Morgunblaðið - 16.12.1961, Page 8

Morgunblaðið - 16.12.1961, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. des. 1961 8 Ný sending — Nýtt verð — Nýjar gerðir Jólagjöfin er Pierpont úr • Glæsilegt • árs ábyrgð • dagatal • óbrjótanleg T. gangfjöður • verð við t . allra hæfi • vatnsþétt ARMBANDSÚR HEFUR ALLA KOSTINA: • höggvarið Sendi í póstkröfu um allt land r Garðar Olafsson, úrsmiður Lækjartorgi — Sími 10081 AtGLYSIIMG um umferð í Reykjavík Samkvæmt 65. gr. umferðarlaga hefir verið ákveðið að setja eftirfarandi takmarkanir á umferð hér í bænum á tímabilinu 15. — 24. desember 1961. 1. Einstefnuakstur: ,. ,» ,tl> í Pósthússtræti miili Austurstrætis og Kirkjustrætis til suðurs. 2. Bifreiðastöður bannaðar á eftirtöldum götum: A Týsgötu austan megin götunnar. 1 Naustunum vestan megin götunnar milli Tryggvagötu og Geirs- götu. A Ægisgötu austan megin götunnar milli Vestur- götu og Bárugötu. 3. Akreinaakstur verður tekinn upp á kafla á Lauga- vegi austan Klapparstígs. Ennfremur neðar á Lauga vegi, í Bankastræti og Austurstræti, þegar sérstök þörf þykir vegna mikillar umferðar. Athygli skal vakin á því, að bifreiðastöður verða bannaðar, þar sem ekið verður á tveimur akreinum. 4. Umferð vörubifreiða, sem eru yfir ein smálest að burðarmagni og fó.lksbifreiða 10 farþega og þar yfir, annarra en strætjsvagna, er bönnuð á eftirtöldum götum: Laugavegi frá Höíðatúni í vestur, Bankastræti, Austurstræti, Aðalstræti og Skólavörðustíg fyrir neð an Týsgötu. Enníremur er ökukennsla bönnuð á sömu götum. Bannið gildir frá 15.—24. des. kl. 13—18 alla daga nema laugardaginn 16. des. til kl. 22. 23. des til kl. 24. — Þeim tiimælum er beint til ökumanna að forðast óþarfa akstur um framangreindar götur, enda má búast við, að umferð verði beint af þeim eftir því sem þurfa þykir. 5. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti, Aðal- stræti og Hafnarstræti 16. des. kl. 20—22 og 23. des. kl. 20—24. Þeim tilmælum er oeint til forráðamanna verzíana, að þeir hlutist til um að vöruafgreiðsla í verzlanir og geymslur við I.augaveg, Bankastræti, Skólavörðustíg, Austurstræti og Aðalstræti og aðrar miklar umferðar- götur, fari fram fyrir hádegi eða eftir lokunartíma á áðurgreindu tímabili frá 15.—24. des. n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 14. desember 1961 Sigurjón Sigurðsson. ÆVINTÝRALEIKIR Ævintýraleikir I.—II. Sigrún Guðjónsdóttir teiknaðí myndimar. I. bimdi 1960. II. bindi 1961. FJÓRIR ævintýraleikir eru í hvoru bindi. I.: Stjarnan, Hlini kóngsson, Dóttir skýjakonungs- ins og Nátttröllið. II.: Brúðar- slæðan, Eld vil ég fá, Hvíti ridd- aiinn og Vélvakandi og bræður hans. Leikirnir eru í tveim til fjórum þáttum. Nöfn ævintýra- leikjanna sýna, að val efnis er f jölbreytilegt, eða frá heima- fengnum bagga þjóðsögunum, um alþjóðlegar barnabókmenntir, til Nýja testamentisins. En höfund- ur hefur farið þannig með efnið, að alíslenzkt gæti verið. Enda hafa sögur leikþáttanna verið helgaðar bömum í einhverri mynd kynslóð eftir kynslóð af foreldrum þeirra eða aðstand- endum og vinum, sem hafa fund- ið til þeirrar ábyrgðar, að aldrei iná annríki aftra því að talað sé við börn og þeim sagðar sögur. En bemskan