Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 15
Laugardagtir 16. des. 1961 MOKGUNBLAÐIÐ 15 Magnús Bergsson út- ger öar maður - Minning ÞEGAR vinir manns eða ætt- ingjar fara snögglega, er eins og maður þurfi tíma til að átta sig á því. Þannig var því að minnsta kosti varið með mig, er ég heyrði andlát vinar míns, Magnúsar Bergssonar, útgerðar- manns í Vestmannaeyjum. — Hann lézt síðastliðinn laugar- dag, 63 ára gamall, en hann var fæddur 2. okt. 1898. ; Hann kom hingað til bæjar- ins fyrir örstuttu og var á heim- ili okkar hjóna eina kvöldstund. Virtist hann þá við beztu heilsu og óraði mig ekki fyrir, að þetta yrði okkar síðasta sam- verustund. Fyrstu kynni okkar hófust fyrir tæpum 20 árum. Hann var þá bakarameistari í Vestmanna- eyjum. Nokkru eftir seinni heimsstyrjöldina var Innkaupa- samband bakarameistara á ís- landi stofnað, vegna þess hve erfitt var með efnisútvegun og gjaldeyristekjur stríðsáranna uppurnar. Var hann einn af aðalhvatamönnunum og for- maður þess frá upphafi, en mér var falið að veita því fortöðu. Unnum við því mikið saman. Það, sem mér fannst mest til um í fari hans, var hve hann var hreinlyndur, samvinnuþýður, til- SVEINBJÖRN DAGFINNSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrífstofa Hafnarstræti 11. — Sími 19406. lögugóður, traustur og góðvilj- aður. Hef ég engan þekkt, sem ég hefði heldur viljað vinna með. Magnús var stór og myndarlegur maður, virðulegur í framkomu, félagslyndur, hafði gaman af að vera í góðum kunningjahóp, hafði létta og góða frásagnargáfu, en aldrei var það á kostnað náungans. Hann var einn af þeim mönn- um, sem maður tók eftir og bar virðingu fyrir. Ekki lét Magnús segja sér fyrir verkum. Hann kaus heldur að vinna sjálf- stætt. Ungur stofnaði hann brauðgerðarhús £ Vestmanna- eyjum, en áður hafði hann far- ið til Kaupmannahafnar, til þess að fullnema sig í faginu. Starfrækti hann brauðgerðar- húsið f fjölda mörg ár, eða þar til hann sneri sér að útgerð- inni, sem svo mörgum Vest- mannaeyingum er eiginleg. Þá fékk hann tengdasyni sínum brauðgerðina, en skömmu áður hafði hann og félagar hans stfonað útgerðarfyrirtæki, sem hann stjórnaði með fyrirhyggju. Einnig keypti hann mótorbátinn ,,Berg“ með tengdasyni sínum, Kristni Pálssyni, sem hefur ver- ið formaður á bátnum. Þannig hjálpaði hann svolítið báðum tengdasonum sínum til þess að koma fótum undir sig. Stjórnmálin fóru ekki fram- hjá honum. Hann átti sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var háttvís, rökfastur í hugsun og bar hag bæjarins fyrir brjósti, en lítt held ég að hann hafi verið hrifinn af bæjarútgerð- inni, eins og hún var starfrækt stundum. Magnús kvæntist Dóru, kjör- dóttur Reyndals bakarameistara. Hann varð fyrir þeirri sorg að missa konu sína og elzta son sinn, Berg, með stuttu millibili, fyrir um 19 árum. Önnur börn þeirra eru Dóra Hanna, gift Sig mundi Andréssyni, bakarameist- ara, Þóra, gift Kristni Pálssyni, formanni, Júlíus, sem vinnur við endurskoðun, og Halldór, sem er yngstur, er í Mennta- skólanum. Vegna móðurmissis- ins ólst hann upp hjá gkyld- fólki sínu hér í Reykjavík, Jóni Björnssyni og konu hans, en hún er systir Magnúsar. Það er ávallt eftirsjón í og missir fyrir þjóðfélagið, þegar