Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 16. des. 1961 ^ ÆBJSAN. ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA BITSTJÓRAH: BIRGIR ÍSR GUNNAHSSON OG ÓLAFUR EGILSSON VIÐ vorum fjórir saman úr æsku lýðssamtökum íslenzkra stjóm- málaflokka, sem dvöldumst í Bnglandi fyrri hluta nóvemher í boði brezka utanríkisráðuneyt- isins og undir leiðsögn Brians Holt, ræðismanns í Reykjavík. í tveim smágreinum hér á síðunni hefur áður verið sagt frá ferð þessari. Verður 'hér enn að henni vikið, og 'þessari frásögn þar með lokið í 'bráð. f upphafi er rétt að leiðrétta prentviUu í síðustu grein, þar sem lýst var óförum brezka Verkamannaflokksins. Þar stóð: „Allir tala um það í alvöru, að flokkurinn eigi sér ekki viðreisnar von Hér átti að standa aðrir en ekki allir, en skiljanlegt er, að prentvillupúk- inn aetti erfitt með að stilla sig um að glettast svolítið við krat- ana. Opnari flokkar. f kosningum þeim í Manchester, sem við félagarnir fylgdumst með, lagði frambjóðandi íhalds- flokksins, sem kosinn var, aðal- lega áherzlu á fjögur atriði: Samninga Bretlands við Efna- hagsbandalag Evrópu, húsnæðis- málin, innflutning fólks til lands ins og refsilöggjöfina. >rír fyrstu málaflokkarnir gætu ^ sjálfsagt verið kosningamál á íslandi, ef svo stæði á, en öðru máli er að gegna um refsilöggjöfina. f Bret- landi hafa um árabil staðið harð- _ ar deilur um ýmis atriði, sem hana varða, ekki sízt dauðarefs- inguna, líkamlegar refsingar og um ýmislegt varðandi afbrot ungmenna. Ástæðuna má að nokkru rekja til þess, að afbrot eru alvarlegt þjóðfélagsvanda- mál, mun alvarlegra en hér á landi. Þó verður að telja, að ástæðan sé að nokkru sú, að við- horf manna til þess, hver séu verkefni stjómmálanna, eru um sumt önnur í Bretlandi en á fs- landi. Oft er að vísu sagt, að ís- lenzku stjórnmálamennirnir séu með nefið niðri í vissu áhaldi hvers manns. Hvað sem því líður, má fuilyrða, að hinar almennu og opinberu pólitísku umræður fjalla um færri mál á íslandi en víða annars staðar. íslenzk stjóm málasaga er stutt, snýst framan af að langmestu leyti um sjálf- stæðismálið, síðar að langmestu um það, hvemig við fáum brot- izt úr fátæktinni. Hér hefur vissu lega verið að stórmálum unnið, en það er eins og annað hafi horf ið í skuggann. Jafnframt má telja, að flokkarnir eigi á þessu nokkra sök. Okkur, sem f þeim störfum, hefur ekki tekizt að gera hin al- ' mennu stjórnmálafélög að nægi-| lega lifandi samtökum til að fjalla um þau málefni í heild sem ríkið lætur sig varða. Orsök- in er að nokkru sú, að félögin hafa ekki nægilegt ákvörðunar- vald, en afleiðingin er sú, að hið pólitíska frumkvæði kemur of mikið að ofan, frá hinum starf- andi stjómmálamönnum. Þeirra áhugaefni er að tryggja fram- gang mála með því að vekja al- menningsálitið til meðvitundar um þau, og slíkt er óþarfi, ef um er að ræða mál, sem fram verður komið án aðstoðar al- menningsálitsins, eins og nú er hér á landi um refsimál og fleiri mikilvæg mál. í Bretlandi starfa flokkarnir meira fyrir opnum tjöldum, hlutverk hinna óbreyttu flokksmanna er skýrar tilgreint tmBret'MfMZ* liPfflH Eftir ÞÓR VILIIJÁLMSSON Flokksstarf og embættismenn