Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. des. 1961 (---------^ Margaret Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÚINN Skáldsaga MaSurinn. sneri strax að mér og rétti fram höndina: Það þarf ekki að kynna okkur. Þér hljót- ið að vera ungfrú Elliot. Amma yðar hefur sagt mér, að þér vær- uð hérna gestkomandi. Lísa sagði: Þetta er Farnes læknir, Charlottc.. Hvernig finnst yður amma vera í dag? spurði ég hann. Allsæmileg. En hinsvegar er ekki nema eðlilegt, að líkami, sem hefur verið í notkun í átta- thi ár, sé eitthvað farinn að láta á sjá. Ég sagði henni, að það væri rétt fyrir hana að halda kyrru fyrir í dag, og þá geti hún verið fleyg og fær á morgun. Hann sneri sér að Lísu. Þér þurfið að fá nýjan lyfseðil hjá mér upp á bláu pillurnar hennar. Hún á ekki nema fáar eftir. Hann tók upp eyðublað og byrj- aði að krota á það. Þakka yður fyrir, læknir. En, annars.. vel á minnzt.. gætuð þér um leið gefið mér seðil upp á hinar pillurnar.. Hún þagnaði, eins og til að ná andanum, en hélt svo áfram og bar óðan á:.. þessar sömu. sem þér gáfuð Es- mond, þegar hann fékk vonda asmakastið? Heimskulegi imdrunarsvipur- inn á lækninum var næstum hlægiiegur, en Lísa héit áfram, óðamála: Ég er hrædd um, að Timmy sé ekki laus við þetta sama. I gærkvöldi átti hann erfitt um andardrátt. Farnes læknir þaggaði niður móðgunina. Góða mín, hvers vegna sagðirðu mér þetta ekki strax. Ég skal skoða hann strax. En það getur ekki komið til mála að láta barn fá sömu rneðferð og fullorðinn. Æ, læknir, sagði Lísa og rétti upp hendurnar' í mótmælaskyni. Ég ætti að biðjast afsökunar. Ég var víst óhemjulegri en ástæða var til. Timmy er úti með Gretel eins og stendur. Og hvað sem öðru líður. þá var hann alveg hress í morgun, en í gærkvöldi fannst mér ég verða vör við ein- kenni.... Það mætti drepa fjögurra ára barn á þessu, sagði læknirinn hranalega. Jæja, ef þú segir, að hann sé ekki við, þá get ég auð- vítað ekkert gert, en ég kem þá seinna og athuga hann, og ef þér finnst þú verða vör við ein- hver einkenni, þá.... Æ, nei læknir, þetta hefur víst bara verið óhemjuskapur í mér.. Hún næstum ýtti honum til dyra og gaf honum varla tíma til að kvéðja mig. Þegar hún hafði fylgt honum út, hlýtur hún að hafa hlaupið inn aftur. Ég var rétt aðeins kom in upp stigann, þegar hún náði í mig. Hún snerti við vota sund- bolnum, sem hékk á handleggn- um á mér. Jæja. svo garðurinn hefur ekki verið nógu rúmgóður fyrir þig. Var gott í sjónum? Já, þakka þér fyrir. Og án þess að hugsa, bætti ég við: Ég villtist víst of nærri húsinu, sem Tarrand majór býr í, því að þar kom gömul kona og rak mig burt. Hún Fóstra! Naumast hún er gestrisin! Þú hefðir átt að bíða þangað til Ivor var kominn heim. Hann hefði eýnt þér þarna í kring með mestu ánægju. Hann er inni hjá Edvinu núna og ætlar að borða með okkur hádegisverð. Við skildumst við dyrnar mín- ar. Um leið og ég var að loka þeim, kom Timmy askvaðandi út úr barnaherberginu. — Þú þarft ekki að vera hræddur við að stökkva — þetta er örgrunnt ! Mamma! sagði hann. Gretel segir, að ég megi.... Ég lokaði dyrunum. Jæja, svo diengurinn hafði þá alls ekki verið utanhúss, þegar til kom! Mér vanrist rétt tími til að laga mig til fyrir hádegisverðinn. Ég taldi sætin með augunum um leið og ég gekk inn í borðstof- una. Þau voru ekki nema þrjú. Lísa sagði. Ef þú ert að gá að Mark, þá hefur hann yfirgefið okkur til ábata fyrir þorpskrána. Og með því hefur hann gert Edvinu vonda. En svo bætti hún við. eins og hún væri að taka sig á: Þetta er nú ónærgætnis- legt af Mark, finnst mér. Meðan Ivy var að bera fyrir okkur þessi viðbjóðslegu greip- aldin í glösum, hélt Lísa áfram lágt: Ég vgr að segja Ivor, að þú hefðir komið í heimsókn og fengið heldur óblíðar móttökur hjá Fóstru gömlu. Tarrand majór leit til mín brosandi: Já, góða mín. þú hefð- ir átt að láta mig vita, að þú ætlaðir að koma. Þá hefði ég sýnt I ~ --—---------- ■—----------- - £5-----j----- ALLRA SIÐASTA SIIMINI LÚDÓ-sext. & STEFÁIM SÍÐASTI VETRAR I DANSLEIKUR “HLÉGARÐI MOSFELLSSVEIT í KVÖLD