Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. des. 1961 MORGUTSBLÁÐIÐ 5 Hvar er konan? Hugleiðingar um bók í>ESSI spurning er orðtæki með- al Frakka. Með henni er gefið í skyn að þar sem eitthvað sögu- legt gerizt, hljóti jafnan einhver kona að leynast á bak við — á einn eða annan veg. En það er ekki allt af auðvelt «ð koma auga á konuna í flóknu samhengi — einmitt fyrir þá sök að hiutur Ihennar í uppfóstran kynslóð- anna er svo mikill. Og alkunnugt er að framlag afburðakvenna er ekki metið fyrr en seint og síð- ar meir — og e. t. v. alls ekki. Hvar er vísindakonan? Þannig spurði Rektor Óslóarháskóla á nýafstöðnu 150 ára afmæli þeirr- ar merku stofnunar Fannst hon um að of fáar konur hafi gefið 6ig að vísindastarfseini — og vera má að svo sé. En framlag ikvenna til mennta- og mannúð- armála er stórfenglegt þar í landi engu að síður. A ýmsum sviðum leggja konumar fram meira en helming fjármagns og starfskrafta. t. d. í líknarstarfi og kristniboði. Hvar er skáldkonan? Þeirri Epurningu er e. t. v. auðveldara eð svara, því sumar skáldkonur gefa út bækur sínar, en ég hef þó grun um að ýmsar þeirar leyni sér. Æskilegt væri að vér fengj- um mikiu fleiri bækur ritaðar af konum en vér fáum nú, ekki sízt frá þeim, er iifa hugsjónalífi og eru ekki ambáttir aldarand- ans. Þessar hugleiðingar eru skx-áð- er eftir lestur nýrra bókar, er ber Iheitið „Fanney á Furuvö!lum“. Höfundurinn er skáldkonan Hug rún, sem flestir landsmenn kann- ast við, bæði af bókum ok út- varpi. Útgefandi. er Leiftur, 1961. Hér er á ferðinni kona, sem ihefir hugrekki til að taka af- stöðu í baráttunni milli góðs og ills, gegn hinu illa og með hinu góða. Margar spurningar vakna við lestur bókarinnar: Hvað er hin sanna hai Ingja? Hvernig nr.ætum vér þörf unglinganna fyrir vingjarnlega og örugga leiðsögn á lífsleiðinni? Hvernig tekst oss að kynna þeim hið feg- ursta, sem sál vor hefir fundið — eða gleymum vér þeim þætti uppeldisins, er felst í því að kynna hið góða? Það skyldi þó ekki vera? Hvtrnig brýzt hin metafysiska —- tilverufræðilega — þörf fram hjá börnum? Full- nægjum vér henni eða bælum vér hana niður,. þeim til líkams og sálar tjóns? Sbr. bls. 29. Hvern ig hjálpum vér börnunum til að fagna nýkomnum náunga. þeg- ar barn bætist við í systkina- hópinn? Hvemig bregzt eldri kynslóð- in við þegar unglingar taka ákvörðun um að nú skuli breyta unt. til einhvers b. tra en áður var (47)? Eflum vér hin^r vakn- andi 'hugsjónir þeirra — eða kæf- um vér þær með veraldarvizku, vélmenningu og samstöðu með spillingunni? Hvað leiðir af hörku og hrottaskap í samskipt- um manna á milli? Hvers vegna halda menn dauðahaldi í þess- ar illu taugar í sjálfum sér og eyða þar með þrótti sínum til að lifa lífinu? Margar slíkar spurningar vakna við lestur bók- arinnar. Skáldkonan lætur oss skilja svör sín við sumum, en ekki öllum, fremur en Ibser, sem taldi það einn megin tilgang skáldlistar að vekja spurningar og knýja til umhugsunar. Bókin er þó ekki heimspeki- leg hugleiðing, heldur