Morgunblaðið - 16.12.1961, Side 2

Morgunblaðið - 16.12.1961, Side 2
2 MORCVNTtLAÐIÐ Laugardagur 16. des. 1961 4 Xrisfmann Guðmundsson skrifar utfí^ M E N N T I R B Ó K Það er svo margt . . . Eftir Gretar Fells. Skuggsjá. ÚT er komið í glæsilegum bún- ingi fyrsta bindi af fyrirlestrum Grétar Fells. Er þetta mikil bók Og merkileg, og ber því mjög að fagna, að þessir vinsælu fyrir- lestrar hins ágæta brautryðjanda guðspekinnar á fslandi birtast nú í aðgengilegu ritsafni. í formálsorðum getur höfundur þess, að erindi þau, er koma 1 fyrsta bindinu, hafi áður birzt á víð og dreif, en einkum í „Gang- lera“, tímariti Guðspekifélags ís- lands. Hafa allmörg þeirra verið flutt í útvarp, en Grétar Fells er, svo sem alkunnugt er, einn af vinsælustu útvarpsfyrirlesurum þessa lands. Hann hefur um ára- tugaskeið unnið að því af miklum dugnaði og ósérhlífni að útbreiða fræði guðspekinnar, enda um langt skeið forseti íslandsdeildar alþjóðlega Guðspekifélagsins og nú heiðursforseti hennar. í formálsOrðum bókarinnar seg ir höfundurinn svo um fyrirlestra þá, er hún hefur að geyma: „Hér er ekki um neitt trúboð að ræða, — engan áróður, engan sáluhjálp- arboðskap, — aðeins frjálsar hug leiðingar um háleit og mikilvæg efni, sem allir munu fyrr eða síðar verða að taka afstöðu til, — að einhverju leyti að minnsta kosti — og það er von og ósk höfundarins, að þessar hugleið- ingar eigi eitthvert erindi til ein- hverra — að minnsta kosti til þeirra, sem leyfa sér þann mun- að — að hugsa“. Það er rétt, að höf. rekur aldrei beinan áróður fyrir skoðunum sínum, en hitt vil ég ekki skrifa undir, að boðskapur hans sé ekki „sáluhjálplegur". En um orð má ætíð deila. í fyrsta erindinu: „Er Guð til?“ lýsir höf. sálarástandi sínu á þeim stundum, er hann kallar „hug- Ijómunarauknablik" sín — „Þeg- ar dyrnar hafa opnazt inn í mína eigin sál“, eins og höf. kveður að orði, og hann sér og finnur Guðdóminn í öllu hinu skapaða. Ástand þetta er mörgum dulfræði nemendum kunnugt, og raunar fleirum, — kristnir menn hafa kallað það að „finna náðina“. Gretar Fells kallar það á skáld- legu máli „angelusklukku eilífðar innar“. Fróðlegt erindi Og gott er „Meistarinn og vegurinn", er fjallar um veginn til mannlegrar fullkomunar Ræðir höf. þar nokk uð um tilveru hinna svonefndu Meistara og skírskotar til ýmissa bóka um þetta háleita efni, svo sem hins ágæta og víðfræga verks Cyril Scott: „The Initiate in the New World“. — Næsta erindi fjallar um örlögin eða at- hafnalögmálið — hvernig það stjórni lífi mannanna og hversu þeir megi komast úr viðjum þess. Er þar ritað af skírleik og mann- viti Karma. Þá eru minningarorð um hið ágæta, arabíska skáld, Kahil Gibran, höfund „Spámanns ins“, er Gunnar Dal þýddi af snilld. í erindi, sem nefnist „Lögmál Grétar Fells hringsins", ræðir höf. um endur holdgunarkenninguna, en kenn- ing sú hefur á síðari árum rutt sér mjög til rúms meðal hugs- andi manna í hinum vestræna heimi. Eins og flestum mun kunn ugt, er hún trúaratriði þvínær helmingi mannkyns og hefur ver- ið það um aldaraðír. Þykir hún gefa viðhlítandi