Morgunblaðið - 16.12.1961, Page 3

Morgunblaðið - 16.12.1961, Page 3
fr Laugardagur 16. des. 1961 MORGUTSBLÁÐIÐ 3 tiöfundur þorir ekiki annað en að láta hinu mikla skáldi í té, og kj aftaþvaðurslegum böllalegging um um kynlíf skáldsins, bolla- leggingum, sem nálega hvergi eru nægilega undirbyggðar til að geta talizt annað en leiðinlegar og ómerkilegar slúðursögur. Þeir, sem hafa gaman af slíku, munu skemmta sér vel við lestur bók- arinnar. Bezti hluti þessa verks er lýs- ingin á Appolinaríu, ástmey Dostoévskys milli eiginkvenna. Þar nær höf. sér raunverulega á strik öðru hverju, og að minnsta tekst honum að gera þessa rúss- nesku alþýðustúlku trúlega í aug- um lesandans. f samskiptum sín- um við hana er Dostoévsky einn- ig stundum mannlega lifandi í frásögn bókarhöfundar — hvað sem sannleikanum líður. Frá forlagsins hendi er bókin hin prýðilegasta, og þýðingin virðist samvizkusamlega gerð. T Guðspekin og gátur lífsins. Eftir C. W. Leadbeater. Jakob Kristinsson þýddi. Hliðskjálf. ENSKI presturinn C. W. Lead- beater var mikill dulspekingur, skyggn á æðri heima, en auk þess rithöfundur ágætur. Hann hefur skrifað mikinn fjölda bóka, og eru sumar þeirra meðal hinna merkilegustu bóikmennta guð- spekinnar. Það eykur stórum gildi bóka hans, hversu skýrar þær eru og skipulega byggðar; þær auðkennast af ljósri fram- setningu og rökfastri niðurröðun efnisins. Leadbeater gerðist snemma guðspekinemi. Hann hafði þá starfað um nokkurt skeið í þjónustu ensku kirkjunnar og og kynnt sér spíritisma, en síð- an las hann bækur A. P. Sinneft og kynntist stofnendum Guð- spekifélagsins, Oloott og Blavat- sky. Gerðist hann þeim handgeng inn, lærði dulfræði míeð aðstoð þeirra og varð svo vel að sér í þeirri erfiðu mennt, að hann gat farið að vild vakandi úr líkam- anum til fjarlægra staða, t.d. bústaða meistara sinna í Hima- layafjöllum og til æðri sviða lífs ins. Hefur hann í bókum sínum sagt margt frá reynslu sinni í þessurn efnum, og eru margar þeirra hinar forvitnilegustu, enda þótt fáeinar þeirra þyki fullreyfarakenndar, swo sem — ,,Lives of Alcyone“. Bók sú, er hér urn ræðir, gerir í stuttu en skýru máli grein fyr- ir hinum ýmsu fræðikenningum guðspekinnar viðvíkjandi þróun lífsins á jörðinni og þroskasleið mannsins. Fræðikenningar þess- ar eru umfangsmiklar og hinar margbrotnustu og þvá örðugt að gera þeim skil í svo litlu verki sem þessu, en ekki verður annað sagt en að Leadbeater hafi tekizt það með ágætum. — Það er gam an að sjá, að gamla manninum ber í ýmsu saman við hina nýrri heimsspekinga, svo sem Jung, þótt þeir raunar á stundum virð ist tala hvor úr sínum heimi. Á síðari árurn hafa ýmsar andleg ar stefnur, þar á meðal guðspek in, breiðzt mjög út — t.d. hefur fjöldi guðspekinema hér á landi þrefaldazt á örfáum árum — og getur því enginn hugsandi mað- ur láið hjá líða að kynna sér þessa stórfenglegu skýringu á vandamálum tilverunnar. í þvi skyni getur þessi bók orðið mönn- um mikil aðstoð. Eigi að síður get ég ekki látið hjá líða að vara eilítið við ýmsu, er fram kemur í tíunda og seinasta kafla hennar. Kaflinn nefnist „Árangur ræki- legs guðspekináms“, og það sem ég hef við hann að athuga, er, að þar gætir nokkurs yfirlætis fyrir hönd guðspekinemans — sem reyndar er nefndur guð- spekingur, það er heldur viða- mikið orð og ekki vel til þess fall ið að ota framan í fólk; guðspeki- nemi er betra, enda munu flestir meðlimir hinnar íslenzku deildar Guðspekifélagsins nefna sig það. Eg yildi sem sagt ráða mönnum til að lesa þgnnan síðasta kafla bókarinnar með þeim varnagla, að þar er talað um hinn full- komna mann fjarlægrar fram- tíðar, en ekki guðspekinemann, sem í dag er að þumlunga sig áfram upp bratta brekku þróun- innar. Því miður vill það oft verða, að menn, sem tínt hafa upp nokkra mola, er dottið hafa af borði spekinnar, miklist af þeim og haldi, að þeir séu orðn ir vitrir. Á því sviði ber guð- SPEGLAR - SPEGLAR Speglarnir í TEAK-römmunum erú komnir. Margar gerðir. — Einnig fjölbreytt úrval af BAÐ- speglum, HAND-spegium og allskonar smærri speglum. SFEGLABÚÐIN — Laugavegi 15 EASY-ÖIM LINSTERKJAN sparar yður tíma og fyrirhöfn, er einföld i notkun. Nauðsynlegt sérhverju heimili. Reynið „Eásy On“ og kostirnir koma í ljós. Umboðsmenn: / Agnar Norðfjörð & Co. h.f. CCctdburt^S COCOA í Vz punds, 1/1 punds og 7 punda umbúðum >f ENNFREMUR SÚKKULAÐIDUFT / H. Benediktsson h.f. Suðurlandsbraut 4, sími 38300 spekinemanum að gæta mikillar varúðar, því að mikillæti og mont harðlokar öllum hurðum að forðabúri vizkunnar. Hefur ófáum guðspekinemum orðið það að fótakefli, að vizkuleit þeirra hefur endað í psychic pride, og mega það teljast sorgleg afdrif. Að þessurn varnagla slegnun* vil ég mæla með bók þessari, handa þeim, sem hugsandi og leitandi eru og víkka vilja hinn andlega sjóndeildarhring sinn. Þýðingin er vel og samvizku- lega gerð, á kjarngpðu máli og fögru. EIN MYND I GLÆSILEGR Glœsileg myndabók, samtals 167 myndir. Birgir^ Thorlacius róðuneytisstjóri hefur annazt útgáfuna og ritað formála. Bókin hefst á stofnun lýðveldis 1944 og rekur síðan í máli en þó einkum myndum helztu atburði á forsetaferli Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar. Þar eru myndir frá ferða- lögum forsetanna innan lands og utan, þjóðhöfð- ingjaheimsóknum og öðrum viðburðum síðustu FORSETA BOKIN er tiivalin gjöf til vina yðar innan lands og utan.j Formálar og myndatextar eru á fimm tungumál- um: íslenzku, dönsku, ensku, þýzku og spœnskuJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.