saga, með skýrum og lifandl persónum og óvæntum atburðum, er halda eftirvæntingunni vakandi. Skipt ir oft skjótt um sögusvið. Ætla mætti að sagan gerðist erlendis, en það á aðeins við um nokkurn hluta hennar. Furuvellir hafa fram til þessa ekki verið íslenzkt ’bæjarnafn, svo mér sé kunnugt, enda eru þeir nýbýli þeir Funu- vellir, sem hér um ræðir. Greni og fura hafa tekið að nema land hér og það er fagnaðarefni. Per- sónurnar eru tímamótapersón'ur, sem lifa inn í vorn tíma og eru sumar ungar en er vér skiljum við þær í sögulok. Það er engin tilviljiun að Jarpur kveður þeg- ar jeppinn tekur við (78). Hvað skyldi þarfasti þjónninn vilja til málanna leggja, ef hann mætti mæla? Persónurnar «ru bæði gleði- lega og átakanlega mannlegaf og sfíga ljóslifandi fram. Á þetta einnig við um „fulltrúa slúður- stórveldisins“, er aftur og aftur kemur við sö'gu. í þétt’býlinu 'hafa ný blöð risið upp til þess að gegna því „em'bætti" að mikla fyrir sér vammir og skammir náungans og dikta til viðbótar, ef ávirðingar hans hrök'kva ekki til. U-m aðalpersónur bókarinnar vinnst hér ekki tími til að ræða, þær verður lesandinn að kynna sér. Menn eru ekki hættir aS hugsa um Guð, þótt húslestraöldin sé liðin. En vilja ekki flestir láta það bíða unz vandræðin knýja á og „þjáningin er orðin hmitur í sálinni" eins og Konráð segir? En þá er ekki annað hægt en að gefa Guði gaum og heyra hvað hann hefir að segja — þótt það geti kostað að aðrir telji mann „geggjaðan" af þeim sökum, Yngri kynslóðin kann að spyrja: Er bókin sorgleg eða skemmtileg? Og það er mikið réttmætt í þeirri spurningu. Bók, sem fæst svo mjög við barátt- una milli ills og góðs, kemst ekki hjá því að fjalla bæði um hið sorglega og gleðilega, því þann- ig er lifið. í þvi gerizt margt átakanlegt '■— en þegar hið góða vinnur sigur á böli og illsku, þá hlýtur gleðin að brjótast fram. En hversu afar ltíið þarf til að| stofna allri gæfu og harningju f hættu, þar sem sár lífsins eru í þann veginn að gróa, sjáum vér bezt af sögu Helenu í síðari hluta bókarinnar. Getur hún orðið sig- ursæl síðar í lífinu? Hamingjan verður fundin — en ekki með þeirri aðferð, sem barn viðhefur vio kött, þegar það togár í rófuna á honum. Bæði munu þá kötturinn og ham ingjan streitast a móti — og ár- angurinn verða þar eftir. Erfitt mun einnig verða að finna hana, ef vér blöktum eins og strá j 'hérhverjum goluþyt — ómögu- legt ef vér komumst af engu við og látum oss af engu segjast. Skáldkonan hefir gefið oss góða bók. Hér er kona, sem ksinn bæði að segja nei og já. Jóhann Hannesson. INÍýkomið Hollenzku gangadreglarnir glæsilegir litir margar breiddir STÓR LÆKKAÐ VERÐ GEYSIR H.F. Teppa- og Dregladeildin ^ ❖♦♦♦❖❖♦♦♦❖♦♦♦❖❖♦i<M>i<M£»«$»«>i<M$M$M$M$M>ÍM>3MSM$»«>í»<£«<fr ❖ ❖♦] r >•- ISLENZKA SKALOSAGAISI >♦♦♦*♦❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖ I I f I f T T T 1 T T T T T f f ± f i t I 1 f T f f EFTIR JON IHYRDAL ER KOMIN í ALLAR BÓKAVERZLANIR Bókaúfgáfan FJÖLNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.