Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIb Laugardagur 16. des. 1961 — — Opnum í dag — — Jólamarkað Með stórkostlegu vóruurvali Einungis vandaðar og nýjar vörur mjög lágt og sanngjarnt verð Vagninn hf. Laugavegi 103 Leikföng, brúður, bílar, bátar> mesta úrval bæjarins af innkaupatöskum og litlum handtöskum. Snyrti- vörur í gjafapakkningum, ullarteppi, English Rose- nælonsokkar, spil; taflmenn, ullarsíðbuxur kvenna, jólafígúrur, mikið úrval, Flugvélamódel, mjög ódýr- ar módelklukkur, perlufestar, teak-vörur, stálborð- búnaður, vegglampar, standlampar, bollapör, glasa- bakkar. bakpokar, svefnpokar, sportskyrtur, peysur, — Flugeldar o. m. fl. Po.ll V, G. Kolko skrifar nin BÓKMENIMTIR "N Yogi Ramacharaka: Vogaheimspeki. Steinunn E. Briem þýddi. Hliðskjálf 1961. Óskilvitlegar skynjanir (extra- sensórial perceptions = ESP) og Sálræn orkufyrirbæri (psycho- kinetic phenonaema = PK) hafa verið þekkt á öllum öldum og með flestum eða öllum þjóðum, nem,a þar sem efnishyggjan hefur skrúfað fyrir sálarsjónina í bili. Venjulega hafa sérstakir menn eða stétt manna lagt stund á þessi fyrirbæri og þá verið ýmist skoð aðir sem helgir menn eða seið- skrattar, enda er öll þekking eins og tvíeggjað sverð. í Indía- löndum eru menn þessir kallaðir yogar og eru þeir einkum þ'ekktir fyrir furðulega sjónhverfingar og fyrir að þjál-fa líkama sinn með allskonar meinlætum, en jafn- hliða loddurum af þessu tagi finnast þar einnig hámenntaðir menn, jafnvel á vísu Vesturlanda, sem byggt hafa upp merkilegt heimspekikerfi á dulfræðilegum grundvelli. Sú bók, sem hér er gerð að umtalsefni, lýsir þessu fræðikerfi á mjög ljósan og að- gengilegan hátt, enda þótt um það megi deila, hvort hér sé frek ar um trú eða heimspeki að ræða, og eru takmörkin þar á milli heldur ekki alltaf sem ljósust í kenningu Vesturlanda. ; Undirstaða Yoga-fræðinnar er sú 'Staðhæfing, að maðurinn sé andi, sem íklæðist á vissu stigi bæði sál og líkama, en leggur þær flíkur af sér á leið sinni til þroska. Að vísu þarf hann oft að hafa fataskipti á þeirrí leið, endurhol-dgast ótal sinnum, en vinna úr reyslu sinni þess á milli á ólíkum tilverustigum, þar til sjöunda og síðasta stiginu er náð, samrunanum við Guðdóminn. Mannsandinn er samkvæmt því á langri siglingu um Miklahaf tilverunnar, með gististað á óta! eyjum, þar til hinni langþráðu lokahöfn er náð. Vestræn hem- speki síðari alda, sem mótuð er af efnishyggju þekkir aftur á móti aðeins eina ey, með engri fleytu eða ferju neinsstaðar á ströndinni og ekkert utan við sjóndeildarhringinn, enda stend ur hún undrandi, ráðalaus og ef andi gagnvart öllum þeim flösku skeytum, lausnarsteinum og vog- reki, sem borist hefur á þær fjör ur í aldanna rás. Eftir vestrænum skilningi á Yoga-fræðin meira skylt við trú en vísindi, þrátt fyrir fullyrðing ar um hið gagnstæða. Ýmsum af myndum hennar skaut upp innan kirkjunnar á fyrri öldum og kenn ingin um hreinsunareld er ekki svo fjarlæg endurholdgunarkenn ingunni sem í fljótu bragði virð- ist. Bæði Yoga-spekingar og kristnir dulspekingar byggja á innri reynslu og leiðsögn æðri máttarvalda, en í hinu mikla mannhafi á sólbökuðum víðátt um Indlands, þar sem tíminn virð ist hafa þökast lítið úr stað á þúsund árum, hefur hver manns ævi orðið eins og einseyringur, og milljónir þeirra þurfa að safn ast í þann sjóð, sem einstklingur inn verður að greiða með skuld sína við tilveruna, sitt kharma, Kristin trú leggur aftur á móti áherzlu á þetta líf, og þá ábyrgð, sem því fylgir. Jafnvel klaustra- reglurnar glátu ekki leyft sér þann munað að eyða öllum sín um tíma til trúarlegra iðkana og háspekilegra íhugana, heldur tóku þær að sér forustuhlutverk í jarðrækt, iðnaði, uppfræðslu og líknarstarfsemi og áttu því sinn stóra hlut í að skapa vestræna menningu úr þeim glundroða, sem