Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 13. des. 1961 MORCVISBT 4 Ð l Ð 17 Hjálmar Halldórsson símstöðvarstjóri á Hólmavik HANN LÉZT af völdum heila- tolæðingar eftir nokurra daga sjúkirahúissleg'U 30. nóv. s.l. Hjálmar var glaður og reifur til Iþeirrar stundar, er hann hneig niður, og með fulla starfskrafta. Brottförina bar snö.ggt að, og vissulega verður viðskilnaður- inn enn sársaukafyllri, þegar en.ginn frestur gefst til að átta sig á þeim breytingum, er því fyl.gja að sjá á bak ástvini yfir iandamæri lífs og dauða. En minningarnar lifa, og vissan um takmarkaðan skilnað dregur úr sorg og söknuði Kðandi stundar og veita birtu inn í framtíðina Eitt sinn skal hver deyja. Hjálmar Halldórsson var fædd ur í Heiðarbæ í Strandasýslu 19. epríl árið 1900. Sonur hjónanna Sigiríðar Sigurðardóttur og Hall- dórs Hjálmarssonar, er þar tojuggu. Bræðurnir voru þrír, auk Hiálmars, Guðjón, sem nú er bóndi í Heiðarbæ og Sigmund ur, búsettur í Reykjavík. Hjálm- ar var búfræðingur frá Hvann- eyri, en auk þess hafði hann num ið rafvirkjaiðn og var það hans aðalstarf lengi, enda var hann eini maðurinn í Hólmavik á löngu érabili, sem því starfi gegndi. Hafði hann bá bæði rafvirkja- nema og fleiri starfsmenn með eér. Árið 1926 tók Hjálmar við for stöðu landssímastöðvarinnar. en árið 1954 var þar sameinaður póstur og sími, og tók hann þá einnig við póstafgreiðslunni. Gegndi hann þeim störfum til dauðadags. Símstjórastarfinu fylgdi og að sjá um viðgerðir á símalínum og tækjum, bæði í kauptúninu og í héraðinu. Varð Hjálmari það auðvelt, þar sem margt er hliðstætt í þessum starfsgreinum, rafmagni og sírna. Eitt sinn er Hjálmar var í við- gerðaferð, varð hann fvrir slysi í starfi, er hann lengi bjó að og varð aldrei alheill af. Hjálmar var atorkusamur í Ihverju starfi. Samvinnugóður og samvizkusamur. Hann var einn af forgöngumönnum að stofnun fáJags síinstöðvastjóra og í stjórn þess v i árabil. Eftir- minnilega góður. traustur og skemmtilegur félagi og góður félagsmaður .Hann vaj heil' þar, sem og í vináttu sinni. Mér verð ur I-Ijálmar minrifsstæður, sér- staklega fyrir einbeitni hans, Ihreinskilni og drenglund. Því kynntist ég svo vel á þessum fyrstu baráttuárum þessara fé- lagssamtaka, því vissulega voru það baráttuár og reyndi mikið á samheldni. Síðari árin urðu persónuleg kynni okkar ekki eins náin vegna fjárlægðar, og því gladdist ég mikið, er við fengum tækifæri á að hittast s.L sumar á fundi okkar stöðvar- stjóranna. þar sem við minnt- umst 20 ára starfs félagsins. Hjálmari voru að sjálfsögðu falin margvisleg störf í heima- Ihéraði. M. a. átti hann sæti I sýslunefnd. Menn, eins og Hlálm- ar, með svo góða og fjölþætta hæfileika, verða jafnan til margra starfa kvaddir, ekki sízt þegar saman fer góður starfs- vilji og starfsorka. Vinur er horfinn úr samfélagi okkar hér. Jarðneskum störfum lokið. Við tekur nú næsta starfs- svið, þar sem við