Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. des. 1961 Kaupið það bezta — Hinar heimsþekktu LBS crep-hosur komnar — hvítar, rauðar, gular Austurstræti 12 BABY borosírauvél Það er barnaleikur að strauja þvottinn með „Baby“ borðstrauvélinni Verð kr: 6.601 B A B Y borðstrauvélinni er stjórnað með fæti og því hægt að nota báðar hendur við að hagræða þvottinum. Afborgunarskilmálar Viðgerðir og varahlutir að Laugavegi 170 — Sími 17295 Vekla Austurstræti 14 Sími 11687. Margaret Summerton HUSiÐ VIÐ SJÚINN Skáldsaga Ég stóð upp og fann, að ég hafðí þarna ekki meira að gera. Hann gekk með mér til dyra og lagði höndina á öxl mér. Það várst þú, Charlotte, sem vildir tala um Esmond, en ekki ég. Sjálfur ætlaði ég aðeins að tala um okkur tvö. Ég veit það, sagði ég og svar- aði brosi hans. Ég vildi. að ég gaeti útskýrt þetta allt. Veiztu hvað ég held? sagði hann hálf-glettríislega. Nei. Ég held, að Esmond sé enn að einhverju leyti uppi á goðastall- inum sínum, eða er ekki svo? Ég neitaði þessu með slíkum ákafa og svo skjáífrödduð, að hann spurði: Hvað er þá enn að angra þig, Charlotte? Segðu mér það. En það gat ég ekki. Sofðu þá vel. Skilnaðarkossinn var innilegur en veittf mér þó enga huggun. Á leiðinni upp stigann færðist þessi óró mín í aukana. En það var hlægilegt. Ég reyndi að ýta henni til hliðar og að muna eftir engu öðru en þegar ég fann ör- yggið í örmum Marks. En mér tókst það ekki. Þegar ég vaknaði morguninii eftir. fann ég, að óróin var horf- in enn einu sinni. Og eftir að ég var komin á fætur var hún al- gjörlega gleymd. Við Mark fór- um að synda í víkinni. Ég sá ekkert annað en himin- inn. Ég var eins og einhver smá- díll fljótandi á víðum sjávarflet- inum. Ég synti letilega en skipti svo yfir í skriðsund. Úr tveggja feta fjarlægð sagði Mark við mig: Ertu búin að fá nóg? Já, um það bil. Hann sneri áleiðis til lands og ég aðeins á eftir honum. En þeg- ar fætur mínir snertu sandbotn- inn, stanzaði ég. Héðan frá þess- um stað, sást ekki annað af sjáv- arhóli en strompurinn einn. Mark kom niður í flæðarmálið með handklæðið mitt. Þetta er ekki sem verst af . któber að vera, sagði hann. En flýttu þér nú að koma þér í eitthvað. Ég er með kaffi til að hita okkur svolítið app. Þegar ég kom aftur úr skút- anum þar sem ég hafði klætt mig, var hann kominn í síðbuxur og peysu og hafði tekið tappann úr hitabrúsanum. Ég tók við boll- anum, sem hann rétti mér. Ég skal vera eins fljót og ég get, sagði ég, en þetta er svo brennheitt. Það liggt.r ekkert á og þú átt þetta skilið eftir afrek þín sem vatnadís. Ég rétti honum tóma hettuna af hitabrúsanum. Það er meiri fjöldinn af þessum skútum hérna við sjóinn. Það hlýtur að vera góður leikvöllur fyrir stráka. Varstu hér mikið þegar þú varst lítill? Já, talsvert. Kannske tíu-tólf sinnum alls. Varstu nokkurntíma til dvalar í Sjávarhóli spurði ég. Já, einu sinni, þegar ég var eitthva'o tólf ára og Esmond níu. Svo voru einhverjir fleiri krakk- ar með okkur. Við vorum svo mörg, að Edvina sendi okkur þangað „í sveit“ með Fóstru gömlu. Á þessari stundu var ég ham- ingjusöm, og alveg áhyggjulaus Þetta er langbezta trommusólóin, sem hann hefur nokkru sinni leikið. ■— Fer Gar læknir opinberlega fram á fjárframlög til rannsókna sinna í gamalmennaklúbbnum? — Nei, aðeins á einkafundum .... Herra Adams sat marga slíka fundi áður en hann arfleiddi Gar lækni að eigum sínum .... Og svo lézt hann með þetta einkénnilega bros á vör! —• .... Glottandigas? í íbúð Gar læknis við hliðina á.... X- X- >f- — Gar læknir, hvað á ég að gera við peningana mína? — Hvers vegna ekki að spyrja Metallíkus frú Colby? um fortíð eðc framtíð — áhyggju laus og lifandi. Ég leit frarnan í hann. því að mér