Á svölum þinghússins í London: Brezkir þingmenn og Englandsfarar úr æskulýðssamtökum þriggja íslenzkra stjórnmálaflokka. Talið frá vinstri: W. Stratton Mills (fhaldsfl.), Þór Vil- hjálmsson, Heimir Hannesson, Ámi Gretar Finnsson, J. Biggs-Davison (í.fl.), Björgvin Guð- mundsson, Arthur Henderson (Verkamannafl.), Brian Holt ræðismaður og S. Irving (Verka- manna- og samvinnufl.) og í beinna sambandi við stjóm- málastörf fo r yst u man na nna en hér en Þetta kom nokkuð á óvart, því að brezka íhaldsflokkn um hefur verið legið á hálsi fyrir óglöggar og lítt lýðræðislegar starfsaðferðir á stundum. Þess verður ekki freistað hér að segja frá skipulagsreglum brezku flokkanna að ráði. Til dæmis skal þess getið, að aðferð ir við þingfram'boð eru þar að nokkru aðrar en hér er. Þeir, sem komast vilja í fram'boð, skrifa gjarnan flokksfélaginu í kjördæminu og bítast svo um framboðið meira eða minna opin- berlega. E. t. v. getum við lært það af Bretum, og sennilega enn betur t.d. af Bandaríkjamönnum, að það getur bætt stjórnmálalífið að opna flokkanna, ef svo má segja. Nú heyrist oft sagt, að pólitíkin sé óhrein og málin megi ekki gera pólitísk. Ráðlegra er þó fyrir okkur öll að bæta stjórn- málalífið en að fela mál okkar að fullu forsjá Haralz-a og Nordal-a þessa lands. Embættismennirnir. Vert er að veita brezku Framhald á bls. 16. SÍÐUSTU misserin hafa ung- kommúnistar lítt látið á sér kræla, hvorki í háskólanum, sem þeir hafa þó stundum á liðnu-m árum valið að vett- vangi fyrir línudans sinn — né í þjóðlífinu yfirleitt. Ástæð umar eru líklegast margar, en þær sameinast í einni nið- urstöðu: Aldrei hefur „mál- staður“ þeirra átt jafnlítinn hljómgrunn á þessu landi. Afturganga á reiki Það „G“, sem svífur inn á sjón arsviðið á næstsíðustu Æsku- lýðssíðu Þjóðviljans, er því líkast afturgöngu ,sem villst hefur út úr grafhýsi sínu — eða kannske fremur verið rek in þaðan með valdi. Öll eru skrif þess slík hugsanaflækja, að með fádæmuim er, jafnvel á umræddri síðu. Að vísu verður að lesa samsetning þennan með vorkunnsemi. En jafnvel þó að það sé gert, verð ur með engu móti séð, að höf- undi og „málstað" hans hefði ekki verið betra, að prentlist- in hefði ekki verið fundin upp. Það væri má.tulegt á þá, sem að Æskulýðssíðu Þjóð- viljans standa, að sem allra flestir gæfu sér tíma til að lesa þetta emdemisbull. Hver sá, er greinina les, sér á samri stundu hve fráleitar Hrakfarir ungkommún'sta 1. des. staðhæfingar þarna eru á ferðinni. Skal því að mestu látið við það sitja, að hvetja menn til að kynna sér sjálf- ir skrifin, sem eru glöggur vottur um það ömurlega ástand, er nú ríkir meðal að- standenda hennar. Algjör ósigur kommún- ismans Sú staðreynd, að ungkom- múnistar skuli verja nær 3 dálkum, til skrifa um fullveld ishátíð stúdenta 1. desember s. 1. er vissulega verð of- urlítillar íhugunar. Hún sýn- ir, að þeir gera sér ljóst, að „málstaður“ þeirifa er nú nær því en nokkru sinni fyrr, að bíða algjöran ósigur. Þó að þeir væru allir af vilja gerð- ir, fengu þeir ekki rönd við því reist, að stúdentar sam- þykktu með yfirgnæfandi meirihluta á almennum fundi í háskólanum, að helga hátíða höldin