Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBtAÐlÐ Föstudagur 15. des. 1961 " MOORES " HATTAR í fiölbreyttu úrvali margir litir Á FALLEGIR - VINSÆLIR - ÞÆGILEGIR KLÆÐA ALLA Gjörið svo vel og skoðið í gluggana GEYSIR H.F. Fatadeildin Ódýrir amerískir ungbarnakjólar mjög falleg jólagjöf Aðalstræti 9 — Sími 18860 ARMSTROIMG strauvél Helgi Magnússon & co Hafnarstræti 19 — Símar: 13184, 12772 Guðmundur Jóhannesson Fæddur 26. jan. 1887. Dáinn 6. des. 1961. GUÐMUNDUR var -sonur Jó- hannesar D. Ólafssonar, sýslu- manns í Skagafirði og konu hans frú Margrétar Guðmundsdóttur. Með foreldrum sínum dvaldist hann til 15 ára aldurs, er hann fór til Danmerkur til verzlunar- náms og lauk ágætisprófi í Kold- ing. Að námi loknu fór Guðmund ur til Englands og réðist til firm ans Cöpland & Berrie í Edinborg. Starfaði hann jöfnum höndum á aðalskrifstofu fyrirtækisins sem og á skrifstofum þess í Reykja- vík, Akureyri og Eskifirði. Varð loks verzlunarstjóri firmans á Akureyri og gegndi því starfi, þar til Copland & Berrie seldi verzlanir sínar hér á landi árið 1912. Árið 1913 flytzt Guðmund- ur til Eskifjarðar og stöfnaði þar eigin verzlun. Stuttu síðar opn- aði hann útbú verzlunarinnar á Norðfirði. Verzlun hans eystra varð brátt umfangsmikil, bæði fyrir lipurð hins unga og ötula kaupmanns en einnig vegna þes hve smekk- legar vörur han hafði á boðstól- um fyrir lægra verð en áður hafði þekkzt þarna. Fyrri styrj- ald'arárin, þegar erfitt var um vöruflutninga til landsins flutti Guðmundur inn kornvörur og salt í heilum förmum, kornvör- una í félagi við annan, en frum- kvæðið áttí Guðmundur og kom þetta sér vel fyrir Austfirðinga. •Þá mun Guðmundur einnig hafa staðið að einhverju leyti að auk- inni útgerð eystra þótt vera megi að það hafi einungis verið með fjárhagsaðstoð, svo og öðrum stuðningi. Gwðmundur var þýzk- ur ræðismaður á Eskifirði og þurfti oft að greiða götu þýzkra skipbrotsmanna á þeim árum. Frá Eskifirði fluttist Guðmundur til Reykjavíkur árið 1928 og gerðist forstjóri fyrirtækisins M. Th. S. Blöndahl h.f. og hefir veitt því forStöðu til hins hinzta, en mörg ár sem aðaleigandi þess. Hann var einn af stofnendum Félags íslenzkra iðnrekenda. Auik þess sem Guðmundur hef- ir stjórnað umfangsmiklu heild- sölu og iðnfyrirtæki, hefir hann fengist við bákaútgáfu, sem ber vitni smekkvísi hans og hug- kvæmni. Guðmundur kvæntist 11. maí 1911 Guðlaugu Einarsdóttur hinni ágætustu konu, en hún lézt þann 6. desember 1955, sama dag og maður hennar sex árum síðar. Af börnum þeirra eru á ltíi einn sonur og fimm dætur. Guðmundur var góðum gáfum gæddur, hugkvæmur fjörmaður, drenglyndur og hrókur alls fagn aðar, þegar svo bar undir. Hann var fríður sýnum, tígulegur í fasi og sannkallað prúðmenni, höfðingi heim að sækja. Heimili þeirra Guðmundar og frú Guð- laugar var annálað fyrir gest- risni Og svo samrýmd voru þau hjón ávallt, að ég efast um að þau hafi nokkru sinni orðið ósátt um smátt eða stórt, í löngu og hamingjuríku hjónabandi. Það gæti verið bending um að hin ástúðlegu tengsl þeirra hafi aldrei rofnað til fulls, úr því hann hverfur héðan sama mán- aðardag og hún og er jarðsettur sama mánaðardag og hún fyrir sex árum. Eg votta ástvinum Guðmundar Jóhannessonar vinar míns og öðr- um aðstandendum innilega sam- úð.. — Eiríkur Bjarnason. GUÐMUNDUR Jóhannesson verksmiðjueigandi og stórkaup- •maður, vinur minn, var skyndi- lega kallraður héðan hinn 6. b. m. og verður jarðsunginn föstudag- inn 15. þ. m. Ekki hélt ég það, er við íyrir rúmum fjórum vikum tókumst í hendur og ég naut hans hlýja handartaks, að það yrði hinzta sinni er fundum okkar hér bæri saman. Fyrstu kynni okkar Guðmund- ar urðu 1908, er hann var starfs; maður hjá Copland & Berric Ltd. í Edinborg í