðvík Jósefsson og Karl Guðjónsson, þingmenn kommúnista, frumvarp til laga um það, að gerðardómi yrði komið á fót til að á- kveða fiskverð. Frumvarp þeirra mætti skilningi á Al- þingi, en varð ekki útrætt. Þessi hugmynd hefur síðan verið allmikið rædd í blöð- um og samtökum sjómanna, útvegsmanna og fiskverk- enda og niðurstaðan hefur orðið sú, að stjómarfrum- varp hefur nú verið flutt, sem byggist á hugmynd þeirri, sem þeir Lúðvík og Karl settu fram á síðasta Þingi. • Svo kynlega bregður hins- vegar við, að nú agnúast kommúnistar út í það á- kvæði, sem var meginefni þeirra eigin frumvarps á síð- asta þingi, þ.e.a.s. að endan- leg ákvörðun verðlags skuli tekin í nefnd, þar sem hlut- laus oddamaður hefur úr- slitaráð, ef samkomulag næst ekki með öðrum hætti. Einnig benda stjórnarand- stæðingar á, að í verðlags- ráði, þar sem fulltrúar fisk- seljenda og fiskkaupenda eru jafnmargir, sjö frá hvorum aðila, hafi verið eðlilegt að sjómenn og útgerðarmenn ættu jafnmarga menn, en í frumvarpinu var gert ráð fyrir, að útgerðarmenn væru fjórir en sjómenn þrír. — Þetta skiptir þó í sjálfu sér sáralitlu máli, því að hver aðili um sig hefur neitunar- vald, en auk þess falla auð- vitað saman hagsmunir út- gerðarmanna og sjómanna, sem báðir vilja sem hæst fiskverð. Þetta atriði ætti því ekki að valda ágreiningi og má í rauninni hvorum að- ilanum rnn sig, sjómönnum og útgerðarmönnum, standa nokkuð á sama um það, hvort þeir hafa einum mann- inum fleira eða færra. Meginatriðið er, að hér er farið inn á nýja braut, sem á að koma í veg fyrir stöðv- un fiskiskipaflotans vegna ágreinings um fiskverð. — Framsóknarmenn virðast í meginatriðum samþykkir þessari tilhögun og kommún- istar hreyfðu fyrst hugmynd inni, eins og áður getur. — Þess vegna yrði það að telj- ast heldur lítilmannlegt, ef stjórnarandstaðan ætlaði sér að nota hrein aukaatriði sem átyllu til að berjast gegn þessari löggjöf. LÖGGJÖF GEGN EINOKUN Um langs skeið hefur það verið baráttumál Sjálf- stæðismanna, ekki sízt hinna yngri manna, að lög- gjöf yrði sett hér á landi til að hindra einokun og mynd- im auðhringa á sama hátt og er í öðrum lýðræðislöndum. Þetta nauðsynjamál hefur þó ekki náð fram að ganga. — Kommúnistar eru því að sjálfsögðu andvígir, eins og öllum öðrum þjóðfélagsleg- um umbótum, og Framsókn- armenn hafa sérstakra hags- muna að gæta af því, að út- þennsla SÍS verði ekki stöðv uð. Þeir boða það beinlínis, að fólki sé hagkvæmt að þau samtök hafi einokunarað- stöðu í heilum byggðarlög- um eða starfsgreinum. í ritstjórnargrein í Al- þýðublaðinu í gær er tekin afstaða með því að hér verði sett löggjöf gegn hringa- myndunum. Ástæða er því til að ætla að nú njóti þessi hugmynd stuðnings meiri- hluta Alþingis, og þess vegna er fyllsta ástæða til að vinda bráðan bug að fram- kvæmd hennar. AÐ TRYGGJA LÝÐRÆÐIÐ ¥ litlu landi eins og Islandi *■ verður að vísu að gera ráð fyrir því, að sum hin stærri fyrirtæki verði að miklu leyti ein um markað- ina, eins og t.d. Áburðar- verksmiðjan, Sementsverk- smiðjan o. s. frv. í slíkum tilfellum er eðlilegt, að opin- bert oftirlit sé með því, að einokunaraðstöðunnar sé ekki neytt til óhóflegrar gróðamyndunar. Sumir halda því fram, að þau fyrirtæki, sem ekki hafi aðhald af heilbrigðri sam- keppni, verði að vera í ríkis- eign. Þetta er þó mesta fjar- stæða, ef heilbrigð löggjöf er um eftirlit með slíkum fyrirtækjum, eins og á sér stað erlendis, t.d. í Dan- mörku. Þvert á móti er ein- okunaraðstaðan hættulegri, þegar ríkið sjálft á fyrirtæk- in og stjórnmála- eða emb- ættismenn ráðska með fjár- munina, eftirlitslítið eða eft- irlitslaust. Menn verða að gera sér grein fyrir því, ef þeir á annað borð vilja búa í lýð- ræðisþjóðfélagi, að það bygg| Castro játar blekkingar sínar Hefur nu loks lýst því yfir, að hann sé kommunisti — og hafi lengi verið „ÉG HEFI VERTÐ undir ábrif- um marxismans allt frá skólaár- um mínum. Eg hefi óbilandi trú á gildi marxismans — og hefi alltaf talið, að hann væri hin rétta þjóðfélags'kenning. — Eg er marxist-leninisti — og mun verða mairxist-leninisti meðan ég lifi.