Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 24
9 DACAR TIL JÓLA Htoni 9 DACAR TIL JÓLA 285. tbl. — Föstudagur 15. desember 1961 Landburður af síld viö Faxaflóa í gærdag Tæpar 12000 tunnur til Reykjavíkur — IWikil veiði í fyrrinott MIKIL síldveiði var á miðunum í fyrrinótt og landburður af síld á Faxaflóahöfnum í gær. Til Reykjavíkur bárust tæplega 12000 tunnur af síld og til Akra- ness liðlega 7000. Mikil veiði var út af Eldey og fengu skipin stór köst þar. Síldin við Eldey er nokk uð blönduð ennþá, en líklega held ur betri en hún hefur verið á þessum slóðum, að því er Jakob Jakobsson fiskifræðingur tjáði '25,667 kœrur hjá lögregl- unni Þ A Ð sem af er þessu ári hafa 6 dauðaslys orðið í um- ferðinni hér í höfuðstaðnum, '“sagði Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri, á fundi með wblaðamönnum í gær. — I Jfyrra urðu þau 3, en árið iar áður 7. Þá hafa 200 manns slasazt umferðinni hér það sem af ér árinu, en 260 allt sl. ár. kærur vegna ölvunar við akstur hafa orðið 246 á ár- inu, 252 í fyrra en 270 árið ar áður. Árekstrar hafa orðið til- ilulega fleiri nú en í fyrra. 'Hingað til hefur lögreglan iskráð 1,924, en allt sl. ár voru þeir 1,904. Kærur lögreglunnar eru komnar upp i 25,667 á þessu' lári, en þar af eru 8,331 á [bifreiðaeigendur, sem ekki hafa greitt tilskilið gjald á ^stöðumæla eða ekki tekið, Ibifreið sina fyrr en stöðu- inn var útrunninn. Mönn- 'um er þá gert að greiða kr. tí0,00 á lögreglustöðinni inn-1 an ákveðins tíma og hafa! 5,591 gert það. í gær voru 220 á greiðslufrestinum, en' fyrir trassaskap viðkomandi aðila hefur 2,520 bifreiðaeig- endum verið stefnt fyrir' dóm vegna hinnar vangoldnu 20 kr. sektar — og verða þeir' þá að greiða kr. 110,00. Þá gat lögreglustjóri þess, að mánuður væri nú liðinn frá því að lögregluþjónum [hefði verið heimilað að sekta bifreiðaeigendur fyrir um- ferðarbrot. Hefði þéssi heim-; ild verið notuð 510 sinnum, 291 hefði greitt sektina skil- víslega, 122 væru enn á greiðslufresti, en 97 málanna hefði orðið að senda til dóms þar eð hlutaðeigandi öku- menn hefðu ekki mætt innan tilskilins tíma og greitt sekt- ina. Mbl. í gær. Undan Jökli fengu skipin misjafnari köst, en síldin var hinsvegar ágæt. Urðu skipin að fara mjög djúpt, allt að 40 mílum, en Jakob Jakobs- son telur að ólíklegt sé, að síldin þar sé að dýpka á sér, heldur sé sennilegra að nýjar torfur séu að koma utan af hafi. Klukkan átta í gærmorgun höfðu 50 skip til- kynnt um 30 þúsund tunnu afla til Fanneyjar. Til Reykjavíkur komu i gær eftiríarandi 20 bátar með samtals 11.900 tunnur af síld. Ásgeir 500, Rifsnes 500, Helga 300, Pétur Sigurðsson 1400, Súl- an 300, Sæfari 550, Svanur 650, Björn Jónsson 500, Reynir 450, Þorbjörn 900 Stapafell 700, Anna 450, Barnarey 1250, Dofri 550, Víðir 150, Halldór Jónsson 550, Sæfari 500, Ólafur Magnússon 1000, Steinunn 350, Guðmpndur | Þórðarson 350. Síldin fór að mestu í söltun og frystingu hjá hinum ýmsu fisk vinnslustöðvum, en eitthvað mun einnig hafa farið til bræðslu. 12 bátar komu til Hafnarfjarð- ar í gær með samtals 4000 tunn- ur af síld. AKRANESI, 14. des. — Mokveiði, eða öllu heldur landburður af síld var hjá bátunum héðan í nótt. Rúmar 7000 tunnur bárust hingað í dag af 13 bátum. Tíu þess ara báta voru að veiðum frá 20 og allt upp í 40 sjómílum undan Jökli, svo að sýnt er að síldin hefur fært sig all verulega utar. Þeir Höfrungarnir I og II voru 10 sjómílur suðvestur áf Eldey. Sumt af síldinni er hraðfryst en sumt fer í bræðslu. Aflahæstur var Höfrungur II með 1500 tunn- ur, þá Sigurður AK 1350, Har- aldur 900, Heimaskagi 700, Höfr- ungur I 500, Anna 450, Sigurður SI 350, Sigrún 300, Sæfari 250, Farsæll 450, Keilir 170, Fiska- skagi 100 og Skipaskagi 75. Veður var gott. Skírnir hafði fengið 400 tunna kasta út af Eldey í morg- un en kemur ekki inn. — Oddur. ★ SANDGERÐI, 14. des. — Fimm bátar eru komnir inn með 2750 tunnúr. Víðir er aflahæstur með 850, þá Jón Garðar með 550, og hinir þrír hafa 450 hver. Línubátarnir voru með 4—6 lestir í síðasta róðri. — P.