Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 16. des. 1961 MORCVTVBLAÐ1Ð 17 Guðbjörn Hansson yfirvarðstjóri sjötugur í DAG á sjötiu ára afmiæli, Guð- Ibjörn Hansson yfirvarðstjóri. — Hann er fæddiur að Steindórsstöð- ura í Reykiholtsdal hinn 16. des. 1891. Ungur var hann tekinn í fóstur af hjónunum Hannesi Sig- mundssyni bónda á Grímsstöðum 4 Reykholtsdal og konu hans Kristínu Magnúsdóttur og reynd- ust þau honum sem beztu for- eldrar. Ólst hann þar upp þar Itil hann fór sjálfur að vinna fyrir sér. Hann lagði jafnt stund á landbúnaðarstörf sem fistoveiðar. Ungur reri hann nokkrar ver- tíðir í hinni grýttu og brim- sömu veiðistöð Grindavík og toomst þar oft í krappan dans, og mátti oft litt á milli sjá, hvorum veitti betur sjómönnun- um á lítilli opinni fleytu, sem börðust með árablöðum einum, eða hafsmegninu. í>ó allt færi vel að endingu. Á unglingsárunum fétok Guð- björn góða undirstöðumenntun, miðað við það sem þá tíðkaðist almennt. Hann er mjög bók- hneigður og er mjög vel að sér í fornsögunum og fylgist vel með skáldsagnagerð nútímahöfunda. En um fram allt er hann ljóð- elskur og engan mann hefi ég þetokt, sem kann jafnmikið af ljóð um Þorsteins Erlingssonar og Ein ars Benediktssonar, sem hann. Snemma hneigðis hugur Guð- björns að íþróttum. 13 ára gam all lærði hann sund í hópi ungra sveina á Sturlu Reykjum í Reyk- holtsdal, á námSkeiði sem þar var haldið og var aðalkennarinn Sigurður Sveinbjarnarson trú- boði. Lagði Guðbjörn mikla alúð við sundíþróttina og gerðist á- gætur sundmaður. Hann vann einu sinni 1. verðlaun á sundmóti innan lögreglunnar Og einu sinni bjargaði hann að næturlagi ölv- uðum manni, sem fallið hafði í sjóinn af Ziemsens-bryggju. — Frétti Guðbjörn um slysið og hljóp til og kafaði eftir mannin- um, sem þá var sokkinn all- djúpt niður í sjóinn. Sýnir þetta að allir lögreglumenn eiga að vera syndir og kunna vel björg unarsund. sending ^ Fjölbreytt úrval jerseykjóla Rayon jerseykjólar frá kr. 395.— Ullarjerseykjólar frá kr. 695.— Kápur og morgunsloppar Glæsilegt úrval — Lækkað verð Verzlunin EYGLÓ Laugavegi 116 l f" Þessi sendibréf ná yfir 100 ára tímabil og eru skrifuð af 14 konum. Þarna eru m. a. bréf frá Ragnheiði dóttur Finns biskups, Ragnheiði tengda- dóttur Skúla fógeta, Jakob ínu konu Gríms Thonisen og Ingibjörgu móður hans og frá Sigríði móður Nonna (Jóns Sveinssonar). í bréfunum koma konurn- ar til dyra eins og þær eru, segja opinskátt frá ástum sínum og áhyggjum, gleði og sorgum. Þetta er frábær bók, sem jafnt konur sem karlar á fillum aldri munu liafa ánægju af. Óskabók allra kvenna „Konur skrifa bréf“ Bók handa unnustunni Bók handa eiginkonunni Bók handa móðurinni Bók handa öllum góðum vinum Ein bezta og skemmtilegasta bók, sem við höfum sent frá okkur á þeim 17 árum, sem við höfum gefið úr 150 bækur. BÓKFELLSÚTGÁFAN Guðbjörn var einnig í fremstu röð glimumanna, enda er hann kraftamaður mikill, fjölbrögð- óttur og hið mesta snarmenni. Hann tók þátt í ýmsum kapp- glímum og var einu sinni í þriðja sæti á Skjaldarglímu Ármanns. Árið 1920, hinn 1. janúar, gekk Guðbjörn í Lögreglu Reykjavík ur og stundaði eingöngu nætur- vakt í 11 ár. Næturvatotin var 9 klst. og ekkert skýli fyrir næturverðina til að halla sér að. Kl. 03:00 hitt ust næturverðirnir venjulega hjá íslandsbanka, (nú Útvegsbanka) tii að ræða um atburði næturinn ar. Skiptu þeir þá með sér tíma til að fara heim í kaffi, en til þess höfðu þeir hálfa klst. en eigi urðu þau hlunnindi notuð nema endrum og eins, sökum annríkis. Aldrei var frídagur allt árið, nema 7 daga sumarfrí. Þætti það ekki mikið nú. * Má nærri geta hvað starfið var kaldsamt í skammdegis- myrkrinu og vetrarhörkum. Hvergi var heldur aðgangur að