skýringu á mörg um þeim fyrirbærum lífsins, er að öðrum kosti væru óskiljanleg með öllu. — Stutt en snjallt er- indi fjallar um trúarbrögð nátt- úrunnar, annað um „Trú og guð speki“; þá er spjall um „Kirkju Og kristindóm“. Um Pythagoras fjallar eitt er- indið, og er þar í stuttu máli sagt frá æviatriðum ög kenningum þessa mikla dulspekings Og stærð fræðings. Erindi þetta er gott dæmi um beztu fyrirlestra Gret- ars Fells: Ijóst og skilmerkilegt, en gert af slíkum einfaldleik, að hvert mannsbarn fær skilið. — „Draumar" nefnist næsta erindi, en síðan tekur höf. til meðferðar „Guðsmynd guðspekinnar". Þá er stutt erindi um „Hatha Yoga“, síðan fróðlegur fyrirlestur um Ralph Waldo Emerson. Þá er fyrirlestur um „Tagore og skóla hans, Santiniketan“. Þá er dul- spekilegt erindi, er nefnist „Hvað er heilagt líf?“ Um rétta öndun fjallar erindið „Silkiþráðurinn". Annað erindi nefnist „Sambandsmálið" Og fjallar um kenningar andatrúar- innar eða spíritismans. Þá er „Bókstafurinn og andinn", þar sem höf. tekur til meðferðar hætt una, er felst í bókstaflegum skiln- ingi á trúarbrögðunum. „Dulfræði Og dulspeki", „Und- ir austrænni sól“, „Gyðingurinn gangandi" „Gríman", og „Eigum vér að biðja?“ eru prýðileg er- indi, full af lífspeki, sem fram er borin í skýru og oft skáldlegu máli. „Vígsla dauðans“ er mjög fallegt og skáldlegt erindi, sem lesandanum mun verða minnis- stætt og svo er um fleiri af fyrir- le'strum þessarar bókar, sem hér eru ekki nefndir. Draumar og Dulrúnir. Eftir Hermann Jónasson. Ásamt skýringum á eðli og uppruna drauma eftiT Krist- in Björnsson, Erlend Har- aldsson og Þorstein Guðjóns- son. Formáli eftir Gretar Fells. Eftirmáli eftir Erlend Har- aldsson. Hliðskjálf. ÞÆR bækur báðar, „Draumar“ og „Dulrúnir", sem hér eru út- gefnar í einu bindi, voru á önd- verðri öldinni kunnar um land allt og mikið um þær rætt. Her- mann Jónasson frá Þingeyrum, eins og hann oftast var nefndur, var maður virtur vel, enda for- ystumaður í búnaðarmálum og garpur hinn mesti á því sviði. Þóttu draumar hans Og duvitran- ir að vonum hin merkilegustu fyr irbæri og maðurinn margvís, en þó var mest rætt um „Njálu- draum“ hans, en í draumi þeim vitjaði Ketill úr Mörk Hermanns og leiðrétti ýmsar missagnir í Njálu, einkum viðvíkjandi vigi Höskuldar Hvítanesgoða. Man ég, að ýmsum þótti hæpið að trúa þeim draumi, en aðrir voru al- búnir til þess. Sem sönnunar- gagn dulskynjunar Hermanns Jónassonar eru aðrir draumar auðvitað merkilegri, þótt ekki fjalli þeir um jafndtramatíska hluti. Hið nýja forlag guðspeki- nema, Hliðskjálf, hefur valið vel að senda þessar ágætu bækur Hermanns Jónassonar á markað- inn, en frumútgáfurnar eru fyr- ir löngu uppseldar, og hygg ég, að margan fýsi að lesa skil- merkilega frásögn þessa gáfaða búnaðarfrömuðar af dulrænni reynslu sinni og draumum. Auk þess eru í bókinni fjór,ar fróð- legar greinar um uppruna og eðli drauma, eftir unga guðspeki- nema, fróðlegur formáli um höf undinn sjálfan, Hermann Jónas- son, eftir Gretar Fells, og stuttur eftirmáli eftir Erlend Haralds- son, þar sem