Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Fostudagur 15. des. 1961 Frá umræbum á Alþingi: Fulltrúar sjómanna og útvegs- manna í verðlagsráði verði jafn margir Á FUNDI neð'ri deildar í gær var frumvarp ríkisstjórnarinnar um Verfflagsráð sjávarútvegsins sam þykkt frá neffri dcild o>g sent efri deild til afgreiðslu. Þá voru frum vörp um innflutning: á hvalskip um og um alþjóðasamþykkt gegn óhreinkun sjávarins afgreidd sem lög frá Alþingi. I»rir og þrír. Pétur Sigurðsson (S), iram- sögumaður meirihluta sjávarút- vegsnefndar, gat þess, að við fyrri umræður um Verðlagsráð sjávarútvegsins hefði hann bent á nauðsyn þess, að jöfnuð yrði tala útgerðarmanna og sjómanna i Verðlagsráði. Ekki vegna þess, að réttur sjómanna hefði ekki ver ið tryggður, heldur vegna þeirrar tortryggni, sem blása mtti upp út af þessu atriði. Þá gat hann þess að síðan 2. umræðu hefði lokið, hefði gefizt tóm til þess að kynna sér skoðanir bæði ein- stakra útvegsmanna og framá- manna í þeim samtökum, sem koma til með að eiga aðild að Verðlagsráði, og í ljós komið, að það virtist minna atriði í augum útgerðarmanna en sjómanna, að útvegsmenn fengju fjóra fulltrúa. Síðan gerði þingmaðurinn grein fyrir breytingartillögum við frumvarpið, sem meirihluti sá, er skapaðist við 2. umræðu, legði til, svo og Geir Gunnarssbn (K). Gísli Guðmundsson (F) hef ut hins vegar borið fram sérstak ar tiliögur, sagði þingmaðurinn, en ég tel samt, eftir viðtöl, sem við höfum átt við hann, að að frágengnum þeim tillögum, þá muni hann ekki vera mjög andstæður þess- um breytingartil lögum, sem við höfum lagt fram. En þær breyt- ingartillögur eru í stuttu máli þær, að fulltrúum LÍÚ í verð- lagsráði fækki um einn, þannig að þar verði þrír fulltrúar út- vegsmanna ög þrír fulltrúar sjó manna. Fulltrúum síldarkaup- enda fækkár þá einnig um einn til samræmis,, þannig verði einn fulltrúi tilnefndur af Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda í fiski deild. í síldardeild, þegar ákveða sfeal verð á síld, sem veidd er við Norður- og Austurland verði tveir frá Félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi, og þegar áfeveða skal verð á síld sem veidd er við Suður- eða Vestur- land verði einn fulltrúi frá eig- endum síldarverksmiðja á Suður- og Vesturlandi. Þannig verði sex fulltrúar frá hvorum, fiskkaup- endum og fiskseljendum. Gísli Guffmundsson (F) taldi að breytingartillögur þær, er Pét ur Sigurðsson hafði mælt með, væru til bóta frá því, sem verið hefði. Þá gerði hann grein fyrir breytingatillögum er hann bar fram. Voru þær fólgnar í því, að yrðu fulltrúar LÍÚ fjórir, þá yrðu þeir búsettir sinn í hverjum landsfjórðungi, þá . yrði og einn af fulltrúum S. H. tilnefndur sam eiginlega af félögum fiskvinnslu- stöðva á Norður- og Austurlandi og á Vestfjörðum. Enn fremur lagði hann til, að kostnaður við verðlagsráðið' yrði að hálfu greiddur úr ríkissjóði og að hálfu úr fiskimálasjóði. Lúovík Jósefsson (K) bar fram breytingartillögur þess efn is. að heimilt sé aðilum þeim, er tilnefna eiga fulltrúa af hálfu fisksölu- og fiskkaupaðila, að skipta um fulltrúa sína í verðlags ráði, eftir því sem þeim þykir rétt, til þess að sjónarmið þeirra fiskseljanda og fiskkaupenda, sem hlut eiga að máli við hverja verðákvörðun. komi sem bezt fram. Enn fremur lagði hann til, að fulltrúi sjómanna í yfimefnd skyldi verða fulltrúi ASÍ, en ekfei eins og í frumvarpinu stendur, „úr hópj sj ómannafulltrúa". Birgir Finnsson (A) taldi á- stæðulaust, að Alþingi setti ná- kvæmar reglur u-m, hvaðan af landinu fulltrúar LÍÚ yrðu vald- ir, þar eð LÍÚ séu landssamtök, þar sem þeir, sem hagsmuna hafa að gæta, eigi að hafa fullt tæki- færi til að gæta þeirra innan sam takanna. Hins vegar kvað hann L. J. hafa komið fram með breyt ingartillögu. sem honum fannst athyglisverð í fljótu bragði og mundi fullnægja því. sem fyrir G. G. vakti, þannig, að þar væri gert ráð -fyrir, að skipt yrði um menn í ráðinu eftir því, um hvað verið sé að ræða hverju sinni. Gert var hlé á fundinum á fjórða tímanum og hófst hann að nýju kl. 5. Þá skýrði Pétur Sig- urffsson (S) frá því. að sjávarút- vegsnefnd hefði komið sa-man í fundarhléinu og rætt þær breyt- ingartillögur, sem fram hefðu komið. Hefði hún orðið ásátt um að mæla með samþykkt þeirra breytingartillögu Lúðvíks Jósefs sonar, að aðilum þeim, sem full- trúa eiga í