Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 10
10 MORGTJNBLAÐIÐ Laugardagur 16. des. 1961 Jóhannes Helgi: Hús málar- ans. Endurminningar Jóns Engilberts. 150 bls. Setberg, Reykjavík 1961. ÞEGAR samtalsbók þeirra Matthíasar Johannessens og Þórbergs Þórðarsonar kom út íyrir tæpum þrem árum, lét ég orð falla í þá átt að hún vaeri upphaf nýrrar bókmetintagrein- ar á íslandi, sem í höndum þjálfaðra manna gæti orðið gróskumikil. Sú spá hefur rætzt í tveim seinni samtalsbókum Matthíasar við þá Tómas Guð- mundsson og Pál ísólfsson, og nu hefur Jóhannes Helgi haslað sér völl á sama vettvangi með samtalsbók sinni við Jón Engil- berts, sem hann nefnir „Hús málarans". Bókin ber reyndar undirtitil- inn „Endurminningar Jóns Engilberts“, og mætti kannski flokka hana undir þá grein bók- mennta sem Guðmundur Haga- lín átti upptök að hér á landi með „Virkum dögum“, því end- urminningar málarans eru vissu lega burðarás bókarinnar. Samt virðist mér bókin í heild vera miklu nær því formi, sem Matthías hefur mótað, bæði vegna þess að Jóhannes Helgi gegnir víða hlutverki spyrilsins og beinir samtölunum í ákveðna farvegi, en einkanlega þó vegna þess að hann er sjálfur þátttakandi í bókinni, litar frá- sögnina og lýsir umhverfinu af eigin sjónarhóli, en dregur sig ekki í hlé eins og þeir höfund- ar aðrir sem skráð hafa ævi- minningar samtíðarmanna. Hjtt er svo annað mál, að mér finnst Jóhannes Helgi ekki hafa komizt jafnlangt inn fyrir skinnið á „viðfangsefni“ sínu og æskilegt væri, m.a. sökum þess að hann er ekki nógu harðsnúinn spyrjandi, ekki nægilega nærgöngull. eða bein- skeyttur. Við kynnumst Jóni vel á yfirborðinu, frásagnar- gáfu hans, tiktúrum, hugðar- efnum, viðbrögðum og viðhorf- um, en komumst aldrei eða mjög sjaldan í snertingu við sjálfa kvikuna í sál hans. Þetta kann að stafa af dulu eðli hans eða andúð á opinberri krufningu, en það er sennilega meginvandi þessa bókmennta- forms að framkvæma slíka krufningu án þess að viðmæl- andinn . verði þess var — fyrr en þá eftir á. Mér er ekki grun- laust um, að Jón eða þeir báð- ir, Jóhannes og hann, hafi ver- ið sér meðvitandi um þennan annmarka á bókinni, því undir lokin segir málarinn: „Það sem ég hef sagt þér er aðeins kont- úran í lífsvef mínum, hinn ytri veruleiki. Þá ævi mína sem skiptir máli er annarsstaðar að finna — í myndum mínum, en ég hef haft gaman af að rifja þetta upp með þér“ (bls. 148). Ég á bágt með að trúa, að það hafi ekki verið upphafleg ætlun Jóhannesar Helga að ’ná á spjöld þessarar bókar ein- hverju af þeirri ævi málarans „sem skiptir máli“. Hafi það mistekizt, verður að ætla að höfundurinn hafi ekki náð nægilega öruggum tökum á hinu erfiða formi enn sem kom- ið er, en auðvitað verða fáir smiðir í fyrsta höggi. Ekki er því að neita, að víða í þessum samtölum er brugðið upp Ijósri mynd af málaranum sem manneskju. Sumir drættir í þeirri mynd virðast ekki full- komlega m^ðvitaðir af hálfu höfundarins, eins og síðar skal drepið á. Þeir þættir í fari Jóns sem skýrast koma fram eru hrein- skilni og sanngirni í dómum um aðra. Þetta tvennt fer sjaldan saman hjá íslendingum, en Jö'n hefur furðulegt lag á að láta menn njóta sannmælis, segja frá göllum þeirra án þess að skyggja á kostina — eða öfugt. Þessi eiginleiki er ljósastur í lýsingum málarans á ýmsum gömlum kunningjum, t.d. þeim Jón Engilberts _ Ragnari í Smára, Sigurjóni Ól- afssyni, Svavari Guðnasyni, Eggerti Stefánssyni og Krist- manni Guðmundssyni. Slíkar lýsingar leyna oft á sér, eru undirhyggjufullar og slungnar góðlátlegri kímni, þó þær hitti beint í mark, eins og t.d. lýs- ingin á prakkaraskap og pen- Jóhannes Helgi