Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. des. 1961 Lögreglan tók 2 innbrotsþjófa Komu með þýfið í flasið á eftirliisbíl I FYRRINÓTT handtók lögrregl- an tvo innbrotsþjófa, sem skömmu áður höfðu brotist inn í Sjóbúðina á Grandagarði og stolið þaðan ýmsum fatnaði og grammófón. Hér er um að ræða tvo unga pilta, fædda 1943 og 1945. Hefur annar þeirra játað á sig fleiri innbrot, þ.á.m. innbrot- ið í Háskólabíó á dögunum. Eins og fyrr getur brutust pilt- arnir inn í Sjóbúðina á Granda- garði. Þaðan stálu þeir peysum, Veglegt jólatré reist á Bíldudal BÍLDUDAE, 14. des. — Reist hef ur verið hér veglegt jólatré á íþróttavellinum. Tré þetta er gjöf frá Árna Jónssyni, stórkaup manni í Reykjavík, og hefur Ámi gefið þessa höfðinglegu gjöf ár- lega.. Nýtt trésmíðaverkstæði er tek ið til starfa hér fyrir nokkru og eru eigendur Heimir Ingimars- son, byggingameistari og Gunnar Þórðarson, Bíldudal. Sl. föstudag opnaði Jón S. Bjarnason, kaupmaður verzlun sína í nýjum húsakynnum. Þessi verzlun er í sama húsi og sú eldri var, en búið er að gjörbreyta efri iiæðinni, þar sem nýja verzl imin er nú. Verzlunin hefur á boð stólnum bækur, ritföng, matvöru og fatnað auk smávöru. Matvara er með kjörbúðarsniði og mun þetta vera önnur verzlunin hér á Vestfjörðum sem tekur upp þetta fyrirkomulag. Breytingar á húsnæðinu hefur annazt Gunnar Þórðarson. Mótorbáturinn Andri hefur ró- ið héðan að undanfömu, og afl- að 8—11 lestir í róðri. Togskipið Pétur Thorsteinsson er væntan- legt hingað milli jóla og nýárs og mun hefja róðra héðan á línu um áramót. — Rækjuveiði hefur verið treg. — Hannes. ^ibaqóLrá) ÁLÞINGIS Sameinað Alþingi föstadaginn 15. des. 1961, kl. 1:30 miðdegis: 1. Samþykki til frestunar á fundum AJpingis, þáltill. — Hvernig ræða skuli (Ef leyft verður) — 2. Samgöngu bætur á eyðisöndum Skaftafellssýslu, þáltill. — Hvernig ræða skuli. — 3. Útflutningur á dilkakjöti, þáltiil. — Hvernig ræða skuli. — 4. Kosning þriggja yfirskoðunarmanna ríkisreikn inganna 1961, að viðhafðri hlutfalls- kosningu. — 5. Kosning framkvæmda stjóra Söfnunarsjóðs íslands til 6 ára. — 6. Kosning fimm manna í stjóm síld arverksmiðja ríkisins og jafnmargra varamanna, allra til þriggja ára að við hafðri hlutfallskosningu. — 7. Kosn ing þriggja manna í síldarútvegsnefnd og jafnmargra varamanna, allra til 3ja ána. — 8. Kosning fimm manna í raf oitkuráð, til fjögurra ára. — 9. Kosn- ing þriggja manna I stjóm landshafn ar í Keflavíkurkaupstað og Njarðvíkur hreppi og tveggja endurskoðenda reikn inga hafnarinnar, allra til 3ja ára. — 10. Kosning verðlaunanefndar Gjafar Jóns Sigurðssonar, þriggja manna. — 11. Koening eftirlitsmanns með opinber lun sjóðum til ársloka 1964 í stað >or steins Þorsteinsson, fyrrum sýslumanns og alþingismanns. Efri deild Alþingis föstudaginn 15. des. 1961 að loknum fundi í Sameinuðu þingi: ' 1. Kosning gæzlustjóra Söfnunarsjóðs íslands U1 fjögurra ára. — 2. Verðlags ráð sjávarútvegsins, frv. — 1. umr. — Ef leyft verður. Neðri deild Alþingis föstudaginn 15. des. 1961, að loknum fundi í Samein- uðu þingi: 1. Kosning tveggja manna í stjóm Minningarsjóðs Jóns alþingismanns Sig urðssonar frá Gautlöndum til ð ára. — 2. Fjárfesting sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna erlendis, þáltill. — Hvemig ræða skuli. — 3. Viðskipti fjár málaráðuneytisins við Axel Kristjáns son. þrltill. — Hvemig ræða skuli. — 4. Parísarsamþykkt um vemd eignar- réttar á sviði iðnaðar, frv. — 3. umr. — 5. Dómsmálastörf, lögreglustjóra, gjaldheimta o.fl., frv. — 2. umr. — ð. Lántaka hjá Alþjóðabankanum, frv. — 2. umr. — Ef leyft verðux, _ húfum, skyrtum, kuldaúlpum og grammófón. 