síma til að ráðgast nm við yfir menn ef sérstakan vanda bar að höndum. Urðu næturverðirn- ir því að jafnaði að taka ákvarð anir á eigin ábyrgð. í þá tíð var bærinn mjög illa lýstur upp, gaslugtir á strjálingi í miðbæn- um og við helztu umferðagöturn ar svo sem Laugaveg, Hverfis- götu og Vesturgötu; en kl. 24:00 á miðnætti var slöfckt á lugtun um. Var þá bærinn almyrkvaður, nema þegar manninum 1 tungl- inu þóknaðist að senda til jarðrík is geisla af sínu breiða brosi við hentug veðurskilyrði. Eigi er mér kunnugt umv hvort þessar myrkv unar ráðstafanir bæjaryfirvald- anna voru gerðar í sparnaðar- skyni, eða þetta átti að vera kænleg ráðstöfun til að hræða fólkið inn í hábýli sín, en þessar ráðstafanir voru mikilsmetnar og vel notfærðar af þeim, sem töldu iðju sinni betur borgið í nætur- irnyrkrinu, en við dagsbirtuna. Öðru máli var að gegna með þjóna réttvísinnar. Þeir háðu oft tvísýnan eltingarleik í myrkrinu við innbrotsmenn og ölvaða of stopamenn, en yfirtók ér þeir höfðu haft hendur í hári þeirra, þá þurfti oft að bera þá í járnum, í illviðri, ófærð og glerhálku á brattan í húsið nr. 9 við Skóla- vörðustíg, eftir að fangakistan var lögð niður og áður en lög- reglan fétok bifreið til afnota. Það toom brátt í ljós, «tð Guð björn var afbragðs lögreglumað ur, trúr í starfi, gætinn og örugg ur til framgöngu þegar nauðsyn bar til. Árið 1923 var hann skipaður for maður næturvaktarinnar þegar Guðlaugur Jónsson, samkvæmt eigin ósk hætti á næturvakt. Þegar fjölgað var í lögreglunni 1929, voru skipaðir 3 varðstjórar og var Guðbjörn einn þeirra. Árið 1940 var hann skipaður yfir varðstjóri Og hefir gegnt því starfi síðan með ágætum. Hann hefir ágæta skipulagshæfileika, sem komið hafa í góðar þarfir, því það hefir iðulega fallið í hans hlut að útfæra hin stóru plön lög- reglunnar, þegar um meiriháttar lögregluaðgerðir hefir verið að ræða, bæði í tilefni af stórhátíð um og aðgerðum vegna alvar- legri atburða. Þá hefir Guð- björn tekið mikinn þátt í félags- málum lögreglunnar. Hann hefir sungið í Karlakór Lögreglunnar frá byrjun og ver- ið þátttakandi og frumkvöðull að tveimur utanförum kórsins á Karlakóramót norrænna Lög- reglumanna, sem hefir orðið Lög reglu Reykjavíkur til mikils sóma. Hann var forgöngumaður um stofnun skógræktarfélags Lög- reglunnar, en það hefir m.a. feng ið land í Heiðmörk og standa von ir til að þar vaxi upp fagur barr- og birkiskógur, þar sem siðar verði hvíldar- og skemmitistaður Lögreglumanna og skylduliðs' þeirra, í hinu glæsilega umhverfi Heiðmerkur. Guðbjörn hefir ávallt ástundað að kyn»a sér vel þau bóklegu fræði, sem varða lögreglustarfið. Það ásamt íþróttum hans, hefir gert hann að farsælum lögreglu- manni. Það ber því ávallt að hafa í huga að velja aðeins úrvals menn í lögreglustarfið og í því sambandi mætti minnast hinna merkilegu og eftirminnilegu orða er konungur Útgarða sagði við Þór, er hann sótti hann heim, „engi skal hér vera með oss, sá er eigi kmnni notokurs toonar list eða kunnandi um fram flesta menn“. En til þess að slíkir menn séu falir í lögregluna þarf enn mik- ið að bæta kjör hennar. Guðbjörn Hansson er kvæntur Guðfinnu Gunnlaugsdóttur fra Hvaleyri við Hafnarfjörð og eiga þau 3 mannvænleg börn, 2 syni og eina dóttur, sém öll eru gift. Fyrir hönd okkar samherja Guðbjörns í Lögregluliði Reykja víkur, leyfi ég mér að óska hon- um allra heilla með afmæhsdag- inn og framtíðina og þakka hon- um fyrir langt og ánægjulegt sam starf, dáð og drengskap. Afmælisbarnið dvelst ekki i bænum í dag, né næstu daga. Erlingur Pálsson. ÞURRKGRINDIN Fæst hjá Helga Magnussyni & Co. Járnvöruverzlun Jes Zimsen h.f., Verzlun B. H. Bjarnason h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.