Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Ráðherrar og þingmenn á Evrópuráðsfundi LAUGARDAGINN 16. des. verð ur í fyrsta skipti haldinn sam- eiginlegur fundur utanríkisráð- herra þeirra 16 ríkja, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, og 50 Iþingmanna, sem sæti eiga á ráð- gjafaþingi Evrópuráðsins í Strassborg. Fundur þessi verður ARNÞÓR Björnsson í Reyni- hlíð við Mývatn tóik þessar myndir fyrir Mbl. í sambandi við fjárleitir Mývetninga inn á Mývatnsöræfi. Stærsta mynd in sýnir 6 leitarmenn af 8. — Þeir heita, frá vinstri talið: Helgi Vatnar Helgason Jón Pétur Þorsteinsson Ármann Péturssön, Stefán Axelsson, Stefán Þórarinsson og Jón Að alstéinsson. >...... ..j^... Eins og kunnugt er, ríkir é nokkur stéttaskipting hjá % sauðfé. Vitrustu kindurnar % taka jafnan forystuna á ferða- 1 lögum og heita því forystufé. x Á þriggja dálka ' myndinni <| sjást forystukindurnar í safni % Mývetninga koma úr sortan- $ um á leið til byiggða fyrra á fimmtudagskvöid. x Minnsta myndin sýnir svo $ leitarstjóra þeirra Mývetn- x inga, Jón Pétur Þorsteinssón. * 75 jbús. kr. gjöf í nýja sjúkraflugvél haldinn í París og aðalumræðu- efnið verður samstarf Evrópu- ríkja, en það mál er nú ofarlega á baugi vegna viðræðnanna um eðild Breta og fleiri þjóða að Efnahagsbandalagi Evrópu. Áður en fundurinn verður haldinn, munu ráðherrarnir koma saman og m.a. ganga frá ítofnun Samstarfsráðs Evrópu um menningarmál. (Frá upplýsingadeild Evrópuráðs jns). Norræn samvinna STOKKHÓLMI, 15 des. — Sér- fræðingar stjórna Norðurland- anna fimm komu í dag saman í Stokkhólmd til þess að vinna að frumdrögum að tillögu um sátt- mála Norðurlandanna um sam- vinnu, m.a. til þess að gæta á- vinnings, sem náðst hefur með Fríverzlunarsvæðinu og styrkja norræna efnahagssamvinnu — NTÐ. KVENNADEILD Slysavarnafé- lags íslahds í Keflavík hélt fyrir skömmu hátíðlegt 30 ára afmæli sitt með mjög myndarlegu sam- kvæmi. Þar var boðið stjórnum kvennadeilda í nágrenninu og ennfremur forseta Slysavarnafé- lagsins og skrifstofustjórum með frúm. Margar' ræður voru haldnar, deildinni árnað heilla með þetta merkis afmæli, og það heillaríka starf sem þessi dugmikla deild hefur unnið í þágu slysavarnanna í landinu. En samtals munu kon- urnar í deildinni hafa afhent rúm lega hálfa milljón króna til Slysa varnafélags íslands á þessum ár- um. Við þetta tsekifæri afhentu þær forseta félagsins kr. 15.000.00, að gjöf vegna kaupa á hinni nýju sjúkraflugvél félagsins, og er það til viðbótar öðru framlagi til Slysavarnafélagsins. Sömu konur hafa skipað stjórn deildarinnar með litlum breyting um frá fyrstu tíð, en stjórn deild arinnar er skipuð þessum kon- um: Formaður frú Jónína Guðjóns- dóttir. Gjaldkeri frú Helga Mor- steinsdóttir. Ritari frú Sesselja Magnúsdóttir. Og meðstjórnend- ur: Frú GuSný Ásberg, Kristín Guðmundsdóttir, og Elín Ólafs- dóttir. Fyrsti formaður deildarinnar var frú Guðný Ásberg, er átt hef ur sæti í stjórninnj frá fyrstu tíð, og með henni í fyrstu stjórninni voru þær frú Guðný Vigfúsdótt- ir og frú Bergþóra Þorbjarnar- dóttir. Núverandi formaður frú Jón- ína Guðjónsdóttir kennari, frú Sesselja Magnúsdóttir ritar og frú Kristín Guðmundsdóttir sem áður var gjaldkeri hafa gegnt þessum störfum nær óslitið frá byrjun. (Fréttatilkynning frá SVFÍ) Kosið í Sjómanna- fél. Reykjavíkur KOSNING heldur áfram í Sjó mannafélagi Reykjavíkur í dag. Kosið er í skrifstofu fé- lagsins í Alþýðuhúsinu milli kl. 2 og 7 í dag, laugardag. — Kosning fer ekki fram á sunnu dag, en hér eftir verður kosið frá kl. tíu til tólf og þrjú til sex á virkum dögum. Stuðningsmenn A-listans eru beðnir að kjósa hið fyrsta. 