Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 4
4 MORGUWBLAÐIÐ Laugardagur 16. des. 1961 Um frímerkjalistann IVokkrar athugasemdir NÝLEGA er komin út hjá fsa- fold 5. útgáfa verðlistans „Is- lenzk frímerki“, en honum er setlað, „að bæta úr brýnni nauð syn þess, að á hverjum tíma sé fyrir hendi í landinu skrá yfir öll íslenzk frímerki, ér tal- izt geti vel aðgengileg jafnt fyr- ir innlenda og erlenda lesend- ur“, svo að notuð séu orð rit- stjórans, Sigurðar H.^ Þorsteins- sonar bankamanns, í formála fyr ir 1. útgáfu listans árið 1958. Ekki skal efast um nauðsyn þess, að til sé í landinu á hverj- um tíma skrá yfir öll íslenzk frímerki, enda hefur það ekki staðið frímerkjasöfnun * fyrir þrifum, þar sem árlega hafa verið fluttir inn frímerkjalistar frá mörgum löndum. í þeim er nákvæm og ágætlega gerð skrá yfir öll íslenzk frímerki, og sem betur fer eru flestir, ef ekki allir þeirra, mun betur úr garði gerðir. Frímerkjaverðlistum má skipta í tvo aðalflokka: a) Verðlistar, sem gefnir eru út af fyrirtækj- um, sem fylgjast með verðlagi frímerkja á alþjóðamarkaði, t.d. Scott og Michel, b) Verðlistar, sem gefnir eru út af fyrirtækj- um, sem selja frímerki, t. d. AFA, Facit og Zumstein. Séu verðlistar í fyrri flokknum not- aðir sem söluverðlistar, má gera ráð fyrir því, að raunverulegt söluverð sé mun lægra en skráð verðlistaverð. Skráð verð á merkjum í seinni flokknum ber hins vegar að líta á sem smá- söluverð viðkomandi fyrirtækja. Sé verðlistinn „íslenzk frí- merki“ athugaður er augljóst, að hann fellur utan þessara flokka, enda saminn af einum manni, og verður að telja það nokkuð mikið ábyrgðarleysi. 1. útgáfa listans árið 1958 var léleg og til hennar kastað höndum, en hinar síðari hafa því miður- ekki verið betri, nema síður sé. En bezt er að hafa sem fæst orð um liðna tíð, en snúa sér að 1962 útgáf- unni, sem er í sama formi og hinar fyrri. Aðalefni listans er verðskrán- ing merkjanna. Þar 'sem ég hef ekki til að bera næga þekk- ingu á verðlagningu eldri merkja, leiði ég hjá mér að gagnrýna hana. Sé hins vegar litið á útgáfur síðari ára, lang- ar mig að minnast á nokkur atriði. í kaflanum „Lýðveldið fsland" má strax reka augun í fárán- lega verðlagningu á 10 kr. merki Jóns Sigurðssonar frá 1944. Er það verðlagt á 170 kr. ónótað, en 125 kr. notað. Hver sá, sem nokkuð hefur fengizt við söfnun íslenzkra frí- merkja, veit, að umrætt merki er mun sjaldgæfara notað en ónotað, þar sem það seldist strax upp og hefur því mjög lítið verið notað til burðar- gjalds. Af því leiðir, að megin hluti upplagsins er til ónotað- ur og ekki lengur hægt að fá það stimplað, þar sem það er fallið úr gildi. Réttara væri, að það væri dýrara notað en ónotað, en umrædd verblagn- ing fjarstæða. Tvö lægstu verðgildi líknar- merkja frá 1949 eru uppseld fyrir nokkrum árum. Hin þrjú fást enn á pósthúsum, og er upplag' þeirra allra jafnt. Það lægsta þeirra, sem enn eru fá- anleg, er verðlagt um 35% hærra en söluverð á pósthúsum. Hin tvö eru um og yfir 100% hærra skráð í listanum en nafn verð. Hver er ástæðan til þess, að þessa ósamræmis gætir? Upplagið er það sama og öll merkin enn fáanleg. Tvö lægstu verðgildin í at- vinnuvegasettinu eru 5 og 10 aura merki. Þau eru bæði upp- seld, 5 aura merkið nýlega, en hitt fyrir nokkrum árum. Bæði eru verðlögð á 35 aura, enda þótt lægra verðgildið sé gefið út í þrisvar sinnum stærra upp- lagi og nýlega uppselt. Árið 1956 voru g'efin út Svana merki. 