Morgunblaðið - 15.12.1961, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.12.1961, Qupperneq 1
24 siður 48. árgangur 285. tbl. — Föstudagur 15. desember 1961 Frentsmiðja Morgunblaðslna Situr við sama í Katanga að því er virðist en æ fleiri abilar vinna að skjótri lausn i Kongó — með samningum Tsjombe og Adoula Elisabethville, lJf. des. EKKERT virðist hafa orðið af lokasókn þeirri eða alls- herjarárás, sem Tsjombe boð- aði í gær, að Sameinuðu þjóðirnar mundu að líkind- um gera sl. nótt eða í dag. Hins vegar geisuðu allharðir bardagar á báða bóga í dag. — Þannig segja heimildir SÞ, að Katangahermenn hafi í dag gert harðar árás- ir á Baluba-flóttamannabúð- ir SÞ við Elisabethville — „Gleðileg stund" |— sagði Stevenson New York, llf. des. AÐALSTJÓRNMÁLA-f |NEFND Allsherjarþings-^ |ins samþykkti sl. nótt samf jteiginlega ályktunartillöguf fBandaríkjanna og Sovét-J |ríkjanna, þar sem skoraðf |er á Allsherjarþingið aðf ^kjósa 18 þjóða nefnd tilf xþess að fjalla um ofvopn- f unarsamninga, á grund- xvelli fyrri samningaumleitf |ana um þau mál. x Þegar stjórnmálanefnd-f |in hafði samþykkt tillög-f Éuna, sagði Adlai Steven- 'tson, - aðalfulltrúi Banda-S Iríkjanna, við fréttamenn: I—• „Þetta er vissulegaf fgleðileg stund!“ og hafi 10 Balubamenn fall- ið í árásunum og 30 særzt. Hins vegar hafi sænskir her- flokkar gert gagnárásir gegn Katangahermönnum — og eyðilagt skotstöðvar þeirra. — Talsmenn SÞ segja, að mikið af hernaði Katanga- manna virðist nú beinast að því að gera árásir á sjúkra- hús, gistihús og aðrar þær byggingar, sem vitað er, að óbreyttir borgarar byggja — og séu árásirnar „dulbúnar“ þannig, að svo líti út sem SÞ hafi staðið fyrir þeim. — Hafa Katangamenn, sent margar kærur til aðalstöðva Rauða krossins í Sviss um slíkar árásir — sem þeir hafa raunverulega framið sjálfir, að sögn talsmanna SÞ bæði í Elisabethville og Leopold- ville. Mjög er nú unnið að þvi að koma á vopnahléi í Katanga og að fá Tsjombe, forsætisráð’herra Katanga, og Cyrille Adoula, for- sætisráðherra miðstjórnarinnar í Leopoldville, til þess að hittast Framhald á bls. 23. SAS-menn atvinnulausir BTOKKHÓLMI, 14. des.j :(NTB) — Vinnumiðluinin í<i ^Stokkhólmi gerir nú gangskör* *að því að útvega um 40 sigl-j sdngafræðingium SAS-flugsam-| í'steypunnar atvinnu, en sigl-f! Hngafræðingunum hefir veriðj •>sagt upp störfum ásamt fleir-<1 Jum, í samræmi við sparnaðar-f J;tilraunir_félagsins. Danir svara Rússum fullum hálsi Viggo líampmann lýsir orð- sendingu sovétstjórnarinnar vnóðgun við Dani Kaupm.höfn, lJf. des. (NTB) — DANSKA ríkisstjórnin vís- aði í dag á bug ásökunum sovétstjórnarinnar í sam- bandi við sameiginlega her- stjórn Danmerkur og Vest- ur-Þýzkalands á Eystrasalts- svæðinu. I svar-orðsendingu, sem Kampmann forsætisráð- hcrra sendi sovétstjórninni, segir hann, að rök Sovétríkj- anna séu hin sömu, sem Fundir ráðherra Atlantsiiafs- Tfándalagsríkjanna 15 standa yfir í Paris þessa dagana. Hafa þeir einkum rætt Berlínarmái ið og Kongó (sjá Kongó-frétt á öðrum stað í blaðinu). — Á þessarl mynd sjást utanríkis- ráðherrar vesturveldanna (frá vinstri): Home lávarður (Bret landi), Dean Rusk (Bandaríkj unum), dr. Gerhard Schröder (V.-Þýzkalandi) og Maurice Couve de Murville (Frakk- landi) — en þessir fjórir „stóru“ áttu sérstakar viðræð- ur, áður en NATO-fundurinn hófst sl. m.iðvikudag. stjórn Danmerkur hafi áður vísað á bug með fullum rök- um (í október sl.) —★— í svari sínu leggur Kampmann enn áherzlu á það, að hin sam- eiginlega herstjórn á Eystrasals- svæðinu sé skipuð af Atlantshafs bandalaginu sem heild — en ekki með tvíhliða samningum Dana og V.-Þjóðverja. Sömúleiðis er enn tekið fram, að þessar aðgerðir eins og aðrar framkvæmdir At- lantshafsbandalagsins, hernaðar- legs eðlis, séu eingöngu gerðar i varnarskyni — enda breyti þátt- taka Vestur-Þýzkalands í samtök unurn á engan hátt tilgangi þeirra sem sé eingöngu sá, að samstilla krafta aðildarríkjanna gegn utan aðkomandi árás. —★— Kampmann forsætisráðherra bendir sérstaklega á það í svari sínu, að samkvæmt samningi þeim, sem fyrir liggur, muni yfir foringi hinnar sameiginlegu her- stjórnar á Eystrasalti ætíð verða Dani — og því séu þau ummæli sovétstjórnarinnar, að v-þýzkir hershöfðingjar hljóti að hafa úr- slitaráðin í sínum höndum, ekki aðeins byggð á röngum forsend- um, heldur beinlínis móðgun við Dani. Tveir togarar seldu gær TVEIR togarar seldu afla sinn í Bretlandi í gær, Þorsæinn Ingólfs son seldi í Hull 174 lestir fyrir 12,655 sterlingspund og Maí í Grimsby, 126 lestir fyrir 9,300 sterlingspund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.