Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 16. des. 1961 Almannavarnir frá sjdnar- miöi læknisins Dr. Toftemark, yfirlæknír danskra almannavarna, segir kjallara í Reykjavik svo trausta, oð ekki sé f>ar börf varnarskýh SVO sem fyrr hefur verið getið hér í Morgunblaðinu kom dr. Christian Toftemark, yfirlæknir ðanskra almannavarna til íslands um síðustu helgi á vegum ís- lenzku heilbrigðisstjórnarinnar Var óskað, að hann yrði til ráðu- nyetis um hvernig hagað skyldi almannavörnum á fslandi Skammt er síðan yfirmaður al- mannavarna í Noregi, Holter- mann, hershöfðingi var hér sömu erinda, einkum um alrr.ennt skipu lag srlíkra varna. Jón Sigurðsson, borgarlæknir og Sigurjón Sigurðsson, lögreglu stjóri boðuðu til blaðamanna- fundar með Dr. Toftemark í dag og skýrðu þá m.a. svo frá, að þegar bornar hefðu verið saman og íhu-gaðar bkýrslur þessara tveggja sérfræðinga, yrði hafizt handa um samningu áætlunar um almannavamir á íslandi. S'kýrðu þeir frá því, að nú hefði verið ætlað til þeirra fé á fjárlögum ríkis (í fyrsta sinn síðan 1956) og Reykjavíkurbæjar (í fyrsta sinn síðan 1957) en það, sem þegar hefði verið gert í þessum efnum væri góður grundvöllur að hyggja á. Nú þyrfti hins vegar að hefjast handa um að koma upp mælingarstöðvum víðsvegar, er mældiu geislavirkni andrúmslofts ins um allt land, koma á fræðslu meðal almennings, bjálfa hjálpar- sveitir og skipuleggja hjálpar- sjúkrahús. Hefði til dæmis verið fyrirhugað, að Reykjalundur yrði gerður að aðalhjálparsjúkrahúsi Reykjavíkur. í lok fundarins var blaðamönnum boðið að sjá sýn- ishorn af þeim tækjum, er Loft- varnanefnd hefur þegar aflað sér. Eru það sjúkrarúm, alls um 700 — en til samanburðar má geta þess að um 500 sjúkrarúm eru í daglegri notkun í sjúkrahúsum bæjarins — sburðarborð ýmiss konar og margvísleg lækninga- tæki af vönduðustu gerð. Lagðar hafa verið rásir að viðvörunar- kerfi bæjarins og steyptir stein- stólpar sem hentugir eru til að fylla upp í kjallaraglugga, i sta|5 sandpoka sem tíðkast víðast ann- ars staðar. Almannavarnir frá sjónarmiði læknisins. Dr. Toftemark hefur gegnt embætti yfirlæknis í 22 ár og þess utan verið formaður heiibrigðis- nefndar Atlantshafsbandalagsins í áratug. Hann fjallar þvi eink- um um aimannavarnir frá sjón- armiði lækna, og hvernig unnt er að hlynna að sjúkum við hinar ýmsu aðstæður. Dr. Tofte sagði, | aðAtlantshafsbandalagið liti svo á að sérhver þjóð ætti að annast og skipuleggja sínar almannavarn- ir, en heppilegt væri, að aðildar- þjóðirnar miðluðu hver annarri af reynslu þeirra og þekkingu. Þjóðirnar ættu við ólíkustu vandamál að etja í hinum marg- víslegu greinum almannavama, en einn þáttur væri þeim þó sameiginlegur og vandamálin víðast hin sömu, en það væri um aðhlynningu sjúkra og særðra. Hann sagði, að Danir gerðu sér fyllilega ljóst, að styrjöld væri möguleiki, sem ekki yrði litið framhjá og styrjöld myndi hafa í för með sér gífurlega eyðilegg- ingu á efnalegum verðmætum og mannslífum — jafnvel þótt ekki yrði beitt atómvopnum. En sú eyðilegging yrði ekki alger — — menn skyldu varast að dæma allar varnir gegn kjarn- orkusprengjum gagnslausar, það væri staðreynd að einhverjir myndu lifa af —>svo yrði jafnvel, þótt sprengju væri varpað á Reykjavík. Dr. Toftemark sagði, að almannavarnir héfðu þann til- gang að draga úr manntjóni svo sem unnt væri, en til að svo mætti vera, yrði öll þjóðin að leggjast á eitt. í Danmörku væri almenningi veitt fræðsla í úbvarpi sjónvarpi, dagblöðum og nú hefði stjóm almannavarna látið gera kvikmynd um þetta efni. Var blaðamönnum sýnd þessi kvikmynd, sem heitir Geislavirkt úrfall og fjallar um, hvernig Dan- ir myndu bregðast við, ef kjam- orkuspréngja félli á Hamborg og geislavirkt úrfall bærist yfir Dan- mörku. Mynd þessa