bindur sig ekki við landamæri. Börn eru sjálfum sér lík, hvar í heimi sem er, og hvaða litarhátt, sem þau hafa. Það er kostur ævintýraleikja þessara, að þeir hafa albernsku- legt gildi að því stuðlar ævin- týraformið. Ragnheiður Jóns- dóttir er því heppin með grund- völlinn, enda nýtir hún hann vel, færir efnið í búning fagurs máls og fágaðs stíls. Skáldkonan er löngu orðin þjóðkunn sem rit- höfundur bæði fyrir fullorðna og börn. En það ætla ég, að hún eigi stæ'rstan lesendahóp meðal barna og unglinga. Nokkurt áræði þarf til að ráð- ast í ritverk sem þetta. Ragnheið ur fer hér ekki troðnar slóðir. Það er sem sé staðreynd, að við erum raunalega fátæk af leik- bókmenntum fyrir börn, sem furðu má sæta af söguþjóð að vera. Margar menningarþjóðir hafa fyrir löngu skilið gildi þess, að böm, t. d. á skólaaldri, fái tækifæri til að lifa sögu og at- burði í leik, eða fullnægja hug- myndaflugi sínu í beinni leik- tjáningu hugljúfs efnis, svo sem ævintýraleikir eru. Engir leik- endur taka hlutverk sitt af meiri alvöru, engir njóta sín betur í „rullunni" en börn og unglingar, sé rétt að farið. Og engir áhorf- endur eru skilningsviljugri og þakklátari en börn á leiksýningu, geðjist þeim efni og framsetning. Um þroskagildi vel heppnaðra barnaleiksýninga er ekki að ef- ast. Þetta skilur Ragnheiðúr skáldkona mæta vel, enda var hún kennari um skeið og hefur þá fundið þörfina. Æ-vintýraleik- ir hennar haia margir- verið vígðir reynslunni við Barnaákóla Hafnarfjarðar með ákjósanleg- um árangri. Vissulega er fieiri skólum fengur að ævintýra- leikjum þessum. Og leikþættirn- ir em einnig vel fallnir til sanv lestrar, en samlestur er mjög þioskandi lestrarþjálfun á vissu skeiði lestrarnámsins. Höfundi og útgefanda verður bezt þökkuð útgáfa þessara ævin týraleikja með því, að skólar og heimili taki hér mannlega á móti. Mætti þá vænta þess, að brátt roðaði fyrir degi. hvað leikbók- menntir barna og imglinga í þessu landi snertir. Og á þeim grunni kynni svo að rísa barna- leikhús, eða að minnsta kosti leiksýningar að staðaldri fyrir börn hér í höfuðborginni áður en langt líður. ísak Jónsson. Fimm barnabækur frá P.O.B. BLAÐINU hafa borist fimm barnabækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri. Hér er um að ræða „Saiómon Svarti og Bjartur," framhalds- barnabók eftir Hjört Gíslason, segir þar frá hrútnum Saloanon svarta og æfintýrum hans og drengjanna í Eyrarkaupstað og nú hefir hvítur hrafn bætzt í hóp leikféJaganna. Halldór Pérursson hefir prýtt bókina með teikning- um. Þá er drengjabók, sem heitir „Vaskir vinir“ eftir Jennu ag Ureiðar Stefánsson, en þau hjón hafa áður látið frá sér fara 14 bainabækur, Halldór PéturSson hefir einnig prýtt þá bók myncl- um/ Þá hefir forlagið gefið út barna iöguna Kardemommubærinn eft- ir Thorbjörn Egner í þýðingu Huldu Valtýsdóttur með Ijóða. þýðingum eftir Kristján frá Djúpalæk. Litprentaðar teikning ar eru í bókinni eftir höfundinn. Auk þessa koma út tvær barna 'bækur eftir Ármann Kr. Einars- son, en þeirra hefir áður verið getið í blaðinu. , NÚ SEM FYRR... JÚLAFÖTIN FRÁ OKKUR BETRI FÖT FALLEGRI FÖT FÖTIN SEM FARA BEZT mm & IA0TH H.F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.