vonum að and- legur þroski fái þróunarskilyrði til enn fullkomnara lífs. > Hjálmar var kvæntur Sólveigu Magnúsdóttur., Halldórssonar í Hólmavík. Börn þeirra voru 8, þar af dó ein stúlka í æsku. Hin eru, eftir aldri: Halldór, kvænt- ur Sigþrúði Pálsdóttur býr í Hólmavik, Magnús, útvarp svirki, kvæntur Ragn'heiði Þórðardótt- ur, búsettur í Reykjavík. Ragn- heiður, gift Herði Felixsyni loft skeytamanni, búsett í Reykja- vík, Ingimar, ókvæntur les iækn isfræði, Röfn, ógift og búsett í Reykjavík, Sólveig og Hlíf báðar ógiftar og búa hjá foreldrum sínum. Öll eru börnin hið mesta efnisfólk. Ykkur öllum, ástvinum Hjálm- ars, færi ég einlægar samúðar- kveðjur og minnist með ykkur látins vinar , Karl Helgason. ÉG KYNNTIST Hjálmari fyrst veturinn 1914, er ég var kennari í Hólmavík. Hann kom í skól- •ann nokkru eftir skólasetningu með Guðmundi, syni þeirra Þór- eyjar Guðmundsd. og Guðjóns alþingism. Guðlaugssonar, en hjá þeim heiðurshjónum var Hjálm- ar til húsa. Man ég enn vel FS 77 dagar til jóla Ó ÍlR l Á Á A 1 “ A. Á n HR/ERIVÉL Keflavík Norðlenzkt hangikjöt Niðursoðnir ávextir m/tollalækkun. Appelsínur og epli, lækkað verð. Gerið jólapantanir tímanlega. Sendi heim Jakop Smáratiini Sími 1826. fyrsta morgun hans í skólanum. Þegar ég kom inn í skól'astofuna mætti mér prúður og sviphýr ungur maður, sem heilsaði mér af kurteisi og háttprýði og nefndi nafn sitt. Hjálmar reynd- ist iðinn við námið og háttvís í umgengni. Þessi fyrstu kynni okkar er mér nú ljúft að rifja upp, og virðast mér þau sk.am.mt! undan. Hjálmar var fæddur 19. apríl árið 1900 í Heiðarbæ í Tungu- sveit í Strandasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Sig- urðardóttir og Halldór Hjálm- arsson, bónda í Heiðarbæ Jóns- sonar, prests í Tröllatungu, Björnssonar, prests í Tröllatungu Hjálmarssonar, prests í Trölla- tungu. Móðir Halldórs Hjálmars sonar var Sigriður Halldórsdóttir prests Jónssonar í Tröllatungu og konu hans Oddfríðar Gísla- dóttur hreppstjóra Eiríkssonar í Þorpum Hjálmar prestur var ættfaðir fjölmennrar og merkrar ættar í Strandasýslu. Hafa þar verið sterk ættareinkenni, gáfumenn og fróðleikismenn, söngmenn, hagyrðingar góðir og listaskrif- arar. Móðir Hjálmars Halldórsson-! ar var Sigríður Sigurðardóttir,1 bónda í Skeljavik Guðmunds- sonar, bónda á Þiðriksvöllum, og konu hans Sigríðar Magnúsdótt-1 ur, bónda á Þiðriksvöllum. Voru það bændur góðir að þeirra tima hætti, greindir vel og að sögn lá ferskeytlan létt fyrir þeim. Hjálmar Halldórsson ólst upp hjá foreldrum sínum og bræðr-1 um á Tindi í Tungusveit. Faðir { hans lézt 12. okt. 1920. Mun það ^ hafa verið mikið áfall fyrir Tilvalin jólagjöf Heimsins bezti penni f/j/ SHEAFFER’S 14K gulloddur er steyptur l*f \ inn í pennabolinn. Hann rennur mjúklega yfir pappírinn hvort sem þér skrifið fast eða laust. * Sterk klemma varnar því að penninn losni í vasa yðar. * Fáanlegur með samstæðum blýanti eða kúlupenna . . . eða sem þrefalt sett. * SHEAFFER’S er þekktur um heim allan fyrir gæði og fagurt útlit. Glæsileg gjöf, hentug gjöf. SheafferS SHEAFFER’S umhoðið Egill Guttormsson Umboðs- og heildverzlun Reykiavík — Sími 14189 Hjálmar, því að af kynnum okk- air var mér ljóst, að þár var traust taug milli föður og sonar. Rúmlega tvítugur að aldri fór Hjálmar í búnaðarslcólann á Hvanneyri, þar sem hann dvald- ist í tvö ár. Mun hugur hans hafa staðið til búskapar, en við and- lát föður hans sló hann þeirri ákvörðun á frest. Hann dvaldist næstu ár í Hólmavík, og 1926 er hann skipaður símstjóri við símastöðina þar. Gegndi hann því starfi til dánardægurs. Þeg- ar símavarzla og póstþjónusta var sameinað, var hann skipað- ur póstmeistari. Störf þessi annaðist hann af vandvirkni og ávann sér traust allra við þau. Hjálmar lærði rafiðn og varð rafvirkjameistari. Þegar Hólma- víkurþorp var raflýst, tók Hjálm ar að sér að annast sölu, viðgerð ir o. s. frv. á rafmagnstækjum. Var hann mörgum hjálpsamur og ráðholtur í því, er að raf- magnsmálum laut, og frábærlega vandvirkur. Hjáimar var félags- lyndur, skemmtmn og hrókur sils fagnaðar. Var mikill styrkur að þátttöku 'hans í ýmsu félags- starfi í kauptúninu. Tók hann mikinn þátt í öllum félags- og íramfaramálum þorpsins. Hann iwr fylginn sér og skeleggur i baráttunni fyrir hagsmunamál- um Hólmavíkur. Aukin rafvæð- ing var mikið áhugamál hans, og mun hann hafa átt sinn góða þátt í sambandi við virkjun Þverár. Hjálmar kvæntist 19. desem- ber 1929 Sólveigu Magnúsdótt- ur. Hún var dóttir mætra og merkra hjóna, Magnúsar Hall- dórssonair bónda í Fagradal í Dalasýslu og Ingibjargar Finns- dóttur Jónssonar bónda í Kálfa- nesi. Sólveig hafði hlotið gott upp- eldi og þess vegna því verki vaxin, er fram undan beið. Þeim hjónum varð 8 barna auðið. 7 j þeirra komust upp og eru nú i flest komin til starfa í þjóðfé- j laginu, þar sem þau hasla sér völl, nýt og traust í störfum. Þau eru: Halldór, rafvirki í Hólmavik, Magnús, magnara- vörður hjá Ríkisútvarpinu, Ragn heiður, gift í Reykjavík, Ingimar Sigurkarl, læknanemi í Háskóla íslands, Svanhildur Röfn, skrif- Stofustúlka, Sólveig símastúlka og Hlíf nemandi í Reykjaskóla. Heimili þeirra Hjálmars og Sólveigar er myndarlegt og traust. Þar bar marga að garði, því að þeir voru ófáir, sem erindi áttu við húsbóndann. Öllum leið vel, sem þar komu inn. Þar fór 'saman skemmtilegt rabb hús- bóndans og risna og myndarskap ur húsifreyjunnar.. Hjálmar lézt 30. nóv. s.l. eftir nokkurra daga legu. Heilablóð- fall varð honum að aldurtila. Hið snögga fráfall hans hefur fengið mjög á alla þá, er þekktu hann, en einkum þó á koniu hans, börn og aðra nánustu. Þeim votta ég samúð mína og sendi þeim kveðjur. Það er lítilfjörleg end'urgreiðsla fyrir hinn hýra svip og hið bjarta bros hins 13 ára sveins, er ég gat um í upp- hafi. Guðbrandur Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.