“ — Þannig mælti Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, er hann hélt enn eina 5 kls-t. sjón- vairpsræðu yfir löndum sínum hinn 2. desember s.l. — réttum fimrn árum eftir að hann gekk á land á Kúbu til þess að hefja baráttuna gegn Batista — sami maðurinn, sem sagði sex mánuð- um eftir að hann náði völdum í landinu: „Bylting okkar er ekki kommúniísk." — Þannig mælti sá Castro, sem sumir vestrænir stjórnmálamenn hafa til skamms tíma talið velviljaðan umbóta- mann, sem hefði verið hrakinn í faðm komúnismans vegna skammsýnnar stefn-u bandarískra stjórnarvalda gagnvart honum. * „EKKERT NÝTT“ En þótt Castro hafi þannig lengi tekizt að slá ryki í augu margra — jafnvel allt fram á þennan dag, kom þessi yfirlýs- ing 'hans þó fæstum þeim á óvart, sem hafa einbeitt sér að bví að fylgjast með gangi mála á Kúbu síðan hann komst þar til valda. Þannig lét einn bandarískur sér- fræðingur í málefnum Kúbu svo um mælt, er hann fékk fréttir af umgetinni ræðu Castros: „Þessi játning felur ekki í sér neitt nýtt eða óvænt — en það er þó ist á dreifingu efnahags- valdsins meðal þjóðfélags- þegnanna, en ekki sam- þjöppun þess hjá stjórnmála- mönnum. En jafnframt verð- ur að sjálfsögðu að hindra samsteypur f jármagnseigenda og tryggja þannig heilbrigða samkeppni. Morgunblaðið hefur marg- bent á nauðsyn þess, að hér rísi upp almenningshlutafé- lög, þar sem allur fjöldi landsmanna gæti tekið þátt í atvinnolífinu og notið hagnaðar af rekstri hinna stærri fyrirtækja. Þannig næðist hvorttveggja í senn, að fyrirtækin yrðu betur rek in en með þjóðnýtingu og einnig dreifðist efnahags- valdið. Þátttaka almennings í at- vinnurekstri fer ört vaxandi í öllum frjálsum löndum. Á því sviði, sem fleirum, höf- um við íslendingar dregizt aftur úr, vegna rangrar stjómarstefnu, og þannig hefur beinlínis verið komið í veg fyrir þær framfarir, sem annars hefðu orðið. ágætt að hafa eigin orð Castros til þess að vitna í. Hingað til hefir hann sífellt reynt að faylja sig reykskýi orðastraums og málalenginga til þess að fela raunverulegar skoðanir sínar og stefnu." — Castro játaði það hreinlega 1 ræðu sinni, að hann hefði ekki talið fært að láta uppi kommúnískar skoðanir sínar (eða „roarxist-leninískar", eins og hann komst að orði) meðan hann þurfti ýmist að berjast gegn eða nota sér fylgi „borgaralegra afla“ — eða gat búizt við að eiga fyrir höndum átök við þau. (Af þessu má ráða, að Castro telji sig nú hafa gengið svo milli bols og höfuðs á þessurfi „öflum“, að hann þurfi ekki framar að óttast þau). Tilefni ræðu Castros var það, að hann var að tilkynna stofnun nýs stjórnmálaflokks, „Samein- aða búbanska byltingarflokks- ins“ — sem „ekki verður opinn hverjum sem er, heldur eingöngu þeim, sem sannanlega eru bylt- ingasinnar“, eins og einræðis- herrann komst að orði. Hann bætti því við, að hinn nýi flokk- ur yrði þannig byggður á „hæfni (félaganna), en ekki fjölda", stefnuskráin yrði „marx- ist-leninísk, en aðhæfð hinurn sér stöku aðstæðum, sem fyrir hendi eru í landi okkar“. Flestir líta nú orðið á Castro sem einræðisherra Kúbu — ein- ræðisherra, sem ekkert tækifæri láti ónotað til þees að fá þegna sína til að hylla sig og lúta sér í auðmýkt — og leggi sig í fram króka til þess að' láta sem mest- an dýrðarljóma stafa af nafni sínu. Eigi að síður tók hann í fyrrnefndri ræðu mjög undir for dæmingu Krúsjeffs á allri per- sónudýrkun (þ .e. stalinismar- um) og sagði: „Það væri fjar- stæða, að einn maður tæki allar stjórnarákvarðanir. Ej trúi ein- læglega á samvirka forustu — FIDEL CASTRO — í „mara- þonræðu“ sinni sagði hann m. a., að heimurinn sé nú „á leið til kommúnismans“ — og, að hann hyggist leiða Kúbu á þeirri braut. hefi aldrel óskað eftir að verða neinn Cesar.“ Eins og fyrr segir lýsti Castro því yfir hálfu ári eftir að hann náði völdum á Kúbu, að bylt- ing hans væri „ekki bommún- ísk“. — Nú sagði hann hins veg- ar, að löngu áður en hann hóf baráttuna gegn Batista hefði „pólitískur hugsunarháttur“ sinn verið „nokkurn veginn hinn sami og r.ú“ — og að hann hefði verið „undir áhrifum marxism- ans allt frá skólaárunum“. Hins vegar hefði hann ekki orðið sannur marxist-leninisti fyrr en eftir að hann komst til valda á Kúbu. — Hann sagði, að Kúbu- menn yrðu að taka sér Rússa til fyrirmyndar. „Við verðum að kynna okkur alla þá reynslu, sem fengizt hefir við uppbygg- ingu fyrsta kommúnistaríkisins i heiminuim,“ sagði hann — og hafnaði hlutleysisstefnu með svofelldum orðum: „Það er ekki til neinn millivegur milli sósíal- isma og heimsvaldastefnu. Hver sá, er reynir að fylgja einhverri þriðju stefnu (hlutleysisstefnu), er í ra-un og veru að hjálpa heimsvaldasinnum." — Þá sagði hann, að bylting á Kúbu hefði tekið hina „einu heiðarlegu ®tefnu“ — sem „sósíalísk bylt- ing gegn heims va 1 d aste tnun n i. “ Á einurn stað í ræðu sinni virt- ist Castro beina orðum sínum til andkommúnista, sem tóku virk- an þátt í byltingu hans. Hann sagði með háðshreim í röddinni: „Ef einhver andkommúnisti skyldi hlýða á mál mitt, þá get- ur hann verið lólegur, þvi að kommúnisma verður ekki komið á (á Kúbu) innan 30 ára.“ Kóngsdóttiiin fngrn og Alfugull ÁRIÐ 1926 sendi ungur skóla- stjóri frá sér ævintýri handa börnum, sem hét Kóngsdóttirin fagra, og ári síðar annað aavin- týri, sem hét Álfagull. Höfundur- inn var Bjarni M. Jónsson, nú námsstjóri. Eg skrifaði ritdóm um bæði þessi ævintýri og taldi þau syngja nýjan söng í bókmenntum barna hér á landi með nokkuð kunn- um undirtón, og myndu þau verða vinsælt lesefni þeim, sem á bernskuskeiði eru. Svo virðist sem ég hafi í rit- dómi þessum gerzt spámaður með nokkrum hætti, óafvitandi að vísu, því að nú eru ævintýri Bjarna að korna út í þriðja sinn (2. útg. 1948). Góðar bækur gefa því meira, því oftar, sem þær eru lesnar. Og nú, þegar ég enn einu sinni lít ytfir ævintýri þessi, veita þau dýpri innsýn og kostir koma fram, sem ég hafði ebki áður eygt. Menningarsjóður hefur gefið ævintýrin út í prýðilegum bún- ingi. Teikningar eru eftir Bjarna Jónsson, teiknara, og falla vel að efninu. Það er jólaeldur í ævintýrum þessum, sem loga mun þó að jól- in líði hjá og ekki fölskvast, þó að bjartara sé nú í híbýlum manna hér en áður var, og löng og dimm kvöld heyri að mestu sögunni til. . Útgefanda ber að þakka. Hér er stuðlað að þvá, að úrvals les- efni bjóðizt ungu kynslóðinni. En höfundinn mætti spyrja, hvort hann á efcki meira í pokahorninu, í ungdæmi mínu laumuðu börn góðum bókum, sem þau voru að lesa, undir boddann, þegar Kveld úlifur kvaddi dyra. Börn ættu að reyna þetta ái ævintýrunum hans Bjarna M. Jónssonar og vita, hvað þau dreymir. ísak Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.