hann gerir grein fyrir útgáfunni. Hermann Jónasson frá Þing- eyrum var um marga hluti hinn merkasti maður. Hann aflaði sér góðrar menntunar, gekk á Bún- aðarskólann á Hólum, en síðan á Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn um 6 mánaða skeið. Auk þess stundaði hann í Dan- mörku verklegt nám, en hvarf síðan heim til íslands. Vann hann í fyrstu að ýmsum landibúnaðar- störfum, en stofnaði þvínæst Búnaðarritið, er hann gaf út í þrettán ár, og tók loks við skóla stjórn á Hólum í Hjaltadal. Sá hann þar einnig um bústjórnina og þótti fremdarmaður í hví- vetna. Þá reisti hann bú á Þing- eyrum, því forna höfuðbóli, er hann keypti, og bjó þar við mikla rausn um níu ára skeið. Alþing ismaður var hann nökkur ár og var þá kunnur fyrir þegnskyldu- hugmyndina, er hann kom fyrst- ur fram með á þingi. Líf Hermanns Jónassonar var viðburðaríkt, segir Gretar Fells sögu hans í formála fyrir bók- inni. Bók þessi er forvitnileg mjög og girnileg til fróðleiks um þá hluti, er hún fjallar. Frásögn Hermanns Jónassonar er ávallt skýr og skilmerkileg, Og ekki verður um það efazt, að höfund- urinn er traustur drengskapar- maður, og eykur það stórlega gildi bókarinnar. Ástir Dostoévskys. Eftir Marc Slonin. Hersteinn Pálsson þýddi ísafoldarprentsmiðja. I formálsorðum segir svo um bók þessa, að hún sé „byggð á vandlega könnuðum heimildum varðandi ástalíf Dostoévskys“. En fljótt á litið virðist bókin frekar byggð á ómerkilegum kjaftasögum og löngun höfundar hennar til að snaga í kynferðis- lífi hins mikla skálds, Dostoév- skys, en ást á sannleika og sannri vísindamennsku. Ekki fæ ég bet- ur séð en að allmargar, jafnvel flestar af fullyrðingum hans um kynferðislegt óeðli Dostöévskys séu' byggðar á afar lausum og hæpnum forsendum. Höf. hefur á sér yfirskin velvildar í garð skáldsins og lætur sem hann vilji halda vel á öllu, en það er eng- inn vandi að sjá hrosshófinn nið- ur undan buxnaskálminni hjá honum, og fyrir þá, sem hafa gaman af að þefa af fúlu hug- myndaflugi kj aftakerlinga, er bók þessi hreinasta gullnáma. Slonin slær þann varnagla, að allir, sem velviljaðir hafa verið Dostoévsky og um hann hafa skrifað, hafi vísvitandi reynt að leyna öllu, sem miður var í fari hans. Þetta er höfundinum auð- vitað bráðnauðsynlegt, til þess að hann geti látið ímyndunarafl sitt hafa því frjálsara athafna- svið, en svo er fyrir þakkandi, að þessi túlkun á einkalífi hins mikla, rússneska skálds, hefur ekki af mörgum verið talin mikils verð. Slonin talar mikið um sálfræði, en virðist meina með því orði aðeins eina túlkun hennar, nefni- lega hina kynórakenndu sálarlífs rannsökun Freuds. Freud var auð vitað mikilsverður vísindamaður, sem ruddi nýjár brautir, ekki ó- merkar, en kenningar hans eru einkar vel til þess fallnar að mis nota þær, Og hafa margir litlir karlar fært sér það í nyt, þar á meðal Marc Slonin. Sem betur fer, hafa svo aðrir menn, greind- ari og góðviljaðri en höfundur bókar þessarar, rannsakað sálar- líf hins mikla, rússneska höfund- ar, og á öðrum og heilbrigðari BOKASÝNING í listamanna- SKALANUM Opin