4/ f flasið á Íögreglubíl. Er piltarnir voru á leið upp Grandann með þýfið komu þeir beint í flasið á lögreglubíl, sem var í eftirlitsferð í Vesturbæn- um. Þótti lögreglumönnunum ekki einieikið um ferðir piLtanna og farangur, tóku þá tali og er þeim bar ekki saman voru þeir fluttir á lögreglustöðina, þar sem þeir meðgengu innbrotið. Voru þeir geymdir í fangageymslunni á Síðumúla um nóttina. f gær var öðrum þeirra sleppt, en hinum er enn haLdið í gæzlu. Fleiri innbrot. 7 Annar piltanna er úr Kópavogi (fæddur ’45) en hinn frá Patreks firði (fæddur ’43). Við yfirheyrsl ur í gær meðgekk sá síðamefndi að hafa framið innbrot í biðskýli við Suðurgötu 4. desember, Vest- urhöfn 2. desembe-, Háskólabíó 2. desember og auk þess að hafa gert tilraun til innbrots í Högun- um. Sérfræðingu’* ræðir um almannavarnir og geislavirkt ryk Þessa dagana er staddur hér á landi dr. Toftemark, yfirlæknir (heilbrigðisstjómarinnar dönsku og formaður hei Ibrigð isnefndar A tl antshafsbandalagsins. í krvöld (föstudag) talar dr. Toftemark á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur. Ræðir hann þar um þátt lækna í almannavörnum og sýnir jafnframt kvikmynd um varnir gegn geislavirku ryki. Fundurinn verður í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur og hefst kl. 20.30. Allir læknar og lækna- stúdentar eru velkomnir á þenn- an fund. Frá bókasýn ingunni í Listamannaskálanum. Sýning á bókum Oxford■ háskólaútgáfunnar EINS og frá var skýrt hér í blað inu í gær opnaði Bókaverzlun Snæbjarnar Jónsisonar sýningu á bókum frá Oxford University Press í Listamannaskálanum á mánudagskvöld, og stendur hún yfir þessa viku fram á laugardag, opin daglega kl. 2—10 síðdegis. Bækurnar verða allar til sölu á laugardaginn, en fraim til þess tíma er hægt að leggja inn pant- anix. Oxford University Press er meðal elztu útgáfufyrirtækja heims, nálega 500 ára; fyrsta bók útgáfunnar var prentuð árið 1478. Sýningin gefur glögga hugmynd um útgáfustarfsemina, sem er bæði fjölbreytt og mjög vönduð. Alls em kringum 1500 bækur á sýningunni, og er þeim skipt í ákveðna flokka, svo sem lista- verkabækur, ljóðabsekur, leik- bókmenntir, sígildar bækur, vasa útgáfur, tónlistarfræði, sö'gu og landfræði (einnig landabréf), trú mál og heimspeki, klassiskar bók menntir, biblíur, bama- og ungl- ingabækur. Þá er mixið um hrein vísindarit úr ýmsum • greinum, t.d. eðlis- og efnafræði, læknis- fræði o. s. frv. Bækur um stjóm mál og alþjóðamál eru einnig margar. Loks má nefna svonefnt Home University Library, sem er bæði mjög handhægt og sér- lega fjölbreytilegt. Bækumar eru flestar á ensku, eins og vær.ta má, en í nokkrum \*A A>A /ShnHor\* Snjitcm, v&isvsohnitoA • os/wm ms KuUoiki/ Hi/tsSi/ HiHmS 1 L * LagS I Um hádegi í gær var stmt og giott veður um allt land en lægð að nálgast sunnan úr hafi Loftþrýsingur í lægðar- miðjunni var um 985 mto. og á veðurskipinu Indía, uim 500 km suður af Eyjum var S- hvassviðri og 10 st. hiti. Lítur út fyrir SA hláku um allt land. Yfir Norðurlöndum er háþrýstisvæði og sums staðar talsvert frost, td. 11 st. frost í Stokkhólmi. Hlýindi eru í Eng landi, Frakklandi og vestan- verðu Þýzkalandi. 