verðlagsráði, sé heim- ilt að skipta um fulltrúa í ráðinu. Einn nefndarmanna í sjávarút- vegsnefnd hefði þó verið fjar- staddur. Geir Gunnarsson. Siðan var gengið til a-tkvæðá og voru þær breytingartillögur, sem meirihluti sjávarútvegsnefnd ar eða nefndin öll mælti með, samþykktar, en aðrar tillögur felldar, þ.e. samþykkt var. að fulltrúar í ráðinu ekyldu verða 12 í stað 14 Og að heimilt yrði að skipta um fulltrúa í ráðinu. Var frumvarpið síðan sent forseta efri deildar til afgreiðslu. Enn fremur gerði Gunnar Thoroddsen fjármálaráffherra grein fyrir frumvarpi um heim- ild til lántöku hjá Alþjóðabank- anum og var samþykkt að vísa því til 2. umræðu og fjárhags- nefndar, og Sveinn Einarsson (S) framsögumaður iðnnefndar, skýrði frá því, að nefndin hefði Einbýlishús til sölu á Kársnesi, ca 100 ferm. 4 ra herb. íbúð á 1. hæð. Ris óinnrétlað með hitalögn. Góð lán áhvíl- andi. Skipti á 5 herb. íbúð koma til greina. RANNVFíG ÞORSTEINSDÓTTIJ í!rl. Laufásvegi 2 — Sími 19960. orðið sammála um að mæla með frumvarpi um Parísarsamþykkt um vernd eignaréttinda á sviði iðnaðar. Frá þessum frumvörpum báðum hefur áður verið skýrt í Morgunblaðinu. en þau hafa bæði verið samþykkt í efri deild. Efri deild. Á fundi efri deildar 1 gær var samþykkt að vísa frumvarpi um sveitastjórnarkosningar til 2. um ræðu og allsherjarnefndar, en Emil Jónsson félagsmálaráffherra gerði grein fyrir frumvarpinu. Þá skýrði Ólafur Jóhannesson (F) framsögumaður allsherjar- nefndar, frá því, að nefndira mælti með því, að frumvörp u-rra erfðalög, um skipti á dánarbúum og félagsbúum, um réttindi og skyldur hjóna og um ættaróðal og erfðaábúð yrðu samþykkt. Var síðan gengið til atkvæða um frumvörpin og voru þau sam- þykkt óbreytt til 3. umræðu. y. Glamorene HREINSIBURSTINN á bólstruð húsgögn GLAMORENE TEPPA- HREINSARAR og GLAMORENE SHAMPOO GLAMORENE HREINSAR TEPPIN OG HÚSGÖGNiN Á AUGABRAGÐI UM LEIÐ OG IJTIRNIR SKÝRAST. o(|iiDoqinn Bankastræti 7. • Fyrirvinnurnar mrmmsm fórust mmmmmmammdt Fyrir þremur mánuðum fórusrt 7 sjómenn frá Horna- firði ,er bátur þeirra, Helgi, sökk. Þetta voru ungir menn. 12 börn urðu föðurlaus og beimilin misstu fyrirvinnuna. Mennirnir voru ekki tryggð- ir u-mfram hina venjulegu skyldu'tryggingu, sem -nun veita hverju heimili innan við 100 þús. kr. Hafin var söfnun til stuðn- ings þeim, sem hér áttu um sárt -að bi-nda. Ekki hefur þó en-n safnast eins mikið og cft áður, er fólk hef-ur brugðið við til aðstoðar, þegar svip- leg slys hafa orðið. Til Morg- unblaðsins hafa borkt um 30 þús.v kr., en alls munu hafa safnast í Reykjavík 60—70 þús. kr. Aftur á móti hafa menn þar a-ustur frá verið rausnarlegri og safn-að eitt- hvað á annað hundrað þús- * Gengur til barnanna Eg átti í fyrradag tai við prestinn í Hornafirði um þetta. Hann sagði, að föður- lausu bömin væru á fáum faeimil-um og m-undi mest af söfnunarfénu renna til þeirra. Hefðu ýmsir af ættin-gjum sjómannanna afsalað sér að- stoð, og beðið um að sinn hlutur af söfnun-arfénu renni tiP þeirra sem mest eru þurf- andi, sem þá eru barnaheim- ilin. Allir vita að efekert smá- ræði kostar að koma upp barnafaóp. Morgun-blaðið hefur árum saman tekið við gjaf-afé í safnar.ir til bágstaddra. Skrif- stofufólkið, sem það hepur annast segir mér, að sér virð-_ ist að nú sé farið að draga talsvert úr þeim upphæðum sem berist, af hvaða ástæðu sem það kann að vera. En hver sem faún er, er visulega ástæða til að láta börnin 12 í Hornafirði, sem misstu feður sína, njóta þess ef fólk er aflögufært og get- ur með lítilli upphæð frá hverj-um létt undir með heim- ilum þeirra. • Þörf bók og tímabær Nú í sfeammdeginu er mik- ið um umferðaslys. Vegf-ar- endur og bifreiðastjórar sjá illa hver til annars og í vond- um veðrum eru vegfarendur a. m. k. oft að flýta sér meira ©n góðu hóí . gegnir. Er þvl enn meiri raauðsyn en nokkru sinni að fai -j. undantekning- arlaust eftir umferðarregl-um og treysta því ekki að sjá faættun-a nægilega snemma til að geta forðað slysi á síðustn stnndu. , í baust kom út á vegum rík- isútgáf-u námsbóka umferða- bók fyrir börn eftir Jón Odd- geir Jónsson. í bókinni er fullt af skemtil-egum litmynd- um úr umferðinni, sem skýra vel hvað er rétt og rangt, og aftan á henrai hin ýmsu um- ferðarskilti, sem hvert barn verður að kunna skil á. Þörf bók og tímabær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.