sýndi Dr. Toftemark læknum og læknanem um í gærkveldi og fjallaði um hlutverk lækna í almannavörn- um. Einnig þemur til greina að myndin verði sýnd almenningi síðar. ic Fjórföldun sjúkrarúma. Dr. Toftemark sagði, að einn þáttur í dönskum almannavöm- um væri fræðsla um hjálp í við- lögum. Væri imnið að slíkri fræðslu í skólum, efri bekkjum, og í ýmsum félagasamtökum, íþróttafélögum og húsmæðrafélög um. Enn fremur reynir stjóm al- mannavarna að koma því á, að þeim, sem taka bílpróf, verði gert að skyldu að sækja nám'skeið í hjálp 1 viðlögum. Væri það sjálfsögð ráðstöfun, þó ekki væri nema vegna hinna tíðu og alvar- legu slysa í umferðinni. sar Dr. C. Toftemark. Dr. Toftemark ræddi um að- gerðir danskra almannavarna í sjúkrahúsmálum. Væri álitið, að Danir þyrftu að eiga þrefalt til fjórfalt fleiri sjúkrarúm en ráð væri fyrir gert á friðartímum og hefði mikið verið gert til að ná því marki. Þu hefur verið komið upp 30 hjúlparsjúkrahúsum, sem hivert tekur um 200 sjúklinga. Þessi sjúkraihús eru staðsett víða utan við borgir og ráðgert að nota skólabyggingar og fleiri stórbyggingar til þess. Traustir kjallarar í Reykjavík. Dr. Toftemark ræddi um að- stöðu Íslending.. og sagði að t.d. kjallarcr í Reykjavík væru svo traustir. að ekki væri nauðsyn að reisa sérstök skýli til varnar borg urum. Tói. h._____ sem dæmi, að kæmist geislavirkni andrúmslofts ins upp í 600 röntgen nægði 25 cm þykkur steinveggur á her- bc- c- til þess að geislunin inni yrði aðeins 6 röntgen. Svo færi eftir magni geislavirkninnar hversu lengi menn yrðu að hald- ast innan dyra. Dr. Totftemark sagði, að hann væri ékki kominn til þess að benda á neina ákveðna skjót- fengna lausn þess vandamáls, sem almannavarnir eru. Hann gæti aóíuw skj-t frá þeim ráð- um, er Danir beittu, en síðan gætu íslendingar ráðið, hver þeirra þeir vildu færa sér í nyt. En almannaVai-'iir væru hlut- verk, sem flestar þjóðir teldu sig þurfa að ley a af hendi. Mýlt frá Ameríku Rafknúin „ HANDSNYRTISETT í nettum smekklegum umbúðum. handa eiginkonunni, unnustunni, dótturinni. Fást í snyrtivöruverzlunum SKÍÐASKÁLINN HVERADÖLUM Jólavaka Hin árlega jólavaka skíðaskálans verður haldin 26. des til 2. janúar. — Pantanir á gistingu þurfa að berast hið allra fyrsta. — Eldri pantanir þurfa að endurnýjast | Skíðaskálinn Hveradölum Brauðstofan Sími 16072 ^ Vesturgötu 25 Smurt brauð, Snittur, Öl, Gos og Sælgæti. — Opið írá kl. 9—23,30. — Kaupmenn — Kaupfélög lltiunið vinsæla fótboltaspilið Heildsölubirgðir Sig. Helgason Sími 13632 DRATTARVÉLAR OG BIFREIÐIR FRA ÞÝZKALANDI ENGLANDI OQ RANDARÍKJUNUM UMBODID KR. KRISTJANSSON HF. SUÐURLANDS6RAUT 2 — SÍMI 35S00 •jÖskjuvísur^im^ ^ Velvakanda eru enn að ber- ast vísur um Öskju. Er marg. víslegu efni blandað saman við, svo sem þingeysku, Krú- sjeff og móðuharðindun'Um, sem stafa af Karlj Kristjáns- syni (Hallast nú til hliðar flest / hjá Husavíkur jarii, / Þingeyinga mæðir mest / móðan frá honum Karli). í dag birtum við lítið sýnishorn af kveðskapnum. „Öskjuvinur" sendir okkur þessar visur frá Vestmanna- eyjum vegna yrkinga „s.s.“ og annarra: „Essin“ hófu hörpusiatt, hnjóð í Þingeyinga. Neitar enginn hreykist hátt Hekla Sunalendinga. f<'Q Móðu vafin oft hún er og því dyljast hlýtur. Sjáltfstæð norn, er nágust ber, niður á alla lítur . • Haldinn blindu „Essi“ er Öskju og Heklu kanna; allt hann sér í gegnum gler- glugga þjóðmálanna. • Ofan á allt annað 4 * Hér kemur svar frá Veðra. Páli við vísu Egils Jónasson. ar í þessum dálkum í gær, en þar var Krúsi leiddur fram á sa'ónarsviðið í umræðunum um Öskjugosið; r Askja kraumar, Krúsabomba springur, Kennedy «f hræðslu sýgur fingur, mælir svo og upp í eyrun stingur! „Er hann kannski líka Þkig- eyingur?‘'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.