vestrænu samstarfi og þátttöku fslendinga í því. Liðskönnun ungkommúnista fyrir umræddan fund leiddi í ljós, að svo aumt var nú ástand línudansaranna, að betur þótti fara á að þeir træðu alls ekki upp í þetta skiptið. — Það er svo aðeins og endemisskriíin í Þjóðviljanum vesældarlegt klór í bakkann, þegar þeir nú eftir á bera því við, að fjöldi stúdenta hafi ekki um fundinn vitað, vegna þeirrar „starfsaðferðar", að „boðað var til stúdentafundar rétt eftir að skóli byrjar“ og þannig „öllum ráðum beitt“, eins og þeir komast að orði. Allar slíkar i afsakanir ungkommúnista á afhroði því, er þeir hafa goldið í samhandi við hátíðahöldin 1. des., eru því algjörlega út í hött — og eykur aðeins á skömm þeirra. Sama er að segja um þær boUaleggingar, að vestræn samvinna hafi verið tekin á dagskrá hátíðarhaldanna „með þeim hætti að læðast aftam að stúdentum.“ Sannleikurinn rakinn Sannleikurinn { málinu er sá, að það er samkvænr.t bein- um fyrirmælum stúdentaráðs laga, sem umræddur fundur var haldinn hinn 12. október, eigi löngu eftir að kennsla hófst. Eru ákvæði laganna, sem að sjálfsögðu miðast við það, að nægur tími sé til und- irbúnings hátíðahaldanna, svohljóðandi: „f annarri viku október- mánaðar ár hvert, skal al- mennur . stúdentafundur, sem til er boðað af stú- dentaráði, kjósa 5 manna nefnd, er undirbúi og sjái um hátíðarhöldin 1. des- ember. Sami fundur kýs 5 maraia ritnefnd Stúdenta- blaðsins, er út kemur nefndan dag. (Úr 15. gr.) Þessi lagafyrirmæli hafa verið í gildi síðan vorið 1960 og komu nú til framkvæmda í annað sinn. Það er því ófyr- irleitið í meira lagi, að ætla að telja nokkrum heilvita manni trú um, að stúdentar hafi almennt verið svo utan- gátta, að þeir hafi ekki vitað, hvenær fundurinn átti að f-ara fram. Það er hinsvegar eftir kommúnistum að kalla það að beita öllum brögðum og „læðast aftan að stúdent- um“ — þegar farið er að sett um lögum. — Auk þeirra skýru upplýsinga, sem lögin veita um fundartímann, var svo að sjálfsögðu boðað til hans með þeim hætti sem jarfn an tíðkast um almenna stú- dentafundi, þ. e. með aug- lýsingu, sem hékk á tilkynn- ingatöflu í anddyri háskólans frá því rúmlega 2 sólarhrmg- um áður en fundur skyldi hefj ast. Þessar staðreyndir sýna svo að ekki verður um villzt, að þeir, sem viljað hefðu stuðla að þvi, að boðskapur heims- kommúnismonns eða einhverj ir angar af honum( t.d. brott- fiutningur vamarliðsins) yrði gert að baráttumáli stúdenta á fullveldisdaginn, áttu full- an kost á að koma þeirri skoð un sinni á framfsíri í tæka tíð. Þeirri skoðun áræddi hins vegar enginn að hreyfa. Og ástæðan er — án minnsta vafa sú, að allur þorri stú- denta gerir sér þess glögga grein, að sú gervistjarná, sem vísar leiðina til konv. múnismans, geislar enn frá sér sömu fölsku birtunnl og hér um á.rið, þegar mál- gagn ungkommúnista á háskólanum „Nýja Stú- dentablaðið“, hirti stóru myndina af Stalín sáluga með undirskriftinni: „SLÍKA FYRIRMYND EIGA UNGIR MENNTA- MENN AÐ KJÓSA SÉR.« Er hægt að ætlast til þess, að nokkur skyniborinn maður styðji stefnu, sem haldið er uppi af svo fallvöltum kenn- ingum ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.