10—12 st Á kortinu er sýndur hafísjað arinn eins Og hann var milli Vestfjarða og Grænlands. Haf íshroði var 110 km frá landi en lagnaðarís 140 km. Veðrið kl. 10 í gærkvöldl: Lægðarsvæði fyrir sunnan land, smálægð við SA-strönd ma, nreynst nratt jna. — SV-land og mið: Austan og NA-kaldi, dálítil rigning. — Faxaflói og miðin: A og NA kaldi, skýjað. — Breiðafjörð- ur og miðin: NA kaldi, bjart- viðri. Vestfirðir og miðin: NA gola í nótt, kaldi og stinn ingskaldi á miðunum og smá él norðan til á morgun. — Norðurland og miðin: NA kaldi í nótt en stinningskaldi á morgun, dálítil slydda aust an til og á miðunum. NA land og miðin: A og NA kaldi eða stinningskaldi, slydda eða rigning. Austfirðir, SA-land og miðin: Allhvass A fyrst en SA kaldi þegar líður á nóttina, rigning. — Horfur á laugardag: Suðlæg átt, bjart á Norðurlandi, skúrir eða él á Vesturl., víða rigning eða skúrir á Suðurlandi. tilfellum eru líka gefnar út bæk- ur á frummálum. Svo er t.d. um bækurixar sem ganga í heild und ir nafr.inu Oxford Books of Verse, en í því safni er að finna eina bók helgaða Norðurlöndum, „Ox- ford Book of Scandinavian Verse“, sem kom út árið 1925 og hefur að geyrna fjölmörg íslenzk ljóð á frummálinu, allt frá Stefáni Ólafssyni á 17. öld fram til Hannesar Hafsteins á þessari öld. Sir William Craigie sá um íslenzka partinn af þessari út- gáfu, en í bókinni eru jafnframt ljóð á dönsku, norsku, sænsku og finnsku. Einnig má nefna ís- lenzku- kennslubók Snæbjarnar Jónssonai- sem fyrst kom honum í samband við Oxford University Press. Sýningin var opnuð á mánu- dagskvöldið með hátíðlegri at- höfn þar sem sendiherra Breta á fslandi, Andrew C. Stewart, flutti ávarp og drap á hið merka hlut- verk Oxford-háskólaútgáfunnar í enskri bókagerð. Mesta frægð hef ur útgáfan hlotið fyrir biblíur sínar og hina miklu oéðabók sem lokið var við árið 1928, en er sífellt aukin og endurbætt sam- kvæmt kröfum tímans. Á sýning unni er m.a. eintak af þeirri út- gáfu Heilagrar ritningar, seim var sérstaklega prentuð fyrir krýn- ingu Elízaibetar II drottningar og afhent henni meðan á krýning- uni stóð. Eru aðeins til um 20 eintök af þeirri merku útgáfu. og það sem hér er til sýnis mun ekki vera til sölu. Menntamálaráðherra og biskup íslands voru viðstaddir opnunina á mánudaginn, en forseti Islands heimsótti hana í gærmorgun. Jólasöngvar í Neskirkju Næsitkomandi sunnudag, IV. dos. verður efnt til jólasöngva í Neskirkju, kl. 2 eto. Markmið jólasöngva er að sam eina hugi yngri jaf nt sem eldri til undirbúnings að komu jólanna. Um jólin gildir hið sama og um Guðs orð, að vér verðum að veita þeim viðtöku 1 hug og hjarta, söngurinn er ein æðsta náðargjöf in sem vér höfum hlotið, samein umst því öll til jóLasöngvanna og syngjum sanna jólagleði inní