ingaást Sigurjóns eða lýsingin á ósvífni Kristmanns annars vegar og næstum sjúklegum ótta hans við ástleitnar konur hins vegar. Aftur á móti verða menn eins og Árni Kristjánsson, Snorri Hjartarson, Gunnlaugur Schev- ing, Þorvaldur Skúlason og Jón Matthíasson vammlausar mann- eskjur í ætt við engla, og má vel vera að einn eða tveir skuggar hefðu skýrt mynd þeirra, þó þeir séu sennilega vandfundnir hjá svo ljúflynd- um og heilsteyptum mönnum. Næst ofannefndum tveim þáttum í fari Jóns verður les- andanum sennilega minnisstæð- astur einkennilegur klofningur í sál listamannsins. Hann er rót- tækur í skoðunum, vinur verka lýðs og fátæklinga, svarinn fjandmaður stjórnmálamanna og valdamanna yfirleitt. Á hinu leitinu virðist hann vera hald- inn þeim leiða kvilla sem á nú- tíðarmáli er almennt nefndur ,,snobb“ og gægist víða fram milli línanna, einkanlega í frá- sögnum af „fínu fólki“ og Bjarna bróður hans sem var „tízkuherra og kvikmyndaleik- ari“ í Höfn, og í lýsingunni á upphefðinni í sambandi við væntanlegt kvonfang og mægð- ir við máttarstólpa hins danska þjóðfélags. Þegar ég sagði að sumir drættir í myndinni af málaranum virtust ekki vera fullkomlega meðvitaðir af hálfu höfundarins, átti ég við þenn- an kynlega tvískinnung, sem ég þykist ekki vera að lesa inn í frásögnina, heldur leynist hann milli línanna. Bókin í heild er skemmtileg aflestrar, hvergi langdregin, full af smellnum sögum og skemmti- legum atvikum. Margir litríkir einstaklingar koma við sögu, einkum listamenn, bæði dansk- ir og íslenzkir. Mörgum þeirra bregður fyrir rétt sem snöggv- ast, en þeir eru dregnir sterk- um, greinilegum dráttum, þannig að lesandinn sér þá fyr- ir sér. Þó sums staðar sé tæpt á við- kvæmum einkamálum, er farið afargætilega með þau, eins og vænta má þegar allar aðstæður eru hafðar í huga, en einhvern veginn finnst mér margítrekað- ur áhugi listamannsins á ástum HÚSMÆÐUR Athugið verð og greiðsluskilmála á hinum heims- þekktu General Electric-rafmagnsheimilistækjum. Til sýnis og sölu í ELECTRIC H.F. Túngötu 6, sími 15355. og kvennamálum dálítið ung- æðislegur, því hann á sér enga stoð í þeim atvikum sem sagt er frá (með einni undantekn- ingu) og verður nánast eins konar karlaraup ekki óáþekkt frægðarsögum Kristmanns: „For lögin tóku nú að sjá mér fyrir ókeypis ástalífi og hafa gert það myndarlega síðan“ (bls. 48), Jóhannes Helgi er talsvert hátíðlegur spyrill. Lýsingar hans á listamanninum og umhverfi hans eru einatt ljósar, víðast mjög skáldlegar, en yfrið há- stemmdar. Frásögnin verður með köflum nokkuð umbúða- mikil og margar spurningamar ekki lausar við tilgerð, sér- staklega þegar ætlunin er að bregða á leik. Fyndnin milli þeirra félaganna fer að jafnaði forgörðum, af því hún er þvinguð og stundum beinlínis billeg. Búdda-táknið, sem höf- undur ætlar sjáaníega mikið hlutverk í lýsingunni á málar- anum, er algerlega utangátta, en lýsingin á bústáð málarans er góð. Frágangur á þessari bók frá hendi forlagsins er einstaklega vandaður og smekklegur, og er mikill skaði að prófarkir skuli ekki vera betur lesnar, því all- margar leiðinlegar málvillur eru í bókinni og prentvillur alltof margar, bæði í íslenzka textanum og tilsvörum sem prentuð eru á dönsku. Bókina prýða margar myndir úr lífi málarans, og er fengur að þeim, þó sumar séu þær raun- ar dálítið hégómlegar og text- anum óviðkomandi. Gísli B. Björnsson teiknaði fallega og áberandi kápu á bókina. Sigurður A. Magnússon. í GLÆSl LEGUM GJAFAKÖSSUM. FÁST í NÆSTU KVENFATA-VERZLUN. butterfly umboðið [. TH. MATHÍESEN H.F. Laugavegi 178 — Sími 36570.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.