1.75 kr. er metið á 35 kr. ónotað, en 60 kr. notað. Umrætt merki er enn í gildi og getur því hver, sém á það eða getur fengið á 35 kr. ónot- að, farið með það á næsta póst- hús og látið stimpla það. Þessi verðlagning er jafn fráleit og á 10 kr. merki Jóns Sigurðs- sonar og þó sitt með hvorum hætti. Á árunum 1958—60 voru gef- in út hestafrímerki, sem öll eru enn fáanleg á pósthúsum lands- ins. Á 10 aura merkið eru lögð 150%, á 1 kr. merkið 50% og i á 2,25 kr. merkið rúm 30%. — Þessi merki hafa verið gefin út í stórum upplögum, og til skamms tíma hafa þau verið prentuð eftir þörfum. Árið 1958 var gefið út "50 kr. merki með mynd af þjóðfánan- um í 250.000 eintökum. Það er metið á 55 krónur eða 10% hærra en nafnvfrð. Hvað hefur höfundur listans fyrir sér, þeg- ar hann telur það hlutfallslega miklu verðminna en hestamerk- in í milljónum eintaka? í okt. sl. voru gefin út Há- skólafrímerki og minningablokk. Verð á henni er skráð 45% hærra en nafnverð, enda þótt upplag hennar sé helmingi stærra en fánamerkisins og að- eins nokkrar vikur, síðan hún var gefin út. Þess skal getið, að ég miða við, að verðlagn- ing á Háskólamerkj unum hafi snúizt við í prentun listans, og er það ekki í fyrsta sinn, sem slíkt kemur fyrir. Margar fleiri fjarstæður mætti til nefna, en einhvers staðar verður að hætta, og því hef ég ekki fleiri orð um þetta efni, enda margt ann- að, sem minnast þarf á. Listanum er skipt í tvo kafla, þar sem fjallað er um verðlagn- ingu merkjanna. Hinn fyrri nefn ist Konungsríkið fsland, en hinn seinni Lýðveldið fsiand. Skipting þessi á sér fáar hlið- stæður, enda eínungis til þess fallin að skapa glundroða. Á það má og benda, að 10 þeirra merkja, sem getið er í kaflan- um um Konungsríkið, komu út eftir lýðveldisstofnun. Þá er tölusetning merkja í listanum gerð eftir því, hvenær fyrsta merkið í settinu kom út og þau merki, sem síðar hafa komið út og mega teljast til sama setts fá númerin næst á eftir, enda þótt önnur merki hafi verið gefin út í millitíð- inni. Þetta þýðir það, hvað snertir Lýðveldiskaflann, að í framtíðinni verður ógjörningur að treysta fyrri útgáfum, þar sem tölusetning breytist, ef út er gefið nýtt merki með mynd, sem áður hefur verið á frí- merki. Einmitt þetta gerist í nýjustu útgáfu listans. 15 merki bera annað númer í þessum lista en þau höfðu í fyrri út- gáfu. Það yrði mun vinsælla og betra, að tölusetja öll merk- in eftir aldri. E.t.v. kynni þó að vera heppilegra, að öll merki — tíóður kæliskápur er gulli betri . KELVINATOR KÆLISKAPURSNIM ER ÉFTIRLÆTI HAGSÝNNA HÚSMÆÐRA Hin hamingjusama húsmóðir, sem á KELVINATOR, getur alltaf hrósað honum við vinkonu sína. VVERÐ: 7,7 cubfet kr. 72.961 9,4 cubfet kr. 14.837 Afborgunarskilmálar. Viðgerðir og varahlutaþjónusta að Lauga- vegi 170 — Sími 17295. Kynnið yður kosti KELVINATOR Austurstræti 14 Sími 11687 T[IM SfNIR f DAG MODELSKARTGRIPI HJÁ HALLDÓRI, SKÓLAV ÖRÐUSTÍG 2 • Trúlofunarhringar samdægurs HALLDÓR Skólavörðustíg 2 úr sama setti væru á sama stað í listanum eins og hér er gert, enda þótt tölusett sé eftir aldri, eða láta þau vera í sinni röð í listanum og vísa þá til við fyrstu merkin úr útgáfunni, hvar sé að finna og hver núm- er séu á merkjum, sem út hafa verið gefin síðar, sbr. t. d. Facit og AFA listarnir. Ég skal ekki draga í efa að finna megi hlið- stæðu þess, sem haft er að fyrirmynd í þessum lista, en ég lít svo á, að höfundi listans beri að hagnýta sér fengna reynslu og beztu fordæmi, sem finna má. Fyrstu íslenzku frímerkin, skildingamerkin, eru þannig tölusett, að þau þeirra, sem hafa tvenns konar tökkun eru