góðir og dugmiklir athafnamenn falla fyrir aldur fram, en þar ráðum við engu um. Hákon Jóhannsson. -0? UAUNIN ? RYGGÐ Gleðjið eiginkonuna og látið mála með Spred Satin fyrir hátíðirnar og allt árið munuð þér uppskera ríkuleg laun. MÁLNING f Skáldkona fyrri alda Guðrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda Kvöldútgáfan Akureyri. BÓK þessi er svo fallega úr garði gerð, að hún er augnayndii, hvort sem litið er á hana utan eða inn- an. Bandið er fallegt, kópan skemmtileg, leturgerð hin feg- ursta og myndskreytingar allar sérlega smekklegar og falla vel að efni. Mun préntsmiðjan Hól- ar h.f. eiga heiður skilið fyrir þetta. En engu síður er innihaldið hugðnæmt. Höfundurinn, frú Guðrún P. Helgadóttir, skóla- stjóri, hefur í bók þessari tekið efni til meðferðar, seirn hingað til hefur verið lítill gaumur gef- inn pg fátt ritað um, en það er hlutdeild kvenna í fornum skóld skap. ,f_ . ,.. i . Reyndar er þó bókinni markað víðtækara svið. f henni eru þætt- ir um Eddukvæði og dróttkvæði, sagnritun, menntun kvenna í forn öld, seiðkonur og völur, dansa og rímur, nunnuklaustrið í Kirkju- bæ og að Stað í Reyninesi, auk þáttanna um þær skúldbonur, sem nafngreindar eru og eitthvað er vitað um. Yfirlei'tt má segja; að þetta sé menningarsaga ætt- mæðra vorra eins og hún verður framast rituð eftir fornum heim- ildum. Er hér saman dregið allt hið markverðasta, sem vitað er um þetta efni,' og hefur bókin undramikinn fróðleik að geyma án þess þó að hún verði nofck- urs staðar þurr eða strembin. Þvert á móti er framsetningin svo aðlaðandi og lifandi, að bók- in er hreinn skemmtilestur, Höfundurinn hefur ekki aðeins gott vald ytfir efninu og raðar því skipulega niður, heldur er stíll hennar jafnframt þróttmik- ill.og staðgóður, og athugasemd- ir hennar viturlegar og leiftra af andríki. Þekking hennar stend ur hvarvetna traustum fótum. Auðsætt er, að hér er æfður kennari að verki, sem yndi hef- ur af að fræða og kann að gera það á alþýðlegan og skemmtileg- an hátt. Frú Guðrún er gerfróð í íslenzkri sögu og bókmenntum, siðurn og þjóðháttum, og gat því ekki valizt betri kona til að rita um þetta efni. Hún er gædd ríku ímyndunarafli og hugkvæmni, án þess þó að gefa of lausan taum- inn. En auðvitað er, að í sagna- geymd fornri og skáldskap munu konur eiga miklu stærri hlut, en menn hafa almennt gert sér grein fyrir. Hafi frú Guðrún þökk fyrir vel unnið verk. Margir munu bíða seinni hlutans með óþreyju. Þessa bók munu allir hafa ánægju af að lesa. Hana ætti að lesa vand- lega við alla húsmæðraskóla, og ekki geta bændur gefið konurn sínum betri bók í jólagjöf. Benjamín Kristjánsson. ÓW Alexander sem nefndi sig Fílíbomm- bomm-bomm er kátur Og fjörugur snáði, sem dettur margt skemmti legt í hug. Og hann ratar í ýmiss ævintýri, því að heimurinn er stór og villu- gjarn fyrir svona lítinn snáða. Fyrsta bókin um Óla Alexander heitir ÓW Alexander Fílíbomm-bomm-bomm Hún var lesin í útvarp við mik- inn fögnuð yngstu hlustendanna önnur bókin er nýkomin út hún heitir ÓW Alexander Úrvalsbækur handa 6—10 ára börnum. i hlaupum Hér segir frá nýjum ævintýrum Óla Alexander og vinkonu hans, f du. S'IMI IZ9Z3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.