kl. 2-10, síðasti dagur ALLAR BÆKURNAR Á SÝNINGUNNI ERU TIL SÖLU Bætt hefur verið við glæsilegu úrvali af listaverka- bókum, ævisögum með myndum, bókum um forn- leifafræði, skrautlegum barnabókum o. fl. glæsileg- um bókum til jólagjafa. Notið Jbe/fa einstaka tækifæri Komið í Listamannaskáiann í dag og kaupið glæsilegar jólabækur Op/ð tii ki. io SnttbjötnJónsson&0).h.f THÍ fmri >cm p'xivenOP forsendum. — Þegar Slonin er að lýsa Dostoévsky, vaknar iðulega sú spurning í huga lesandans, hvort hann sé ekki frekar að lýsa sjálfum sér sem görnlum, nautnasjúkum manni, er getur ekki fullnægt leiðinlegum óskum sínum í veruleikanum, en verður að leita þeim útrásar í heimi hugmyndaflugsins. Og það er slæmur fnykur af þeirri starfsemi hans. Aðalkvenpersónur bókarinnar eru þrjár, og var Dostoévsky kvæntur tveimur þeirra, Maríu, er hann missti eftir nokikurra ára sambúð, og Önnu, er giftist honum ung og lifði mann sinn þrjátíu og átta ár. Auk þess er tæpt á því, að skáldið hafi átt vingott við fjölda annarra kvenna: „vændiskonur, giftar hugsjónakonur, heimskonur, fagr ar og öllum óháðar, og ungar stúlkur, ,sem sóttust eftir nautn- um og fórnuðu sér fúslega", eins og höf. kemst að orði. Engum þarf að koma á óvart, að rithöfundar beri sömu þarfir í blóði og aðrir karlmenn, og verður þeim naumast lagt það til lasts, nema síður sé. Af öllum þeim bókafjölda, sem ég hef les- ið um Dostoévsky, og af bréfa- söfnum hans, er ég einnig hef lesið, verður ekki ráðið, að hann hafi á nokkurn hátt verið óreiðu- maður urn kvennafar né haldinn sjúklegum tilhneigingum, eins og höfundur þessarar bókar full- yrðir. Þótt skáldsögur Dostoév- skys fjalli alloft um sjúkan sefa, er það alls engin sönnun þess, að höfundurinn hafi sjálfur þjáðst Dostóévsky af geðflækjum eða rangsnúnu kynlífi. Sendibréf og minninga- bækur ýmissa kvenna, er kunnar voru sumar hverjar af flestu öðru en dygðum, verða heldur ekki teknar sem sönnunargögn fyrir spilltu kynlífi skáldsins, því að flestir munu fra eigin reynslu , sinni kannast við það, að slíkar konur eiga til að segja frá ásta- draumum sínum'og ímyndunum sem raunveruleika. Aðalsönnun bókarhöfundar um skríngilegar athafnir Dostoév- skys í kynferðismálum hefur hann úr bréfum skáldsins sjálfs til önnu, konu hans, — sérílagi þeim setningum, er frúin hefur strikað út úr bréfunum og ólæsi- legar eru. Þykir Slonin þessum einkum athyglisvert, að skáldið kyssir konu sína víðar en á munninn! Veltir hann um það vöngum oft og mikið, þar til les- andinn spyr sjálfan sig: hvaða blessaður' auli er þetta eiginlega! Annað hvort er maðurinn algjört fífl í ástamálum eða bókin er með vilja skrifuð af illgirni til að gera hið mikla skáld tor- tryggilegt í augum almennings. Því verður svo ekki neitað, að bókarhöfundur er vel ritfær, frá sögn lipur og skipuleg og bókin vel byggð. En sálfræðileg rann- sökun hans er frumstæð og gam- aldags — að ekki sé verra sagt um hana. Og í bókinni allri gæt- ir mikils tvískinnungs: hróss og aðdáunar öðru veifi, er bókar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.