fannst það svo miklu skipta. að hann væri í sama skapi, og brosið sem hann sendi mér, gaf mér jákvætt svar við þeirri spurningu. Ég hló. Veiztu, að ég er enn með samvizkubit af að vera að fara þetta með þér. Til hvers ættirðu að vera það? Af því, að þegar ég vildi ekki aka til Wellmouth með Lísu hafði ég þá aísökun að ég þyrfti að skrifa bréf úti í garði. Sama sagði ég Edvinu. En svo þegar ég hitti þig á leið 1 sjóinn snerist mér hugur. Og ertu ekki fegin því? spurði hann. Jú. mjög svo. Það er ég líka. Og nú skaltu ekki spilla þessu öllu með neinu samvizkubiti. Gott og vel, samsinnti ég. Og ef út í það er farið þá er eins og Edvina sé meira með sjálfri sér núna. Sástu hana nokkuð áð- ur en þú fórst út? SHUtvarpiö, Miðvikudagur 13. desemker 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 805 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. —• 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar, — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tón leikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. ' 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. Tonl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir. — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna; „Bakka* Knútur" eftir séra Jón Kr. ís- feld; V. (Höfundur les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 „Haustlauf": David Rose og hljómsveit hans leika létt lög. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja saga; I. (Helgi Hjörvar rit- höfundur). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Sig- uringa Hjörleifsson og Kristin, Ingvarsson. c) Finnbogi Bernódusson í Bol- ungarvík flytur þátt af Sig- urði glímukappa Þórarinssyni. d) Margrét Jónsdóttir les sagna þátt: „Stúlkan á Hamri“, skráðan af dr. Sigurði Nordal eftir frásögn Ragnheiðar Stef- ánsdóttur. e) Kolbeinslag: Jóhannes Benja- mínsson og Ormur Ólafsson kveða; Magnús Guðmundsson og Guðrún Árnadóttir lesa. 21:45 fslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: Dean Acheson rifjar upp liðna tíð; V: Um Robert Schumann (Hersteinn Pálsson ritstjóri). 22:30 Næturhljómleikar: Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 7. þ.m. Stjórnandi; Jindrich Rohan. Sinfónía nr. 5 í e-moll eftir Pet- er Tjaikowsky. 23:20 Dagskrárlök. Fimmtudagur 14. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. 8:05 Morg unleikfimi. —- 8:15 Tónleikar, 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 9:10 Veðurfregnir. —r 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —* 12:25 Fréttir og tilk.), 13:00 „Á frívaktinni"; sjómannaþáttur Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttlr, tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl, — 17:00 Fréttir. — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð- rún Steingrímsdóttir), 18:20 Veðuríregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20.00 Um erfðafræði; IV. þáttur: Gen og erfðir (Dr. Sturla Friðriks- son). 20:15 Léttir kvöldtónleikar: a) Cesare Siepi syngur ItölsS? lög. b) Tékkneska fílharmoníusveitin leikur ballettsvítuna „Fegurð- ardísirnar sjö“ eftir Kara Kara- jev; Nyazy stjórnar. 20:45 Skáldið Hannes Hafstein (dag- skrá hljóðrituð í Háskólabíót fyrra sunnudag): a) Tómas Guðmundsson skáld flytur erindi. b) Ævar R. Kvaran og Hjörtur Pálsson lesa kvæði. c) Róbert Arnfinnsson les úí ævisögu Hannesar Hafsteina eftir Kristján Albertsson. d) Kristinn Hallsson og félagar úr Fóstbræðrum syngja. 22:0§ Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: Dean Acheson rifjar upp liðna tíð; VI: Um George Marshall (Hersteinn Pálsson rit- stjórí). 22:30 Harmonikuþáttur (Henry J. Ey- land og Högni Jónsson). 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.