Ó. Tillaga um þingfrestun f GÆR var útbýtt á Alþingi eft irfarandi þingsályktunartillögu frá forsætisráðherra: Alþingi ályktar að veita sam- þykki sitt til þess, að fundum þingsins verði frestað fré 19. des. 1961 eða síðar, ef henta þykir, enda verði það kvatt saman á ný eigi síðar en 1. febrúar 1962. Þessar þrjár ungu stúlkur fengu að sjá ýmislegt í Tókíó sl. laugardag, er þær böfðu þar skamma viðdvöl á leiðinni til Langasands í Kaliforníu, þar sem þær taka þátt í alþjóða fegurðarkeppninni. Hér hafa þær íklæðst kimonobúningum. Talið frá vinstri: Carmen Anzo frá Boliviu, SIGRÚN RAGN- ARSDÓTTIR, íslandi og Renata Moeller frá Þýzkalandi. (AP). \ Seltjarnarnes AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn að Út- sölum i kvöld kl. 9 e.h. Fundar- efni: Venjuleg aðalfundarstörf og kosning í kjördæmisráð. Árið- andi er að fulltrúar mæti vel, Kvikmyndasýning Oðins á sunnudag Málfundafélagið Óðinn efnir til kvikmyndasýningcu fyrir börn félagsm'anna í Tripolibíó á sunnu daginn kemur kl. 1.15 e.h. Miðar að sýningu þessari verða afhentir í kvöld og verða fuli- Lögregluþjónar á Isa- firöi hætta vinnu í dag Aðeins yfirlögregluþjónninn eftir — Deilt um aukagreiðslur ísafirði, 15. des. 1961. í DAG er útrunninnn ráðnimgar- tími lögregluþjóna á ísafirði, en þeir,hafa sagt starfi sínu lausu vegna deilu við bæjaryfirvöldin um launagreiðslur vegna auka- vinmu. Takist ekki að ráða nýja menn í þeirra stað, er það mál manna hér að érfitt verði um samkomuhald um jólin. Fyrir nokkru kom upp deila milli bæjaryfirvaldanna vegna greiðslu til lögregluþjónanna, sem eru þrír talsins, vegna greiðslu fyrir aukavinnu. Var ekki gengið að kröfum lögreglu- þjónanna, og sögðu þeir starfi sínu lausu með tilskildum fyrir- vara, og rennur ráðningartími þeirra því út í dag 15. des. Verð- ur þá aðeins einn lögregluþjónn eftir hér, Halldór Jónmundsson, yf irlögregluþj ónn. trúar skemmtinefndar frá kl. 7—9. Valhöll Gott skíða- fœri í Hveradölum SKÍÐASNJÓR er nú nægur hér í nágrennimu. Eru oft farnar kvöildferðir að Skíðaskálanum í Hveradölum og eiga þær vinsæid um að fagna. f kvöld kl, 7.30 verð ur ein slík á vegum Skíðaráðsi'is og hefur blaðamönnum verið boð ið með í þá ferð. Á morgun, laugardag verða ferðir kl. 2 og kl. 6 og á sunnu- daginn kl. 9 f.h. og 1 e.h. Ráðgerðar eru einnig ferðir um hátíðarnar síðar. Ekki hefur frétzt hvört tekizt hefur að ráða nýja menn í stað hinna þriggja lögregluþjóna, en takist það ekki, er talið að erfitt verði að halda samkomur hér um jólin. — AKS. 1,100 umferSar- merki |N Ú verður brátt lokið við |að setja upp nýju umferðar- lerkin í Reykjavík. Búið er |að setja upp rúmlega þúsund Kmerki, en samtals verða þau 11,100. Kostnaðurinn við að' Ibúa merkin til og setja þau íupp verður um 1,5 millj. kr., |þegar allt er komið í kring' samkvæmt því er Guð- Kmundur Pétursson, fram-' Ikvstj. umferðarnefndar tjáði ÍMbl. — Farið varlega! Lögreglustjóri hvetur fólk til gætni i umferðinni VIÐ gerum ráð fyrir að þrengslini í umferðinni verði meiri fyrir þessi jól en nokkru sinni áður, sagði lögreglustjórinn, Sigutjón Sigurðsson, á fundi með blaða- mönnum, er hanm ræddi varúðar ráðstafanir lögreglunnar vegna umferðarþrengsla jólamánaðar- Ástæðurnar til þess að um- ferðarþunginn eykst, eru þær, að fyrst og fremst hefur bifreiðum í bænum fjölgað um 800 á árinu — og tiltölulega jafnmikið í ná- grenni bæjarins. Bifreiðir í Reykjavík eru nú orðnar hátt á ellefta púsund. — Bæjarbúum fjölgar jafnt og þétt — og síðast en ekki sízt: Bifreiðirnar eru not- aðar æ meira eftir því sem bær- inn breiðir úr sér Og vegalengdir ínnan hans aukast. * * * * Við reynum að greiða fyrir umferðinni eins og kostur er, fjölgum í lögregluliðinu þannig að allt að 80 lögregluþjónar verða á vakt samtímis. Bænum verður skipt niður í fleiri og smærri varðsvæði en áður og ýmsar tak- markanir verða gerðar á umferð ökutækja í miðbænum (Sjá nán- át auglýsingu inni í blaðinu). * * * Lögreglustjóri vildi einkum brýna eftirfarandi fyrir bæjar- búum: • Foreldar, látið ekká börnin fara einsömul niiður í bæ og látið þau ekki vera að leik á götunni við heimili sín. • Gangandi fólk, gætið fyllstn varúðar, þegar þér farið yfir götu. Farið yfir götuna við merkt ar gangbrautir í miðbænum, ávallt beint yfir götuna, ekki á ská. • Gangandi fólk og ökumerun. farið í hvívetna eftir umferðar- Frh. á bls. 23 .,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.