8TAKSTEIIVAR Öllu öfugt snúið FYRIR skömmu birtist í Tíman- um grein eftir Gunnar nokkurn Guðbjartsson á Hjarðarfelli, þax sem m.a. er vikið að hinni stór- merku ræðu, sem Bjarni Bene- diktsson flutti á vegum stúdenta 1. desember. Gunnar þessi er verð ugur Franr.ióknarfulltrúi. Hann hefur tileinkað sér þá bardaga- aðferð, sem einkennir flokksblað hans að hafa aldrei það, sem sannara reynist. Enda þótt megin þorri landsmanna hafi annað hvort hlýtt á eða lesið hina merku ræðu forsætisráðherra, Iætur Gunnar þessi sig hafa að snúa gjörsamlega við meginefni hennar. Hann segir í grein sinni er hann lýsir ræðu Bjarna Bene- diktssonar: „Það væri myndun efnahags- bandalags allra Vestur-Evrópu þjóða, sem við ættum líf okkar undir að eignast aðild að. Sjálf- stæði okkar allt í fjármálum og stjórnmálum væri háð þvj að við næðum sam.ningum við þessi vinalönd okkar um þetta, e n d a hefðu varnir á fslandi meiri þýðingu fyrir þær en okkur. (leturbr. höf.). f efnahagsbandalagið skulum við fara varnanna vegna, jafn- vel þótt það kosti litla íslenzka þjóð að leggja niður aðalatvinnu- vegi sína, þjóðerni, tungu og siði. Og gefa landið og landhelgina útlendingum í þakkarskyni.“ Eigum sjálfir mest í húfi En hver voru þá orð forsætis ráðherra um þetta efni. Hann sagði m.a.: „f efnahagsmálum eru forsend ur aðrar en í varnarmálum. Lega landsins er slík, að úrslitum kann að ráða í átökum um heimsyfir- ráð, hvað um ísland verður. Við sjálfir eigum að vísu m.est í húfi, en ýmsir aðrir kunna þó einnig að eiga líf og velferð undir því að ísland sé varið. Engu að síður hefur samstarf í varnarmálum tekizt án þess að við þyrftum að skerða fullveldi okkar eða úrslita ráð. Vegna smæðarinnar varðar efnahagur okkar aðra sáralitlu. Þegar þess vegna er eðlilegt, að við hikum við að láta þeim í hendur úrslitaráð yfir nokkrum þáttum hans.“ Forsætisráðherra segir þannig, að við eigum sjálfir mest í húfi hvað varnirnar varða; Gunnar segir hann hafa sagt varnirnar hafa meiri þýðingu fyrir aðra en okkur, Ráðherrann segir for- sendurnar aðrar í varnarmá.lum en efnahagsmálum.; Gunnar segir hann hafa sagt að við ættum að ganga í Efnahagsbandalagið vegna varnanna. Ráðherrann rekur á hlutlausan hátt þau vandamál, sem við stöndum frammi fyrir vegna markaðsmálanna; Gunnar segir hann vilja „leggja niður aðalatvinnuvegi landsins..... þjóðerni, tungu og siði, og gefa landið og Iandhelgina útlending- um í þakkarskyni". Fullkominn Fram- sóknarmálflutningur Þessar einstæðu falsanir Gunn- ars Guðbjartssonar geta menn sannarlega kallað fullkominn Framsóknarmálflutning. Öllu er þar öfugt snúið. En hitt er vand- séð, hvaða tilgangi greinarhöf- undur hyggur slík skrif geta þjón að. Varla álítur hann lesendur Tímans trúa því, að hann fari með rétt mál, þar sem þessari ræðu var útvarpað og fjölmargir hafa á hana hlýtt. Einum tilgangi geta skrifin þó þjónað. Þau sann- færa Framsóknarleiðtogana iw» að í Gunnari eigi þeir hlutgeng- an framámann, sem til dæmis gæti orðið í framboði i Vestur- landskjördæm’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.