bæði merkt með sama númeri og síðan aðgreind með bók- staf. Nr. 3 er t. d. 4 skildinga takkað 14x13 Ys, nr. 3a er sama merki takkað 12%. Þegar kem- ur aðeins aftar í listann má sjá nr. 44 og 44g, 49 og 49a og 51 og 51a. Merkin, sem bera þessi númer eru sitt hvert verð- gildi, þ. e. nr. 44a er t. d. allt annað verðgildi en nr. 44. — Merki með mynd Þorfinns Karls efnis eru nokkru aftar. Þau eru öll til bæði fíntökkuð og gróf- tökkuð. Ætla mætti nú, að þau væru tölusett á sama hátt og skildingamerkin. Nei, því er ekki að heilsa. Þau bera sitt númerið hvert, 90 aura og 2 kr. merkin úr atvinnuvegasetinu eru prentuð á tvenns konar pappír og er þess getið í list- anum. Aðeins önnur gerðin fær númer, hin er ótölusett. Slíkt ósamræmi, sem hér var nefnt, er ágætt dæmi um hina miklu hroðvirkni við samningu list- ans. Er engu líkara, en höfund- ur hafi samið listann í mörg- um áföngum og hafi ætíð verið búinn að gleyma, hvernig hann samdi fyrri áfanga, þegar hann tók til við þann næsta. Nokkuð er um, að afbrigða sé getið, en tveimur hinna nýrri og jafnframt greinilegustu er sleppt. Bæði þeirra eru þó kom- in í hinn ágæta sænska lista Facit. Á ég þar við afbrigðið í 5,50 kr. Evrópumerkinu frá 1960, punktinn í hjólinu. Hitt er strikið í þakinu á 90 aura atvinnuvegamerkinu. Þessi af- brigði vita flestir íslenzkir frí- merkjasafnarar um, en höfund- ur virðist ekki enn hafa fundið þau, þrátt fyrir hina miklu Iþekkingu á íslenzkum frímerkj- um, sem ætla mætti, að hann hefði til að bera. Enda legði hann vart að öðrum kosti í það stórvirki að semja einsamall verðskrá yfir íslenzk frímerki. í listanum er mynd af hverju mótívi eins og sjálfsagt er að hafa í hverjum frímerkjalista, Er þar sama upp á teningnum. Fylgt er hinum lakari fordæm- um í gerð þeirra. Myndirnar eru ýmist af stimpluðum eða óstimpluðum merkjum. Ekki væri með öllu óhugsandi, að það ætti rétt á sér, að myndirnar væru af notuðum merkjum, enda þótt slíkt sé ekki fallegt og enn verra að hafa báðar að- ferðirnar. Hitt er svo með öllu ófært, sem hér gefur að líta. Margar myndanna eru af merkj um, sem enginn hinna betri frí- merkjasafnara myndi vilja í safnið sitt. M. a. eru myndir af klessustimpluðum, tvístimpluð— um, margstimpluðum, auglýs- ingastimpluðum og bylgju- stimpluðum merkjum. Þetta atriði eitt ætti að nægja til þess, að engir foreldrar ættu að láta böm sín, sem eru að byrja að safna frímerkjum, sjá listann, því að þarna. gefur að líta merki, sem vart eru í söfn- unarhæfu ástandi. Þegar þau má sjá í frímerkjalista, sem æskulýðsleiðtogi í frímerk.'a- söfnun hefur samið, halda þau að þetta séu góð merki, að öðrum kosti væru þau ekki sýnd í listanum. Þá má benda á það ósam- ræmi, að flestar myndanna eru af merkjum án takka, en á einni opnunni eru myndir a£ merkjum með tökkum. Engin myndanna er merkt með bókstöfum eða annarri til- vísun, þannig að sjá megi, hvert verðgildi beri hverja mynd utan það, sem myndirn- ar sjálfar segja til um. Víðast eru þó smáletursskýringar, en á nokkrum stöðum er þeim sleppt, t. d. um fiskamerkin og dýra- merkin. Virðist svo, sem höf- undur hafi einsett sér, að hvergi í listanum skyldi mega líta fullt samræmi í neinu atriði. Við hverja útgáfu er skýringa texti á íslenzku og oftast einnig á ensku um tilefni útgáfunnar. Þessar skýringar eru ekki til mikils sóma fyrir höfundinn, Skulu hér nefnd nokkur dæmi um þessar skýringar. Hvergi í listanum er gerð grein fyrir því, hverjir Jón Framh. á bls. 21,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.