hvers manns hug og hjarta. Barnakór undir stjóm Erlu Stefánsdóttur, söngkennara, mun syngja nokkur jólalög. Þá mun kirkju'kórinn leiða almennan safnaðarsöng »g verða þeir jóla- sálrnar sem sungnir verða sér- prentaðir fyrir alla kirkjugesti. Auk þess verða lesnar ritningar- greinar um jolatooðskapinn. Bræðrafélag Nessóknar, gengst fyrir þessum jélasöngvum, og gerði það einnig á s.l. ári þá voru þeir svo vel sóttir, að margir urðu frá að hverfa. (Frá Bræðrafélagi Neskirkju) Jólapottar Hjálpræðishersins REYKJAVÍK hefur, sem aðrir bæir, sinn eiginn persónulega svip. Og segja mó að við, sem að öllu eða einhverju leyti, til einkum okkur hana, seni okkar borg, þekkjum hvern drátt og línu í svip hennar, vitum um svipbrigði, sem leiða af viðbrögð um hennar við árstiðunum, — og vanti þar eitthvað, þá finnst okkur strax einangrun ókunnug leikans setjist að hugsun okkar. „Bráðum koma blessuð jólin“ og jólasvipurinn eða jólabrosið er að breiðast yfir ásjónu þessa kæra bæjar, og á morgun er hann orðin áð öllu leyti eins og okkur finnst hann eigi að vera — jólapottar Hjálpræðishersins koma þá á sína staði. Frá upphafi sinna vega, hér á landi, hefur herinn haldið þessa jólasöfnun, og með því hjálpað góðfúsum Reykvíkingum til að gleðja og létta undir með hinutn mörgu, sem miður mega, im jólin. Vonandi er að Reykvíkingar, um þessi jól, sem nú fara í hönd, sýni hinum fátæku sama bróður hug og fórnfýsi og æfinlega, og leggi fram, af glaðri lund, skerf sinn í jólapottana. Heróp Hjálræðishersins fyrir árshátíðina er, sem að undan- förnu: Hjálpiff oss að gleðja affra. Útskipun á síldar- afurðum á Sigluf. SIGLUFIRÐI, 14. des. — Að und- anförnu hafa verið allmiklar út- skipanir á síld og síldarafurðum héðan. í síðustu viku lestaði Erik: Sif G00 lestir af síldarmjöli frá Síldarverksmiðjum ríkisins og I þessari viku lestaði Tröllafoss 1800 tonn af síldarmjöli, einnig frá verksmiðjunum. I dag er hér danskt skip, sem lestar saltsíld. Tveir stórir línubátar eru gerð- ir út héðan og hafa þeir aflað vel. Þeir veiða fyrir frystihúsin hér og ennfremur róa héðan nokkrar trillur með línu. Hafa þær aflað sæmilega en gæftir hafa verið mjög slæmar fyrir minni báta. — Ijón. Björgun skipverja á Geir goða SANDGERÐI, 14. des. Það voru ekki skipverj ar á Munin, sem björguðu áhöfninni á Geiri goða, heldur voru það bátsmenm á björgunarbátnium Oddj V. Gísla- syni. Þeir tóku mennina úr Geir goða og fluttu þá yfir í Munin, sem sigldi síðan með þá til lands. Geir goði, hið gamía aflaskip, ber beinin í fjörunni, því að björgun er talin óframkvæman- leg. Gúmibáturinn um borð 1 Geiri goða var rifinn, og þvi ónothæfur. — Páll Ó. Somníngsréttur opínberra starfsmanna PÓSTMANNAFÉLAO íslands hélt fund þ. 5. 12. 1961. Aðalmál fundarins var: „Frumvarp um samningsrétt opinberra starfs- manna“, sem vísað var til banda lagsfélaganna til umsagnar. Á fundinum mætti Guðjón B. Baldvinsson, er flutti fram- sögu og svaraði fyrirspurnum um málið. Ríkti mikill einhugur á fund- inum, að vinna málinu sem mest gagn, og stuðla að því eftir mætti, að opinberir starfsmenn fái samn ingsrétt. í fundarlok var samþykkt með Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.