Skotlandi, en ég var hlut'hafi í firmanu, og átti því all oft leið þangað vegna verzlunarerinda, ekki síst • inn- Ikaupa, en þá var það alvanalsgt iað kaupmenn fær. - álfir utan til að velja þær vöj.nr, er þeir höfðu á boðstólum í búðum sín- um. Tókst með okkur Guðmundi hinn traustasiti vinskapur, sem hélzt æ síðan, og varð enn sterk- ari, er við báðir vorum fluttir hingað til Reykjavíkur, enda var Guðmundur alveg sérstakur drengskaparmaður, tryggur og traustur, geðprúður með af- brygðum og í raun réttri gæddur öllum þeim eiginleikum sem sannan gentleman mega prýða. Meðan hans ágætu konu, Guð- laugar, naut við átti ég margar óblandnar ánægjustundir á hinu sérlega vistlega -tieimili þeirra, og hélt þetta áfram eftir fráfall konunnar enda studdi fjölskylda hans hann í því að gera honum heimilið sem mest aðlaðandi og gestum þess sem ánægjulegast. Enda var Guðmundur stórbrot- inn rausnarmaður. Eg get ekki nógsamlega 1 ý.st drengskap Guðmundar og vin- festu, enda fer ekki milli mála, að hann var hvers manns hus- Ijúfi, enda held ég að hann hafi aldrei skipt skapi. Mest met ég Guðmund fvrir þá einstæðu umhyggju sem hann ætíð sýndi börnum sínutn, og kom þar bezt fram hinn frábæri drengskapur hans. f huga mínum mun verða við fráfall Guðmundar all stórt autt skarð því naumast leið svo nokk- urt kvöld að við ræddumst ekki við, og þrátt fyrir það þótt fund- um okkar bæri saman að degin- um. Eins og gerist og gengur má máske segja, að Guðmundi hafi stundum mætt ýmislegt mót- c _. i lífinu, en llt f.. -'ir það var hann gæfumaður og lifði hamingjusöimu lífi meðal sinnar stóru fjölskyldu og víðtæka vinahóps, enda mun minning hans lifa. ek'ki síst á þeim stöð- um sem nutu starfskrafta hans. Að öllu upplagi var Guðmund- ur listhneigður, enda frábært snvrtimenni os prúðmennj svo af bar, glaður í lund og léttur á fæti, enda munu vinir hang jafnan minnast þcssa eiginleika 'bans og traustu vináttu, sem hins frábæra tryggðatrölls er hann var. í raun og veru væri hægt að segja margt fleira aif hinum góð.i eiginleikum Guðmundar, en ég tel þess enga þörf, því i huga samtíðarmanna bans mun minn- ing hans lifa og endurspegiasf. Enda ég svo þessi orð mín, með því að votta ástvinum Guð- roundar vinar míns og öðrum aðstandendum, ihnilega samúð mína 6s? konu minnar. Blessuð sé minning þín, kærl vinur. Gísli T. Johnsen. VIÐ erum margir sem höfðum kynni af Guðmundi Jóhannessyni og söknum hans innilega. Eg man aldrej eftir honum öðruvísi en glöðum og reifum, prúðari fram- komu hef ég ekki kynnzt og ein- lægari vin getur vart. Þannig var hann öll þau ár, sem , við þekktumst, og þau voru mörg, Eins í fyrsta skipti og hið síð- asta. Hverju sem að höndum bar, tók hann með sömu karlmennsk- unni, engir erfiðleikar uxu hon- um í augum, enda kom það sér vel í svo mörgu stóð hann um dagana. Hvert áform var þraut- hugsað og allt tekið með í reikn- inginn, sem máli skipti. Það sem fór úr skorðum var lagfært, og efcki hætt í miðju kafi. Eg man hann vel sem athafna- mann á Eskifirði — við vorum saman þar — hversu hann færði sér allar nýjungar í nyt, enda ber Eskifjörður hans enn merki og oft hef ég hugsað um, hversu hátt hann hefði lytft staðnum, ef hann hefði haft það fjánmagn, sem honum nægði. Margar sögur Framlhald á bis. 15. Rauða Myllan Laugavegi 22 Sími: 13628. FYRIRTÆKI OG STOFNANIR sem ætla að panta hjá okkur smurt brauð vegna lengri vinnutíma í verzlunum, eru beðin að gera það með fyrir- vara, sökum mikils annríkis. Bifvélavirki óskast Viljum ráða bifvéJavirkja til að veita forstöðu bif- vélaverkstæði voru frá n.k. áramótum. — Nánari upplýsingar gefa Jón Arnþórsson, SIS og Guðjón Ólafsson kaupfélagsstjóri. Kaupfélag Vopnfirðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.