Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 22
22 MORGINBLAÐIÐ Laugardagur 16. des. 1961 Hörður, Á og Þorsteinn, ÍR Reykjavíkurúrval og Bandaríkjamenn keppa annað kvöld i körfuknattleik ANNAÐ kvöld (sunnudag) kl. 8,15 efna körfuknattleiksmenn til keppni að Hálogalandi og verður þar keppni milli úrvalsliðs körfu knattleiksmanna í Reykjavík og úrvalsliðs Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. •k Fimleikasj'ning í hléi. Keppni þessi er á vegum KKRR og hefur ráðið valið lið Reykjavíkur i þessum leik. Til að auka á fjölbreytnina verður fimleikasýning í leikhlé en það er hinn ágæti úrvalsflokkur KR sem sýnir undir stiórn Benedikts Jakobssonar. Hægur bati hjá Ríkharði NÝLEGA barst bréf frá Ríkharði Jónssyni, knatt- spyrnumanni, sem eins og kunnugt er, hefir undanfarna mánuði dvalizt á sjúkrahúsií Þýzkalandi. Eins og í fyrri bréfum Rík- harðar, segir hann að bata- merki séu sjáanleg á nokkrum hluta fótarins en ennþá mjög lítill annars staðar, og hefir það lítið breytzt síðustu vikur, þrátt fyrir aðgerðir færustu lækna á þessu sviði og fullkomnustu tækja, sem notuð eru við slík tilfelli. jc Heima um jólin Ríkharður kemur með milli landaflugvél Flugfélags íslands hinn 17. des. n. k. og dvelst heima yfir jólin, en tvenn und- anfarin jól hefir hann dvalizt á sjúkrahúsi. Hann fer að öllum líkindum aftur til Þýzkalands strax eftir áramót. Ríkharður biður fyrir kveðjur til allra vina sinna og velunnara. * Úrvalslið KKRR. í úrvalsliði Reykjavíkur verða þessir menn í körfuknatt- leikskeppninni. Frá ÍR Guðm. Þorsteinsson, Hólmsteinn Sigurðs son, Þorsteinn Hallgrímsson og Sigurður Gíslason. Frá KFR Ein ar Matthíasson, Marinó Sveins- son og Ólafur Thorlacius. Frá Ár- manni eru Hörður Kristinsson, Lárus Lárusson og Birgir Birgis. Frá stúdentum Kristinn Jóhanns on. Verður án efa gaman að þess- um leik_ því í liði Reykjavíkur er samankomið landslið íslands í þessari grein. Leikirnir við Bandarikjamenn hér hafa verið ísl liðunum mjög gagnlegir. Keppni hefur oft verið jöfn og góð og má vænta að svo verði enn. Ingólfs Apótek Ódýrir rafmagnshitapokar og rafmagnshitateppi. Inyélís Apókk Dönsku Veggvogirnar jaomnar. Úrval af KERRASLOPPUH úr ullar- bómullar og frotteefnum Einnig úrval af innijökkum Sloppur er vegleg jólagjöf Marteinn "“5/ Eiriarsson&Co Á k ÍSLENDIHGASLÚBUM eftir Björn Th. Björnsson ER JÓLABÓK ÁRSIMS Ur ritdómum um bókina; Jón Heigason ritstjóri skrifar í Tímann: EIN ÞEIRRA bóka, sem prýða jólamarkaðinn í ár nefnist Á fslendingaslóðum í Kaupmannahöfn. Hún er eftir Björn Th. Björnsson listfræðing, mjög fallega útgefin bók með fjölda mynda frá Kaupmannahöfn. . . En í hana er ekki aðeins að sækja mikinn fróðleik, heldur er þetta hin skemmti- legasta bók og prýðisvel skrifuð, enda er Björn Th. Björnsson meðal rit- færustu manna, er nú skrifa á íslenzka tungu. Haraldur Sigurðsson hókavörður skrifar í Þjóðviljann: BJÖRN LEIÐIR okkur um borgina þvera og endilanga. . . Hvar sem leiðin liggur, rekumst við á spor íslendinga, og lesandanum býður í grun við hvert fótmál, að hér hafi íslenzkar önagadísir einhvern tíma spunnið sinn vef. . . Frásögn Björns er lifandi Og bráðskemmtileg. f frásögninni rifjast upp fjölmargar skyndimyndir, sem bera fyrir augun stundarkorn, en víkja svo fyrir nýjum. Þannig er frásögnin bókina á enda. Magnús Bjarnfreðsson ritstjóri skrifar í Frjálsa Þjóð: BÓK BJÖRNS er bæði skipuleg og skemmtileg, hann er hvergi langorður, en kann mætavel þá list, að segja mikiö í fáum orðum . . . Enginn skyldi ætla að bókin sé eingöngu við hæfi þeirra, sem gist hafa Kaupmannahöfn eða ætla að gista. Hún er bráðskemmtilegt lestrarefni fyrir unga sem gamla. . . . Frágangur bókarinnar er allur með ágætum og uppsetning bók- arinnar sérkennileg og mjög vel gerð. • Benedikt Gröndal ritstjóri i Alþýðublaðið: ÞAÐ ER fengur að því, að Björn Th. Björnsson skuli hafa tekið sér fyrir hend- ur að leiða lesendur krákustigu um Kaupmannahöfn og tína fróðleikskorn upp úr gamalli götu. . . Hann gerir þetta afburða vel, blandar saman um- hverfi og sögu þess og fléttar þætti ísiendinganna inn í með snilld og frá- sagnargleði. Bók Björns er stórfróðleg og skemmtileg aflestrar. Á ÍSLENDINCASLÓÐUM í KAUPMANNAHÖFN er merk bók, skemmtileg bók, vönduð bók ÞAÐ ER JÖLABÖK OKKAR í ÁR I KAUPMANNAHÖFN HEIMSKRINGLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.