varð ríkjandi við hrun Róma veldis. Einkenni hennar varð at höfn í stað þess að indversk menning er innhverf. Athöfnin er reyndar „erindisleysa með dugn aðarfasi“, þegar hún verður við- skila við allar æðri hugsjónir en þær, sem _snúast um líkamlegar þarfir eingöngu, og slík úrkynj- un hinnar vestrænu menningar hefur orðið tíl þess, að ýmsir flýja til andstæðu hennar, hins austræna og innhverfa hugmynda flugs um þá heima, sem liggja fyrir austan sól og sunnan mána. Indland á sér' víst eldri sam- fellda menningu en nokkurt ann að land nú á tímum, en þó býr þar miikill hluti alls landslýðs við fáfræði, sem er ofboðsleg. f>að er frá fornu fari ævintýraland ó- hófslegs skrauts og íburðar, en tugir milljóna svelta frá vöggu til grafar. Það hefur orðið gróðr arstöð háleitra trúarbragða, heim speki og bókmennta, en allur þörri fólksins lifir í hryllilegri hjátrú og viðbjóðslegum sóða- skap. Það eru því harla lítil lik indi til að útbreiðsla indverskrar lífsskoðunar verði fær um að koma á þeim menningarlegu um- bótum, sem nauðsynlegar eru,- en með því að skyggnast um í fílabeinsturnum hennar má senni lega öðlast aukna þekikingu á ýmsum þeim eiginleikum manns sálarinnar, sem kallaðir eru dul rænir, og því er fróðlegt að kynn ast henni. Bók sú, sem hér um ræðir, var rituð fyrir um það bil hálfri öld og ber þess nokkur merki, eins og þegar talað er um fjar- hrif sem ölduhreifingar í etern um. Eterinn var skoðaður sem eðlisfræðileg staðreynd um alda mótin síðustu, en svo er ekki lengur, auk þess sem rannsóknir síðari tíma á fjarhrifum benda eindregið til þess, að þau fylgi alls ekki þeim stærðfræðilegu lög málum, sem gilda um ölduhreyf ingar. Hvað sem því líður, þá er bókin bersýnilega ritum af góðum manni og göfugum, fram setningin er ljós og þýðingin á sléttu og góðu máli. Eg hygg þvi, að hún sé ágætt fræðslurit um það efni, sem henni er ætlað að gera skil. Sigurðor Breiðfjörð: Frá Grænlandi. Bókfellsútgáfan 1961. ÞAÐ sannaðist á Sigurði Breið- fjörð flestum öðrum fremur, að „oft eru skáldin auðnusljó". Þessi snillingur á forna íþrótt, rímna. kveðskapinn, var uppi á þeim tíma, þegar nýjar stefnur í skáld skap voru að ryðja sér til rúms, bomar fram af hámenntuðum mönnum, en menntun varð Sig- urður að fara á mis við, sökum skorts fjármuna, en ekki hæfi- leika. Sigurður var nokkuð kæru lauá í meðferð skáldgáfu sinnar, eins og í einkalífi - sínu, enda hafði ljóðasmekk 'hnignáð frá því að Magnús prúði orti Pontusar rímur sínar, forskrúfaðar kenn. ingar og flóknar rímreglur kom. ið í stað þess einfaldleiba, sem oft er einkenni sannrar listar. Al. menningur dáðist að kunnáttunni í meðferð kenninga og ríms, eins og sjá má m.a. af þvf, að ein hún- vetnsk skáldkona, Hjallalands- Helga, sem uppi var um líkt leyti, var mjög annáluð um sína daga, en hún gekk flestum framar í tyrfni kenninga. Sigurður var lengst af bláfátækur, að undan. teknum þeim tíma, sem hann vann að beykisstörfum í Vest. mannaeyjum, og freistaðist til að yrkja í samræmi við smekk al. mennings og markaðshorfur þeirra rimna hans, sem gefnar voru út á prent. Fyrir það varð hann fyrir óvæginni gagnrýni Jónasar Hallgrímssonar, sem hann hefur sjálfsagt tekið sér nærri, enda er viðurkenning hverjum listamanni nauðsynleg. og það því fremur, sem þessi gagnrýni var ekki sanngjörn, því Frh. á bls. 19. ,, Trésmiðjan VÍÐIR hf. auglýsir Húsgagnaframleiðslunin fleygir fram. Sendum í dag á markaðinn nýja gerð af svefnherbergishús gögnum, sem vekja munu athygli. Við bjóðum yður nú sem fyrr mjög hag- stæða greiðsluskilmála. — Athugið verð og gæði hjá okkur áður en þér festið kaup annars staðar. Trésmiðjan VÍÐIR Laugavegi 166 Sími 22229 Verð með - springdýnum kr. 9980.— r"v' ‘ •'QT.twwngwniiBi inj1 nnx vx

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.