Blubble light perur kr: 16,—• JÓLATRÉSSERÍUR ‘ JÓLATRÉSSERÍURNAR sem fást hjá okkur eru með 17 ljósum. Það hefír komið í ljós að vegna mis- jafnrar spennu sem venjulega er um jólin endast 17 ljósa-seríur margfalt lengur en venjulegar 16 Ijósa. m Mislitar seríuperur kr: 5,— Tfekla Austurstræti 14 Sími 11687 >f >f GEISLI GEIMFARI >f >f >f — Mystikus metallikus, vilt þú fara með umboð mitt og vernda eignir mínar? — Því miður, frú, ég er aðeins vél. Ég fengi ekki réttarviðurkenningu. En ég þakka yður fyrir! — Ég sé hvergi hinn aðstoðarmann Gar læknis.... Pétur. — Ef til vill er hann að njósna niósnara eins og okkur! þér allt þarna í kring með mestu ái.ægju. Lísa leit á mig þessum hálf. gagnsæju augum sínum og spegl- aði þessa ávítun, sem átti að vera. Það var ekki nema alveg rétt af Fóstru að reka mig burt, sagði ég. Mér þótti bara verst að geta ekki gefið henni til kynna. hver ég var, því að þá hefði ég fengið betri móttökur. Lísa gætti sín að segja ekki neitt, en Tarrand majór tók upp skeiðina sína: Á sumrin er ég bókstaflega undirlagður af skemmtigöngufólki, sem kemur gangandi með sjónum frá Maid- enford-víkinni. En nú ætla ég að útskýra fyrir Fóstru, hver þú sért — hún er svo heyrnarlaus, að það kostar að skrifa það fyrir hana —. og þá skal hún taka betur móti þér. Ekki skaltu vera að óriáða hana með því. Það er fremur ólíklegt, að ég leggi leið mína þarna um aftur. Að minnsta kosti fer ég til London á mánu» daginn, hvað sem öllu öðru líður, Þau voru svo bersýnilega fegin fullvissunni um að eiga að losna við mig, að ég gat ekki að mér gert að herða svolítið betur að ótta þeirra: En kannske hitti ég Fóstru hérna, ef hún skyldi verða komin hingað heim. áður en ég fer. Tarrand majór flýtti sér að svara: Það tel ég ekki líklegt. En vill ekki Edvina fá hana heim fyrir hvern mun? spurði ég í mesta sakleysi. Hann gerði óþolinmóðlega hreyfingu, sem átti að tákna mótmæli en það var Lísa, sem gaf friðstillandi svar: Hún kærir sig raunverulega ekki nokkum skapaðan hlut um að fá hana heim, enda gera þær ekki annað en að rífast þegar þær eru sam-: an. Og sannast að segja var. Fóstra lengi búin að hlakka til að sleppa frá henni. og gera til. raunir til þess mánuðum saman, Sagðirðu ekki eitthvað um, að hún ætlaði að setjast að hjá sonarsyni sínum, Ivor? «■ Jú, hún vill það, að minnsta kosti. Hann leit á mig og sagðil svo glaðlega: Og verði henni a'S góðu. Ef sonarsonur hennar er fús til að hýsa hana, getur engini neytt hana til að koma hingað aftur. Jj Og sonarsonurinn er fús? * Svo virðist vera. Það er víst ekki annað eftir en ákveða, hve nær hann getur komið og sótt hana. Lísa tók nú iram í: Vel á minnzt, Ivor, þegar ég skildi við þig í Wellmouth í morgun rakst ég á Pat. og hún minnti mig á boðið hjá Smithson í kvöld.' Ég var alveg búin að steingleyma því. En þú? sfllltvarpiö' 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:09 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 9:10 Veðurfregnir. —• 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Frétt- ir og tilkynningar). 15:20 Skákþáttur (Guðmundur Am* laugsson). 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Stefán Guðjohnsen). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son). 17:00 Fréttir. — ]>etta vil ég heyraj Bjarni Stefánsson leikhússtarfs- maður velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Bakka* Knútur“ eftir séra Jón Kr. ís« feld; VI. (Höfundur les). 18:20 Veðurfregnir. • 18:30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. 19:10 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit: „Mennimir mínir þrír,f (Strange Interlude) eftir Eugeno O.Neill; þriðji og síðasti hlutL Þýðandi Eugene O’Neill; þriðji og síðasti hluti. Þýðandi: Árnl Guðnason cand. mag. — Leik- stjóri: Gísli Halldórsson. Leik-* endur: Herdís Þorvaldsdóttir. Þorsteinn Ö. Stephensen, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson. Guðrún Ásmundsdóttir, Halldór Karlsson og Birgir Brynjólfsson* 22:00 Fréttir og veðurfregnir, 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.